Bæjarstjórn

19. september 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1811

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen forseti
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Mætti eru allir aðalbæjarbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur og Ólafi Inga Tómassyni en í þeirra stað mæta þau Skarphéðinn Orri Björnsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. [line][line]Kristinn Andersn forseti setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mætti eru allir aðalbæjarbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur og Ólafi Inga Tómassyni en í þeirra stað mæta þau Skarphéðinn Orri Björnsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. [line][line]Kristinn Andersn forseti setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Breytng á varaáheyrnarfulltrúa í fjölskylduráði þar sem Harpa Þrastardóttir, Hamarsbraut 16, víkur úr ráðinu og í hennar stað kemur Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b.

   Breytingin er á varaáheyrnarfulltrúa í fræðsluráði, en ekki fjölskylduráði eins og rangt er skrifað í inngangi, þar sem Harpa Þrastardóttir, Hamarsbraut 16, víkur úr ráðinu og í hennar stað kemur Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda breytingu.

  • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

   7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.september sl.
   Lögð fram að nýju, að lokinni kynningu og endurauglýsingu, tillaga að breyttu deiliskipulagi Miðbær Hraun Vestur. Breytingin tekur til reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 31.10.2017 var samþykkt að auglýsa tillöguna að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Auglýsingartími var frá 4.4. til 16.5.2018. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum og lá fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um þær 20.6.2018. Veitt var heimild til að koma að frekari athugasemdum á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. júlí s.l. samanber bréf Hjalta Steinþórssonar dags. 25.7.2018. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 10.9.2018 við síðari athugasemdum Hjalta.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1807257 – Gjáhella 9, lóðarumsókn

   5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   Lögð fram umsókn frá Járn og Blikk ehf, kt. 651191-1069, um atvinnuhúsalóðina að Gjáhellu 9.

   Tvær umsóknir liggja fyrir um lóðina Gjáhellu 9. Lögmaður á stjórnsýslusviði dró úr umsóknum á fundinum og upp kom umsókn Járns og Blikks ehf.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Gjáhellu 9 verði úthlutað til Járns og Blikks ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Gjáhellu 9 verði úthlutað til Járns og Blikks ehf.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.

   Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir og svo Guðlaug Kristjánsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp í andsvar. Guðlaug svarar næst andsvari.

   Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætum með 8 greiddum atkvæðum og 3 sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

  • 1809092 – Malarskarð 22, umsókn um lóð

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   Lögð fram umsókn um einbýlishúsalóðina Malarskarð 22. Umsækjendur eru Sylwester Malinowski kt. 201272-2389 og Ewa Malinowska kt. 270472-2229.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 22 verði úthlutað til Sylwester Malinowski og Ewu Malinowska.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthutun bæjarráðs á lóðinni Malarskarði 22 til Sylwester Malinowski og Ewu Malinowska.

  • 1809233 – Suðurhella 9, lóðarumsókn

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   Lögð fram umsókn Fitjaborgar ehf kt.521288-1409 um atvinnuhúsalóðina að Suðurhellu 9.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 9 verði úthlutað til Fitjaborgar ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Suðurhellu 9 verði úthlutað til Fitjaborgar ehf.

  • 1809086 – Einhella 1, lóðarumsókn

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   Lögð fram umsókn um frá Strók ehf, kt. 580788-1739 um atvinnuhúsalóðina að Einhellu 1.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 1 verði úthlutað til Stróks ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Einhellu 1 verði úthlutað til Stróks ehf.

  • 1808426 – Kirkjuvegur 8b, lóðarstækkun

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.september sl.
   Valur Sveinbjörnsson sækir um stækkun lóðarinnar Kirkjuvegur 8b, L121380, um 19,5m2 fyrir hönd meðeigenda Enoks Sveinbjörnssonar, Halldóru S. Hafsteinsdóttur og Guðrúnar A. Guðmundsdóttur.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn arkitekts vegna lóðarstækkunar við Kirkjuveg 8b og samþykkir fyrirhugaða lóðarstækkun og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóðinni Kirkjuvegi 8b.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stækkun á lóðinni Kirkjuvegi 8b.

