Bæjarstjórn

15. ágúst 2018 kl. 08:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1808

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Sigrún Sverrisdóttir varamaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Friðþjófi Helga Karlssyni, Helgu Ingólfsdóttur og Sigurði Þórði Ragnarssyni en í þeirra stað mæta þau Sigrún Sverrisdóttir, Guðbjörg Oddný Jónsdóttir og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. [line][line]Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti þennan aukafund í bæjarstjórn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Friðþjófi Helga Karlssyni, Helgu Ingólfsdóttur og Sigurði Þórði Ragnarssyni en í þeirra stað mæta þau Sigrún Sverrisdóttir, Guðbjörg Oddný Jónsdóttir og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. [line][line]Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti þennan aukafund í bæjarstjórn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi Hákonarson kemur að andsvari og Rósa svarar andsvari. Einnig kemur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir til andsvars og næst kemur Adda María til andsvars.

   Næst tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

   Í 62. og 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um fjárhagsáætlanir og bindandi áhrif ákvarðana sem þar eru settar fram. Í 1. mgr. 63. gr. segir m.a. „Ákvörðun sem sveitarstjórn tekur skv. 1. mgr. 62. gr. um fjárhagsáætlun næstkomandi árs er bindandi regla um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins.? Ennfremur segir í 2. mgr. sömu gr. “Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun. Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Á það einnig við þótt heildarútgjöld eða heildartekjur breytist ekki vegna samþykktar hans.?

   Með vísan til fyrrgreindra ákvæða í sveitarstjórnarlögum óskum við undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar svara um það hvort og þá hvernig breyting á áætlun vegna framkvæmda við knatthúss í Kaplakrika telst standast ákvæði laganna.

   Óskað er eftir að svör liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Farið er fram á þetta að gefnu tilefni þar sem þegar er búið að senda út dagskrá fyrir fund í bæjarráði á morgun, 16. ágúst, þar sem gera á viðauka og stofna starfshóp um framkvæmdina.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi bókun:

   Undirrituð vekur athygli á því að enn er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir byggingu knatthúss af hálfu bæjarins. Enginn hefur lagt til breytingar á þeirri áætlun, nema meirihlutinn, nú í síðustu viku.

   Ekki hafa verið lögð fram gögn af hálfu meirihlutans um verðmat, eignarstöðu eða ástand umræddra þriggja fasteigna, þ.e. íþróttahúss, Risa og Dvergs. Ekki lágu fyrir gögn á fundi bæjarráðs í liðinni viku um það hvers vegna afgreiða þurfti þetta mál með þeim hraða sem raunin var og ekki var orðið við óskum fulltrúa minnihluta um svigrúm til að afla gagna. Jafnframt var því vísað á bug að um breytingar á fjárhagsáætlun væri að ræða, en nú liggur fyrir fundarboð í bæjarráð á morgun 16. Ágúst þar sem meðal annars er lagður fram umræddur viðauki.

  • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars öðru sinni og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

   Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 10. maí 2017 var samþykkt að við endurskoðun á samstarfssamningi við ÍBH yrði til framtíðar gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagins.

   Á grundvelli þeirrar samþykktar og í kjölfar ákvörðunar sem tekin var í bæjarráði um stefnubreytingu varðandi uppbyggingu knatthúss í Kaplakrika óska undirritaðir bæjarfulltrúar eftir upplýsingum um stefnu núverandi meirihluta varðandi byggingu íþróttamannvirkja og hvort til standi að afturkalla samþykkt bæjarstjórnar frá 10. maí 2017.

