Bæjarstjórn

20. júní 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1807

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Kristínu Maríu Thoroddsen sem var þó væntanleg innan skamms. [line][line]Samkvæmt 6. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar boðar sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn sem á baki lengsta setu í bæjarstjórn til fyrsta fundar og stýrir fundi þar til forseti hefur verið kjörin. [line][line]Rósa Guðbjartsdóttir, starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar velkomna til starfa og greindi frá dagskrá.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Kristínu Maríu Thoroddsen sem var þó væntanleg innan skamms. [line][line]Samkvæmt 6. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar boðar sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn sem á baki lengsta setu í bæjarstjórn til fyrsta fundar og stýrir fundi þar til forseti hefur verið kjörin. [line][line]Rósa Guðbjartsdóttir, starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar velkomna til starfa og greindi frá dagskrá.

  1. Almenn erindi

    • 1801615 – Sveitarstjórnarkosningar, 26.maí 2018

      Lögð fram skýrsla yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði um úrslit sveitarstjórnarkosninganna 26.maí 2018. Á kjörskrá voru 20.770.

      Niðurstöður sveitarstjórnakosninga í Hafnarfirði 26. maí 2018.

      Á kjörskrá voru 20.770 og kusu 12.058, auðir seðlar 443 og ógildir 52. Kjörsókn 58,1%.

      Atkvæði féllu þannig:

      B listi Framsókn og óháðir, 928 atkvæði, 8,0%, fjöldi kjörinna fulltrúa 1

      C listi Viðreisn, 1.098 atkvæði, 9,5%, fjöldi kjörinna fulltrúa 1

      D listi Sjálfstæðisflokkurinn, 3.903 atkvæði, 33,8%, fjöldi kjörinna fulltrúa 5

      L listi Bæjarlisti Hafnarfjarðar, 896 atkvæði, 7,7%, fjöldi kjörinna fulltrúa 1

      M listi Miðflokkurinn, 877 atkvæði, 7,6%, fjöldi kjörinna fulltrúa 1

      P listi Píratar, 755 atkvæði, 6,5%, fjöldi kjörinni fulltrúa 0

      S listi Samfylkingin, 2.330 atkvæði, 20,2%, fjöldi kjörinni fulltrúa 2

      V listi Vinstrihreyfingin ? grænt framboð, 776 atkvæði, 6,7%, fjöldi kjörinni fulltrúa 0

      Eftirtaldir hlutu kosningu sem aðal- og varafulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar:

      Aðalfulltrúar:

      Rósa Guðbjartsdóttir D
      Adda María Jóhannsdóttir S
      Kristinn Andersen D
      Ólafur Ingi Tómasson D
      Friðþjófur Helgi Karlsson S
      Jón Ingi Hákonarson C
      Helga Ingólfsdóttir D
      Ágúst Bjarni Garðarsson B
      Guðlaug Kristjánsdóttir L
      Sigurður Þ. Ragnarsson M
      Kristín Thoroddsen D

      Varafulltrúar:

      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir D
      Sigrún Sverrisdóttir S
      Skarphéðinn Orri Björnsson D
      Lovísa Björg Traustadóttir D
      Stefán Már Gunnlaugsson S
      Vaka Ágústsdóttir C
      Magnús Ægir Magnússon D
      Valdimar Víðisson B
      Birgir Örn Guðjónsson L
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir M
      Bergur Þorri Benjamínsson D

    • 1806147 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2018-2022

      Gengið var til kosninga forseta bæjarstjórnar.

      Við kosningu hlaut bæjarfulltrúi Kristinn Andersen öll 10 atkvæði sem greidd voru.

      Lýsti starfsaldursforseti Kristinn Andersen réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

      Nýkjörinn forseti tók nú við fundarstjórn.

      Þá var gengið til kosningar á 1. varaforseta. Bar forseti upp tillögu um að Guðlaug Kristjánsdóttir yrði 1. varaforseti og Ágúst Bjarni Garðasson yrði 2. varaforseti. Var tillagan samþykkt samhljóða með 10 greiddum atkvæðum.

      Var næst gengið til kosningar 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

      Lögð fram tillaga um að Friðþjófur Helgi Karlsson og Kristín María Thorodsen yrðu kjörin skrifarar og þeir Jón Ingi Hákonarson og Ágúst Bjarni Garðarsson yrðu kjörnir skrifarar til vara. Var það samþykkt samhljóða með 10 greiddum atkvæðum.