  • 1809222 – Bjarkavellir 1a, fastanr. 231-3134, kauptilboð

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Bjarkarvöllum 1A

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Bjarkarvöllum 1A, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaup á íbúð að Bjarkarvöllum 1A, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

  • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

   1.liður úr fundergerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.september.
   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar mótt. 11.09.2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Með vísan í athugasemdir skipulagsstofnunar eru lagðar fram lagfærðar tillögur að breyttu aðskipulagi og deiliskipulagi lóðarinnar að Fornubúðum 5 dags. 13.09.2018.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.

   Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarða:
   Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni og Adda María svarar andvari.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðu framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

   Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   Viðreisn bókar eftirfarandi

   Viðreisn hefur áhyggjur af því að verið sé að skapa fordæmi með því að leyfa undanþágu frá þeirri heildasýn og forsendum sem samþykkt aðalskipulag hvílir á.
   Mænishæð er áætluð rúmir 26 metrar sem er töluvert hærri en kveður á um í skipulagi. Breyta þarf bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir einn verktaka. Bílakjallari er nauðsynlegur kostnaður ef af þessari byggingu verður og spurning hvað sú tæknilega framkvæmd kostar í heild sinni þar sem það krefst mikilla tæknilegra úrlausna þar sem um ræðir svæði sem sjór flæðir að. Kæra hefur komið fram vegna mænishæðar sem er þarft að hafa í huga vegna útsýnis bæjarbúa. Byggingarmagn fer án efa yfir leyfilegar heimildir miðað við lóðarstærð

   Guðlaug Kristjánsdóttir gerir grein fyrri atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:

   Athugasemd Skipulagsstofnunar hefur verið til umfjöllunar hjá kjörnum fulltrúum í tvo sólarhringa, þ.e. annars vegar á aukafundi skipulags- og byggingaráðs mánudaginn 17. sept sl. og nú í bæjarstjórn í dag. Spurningum sem ég lagði fram í dag um málið var ekki svarað með fullnægjandi hætti og get ég því ekki greitt atkvæði með upplýstum hætti.

   Adda María gerir einnig grein fyrri atkvæði sínu með svohjlóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingar ítreka fyrri bókanir sínar varðandi málsmeðferð og uppbyggingaráform á Fornubúðum 5

  • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.september
   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar mótt. 11.09.2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt lögð fram lagfærð breyting m.t.t. bréfs skipulagsstofnunar og með vísan til 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes.
   Skipulagslýsing dags. 22. maí 2018 var samþykkt 10.07.2018 í skipulags- og byggingarráði.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

   Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða leiðrétta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni svarar andsvari.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða leiðrétta tillögu með 10 atkvæðum að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Adda María situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

  • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

   Lögð fram fyrirspurn

   Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson og ber upp eftirfarandi fyrirspurn:

   Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
   Lóðin Skipalón 3 var úthlutað 2005. Ekkert hefur verið byggt á lóðinni og er lóðin mikill lýtir í annars snyrtilegu hverfi. Hafa íbúar á Skipalóni 1 og 5 kvartað yfir ástandi lóðarinnar um nokkurn tíma sbr. bréf þessa efnis.
   Árið 2016 var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir byggingu 2ja hæða 6 íbúða kjarna sem íbúar á Skipalóni 1 og 5 hafa samþykkt. Þann 19. mars s.l. óskar lóðarhafi, Skipalón 7 ehf. eftir mánaðarfresti til að gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Lóðarhafar hafa ekki enn lagt fram nein gögn þar að lútandi.
   Í samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna byggingaframkvæmda segir í 8. gr.:
   Afturköllun byggingarréttar og lóðarúthlutunar.? „Einnig fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi, án sérstakrar samþykktar bæjarstjórnar?.hafi uppdrættir af fyrirhuguðu mannvirki ekki borist byggingarfulltrúa til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun [2005]“. Því er spurt:
   1. Hve langan viðbótarfrest hyggst bærinn veita núverandi lóðarhöfum til að hefja hefja undirbúning og síðan framkvæmdir við lóðina?
   2. Hvers vegna hefur ekki verið gripið inn í fyrr vegna þess mikla dráttar sem orðið hefur á framkvæmdum við lóðina?
   3. Hver verða næstu viðbrögð bæjarins í málinu?