   Óskað er eftir að svör liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur að svohljóðandi bókun:

   Fram kom í máli bæjarstjóra að bæjarfulltrúar hefðu átt að kynna sér eignaskiptasamninga vegna svæðisins á Kaplakrika. Undirrituð bendir á að eignaskiptasamningar hafa ekki legið fyrir í gögnum fyrr en í aðdraganda fundarins nú í dag og þá í kjölfar beiðna fulltrúa minnihlutans, hvorki gildandi samningur né drög að breyttum eignaskiptum.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Gubjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur máls og kemur að eftirfarandi fyrirspurnum:

   Sveitarstjórnarlög kveða meðal annars á um ábyrga meðferð bæjarfulltrúa á fjármunum sveitarfélagsins en í 65 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir m.a. eftirfarandi: „Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og varðveita fjármuni með ábyrgum hætti…“

   Eitt af þeim húsum á Kaplakrika sem nú er fyrirhugað að kaupa (íþróttahús) er talið hafa verið gefið FH af bæjarstjórn árið 1989. Samkvæmt samkomulagi sem gert var þar um var gert ráð fyrir að ýmis skilyrði yrðu uppfyllt frá og með árinu 2005, sem virðist síðan ekki hafa verið gert. Hinn eiginlegi gjafagjörningur hefur þannig ekki farið fram og er húseignin enn færð sem eign bæjarsjóðs í bókum sveitarfélagsins, að 80% hluta. Ljóst er miðað við það að hinn meinti gjafagjörningur hefur ekki verið gjaldfærður í bókum bæjarins. Komi til þess nú að bærinn kaupi húsnæðið að fullu þarf m.a. að gjaldfæra gjafagjörninginn.

   Gangi ætlan meirihlutans eftir í þessu máli óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta svara við því hvernig ætlunin sé að mæta útgjöldum vegna þessa meinta gjafagjörnings upp á hundruð milljóna króna í ársreikningi sveitarfélagsins 2018 þannig að ekki verði halli á rekstri A hluta bæjarsjóðs. Einnig er óskað svara við því hvernig þessi fyrirhuguðu kaup á eigin eign eru talin samræmast 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins.
   Svara er óskað eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar

   Samkvæmt upplýsingum frá fyrrverandi forseta bæjarstjórnar var utanaðkomandi lögfræðingur að vinna að minnisblaði varðandi framangreint samkomulag við FH í lok síðasta kjörtímabils fyrir sveitarfélagið.

   Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir að þetta minnisblað verði lagt fram, eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

  • 1702357 – Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

   Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

   Eftir því sem næst verður komist var í þeim forsendum sem lágu til grundvallar útreikningi á leiguverði sem bærinn hefur greitt til FH vegna leigu á tímum í Risanum, knatthúsi, á sínum tíma gert ráð fyrir að leigan myndi duga til að greiða rekstrarkostnað vegna knatthússins og afborganir og vexti af lánum sem tekin voru vegna byggingar húsnæðisins, á umsömdum leigutíma.

   Með vísan til þessa er óskað eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að sannreyna þessar upplýsingar. Reynist þær réttar óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar svara meirihlutans á því hvort hann telji réttlætanlegt og hvort það sé í samræmi við gr. 65 í sveitarstjórnarlögum um ábyrga meðferð fjármuna að greiða nú FH fullt verð fyrir Risann og þá í reynd fjármagna húsið í annað skipti.
   Óskað er eftir að svar við fyrirspurninni verði lagt fram eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Með vísan til 65. gr. sveitarstjórnarlaga óska undirritaðir bæjarfulltrúa minnihluta bæjarstjórnar eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að greina hvernig leigugreiðslum frá bænum vegna Risans hefur verið ráðstafað frá upphafi leigutímans. Í því sambandi verði gerð ítarleg greining á rekstrarreikningum FH-knatthúsa ehf. frá upphafi.