    • 1806156 – Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar

      Lagður fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson og einnig Adda María Jóhannsdóttir.

      Kristín María Thoroddsen mætir til fundarins kl. 17:36.

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars við ræðu Öddu Maríu.

      Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og ber upp svohljóðandi fyrirspurn:

      “Fyrirspurn, óskast svarað í bæjarráði:
      Óskað er eftir kostnaðaráætlun meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, aðallega vegna sérgreindra verkefna:
      Stjórnsýsluúttekt
      Matráðar í skólum
      Sængurgjöf
      Aukin framlög og styrkir í mennta- og menningarmálum
      Hækkun frístundastyrkja
      Hjólabrettasvæði
      Hreyfigarður
      Knatthús Kaplakrika
      Knatthús Ásvöllum
      Endurbætur á Suðurbæjarlaug
      Uppbygging hjóla- og gönguleiða
      Rafhleðslustöðvar
      Framboð lóða í samræmi við eftirspurn
      Endurbætur á Hellisgerði
      Þjónustustarfsemi í Krýsuvík
      Lækkun gjalda almennt
      Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
      Þessi sáttmáli inniheldur fjölmörg verkefni sem munu kosta aukin útgjöld, fjölgun stöðugilda og fleira. Einnig mörg markmið um minni innheimtu gjalda.
      Að lokum, spurningar um Krúttkörfu:
      -undir hvaða bókhaldslið flokkast þessi fjárfesting?
      -hvernig verður innkaupum háttað? Verður tekið tillit til umhverfissjónarmiða (taubleyjur, fjárfesting í plasti), árvekni gegn mansali (hvar framleitt og af hverjum? Barnavinna/félagsleg undirboð?).”

    • 1806148 – Ráðning bæjarstjóra

      Lögð fram tillaga um ráðningu bæjarstjóra.

      Forseti ber upp tillögu um að Rósa Guðbjartsdóttir verði ráðinn bæjarstjóri á grundvelli fyrirliggjandi ráðningarsamnings.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson og bar upp tillögu um að biðlaunaréttur í ráðningarsamningi falli niður við lok kjörtímabils.

      Næst tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og óskar eftir að tölulegar upplýsingar um yfirvinnutíma og akstursgreiðslur í ráðningarsamningi verði birtar opinberlega.

      Þá tekur til máls Sigurður Ragnarsson. Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og svo Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Forseti ber upp framkomna tillögu frá Jóni Inga, um að að biðlaunaréttur falli niður við lok kjörtímabils. 6 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðara greiða atkvæði á móti því tillögunni, 4 fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Miðflokksins greiða atkvæði með tilögunni og 1 fulltrúi Bæjarlistans situr hjá.

      Næst ber forseti upp tillögu að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ráðningarsamning um ráðningu Rósu Guðbjartsdóttur sem bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum, 4 sitja hjá og enginn greiðir atkvæði á móti. Þau Adda María, Guðlaug og Jón Ingi gera grein fyrir atkvæðum sínum og kom Guðlaug einnig að eftirfarandi bókun:

      “Bæjarlistinn lagði ríka áherslu á faglega ráðningu bæjarstjóra og tefldi fram Haraldi Líndal Haraldssyni sem sínu bæjarstjóraefni. Í ljósi þess get ég ekki hér greitt ráðningu pólitískt kjörins bæjarstjóra atkvæði mitt. Ég óska hins vegar nýráðnum bæjarstjóra, Rósu Guðbjartsdóttir, velfarnaðar í starfi.

      Guðlaug S Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans”

      Friðþjófur Helgi Karlssson kemur næst að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar:

      “Fulltrúar Samfylkingar gera athugasemd við ráðningarsamning vegna ráðningar bæjarstjóra. Við teljum óþarft að verðandi bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að kjörtímabilinu er lokið. Þar sem um er að ræða pólitískan bæjarstjóra er ráðningartíminn skýr og afmarkaður við kjörtímabilið 2018-2022. Það er því ljóst að ráðningin rennur út í júní 2022.