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kmeur til andsvars. Einnig Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug kmeur næsta að svohljóðandi bókun:

   Þetta mál er gott dæmi um nauðsyn þess að Hafnarfjörður setji sér samningsmarkmið í skipulagsbreytingum í væntanlegri húsnæðisstefnu, sem meðal annars taki til heildarnýtingar og íbúasamsetningar reita á forræði einkaaðila sem koma til endurskipulagningar. Fyrir liggur þörf, sem mun vaxa á næstu árum og áratugum, á þjónustu fyrir eldri borgara nálægt Skipalónshverfinu, þar sem búsetuskilyrði er víða 50 á þessu svæði.
   Skýr markmið af hálfu bæjarins við endurskipulag byggðar eru til þess fallin að afstýra misræmi af þessu tagi til framtíðar litið og skapa bænum aðstöðu til að tryggja viðeigandi þjónustu til íbúa.

   Forseti ber upp tillögu að framkomnum fyrirspurnum verði vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1809341 – Mönnun í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspurn

   Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls og leggur frma svohljóðandi fyrirspurn:

   Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir.
   1. Þekktur er landlægur mönnunarvandi réttindafólks í leik- og grunnskólum landsins. Athygli vekur að árið 2016 (nýrri tölur liggja ekki fyrir) var hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar 8% á meðan hlutfallið var 3% í Kópavogi. Því er spurt.
   a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi grunnskólakennara og leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2018-2019 sundurliðað eftir skólum (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi annars starfsfólks sundurliðað eftir skólum. Fram komi nemendafjöldi í hverjum skóla.
   b) Hversu margir sem annast kennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar (grunnskólakennarar og leiðbeinendur) eru í hlutastarfi (1-49%) (50-74%) (75-99%)(100%)?
   c) Hve margir af starfandi leiðbeinendum innan grunnskóla Hafnarfjarðar hafa lokið háskólaprófi, sundurliðað eftir skólum (hlutfall og fjöldi)?
   d) Eru öll stöðugildi í grunnskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?
   e) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga réttindafólki í grunnskólum bæjarins?
   2. Í 9. gr. laga nr. 87/2008 segir í 2. tl. (lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla):
   *Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.
   Því er spurt.
   a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi leikskólakennara og annara starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðar (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi uppeldismenntaðra starfsmenna (aðrir en leikskólakennarar).
   b) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins svo lagaskylda sé uppfyllt [2/3]?
   c) Eru öll stöðugildi í leikskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa framkomnum fyrirspurnum til fræðsluráð.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   4.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept. sl.
   Lagt fram svar við fyrirspurnum.
   1.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi Hákonarson kemur að andsvari og Rósa svarar andsvari. Einnig kemur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir til andsvars og næst kemur Adda María til andsvars.

   Næst tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

   Í 62. og 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um fjárhagsáætlanir og bindandi áhrif ákvarðana sem þar eru settar fram. Í 1. mgr. 63. gr. segir m.a. „Ákvörðun sem sveitarstjórn tekur skv. 1. mgr. 62. gr. um fjárhagsáætlun næstkomandi árs er bindandi regla um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins.? Ennfremur segir í 2. mgr. sömu gr. “Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun. Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Á það einnig við þótt heildarútgjöld eða heildartekjur breytist ekki vegna samþykktar hans.?

   Með vísan til fyrrgreindra ákvæða í sveitarstjórnarlögum óskum við undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar svara um það hvort og þá hvernig breyting á áætlun vegna framkvæmda við knatthúss í Kaplakrika telst standast ákvæði laganna.

   Óskað er eftir að svör liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Farið er fram á þetta að gefnu tilefni þar sem þegar er búið að senda út dagskrá fyrir fund í bæjarráði á morgun, 16. ágúst, þar sem gera á viðauka og stofna starfshóp um framkvæmdina.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi bókun:

   Undirrituð vekur athygli á því að enn er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir byggingu knatthúss af hálfu bæjarins. Enginn hefur lagt til breytingar á þeirri áætlun, nema meirihlutinn, nú í síðustu viku.

   Ekki hafa verið lögð fram gögn af hálfu meirihlutans um verðmat, eignarstöðu eða ástand umræddra þriggja fasteigna, þ.e. íþróttahúss, Risa og Dvergs. Ekki lágu fyrir gögn á fundi bæjarráðs í liðinni viku um það hvers vegna afgreiða þurfti þetta mál með þeim hraða sem raunin var og ekki var orðið við óskum fulltrúa minnihluta um svigrúm til að afla gagna. Jafnframt var því vísað á bug að um breytingar á fjárhagsáætlun væri að ræða, en nú liggur fyrir fundarboð í bæjarráð á morgun 16. Ágúst þar sem meðal annars er lagður fram umræddur viðauki.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari og Guðlaug svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni að andsvari öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Einnig kemur Ingi Tómason að andsari við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari. Ingi kemur að andsvari öðru sinni. Adda María svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni Garðarsson að andsvari við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari.

   Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Fundarhlé kl. 18:02.

   Fundi framhaldið kl. 18:11.

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingar og Viðreisnar gerir athugasemd við framlögð svör þar sem vitnað er í 75. grein sveitarstjórnarlaga og reglugerð þeim fylgjandi.

   Í reglugerðinni segir, í viðauka III, bls 59: ,,Heimild til tilfærslna innan málaflokka skv. 1. mgr. er háð því að sveitarstjórn hafi áður samþykkt sérstakar verklagsreglur um framkvæmd sérstakra tilfærslna, þar sem fram komi m.a. með skýrum hætti hvaða starfsmenn sveitarfélagsins hafi slíka heimild.?

   Óskað hefur verið eftir þessum verklagsreglum, en fram kom í máli bæjarstjóra í dag að reglurnar séu ekki til. Óskað er staðfestingar á því. Séu þær ekki til, ítrekum við spurningu okkar um það hvernig þessi breyting á fjárhagsáætlun telst standast ákvæði sveitarstjórnarlaga, sbr. upprunalega fyrirspurn.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannasdóttir.

   Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar hafa kært samþykkt bæjarráðs, sem svar sviðstjóra vísar til, til ráðuneytis Sveitastjórnarmála, þar sem hún hafi verið andstæð 5. 35. gr. sveitarstjórnarlaga. Í ákvæðinu er byggðarráði heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina. Þá sé heimilt að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu einstakra mála sem samkvæmt samþykktum sveitarfélags hafa áður komið til umfjöllunar annarra nefnda sveitarstjórnar. Í 85. gr. samþykkta sveitarfélagsins er heimild byggðarráðs takmörkuð til töku fullnaðarákvörðunar. Getur ráðið einungis tekið slíka ákvörðun ef ekki er um verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins að ræða og jafnframt að ákvörðunin rúmist innan fjárhagsáætlunar.
   Undirritaðir bæjarfulltrúar telja ljóst samkvæmt framansögðu að bæjarráði hafi verið óheimil taka ákvörðunarinnar. Í fyrsta lagi er ljóst að ákvörðunin var fullnaðarákvörðun sem ekki hafði fengið umfjöllun hjá öðrum nefndum sveitarstjórnarinnar. Í öðru lagi þá varðar ákvörðunin verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins, enda er um að ræða nýja ákvörðun en ekki aðeins viðbót við áður samþykkta ákvörðun um að knatthús yrði reist. Ekki sé þannig hægt að blanda saman þessum tveimur ákvörðunum, þrátt fyrir að þær hafi svipaðan tilgang, þ.e. að reist verði knatthús. Ljóst er að síðari ákvörðunin hefur mun fleiri þætti sem þarf að skoða og ákveða sérstaklega. Í þriðja lagi er ljóst að mikill ágreiningur innan ráðsins um ákvörðunina. Hafa undirrituð því kært málið í samræmi við að þrjú skilyrði laganna og samþykkta sveitarfélagsins hafi verið brotin.
   Í ljósi þessa telja bæjarfulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar svarið stangast á við lög og samþykktir.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   6.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept. sl.
   Lagt fram svar við fyrirspurnum.
   3.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Gubjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur máls og kemur að eftirfarandi fyrirspurnum:

   Sveitarstjórnarlög kveða meðal annars á um ábyrga meðferð bæjarfulltrúa á fjármunum sveitarfélagsins en í 65 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir m.a. eftirfarandi: „Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og varðveita fjármuni með ábyrgum hætti…“

   Eitt af þeim húsum á Kaplakrika sem nú er fyrirhugað að kaupa (íþróttahús) er talið hafa verið gefið FH af bæjarstjórn árið 1989. Samkvæmt samkomulagi sem gert var þar um var gert ráð fyrir að ýmis skilyrði yrðu uppfyllt frá og með árinu 2005, sem virðist síðan ekki hafa verið gert. Hinn eiginlegi gjafagjörningur hefur þannig ekki farið fram og er húseignin enn færð sem eign bæjarsjóðs í bókum sveitarfélagsins, að 80% hluta. Ljóst er miðað við það að hinn meinti gjafagjörningur hefur ekki verið gjaldfærður í bókum bæjarins. Komi til þess nú að bærinn kaupi húsnæðið að fullu þarf m.a. að gjaldfæra gjafagjörninginn.