   Óskað er eftir að greiningin liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

   Í þeim viðræðum sem fram fóru við forsvarsmenn FH á síðasta kjörtímabili varðandi knatthús kom fram að umtalsverðar skuldir hvíla á knatthúsunum sem nú er gert ráð fyrir að kaupa og greiða fyrir að fullu.
   Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir nákvæmum upplýsingum um hversu háar þessar skuldir eru samtals og hvernig FH hyggst standa undir greiðslu afborgana og vaxta vegna þeirra. Jafnframt er óskað svara við því hvort gert sé ráð fyrir að bærinn leigi tíma af FH í nýja húsinu. Ef svo er, hvað er gert ráð fyrir að greitt verði mikið fyrir þá tíma?

   Óskað er eftir að upplýsingarnar verði lagðar fram eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Á undanförnum árum hefur FH tekið að sér ýmsar framkvæmdir á athafnarsvæði FH fyrir hönd bæjarins. Um er að ræða m.a. flýtiframkvæmdasamning, greiðslu á sl. ári vegna efnistöku af stæði væntanlegs knatthúss ofl. Fyrir þetta hefur bærinn greitt að fullu til FH. Mikilvægt er að áður en gengið verður til frekari samninga við FH liggi fyrir hvort félagið hafi gert upp að fullu við þá verktaka sem unnið hafa vegna framangreinda verka.

   Með vísan til þessa óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að sannreyna að engar skuldir séu vegna þessara framkvæmda.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

  • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Sigrún Sverrisdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

   Þar sem engin gögn lágu fyrir fundi bæjarráðs þann 8. ágúst sl. þar sem ákvörðun um breytt áform varðandi byggingu knatthúss í Kaplakrika var tekin óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir verðmati og ástandsmati á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika þeim er um ræðir í rammasamkomulaginu og til stendur að bærinn kaupi.

   Svör við fyrirspurninni liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Á fundi bæjarráðs þann 8. ágúst sl. þar sem ákvörðun var tekin um breytt áform varðandi byggingu knatthúss í Kaplakrika kom fram að niðurstaða í útboði vegna framkvæmdanna hafi verið kærð og kæruferli sé í gangi. Undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar óska eftir upplýsingum um stöðu bæjarins og framkvæmda í Kaplakrika gagnvart þeirri kæru og hvort heimilt sé að fara í innkaupaferli vegna knatthússins áður en kærumálið er útkljáð.

   Óskað er eftir að svör liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun:

   Undirrituð gerir alvarlega athugsemd við að bæjarfulltrúar og bæjarráð skuli ekki hafa verið upplýst um kæru sem borist hefur vegna útboðsferlis vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Kaplakrika. Spurst var fyrir um kæruna á fundi bæjarráðs í síðustu viku og upplýsti bæjarlögmaður að vinna væri í gangi vegna hennar. Undirrituð lýsir furðu á þeim vinnubrögðum að upplýsa ekki kjörna fulltrúa um kæru á hendur bæjarfélaginu við fyrsta mögulega tækifæri, en kæran barst í júnímánuði. Ekki síst þegar um er að ræða mál sem er í vinnslu og í ljósi þess að umræða kjörinna fulltrúa um kostnaðaráætlun og tilboðsverð er augljóslega viðkvæm í ljósi þessa kæruferlis.

   Fundarhlé kl: 10:59.

   Fundi framhaldið kl. 11:09.

   Bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls og leggur fram tillögu um að ákvörðun bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar frá 8.8.sl. um rammasamkomulag Hafnarfjarðarfjarðarkaupstaðar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar um eignaskipti og framkvæmdir við nýtt knatthús í Kaplakrika verði hér með staðfest.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls og leggur fram dagskrártillögu um að þessum lið verði tekið fyrir eftir að liður 6 hafi verið ræddur, orðrétt er tillagan svohljóðandi:

   “Undirrituð leggur til dagskrártillögu um að fresta því að ljúka máli nr. 5, taka mál nr. 6 fyrir áður en til afgreiðslu tillögu bæjarstjóra komi. Ég legg þetta til vegna þess að undir máli nr. 6 mun minnihluti leggja fram gögn og upplýsingar sem eru til þess fallin að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu um tillöguna frá bæjarráðsfundinum í síðustu viku, um rammasamkomulag. Þegar lið nr. 6 verði lokið, verði haldið áfram með lið 5 og gengið til atkvæða um tillögu bæjarstjóra.”

   Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir fundarsköpum. Einnig Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María tekur til máls öðru sinn um fundarsköp. Einnig tekur Ólafur Ingi Tómasson til máls undir fundarsköpum. Þá tekur Adda María til máls þriðja sinni undir fundarsköpum, einnig Ólafur Ingi öðru sinni og næst Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Fundarhlé kl. 11:31.

   Fundi framhaldið kl. 11:41.

   Ber forseti framkomna dagskrártillögu Guðlaugar Kristjánsdóttur, um að þessi liður verði tekin fyrir eftir lið 6, upp til atkvæða. Er tillagan felld með 6 atkvæðum fulltrúa meirihluta gegn 5 atkvæðum minnihluta.

   Fundarhlé kl. 11:45.

   Fundi framhaldið kl. 12:12.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun vegna dagskrártillögu sem afgreidd hefur verið:

   Undirritaðir bæjarfulltrúar lýsa furðu á því að bæjarfulltrúar meirihluta hafni því að umræða um 6. lið á dagskránni fari fram áður en framlögð tillaga bæjarstjóra um rammasamkomulag verði afgreidd, ekki síst í ljósi þess að fulltrúar minnihluta hafa lýst því yfir að í 6. lið muni koma fram upplýsingar sem hafi bein áhrif á möguleika bæjarfulltrúa til að taka upplýsta afstöðu. Hér er því verið að hindra bæjarfulltrúa í því að taka upplýsta ákvörðun. Minnt er á að bæjarfulltrúar eru einungis bundnir af eigin sannfæringu sem þeir eiga rétt á að fá svigrúm til að mynda sér á grundvelli upplýsinga.

   Svo virðist sem meirihlutinn nálgist umræðuna á þessum fundi sem málamyndagjörning, rétt eins og rammasamkomulagið sem keyrt var í gegn í síðustu viku í bæjarráði. Ef ekki er vilji til að hlýða á rök í málinu til enda, getur ekki verið mikil alvara á bakvið þátttöku meirihluta í þessu samtali.

   Einnig leggur Guðlaug fram svohljóðandi tillögu fyrir fundinn:

   “Í 65. grein sveitarstjórnarlaga kemur fram að sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins. Á fundi bæjarstjórnar í dag hefur margsinnis verið innt eftir því og gagna óskað, hvort tillaga um rammasamkomulag sem afgreidd var í bæjarráði í síðustu viku standist sveitastjórnarlög, sérstaklega 65. grein. Óskað hefur verið eftir svörum við þessum spurningum fyrir næsta fund bæjarstjórnar, sem er áætlaður eftir slétta viku. Þar sem hér er um grundvallarspurningar í þessu máli að ræða er þess krafist að ekki verði teknar ákvarðanir í því fyrr en öll svör liggja fyrir. Því leggur minnihlutinn til að máli nr. 5 sé frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.”

   Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsins og er hún felld með 6 atkvæðum meirihluta gegn 5 atkvæðum minnnihluta.

   Næst ber forseti upp framkomna tillögu bæjarstjóra, um að ákvörðun bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar frá 8.8.sl. um rammasamkomulag Hafnarfjarðarfjarðarkaupstaðar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar um eignaskipti og framkvæmdir við nýtt knatthús í Kaplakrika verði hér með staðfest. Er tillagan samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta gegn 5 atkvæðum minnnihluta.