      Þá gerum við einnig athugasemd við að ekki komi skýrt fram hver heildarlaun verðandi bæjarstjóra verða að teknu tilliti til yfirvinnu og annarra starfstengdra greiðslna sem fylgja starfi bæjarstjóra á hverjum tíma.”

      Nýkjörinn bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir tekur þá til máls.

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Teknar fyrir kosningar í ráð og nefndir.
      Kosið til eins árs:

      Bæjarráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Fjölskylduráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Fræðsluráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð, 5 aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Skipulags- og byggingaráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.

      Bláfjallanefnd/Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, 1 aðalmaður og jafnmargir til vara.
      Íþrótta- og tómstundanefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Menningar- og ferðamálanefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Stjórn Hafnarborgar,tveir menn kosnir í stjórn.
      Stjórn Reykjanesfólkvangs, einn maður.
      Stjórn Sorpu bs., einn aðalmaður og einn til vara.
      Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Einn varamaður.
      Stjórn Strætó bs., einn aðalmaður og einn til vara.
      Fulltrúaráð SSH, fimm aðalmenn.
      Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, tveir aðalmenn.
      Forsetanefnd

      Kosning í nefndir til fjögurra ára:

      Almannavarnarnefnd, tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Barnaverndarnefnd, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Hafnarstjórn, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Heilbrigðisnefnd, tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Kjörstjórn við sveitar- og alþingiskosningar, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Öldungaráð

      Kosning formanna og varaformanna ráða:

      Lögð fram eftirfarandi nöfn í neðangreind ráð.

      Bæjarráð:
      Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuás , formaður XB
      Kristinn Andersen Austurgötu 42, varaformaður XD
      Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9, XD
      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7 xS
      Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5 xC
      Guðlaug S. Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4 xL Áheyrnarfulltrúi
      Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5 xM
      Áheyrnarfulltrúi

      Fjölskylduráð

      Aðalmenn:
      Valdimar Víðisson Brekkuás 7, formaður XB
      Helga Ingólfsdóttir Brekkugötu 26, varaformaður XD
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Norðurbakka 11c, XD
      Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 xS
      Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5 xM
      Árni Stefán Guðjónsson, Hverfisgötu 35 xC
      Áheyrnarfulltrúi
      Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 3 xL Áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Erla Ragnarsdóttir Glitvangi 15, XD
      Magna Björk Ólafsdóttir Dalsás 10b, XB
      Sólon Guðmundsson Efstuhlíð 31,
      Svava Björg Mörk, Fífuvöllum 17 xS
      Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b XM
      Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b xC
      Varaáheyrnarfulltrúi
      Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, Blómvöllum 14 xL
      Varaáheyrnarfulltrúi

      Fræðsluráð

      Aðalmenn:
      Kristín María Thoroddsen Burknabergi 4, formaður XD
      Margrét Vala Marteinsdóttir Hvammabraut 10, varaformaður XB
      Bergur Þorri Benjamínsson Eskivöllum 7, XD
      Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9 xS
      Birgir Örn Guðjónsson, Daggarvöllum 3 xL
      Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80 xC
      Áheyrnarfulltrúi
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107 xM
      Áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58 XD
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10 XB
      Guðvarður Ólafsson, Lindarhvammi 10
      Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84 xS
      Klara G. Guðmundsdóttir, Þrastarási 73 xL
      Harpa Þorsteinsdóttir, Vallarbarði 12 x
      Varaáheyrnarfulltrúi
      Hólmfríður Þórisdóttir, Eskivöllum 5 xM
      Varaáheyrnarfulltrúi

      Skipulags- og byggingaráð

      Aðalmenn:
      Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9, formaður XD
      Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuás 5, varaformaður XB
      Lovísa Traustadóttir Spóaási 24,
      Stefán Már Gunnlaugsson, Glitvöllum 19 XS
      Gísli Sveinbergsson, Skipalóni 5 xM
      Ómar Ásbjörn Óskarsson, Þrastarási 14 xC
      Áheyrnarfulltrúi
      Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14 xL
      Áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Kristján Jónas Svavarsson Hverfisgötu 63, XD
      Anna Karen Svövudóttir Smárabarði 2c, XB
      Vaka Dagsdóttir Drekavöllum 40,
      Einar Pétur Heiðarsson, Ölduslóð 24 xS
      Arnhildur Ásdís Kolbeins, Gauksás 57 xM
      Jón Garðar Snædal Jónsson, Klukkuvöllum 5 xC
      Varaáheyrnarfulltrúi
      Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1 xL
      Varaáheyrnarfulltrúi