   Gangi ætlan meirihlutans eftir í þessu máli óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta svara við því hvernig ætlunin sé að mæta útgjöldum vegna þessa meinta gjafagjörnings upp á hundruð milljóna króna í ársreikningi sveitarfélagsins 2018 þannig að ekki verði halli á rekstri A hluta bæjarsjóðs. Einnig er óskað svara við því hvernig þessi fyrirhuguðu kaup á eigin eign eru talin samræmast 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins.
   Svara er óskað eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar

   Samkvæmt upplýsingum frá fyrrverandi forseta bæjarstjórnar var utanaðkomandi lögfræðingur að vinna að minnisblaði varðandi framangreint samkomulag við FH í lok síðasta kjörtímabils fyrir sveitarfélagið.

   Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir að þetta minnisblað verði lagt fram, eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

   Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Ingi Tómason kemur upp í andsvar við ræðu Guðlaugar. Guðlaug svarar andsvari. Ingi kemur að andsvari öðru sinni. Guðlaug svarar andsvari öðru sinni. Ingi kemur að stuttri athugasemd.

   Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar gera athugasemd við það svar sem gefið er við framlagðri fyrirspurn sem segir að færslan hafi ekki áhrif á sjóðsstreymi. Fyrirspurnin varðaði rekstur A-hluta bæjarsjóðs enda hlýtur bakfært virði 80% hlutar Hafnarfjarðarbæjar að koma einhvers staðar fram í bókhaldi sveitarfélagsins. Sömuleiðis hlýtur það þá að hafa áhrif rekstrarniðurstöðu ársins. Því ítrekum við fyrirspurn okkar varðandi það hvaða áhrif sá bókhaldsgjörningur að fullnusta gjafagjörning á hlut bæjarins í íþróttahúsi í Kaplakrika hafi á rekstur A hluta bæjarsjóðs.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Adda María Jóhannsdóttir. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

  • 1702357 – Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

   7.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept.sl.
   Lagt fram svar við fyrirspurnum.
   4.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

   Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

   Eftir því sem næst verður komist var í þeim forsendum sem lágu til grundvallar útreikningi á leiguverði sem bærinn hefur greitt til FH vegna leigu á tímum í Risanum, knatthúsi, á sínum tíma gert ráð fyrir að leigan myndi duga til að greiða rekstrarkostnað vegna knatthússins og afborganir og vexti af lánum sem tekin voru vegna byggingar húsnæðisins, á umsömdum leigutíma.

   Með vísan til þessa er óskað eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að sannreyna þessar upplýsingar. Reynist þær réttar óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar svara meirihlutans á því hvort hann telji réttlætanlegt og hvort það sé í samræmi við gr. 65 í sveitarstjórnarlögum um ábyrga meðferð fjármuna að greiða nú FH fullt verð fyrir Risann og þá í reynd fjármagna húsið í annað skipti.
   Óskað er eftir að svar við fyrirspurninni verði lagt fram eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Með vísan til 65. gr. sveitarstjórnarlaga óska undirritaðir bæjarfulltrúa minnihluta bæjarstjórnar eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að greina hvernig leigugreiðslum frá bænum vegna Risans hefur verið ráðstafað frá upphafi leigutímans. Í því sambandi verði gerð ítarleg greining á rekstrarreikningum FH-knatthúsa ehf. frá upphafi.

   Óskað er eftir að greiningin liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

   Í þeim viðræðum sem fram fóru við forsvarsmenn FH á síðasta kjörtímabili varðandi knatthús kom fram að umtalsverðar skuldir hvíla á knatthúsunum sem nú er gert ráð fyrir að kaupa og greiða fyrir að fullu.
   Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir nákvæmum upplýsingum um hversu háar þessar skuldir eru samtals og hvernig FH hyggst standa undir greiðslu afborgana og vaxta vegna þeirra. Jafnframt er óskað svara við því hvort gert sé ráð fyrir að bærinn leigi tíma af FH í nýja húsinu. Ef svo er, hvað er gert ráð fyrir að greitt verði mikið fyrir þá tíma?