   Óskar Guðlaug Kristjánsdóttir eftir nafnakalli:

   Adda María Jóhannsdóttir Nei
   Ágúst Bjarni Garðarsson Já
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Nei
   Guðbjörg Oddný Já
   Guðlaug Kristjánsdóttir Nei
   Jón Ingi Hákonarson Nei
   Kristín María Thoroddsen Já
   Ólafur Ingi Tómsson Já
   Rósa Guðbjartsdóttir Já
   Sigrún Sverrisdóttir Nei
   Kristinn Andersen Já

   Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu. Einnig Guðlaug Kristjánsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Sigrun Sverrisdóttir og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

   Adda María leggur fram svohljóðandi bókun:

   Undirritaðir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar draga í efa að þessi ákvörðun meirihluta standist 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélaga og munum við vísa samþykkt meirihluta bæjarstjórnar í dag til úrskurðar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

  • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

   Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi svarar andsvari.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni.

   Adda María tekur til máls öðru sinni og ber upp eftirfarandi fyrirspurnir:

   Vegna yfirlýsinga bæjarstjóra í Morgunblaðinu laugardaginn 11. ágúst sl. óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar skýringa á ummælum bæjarstjóra þar sem hún segir það tilviljun að þetta mál væri tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 8. ágúst sl. þegar til hans var einmitt boðað sérstaklega vegna málsins.
   Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Í ljósi þess hversu skyndilega boðað var til fundar bæjarráðs hinn 8. ágúst sl. með minnsta löglega fyrirvara á grundvelli þess að flýta þyrfti málinu óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir gögnum sem varpað geta ljósi á hina óvæntu framvindu í málinu sem kallaði á slíka flýtimeðferð að ekki mátti bíða þess að ná bæjarstjórn saman.

   Óskað er eftir að gögn liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Einnig leggur Adda María fram svohljóðandi bókun:

   Ákvörðun um breytt áform varðandi byggingu knatthúss var tekin á skyndifundi sem haldinn var í bæjarráði þann 8. ágúst sl. þar sem einungis 3 af 11 bæjarfulltrúum samþykktu stefnubreytingu í málefnum er varða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Fulltrúar fengu afar skamman fyrirvara á málinu og skorti verulega á gögn og upplýsingar varðandi forsendur þess.

   Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar draga lögmæti ákvörðunarinnar í efa og hafa leitað álits hjá lögfræðingum Samband íslenskra sveitarfélaga þar að lútandi. Álitið staðfestir þann skilning okkar að ákvörðunin standist ekki sveitarstjórnarlög og því beri að ógilda hana. Í álitinu (sem fylgir málinu) kemur m.a. fram að heimild byggðarráðs til töku fullnaðarákvörðunar eigi einungis við þegar ekki er um að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og að ákvörðunin rúmist innan fjárhagsáætlunar. Í álitinu er áréttað að óheimilt sé að víkja frá formlegu skilyrði sem fram kemur í 1. málsl. 5. mgr. 35. gr. „að ágreiningur má ekki vera innan ráðsins um afgreiðsluna,“ Einnig er í álitinu vísað í dóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands þann 21. mars 2007 þegar ákvörðun bæjarráðs Snæfellsbæjar var talin ólögmæt þar sem ekki hafi verið einhugur um ákvörðunina í bæjarráði.

   Á grundvelli þessa álits fara undirritaðir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar fram á að umrædd ákvörðun bæjarráðs frá 8. ágúst sl. verði ógilt og hún afturkölluð vegna formgalla og ekki aðhafst frekar í málinu þar til spurningum þeim sem lagðar hafa verið fram á fundinum hefur verið svarað. Í kjölfarið getur málið fengið meðferð í samræmi við samþykktir bæjarins og ákvæði sveitarstjórnarlaga.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Ágúst Bjarni Garðarsson kemur upp í andsvar.

   Fundarhlé kl. 13:08.

   Fundi framhaldið kl. 13:16.

   Ágúst Bjarni tekur til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:

   Formaður bæjarráðs óskar eftir að bókað verði að bæjarlögmanni verði falið að kalla eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fulltrúar minnihlutans hafa vitnað hér til á fundi bæjarstjórnar.

Ábendingagátt