      Umhverfis- og framkvæmdaráð

      Aðalmenn:
      Helga Ingólfsdóttir Brekkugötu 26, formaður XD
      Árni Rúnar Árnason Garðstíg 1, varaformaður XB
      Skarphéðinn Orri Björnsson Kvistavöllum 29, XD
      Friðþjófur Helgi Karlsson, Norðurbakka 5a XS
      Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1 xL
      Þórey S. Þórisdóttir, Þúfubarði 9 xC
      Áheyrnarfulltrúi
      Arnhildur Ásdís Kolbeins, Gauksás 57 xM
      Áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Tinna Hallbergsdóttir Blikaási 25, XD
      Garðar Smári Gunnarsson Álfaskeið 84,
      Lára Janusdóttir
      Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11 xS
      Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 3 xL
      Ingvar Sigurðsson, Miðvangi 107 xM
      Varaáheyrnarfulltrúi
      Ásta Rut Jónasdóttir, Hraunbrún 35 xC
      Varaáheyrnarfulltrúi

      Bláfjallanefnd

      Aðalmaður:
      Kristjana Ósk Jónsdóttir Heiðvangi 58.

      Varamaður:
      Einar Baldvin Brimar Lækjarbergi 34.

      Forsetanefnd

      Skipuð forseta bæjarstjórnar ásamt varaforsetum, sbr. 17. tl. A. liðar 39. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7 xS
      Áheyrnarfulltrúi
      Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5 xC
      Áheyrnarfulltrúi
      Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5 xM
      Áheyrnarfulltrúi

      Hafnarstjórn

      Aðalmenn:
      Kristín María Thoroddsen Burknabergi 4, formaður XD
      Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuás 5, XB
      Magnús Ægir Magnússon Staðarhvammi 9, XD
      Jón Grétar Þórsson, Urðarstíg 8 xS
      Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5 xC

      Varamenn:
      Helga Ragnheiður Stefánsdóttir Sævangi 44 XD
      Guðmundur Fylkisson Móabarði 20
      Lára Árnadóttir Furuvellir 26,
      Gylfi Ingvarsson, Garðavegi 5 xS
      Daði Lárusson, Hverfisgata 46 xC

      Barnavernd, lagður fram eftirfarandi listi fulltrúa:
      Aðalmenn:
      Þórdís Bjarnadóttir, Heiðvangi 80 XD
      Mjöll Flosadóttir Traðarbergi 5, XD
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir Miðvangi 10, XB
      Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, Krókahrauni 12 xS
      Sveindís Jóhannsdóttir, Svalbarði 9 xC

      Varamenn:
      Lárentsínus Kristjánsson, Lækjarbergi 56,
      Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Lækjarkinn 6,
      Matthías Freyr Matthíasson, Suðurvangi 4, xS
      Heimir Hilmarsson, Holtabyggð 1 Xc

      Gauðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls og leggur til að kosningu í barnaverndarnefnd verði frestað og reynt verði að laga hlutfall kynjanna í nefndinni. Helga Ingólfsdóttir kmeur tiul andsvars og Guðlaug svarar andsvari. Adda María tekur til máls.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun á kosningu í Barnaverndarnefnd. Er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum og 2 sitja hjá.

      Íþrótta- og tómstundanefnd

      Aðalmenn:
      Brynjar Þór Gestsson, formaður Strandgötu 27 XB
      Tinna Hallbergsdóttir, varaformaður Blikaási 25 XD
      Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11 xS

      Varamenn:
      Einar Freyr Bergsson Erluási 3 XD
      Einar Baldvin Brimar Lækjarbergi 34 XB
      Vilborg Harðardóttir, Stuðlabergi 38 xS

      Menningar- og ferðamálanefnd

      Aðalmenn:
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c, formaður XD
      Þórey Anna Matthíasdóttir, Hringbraut 11, varaformaður XB
      Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Hringbraut 75 xS

      Varamenn:
      Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir Vitastíg 12,
      Njóla Elísdóttir Móabarði 33,
      Guðjón Karl Arnarson, Hverfisgötu 6a xS