   Óskað er eftir að upplýsingarnar verði lagðar fram eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Á undanförnum árum hefur FH tekið að sér ýmsar framkvæmdir á athafnarsvæði FH fyrir hönd bæjarins. Um er að ræða m.a. flýtiframkvæmdasamning, greiðslu á sl. ári vegna efnistöku af stæði væntanlegs knatthúss ofl. Fyrir þetta hefur bærinn greitt að fullu til FH. Mikilvægt er að áður en gengið verður til frekari samninga við FH liggi fyrir hvort félagið hafi gert upp að fullu við þá verktaka sem unnið hafa vegna framangreinda verka.

   Með vísan til þessa óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir því að endurskoðandi bæjarins verði fenginn til að sannreyna að engar skuldir séu vegna þessara framkvæmda.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari. Ingi Tómason kemur næst í andsvar við ræðu Guðlaugar sem svarar svo andsvari.

   Adda María tekur næst til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Ingi Tómason kemur einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu og Adda María svarar andsvari. Ingi Tómason kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Ingi kemur að stuttri athugasemd einnig stutt athugasemd frá Öddu Maríu.

   Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni.

   Adda María kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans:

   Í svar við fyrsta lið fyrirspurnarinnar, um rekstrartölur FH knatthúsa, vantar síðustu tvö ár, 2016 og 2017. Hér með er fyrirspurnin ítrekuð, hvað varðar þessi tvö ár og farið fram á að sambærileg úttekt verði gerð af endurskoðanda fyrir þessi tvö ár eins og árin 2008-15. Varðandi annan lið fyrirspurnarinnar er því ekki svarað hvernig FH hyggist standa skil á fyrirliggjandi skuldum, sem nema alls um 330 milljónum. Ýjað er að því að greiðslur muni byggja á leigugreiðslum frá bænum vegna nýs húss. Óskað er eftir staðfestingu á því, hvort svo sé og hver verði þá nauðsynleg leiguupphæð árlega, þ.e. hver kostnaður bæjarins verði til framtíðar litið vegna þessara skulda. Í þriðja lið var óskað eftir að endurskoðandi bæjarins yrði fenginn til að sannreyna að engar skuldir séu vegna þessara framkvæmda. Átt er við dagsetningu framlagningar fyrirspurnarinnar hvað varðar þessa greiðslustöðu, þ.e. hver staðan var þann 15. ágúst 2018. Ítrekað að þeirri beiðni verði svarað.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdottir og kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

  • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

   9.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept. sl.
   Lagt fram svar við fyrirspurnum.
   6.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

   Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi svarar andsvari.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls öðru sinni.

   Adda María tekur til máls öðru sinni og ber upp eftirfarandi fyrirspurnir:

   Vegna yfirlýsinga bæjarstjóra í Morgunblaðinu laugardaginn 11. ágúst sl. óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar skýringa á ummælum bæjarstjóra þar sem hún segir það tilviljun að þetta mál væri tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 8. ágúst sl. þegar til hans var einmitt boðað sérstaklega vegna málsins.
   Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Í ljósi þess hversu skyndilega boðað var til fundar bæjarráðs hinn 8. ágúst sl. með minnsta löglega fyrirvara á grundvelli þess að flýta þyrfti málinu óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir gögnum sem varpað geta ljósi á hina óvæntu framvindu í málinu sem kallaði á slíka flýtimeðferð að ekki mátti bíða þess að ná bæjarstjórn saman.

   Óskað er eftir að gögn liggi fyrir eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Einnig leggur Adda María fram svohljóðandi bókun:

   Ákvörðun um breytt áform varðandi byggingu knatthúss var tekin á skyndifundi sem haldinn var í bæjarráði þann 8. ágúst sl. þar sem einungis 3 af 11 bæjarfulltrúum samþykktu stefnubreytingu í málefnum er varða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Fulltrúar fengu afar skamman fyrirvara á málinu og skorti verulega á gögn og upplýsingar varðandi forsendur þess.

   Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar draga lögmæti ákvörðunarinnar í efa og hafa leitað álits hjá lögfræðingum Samband íslenskra sveitarfélaga þar að lútandi. Álitið staðfestir þann skilning okkar að ákvörðunin standist ekki sveitarstjórnarlög og því beri að ógilda hana. Í álitinu (sem fylgir málinu) kemur m.a. fram að heimild byggðarráðs til töku fullnaðarákvörðunar eigi einungis við þegar ekki er um að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og að ákvörðunin rúmist innan fjárhagsáætlunar. Í álitinu er áréttað að óheimilt sé að víkja frá formlegu skilyrði sem fram kemur í 1. málsl. 5. mgr. 35. gr. „að ágreiningur má ekki vera innan ráðsins um afgreiðsluna,“ Einnig er í álitinu vísað í dóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands þann 21. mars 2007 þegar ákvörðun bæjarráðs Snæfellsbæjar var talin ólögmæt þar sem ekki hafi verið einhugur um ákvörðunina í bæjarráði.

   Á grundvelli þessa álits fara undirritaðir fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar fram á að umrædd ákvörðun bæjarráðs frá 8. ágúst sl. verði ógilt og hún afturkölluð vegna formgalla og ekki aðhafst frekar í málinu þar til spurningum þeim sem lagðar hafa verið fram á fundinum hefur verið svarað. Í kjölfarið getur málið fengið meðferð í samræmi við samþykktir bæjarins og ákvæði sveitarstjórnarlaga.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Ágúst Bjarni Garðarsson kemur upp í andsvar.

   Fundarhlé kl. 13:08.

   Fundi framhaldið kl. 13:16.

   Ágúst Bjarni tekur til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:

   Formaður bæjarráðs óskar eftir að bókað verði að bæjarlögmanni verði falið að kalla eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fulltrúar minnihlutans hafa vitnað hér til á fundi bæjarstjórnar.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Einnig tekur til máls Ingi Tómasson og leggur fram svohljóðandi tillögu: “Bæjarstjórn samþykki að fundir bæjarstjórnar hefjist kl. 14:00 héðan í frá”.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

   Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Ingi Tómasson kemur upp í andsvar. Adda María svarar andsvari. Ingi kemur í andsvar öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni og leggur fram tillögu um að forsetanefnd verði fali að skoða fundartíma bæjarstjórnar og leggja fram tillögu í þeim efnum. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur upp í andsvar.

   Forseti ber upp framkomna tillögu upp um að forsetanefnd skoði á fundartíma bæjarstjórnar og leggi fram tillögu í eim efnum og er hún samþykkt samhljóða.

   Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun sem á við um fyrri hluta umræðu undir þessum dagskrárlið:

   Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar gera alvarlegar athugasemdir við þau svör sem fram koma við fyrirspurnum okkar undir þessum lið. Það var ekki tilviljun að málið kom upp í sumarfríi þannig að boða þyrfti til aukafundar í bæjarráði með minnsta löglega fyrirvara. Það var öllum ljóst að til fundarins var boðað einmitt boðað sérstaklega vegna þessa máls.
   Við ítrekum einnig óskir okkar um gögn sem varpað gætu ljósi á þá framvindu sem kallaði á slíka flýtimeðferð í málinu. Þau gögn liggja ekki fyrir og svar það sem er lagt fram hér í dag gefur engar skýringar á því hvers vegna málið hafi verið keyrt í gegn með svo miklum flýti.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Friðþjófur Helgi Karlsson
   Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

  Fundargerðir

  • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð fræðsluráðs frá 12.september sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 14.sept. sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 13.september sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 5.september sl.
   b. Fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 6.sept.sl.
   c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.ágúst sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.sept.sl.
   Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 11. og 17.september sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 17.sept. sl.

   Til máls tekur Guðbjörg Oddný Jónsdóttir undir fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 6. sept.sl.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 2. lið frá fundi fræðsluráðs frá 12. september sl.

   Til máls öðru sinni tekur Friþðjófur Helgi Karlssons undir 8. lið fjölskylduráðs frá 14.september sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir einnig undir 8. lið fjölskylduráðs frá 14.september sl. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Andsvari svarar Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur Kristín María Thoroddsen undir undir 2. lið frá fundi fræðsluráðs frá 12. september sl. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Kristín María svarar andsvari. Einnig kemur til andsvars Friðþjófur Helgi.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri undir 8. tl. fjölskylduráðs frá 14.september sl. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Ábendingagátt