      Stjórn Hafnarborgar
      Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7, XD
      Pétur Gautur Svavarsson Arnarhrauni 27, XD
      Böðvar Ingi Guðbjartsson, Móabarði 36 xL

      Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar
      Kristín María Thoroddsen,Burknabergi 4, XD
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir Miðvangi 10, XB
      Arnbjörn Ólafsson, Hamarsbraut 17 xL

      Heilbrigðisnefnd
      Linda Hrönn Þórisdóttir Lækjarhvammi 10 XD
      Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b xM
      Varamaður:
      Guðmundur Sigurðsson Norðurbakka 3a
      Elínbjörg Ingólfsdóttir, Þrastarási 51 xM

      Fulltrúaráð SSH
      Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9, XD
      Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuás 5, XB
      Kristín María Thoroddsen Burknabergi 4, XD
      Friðþjófur Helgi Karlsson, Norðurbakka 5a XS
      Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80 xC

      Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
      Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9, aðalmaður XD
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107, varamaður xM

      Stjórn Reykjanesfólksvanga
      Þórður Ingi Bjarnason Lækjarhvammi 10,

      Stjórn Sorpu
      Aðalmaður:
      Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuás 5, XB
      Varamaður:
      Kristinn Andersen Austurgötu 42, XD

      Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs
      Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7, XD

      Stjórn Strætó
      Aðalmaður:
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 XD
      Varamaður:
      Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9, XD

      Almannavarnarnefnd
      Aðalmenn:
      Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7, XD
      Guðmundur Fylkisson Móabarði 20,
      Varamenn:
      Sigríður Kristinsdóttir, Erluási 21
      Kristinn Andersen Austurgötu 42 XD

      Kjörstjórn

      Hildur Helga Gísladóttir Klausturhvammi 15
      Þórdís Bjarnadóttir Heiðvangi 80,
      Torfi Karl Antonsson, Þrastarási 16 xS
      Elínbjörg Ingólfsdóttir, Þrastarási 51 xM
      Áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Guðmundur Fylkisson Móabarði 20
      Örn Tryggvi Johnsen Hraunbrún 48
      Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b xS
      Kristinn Jónsson, Hringbraut 41 xM
      Varaáheyrnarfulltrúi

      Allar framangreindar tillögur voru samþykktar samhljóða að því undanskildu að kosningu í Barnaverndarnefnd var frestað. Teljast framangreindir því réttkjörnir.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Tilnefning þriggja stjórnarmanna samanbr. 7. gr. samþykkta Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

      Samþykkt að tilnefna eftirfarandi sbr. afgreiðslu í 5. dagskrárlið:

      Kristín María Thoroddsen Burknabergi 4,XD
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir Miðvangi 10, XB
      Arnbjörn Ólafsson, Hamarsbraut 17 xL

    • 1806223 – Tillögur, lagðar fram í bæjarstjórn 20.júní

      Lagðar fram eftirfarandi tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra:

      1. Aukinn afsláttur á gjöldum barnafjölskyldna
      2. Uppbygging á hafnarsvæðinu
      3. Hreinni og umhverfisvænni bær
      4. Menntasetrið við Lækinn
      5. Fjölmenningarráð Hafnarfjarðar og móttökuáætlun nýbúa
      6. Starfsaðstæður starfsmanna leik-og grunnskóla

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að 1. tillögu, “Aukinn afsláttur á gjöldum barnafjölskyldna”, verði vísað í fræðsluráð, en tillagan er svohljóðandi:

      “Aukinn afsláttur á gjöldum barnafjölskyldna
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur til að systkinaafsláttur á leikskólagjöldum verði aukinn frá og með næsta fjárhagsári og systkinaafsláttur á skólamáltíðum tekinn upp. Því er beint til fræðsluráðs að vinna að útfærslu tillögunnar. Lægri gjöld í þjónustu til barna er brýnt hagsmunamál barnafjölskyldna í bænum.”

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og leggur til að 2. tillögu, Uppbygging á hafnarsvæðinu, verði vísað til úrvinnslu í Hafnarstjórn og skipulags- og byggingarráði, en tillagan er svohljóðandi:

      “Uppbygging á hafnarsvæðinu
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fylgja eftir þeim tillögum sem fram komu í nýlokinni hugmyndasamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Í tillögunum eru settar fram hugmyndir til uppbyggingar með iðandi mannlífi í sátt við atvinnustarfsemi á skipulagssvæðinu. Mikilvægt er að fylgja þessum tillögum eftir með áframhaldandi skipulagsvinnu.”

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og ber upp tillögu um að 3. tillögu, Hreinni og umhverfisvænni bær, verði vísað til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdaráði, en tillagan er svohljóðandi.

      “Hreinni og umhverfisvænni bær
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áfram verði settur aukinn kraftur í hreinsun og fegrun bæjarins. Sérstök áhersla verði á hreinsun og umgengni á iðnaðarsvæðum bæjarins og lóðarhafar hvattir til að huga að umgengni á lóðum sínum. Hafnarfjarðarbær eykur fjármagn til fegrunar í þessum hverfum bæjarins og til viðhalds gatna og mannvirkja bæjarins. Hrein og snyrtileg iðnaðar- og þjónustuhverfi laðað fyrirtæki og viðskiptavini.”

      Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Helga andsvari. Guðlaug kemur í andsvar öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tekur til máls öðru sinni.

      Forseti leggur til að tillögur verði afgreiddar jafnóðum og er tillögunni ekki mótmælt og telst þar með samþykkt. Eru allar framangreindar tillögur um vísun tillagna til ráða og stjórna samþykktar samhljóða. Er tillögunni Aukinn afsláttur á gjöldum barnafjölskyldnaverði” því vísað í fræðsluráð, tillögunni “Uppbygging á hafnarsvæðinu” vísað til Hafnarfstjórnar og skipulags- og byggingarráðs og tillögunni “Hreinni og umhverfisvænni bær” vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      1. varaforseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá við fundarstjórn og til máls tók Kristinn Andersen og leggur til að 4. tillögu meirihluta, „Menntasetrið við Lækinn”, verði vísað til umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði, en tillagan er svohljóðandi:
      „Menntasetrið við Lækinn
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerð verði úttekt á ástandi byggingar Menntasetursins við Lækinn (gamla Lækjarskóla) og viðhalds- og endurbótaþörf metin og kostnaðargreind. Einnig verði unnar tillögur að framtíðarstarfsemi í húsinu.“
      Forseti ber upp framkomna tillögu um að framangreindri tillögu verði vísað til umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði og er það samþykkt samhljóða.

      Þá tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson og fjallar um 5. tillögu meirihluta, “Fjölmenningarráð Hafnarfjarðar og móttökuáætlun nýbúa”, og leggur til að henni verði vísað til frekari úrvinnslu í fjölskylduráði, en tillagan er svohljóðandi:
      „Fjölmenningarráð Hafnarfjarðar og móttökuáætlun nýbúa
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og að fjölmenningarráð verði tekið til skoðunar með það að markmiði að það hafi styrk til að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni innflytjenda. Fjölskylduráði verði falið að taka málið til frekari skoðunar.“
      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og Ágúst Bjarni kemur í andsvar. Guðlaug svarar andsvari. Forseti ber næst upp framkomna tillögu um að vísa tillögu til fjölskylduráðs og er hún samþykkt samhljóða.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen og fjallar um 6. tillögu meirihluta, “Starfsaðstæður starfsmanna leik-og grunnskóla”, og ber upp tillögu um að tillögunni verði vísað til úrvinnslu í fræðsluráði, en tillagan er svohljóðandi:
      „Starfsaðstæður starfsmanna leik- og grunnskóla
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áfram verði unnið að því að bæta starfsaðstæður kennara í leik- og grunnskólum með það að leiðarljósi að minnka álag í starfi og efla faglega forystu kennara og að farið verði í vinnu við að greina álagsþætti í störfum annarra starfsmanna.“
      Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Kristín María svarar andsvari. Friðþjófur Helgi Karlsson kemur til andsvars og Kristín María svarar andsvari. Ágúst Bjarni tekur til máls. Forseti ber næst upp framkomna tillögu um að vísa tillögu til fræðsluráðs og það hún samþykkt samhljóða.

      Næst tekur til máls Adda María og leggur fram eftirfarandi tillögu:

      “Leikskólamál í Suðurbæ
      Eftir lokun á starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) hefur verið skortur á leikskólaplássum í Suðurbæ. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Þá leggjum við einnig til að tekið verði til skoðunar að opna ungbarnaleikskóla í Kató. Byggingin hefur staðið auð frá því að leikskólanum var lokað og lítið ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja starfsemi þar á ný. Leggur Adda Til að tillögunni verði vísað til úrvinnslu í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni og Adda María svarar andsvari. Bæði Ólafur Ingi og Adda María koma að lokum að stuttum athugasemdum.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að vísa þessari tillögu til úrvinnslu í fræðsluráði og umhverfis og framkævmdaráði og er hún samþykkt samhljóða.

      Næst tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur fram eftirfarandi tillögu:

      “Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði
      Til að auka stuðning við ungt fólk í Hafnarfirði leggja fulltrúar Samfylkingar til eftirfarandi: Tryggt verði aðgengi að sálfræðingum í öllum grunnskólum bæjarins ásamt því að boðið verði upp á sálfræðiþjónustu fyrir 16-18 ára börn í Ungmennahúsi.
      Til að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum leggjum við til að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði strætókort fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu. Þannig minnkum við líka skutl og styðjum við umhverfissjónarmið.
      Þá leggjum við einnig til að börn að 18 ára aldri fái frían aðgang að Bókasafni Hafnarfjarðar.”

      Forseti ber upp upp tillögu um að vísa framkominni tillögu til úrvinnlsu í fræðsluráði og bæjarráði og er það samþykkt samhljóða.

      Adda María tekur til máls og ber upp svohljóðandi tillögu:

      “Stytting vinnuvikunnar
      Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær stuðli að aukinni samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttingu vinnuviku ásamt því að stuðla enn frekar að styttri vinnudegi barna með aukinni samþættingu skóla og frístunda. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að hafin verði undirbúningur á tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í stofnunum bæjarins.”

      Forseti leggur til að tillögunni verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði og er það samþykkt samhljóða.

      Friðþjófur tekur til máls og ber upp svohljóðandi tillögu:

      “Samgöngusamningar
      Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál í hverju samfélagi. Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær gangi fram með góðu fordæmi og stuðli að aukinni lýðheilsu starfsfólks. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að teknir verði upp samgöngusamningar við starfsfólk bæjarins. Það eflir lýðheilsu og styður við umhverfissjónarmið.”

      Forseti leggur til að framkominni tillögu verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði og er það samþykkt samhljóða.

      Þá tekur Adda María til máls og ber upp svohljóðandi tillögu:

      “Gæludýrahald í félagslegum íbúðum
      Fulltrúar Samfylkingar leggja til að farið verði að dæmi Kópavogs um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum háð ákveðnum skilyrðum.” Leggur Adda María til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði. Ólafur Ingi kemur í andsvar og því svarar Adda María. Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og þá næst Sigurður Ragnarsson.

      Forseti leggur til að framkomin tillaga verði vísað til freakri umfjöllunar í fjölskylduráði og er það samþykkt samhljóða.

      Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:

      “Stöðugildi sálfræðings í fullt starf í alla grunnskóla Hafnarfjarðar.
      Viðreisn leggur til að Fræðsluráð fjalli um og finni leiðir til að koma á stöðugildi sálfræðings í alla grunnskóla Hafnarfjarða á næsta fjárhagsári.”

      Forseti leggur til að fram kominni tillögu verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði og er það samþykkt samhljóða.

      Jón Ingi leggur einnig til svohljóðandi tillögu:

      “Innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
      Viðreisn leggur til að vinnu við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna hefjist strax. Viðreisn leggur til að Fjölskylduráði verði falið að taka þetta mál til vinnslu með það að markmiði að innleiðingarferlið geti hafist strax í haust.”

      Forseti leggur til að fram kominni tillögu verði vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði og er það samþykkt samhljóða.

      Til máls tekur Guðalug Kristjánsdóttir og leggur fram svohljóðandi tillögu:

      “Stytting vinnuviku hjá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar, tilraunaverkefni
      Hafið verði verkefni um styttingu vinnuviku í samráði við stéttarfélög og starfsfólk bæjarins. Starfsfólk félagsþjónustu hefur þegar óskað eftir slíkri tilraun og fjallaði bæjarráð um þá tillögu á fundi sínum þann 20. apríl síðastliðinn. Var bæjarstjóra falið að taka málið til skoðunar (1803258 – Stytting vinnuvikunnar, erindi). Einnig verði tekið upp samtal við aðrar stofnanir bæjarins um mögulegan áhuga á sambærilegu verkefni.”

      Forseti ber upp tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til bæjarráðs og er það samþykkt samhljóða.

      Einnig leggur Gauðlaug fram svohljóðandi tillögu:

      “Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun
      Óskað verði eftir samstarfi við félagasamtök (Alzheimersamtökin) um opnun nýrrar dagdvalar fyrir fólk með heilabilun, til viðbótar við þá þjónustu sem veitt er í Drafnarhúsi og í þeim sama anda. Horft verði til þjónustukjarna við Sólvang varðandi staðsetningu.”

      Forseti ber upp tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til fjölskylduráðs og er það samþykkt samhljóða.

      Einnig leggur Guðlaug fram svohljóðandi tillögu:

      “NPA samningar, fjölgun
      Þegar í stað verði opnað fyrir fjölgun NPA samninga á vegum félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, í samráði við notendur. Þjónustuformið NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) sem hingað til hefur verið rekið sem tilraunaverkefni hefur nú fengið stoð í lögum og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf verið innleidd í öll ákvæði laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Jafn réttur íbúa bæjarins til að stjórna eigin lífi er forsenda þess að þjónusta bæjarins standist ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um ,,að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir“.”

      Forseti ber upp tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til fjölskylduráðs og er það samþykkt samhljóða.

      Guðlaug leggur einnig fram svohljóðandi tillögu:

      “Stefnumótun í búsetumálum fatlaðra
      Farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, meðal annars með tilliti til þjónustu í eigin húsnæði. Farið verði yfir kosti og galla ólíkra búsetuúrræða og þarfagreining gerð á hverju úrræði fyrir sig. Niðurstöður vinnunnar verði hluti af húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar, sem nú er í vinnslu.”

      Forseti ber upp tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til fjölskylduráðs og er það samþykkt samhljóða.

      Þá leggur Guðalug fram svohljóðandi tillögu:

      “Atvinnumál fatlaðs fólks
      Aukinn verði stuðningur við atvinnumál fatlaðra í bænum, þannig að hjá Hafnarfirði sem vinnustað verði störfin fleiri og fjölbreyttari og á öllum sviðum starfseminnar. Gert verði tilraunaverkefni með kaffihús í anda GÆS í anddyri Ásvallalaugar, þar sem aðgengi er eins og best verður á kosið og aðstaða fyrir veitingasölu hefur verið til staðar frá opnun, en ekki verið tekin í notkun sem slík.”

      Forseti ber upp tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til fjölskylduráðs og er það samþykkt samhljóða.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 23.maí sl.
      Til umræðu.
      11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14/2 2018 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð hafði samþykkt erindið á fundi sínum þann 9. feb. s.l. Aulýsingatími er liðinn og athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipualgsfulltrúa. Á fundi ráðsins þann 30. apríl sl. var óskað eftir viðbótar hljóðgreiningu. Helga Stefánsdóttir mætir á fundinn og gerir grein fyrir henni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga 123/2010 og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur einnig Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Elva Dögg svarar andsvari.

      Til máls tekur Unnur Lára Bryde og leggur til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsins framyfir kosningar. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og leggur til að málinu verði frestað milli funda.

      Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði.

      Adda María tekur til máls og tekur undir tillögu Jóns Inga um að málinu verði vísað til skipulags og byggingarráðs.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að málinu verði vísað til skipulags- og byggingarráðs og er það samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1806230 – Kjör og starfsaðstaða kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarkaupstað 2018

      Lagt fram.

      Forseti ber upp svohljóðandi bókun undir þessum lið:

      “Bæjarstjórn samþykkir að fela forsetanefnd að hefja strax endurskoðun reglna bæjarins sem lúta að skipan í ráð og nefndir og greiðslur fyrir þau störf. Þeirri endurskoðun ljúki fyrir 1. október næstkomandi.”

      Er bókunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1806150 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      Tillaga um að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar 2018 stendur, sem er frá og með 20. júní til og með 11. ágúst 2018. Fyrsti reglubundni fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður þann 22. ágúst 2018. Ráðsvika skal vera í viku 33, þ.e. þann 12.-18. ágúst 2018.

      Fyrirliggjandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt