Bæjarstjórn

17. október 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1813

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Sigrún Sverrisdóttir varamaður
  • Birgir Örn Guðjónsson varamaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Friðþjófur Helgi Karlsson í hans stað mætir Sigrún Sverrisdóttir, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir í hennar stað mætir Birgir Örn Guðjónsson og Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti fyrrum bæjarfulltrúa Eyjólfs Sæmundssonar sem lést þann 5. október s.l.[line][line]Forseti bar upp tillögu að fundargerð fjölskylduráðs frá 15. október s.l. yrði kynnt fyrir bæjarstjórn, var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Friðþjófur Helgi Karlsson í hans stað mætir Sigrún Sverrisdóttir, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir í hennar stað mætir Birgir Örn Guðjónsson og Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti fyrrum bæjarfulltrúa Eyjólfs Sæmundssonar sem lést þann 5. október s.l.[line][line]Forseti bar upp tillögu að fundargerð fjölskylduráðs frá 15. október s.l. yrði kynnt fyrir bæjarstjórn, var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  1. Almenn erindi

    • 1809511 – Daggarvellir, 4b, fastanr. 226-8694, kauptilboð

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.október sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Daggarvöllum 4b.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð sveitarfélagsins í íbúð að Daggarvöllum 4b og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum kaup á íbúð að Daggarvöllum 4b, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1809092 – Malarskarð 22, umsókn um lóð,

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.október sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 22 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk lóðarhafa um að þau afsali sér lóðaúthlutun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum afsal lóðarhafa á lóðinni Malarskarði 22.

    • 1610306 – Öldugata 45, lóðarumsókn, úthlutun

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.október sl.
      Lagt fram bréf frá Þroskahjálp dags. 9.jan.sl. ósk um skil á lóðinni Öldugötu 45 fyrir íbúðakjarna.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk lóðarhafa á lóðinni Öldugötu 45 um að hann afsali sér lóðaúthlutun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar bókað:

      Minnt er á tillögu undirritaðrar frá bæjarstjórnarfundi 20. júni, svohljóðandi: “Stefnumótun í búsetumálum fatlaðra Farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, meðal annars með tilliti til þjónustu í eigin húsnæði. Farið verði yfir kosti og galla ólíkra búsetuúrræða og þarfagreining gerð á hverju úrræði fyrir sig. Niðurstöður vinnunnar verði hluti af húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar, sem nú er í vinnslu.”
      Óskað er eftir að málið verði tekið til skoðunar í vinnu við húsnæðisstefnu.

      Guðlaug S Kristjánsdóttir
      bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða greiddum atkvæðum afsal Þroskahjálpar á lóðinni Öldugötu 45.

    • 1809509 – Öldugata 45, íbúðakjarni

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.október sl.
      Lögð fram umsókn frá Arnarhrauni 50 íbúðafélagi hses um lóðina Öldugötu 45 til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um lóðina Öldugötu 45 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri kemur að andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða greiddum atkvæðum að úthluta lóðinni Öldugötu 45 til Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses.

    • 1803100 – Leikskólar, gjaldskrá

      4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 10.október sl.
      Lagt fram að nýju til samþykktar.

      3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.september sl.
      Gjaldskrá lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn samþykki afslátt til leikskólagjalda og greiðslur til dagforeldra og tekjuviðmið.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að svohljóðandi breyting verði gerð á fyririggjandi gjaldskrá:

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að skilyrðið fyrir niðurgreiðslu kostnaðar vegna dagforeldra, sem lýtur að töku fæðingarorlofs verði fellt brott. Orðin “og hafi lokið hámarks fæðingarorlofi” verði felld brott.

      Rökstuðningur: Taka fæðingarorlofs ætti ekki að vera skilyrði af hálfu Hafnarfjarðarbæjar, enda um að ræða áunnin réttindi á vinnumarkaði og almennt tekjulága einstaklinga.

      Til andsvars við ræðu Guðlaugar kemur Kristín María Thoroddsen. Guðlaug svarar næst andsvari.

      Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og leggur til að málinu verði vísað aftur til fræðsluráðs til frekari skoðunar. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen.

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og næst Kristín María Thoroddsen. Þá svarar Guðlaug Kristjánsdóttir andsvari.

      Forseti beri upp framkomna tillögu um að vísa málinu til fræðsluráðs og er tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum

      Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins um reglur um dagforeldra með umræddum breytingum í lið 2a og lið 6. Jafnframt heimilar fræðsluráð fræðslusviði að setja sér reglur um skilgreiningu á systkinum. Samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúi Samfylkingarinnar sat hjá.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson. Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen svarar andsvari. Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen kemur til andsvars öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari.

      Kristín María Thoroddsen leggur fram eftirfarandi breytingatillögu við gjaldskrá leikskóla: „Liður 7 iii breytist úr: Fyrir þriðja systkini 100% afsláttur í Fyrir fjórða systkini 100% afsláttur.“

      Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framkomna breytingartillögu 2 sitja hjá.

      Gjaldskrá leikskóla 2018 með samþykktir breytingu er borin upp til atkvæða. Gjaldskráin er samþykkt með 9 atkvæðum. 2 sitja hjá.

      Borin er upp til atkvæða Reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum. Reglurnar eru samþykktar með 9 atkvæðum 2 sitja hjá.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Lagt fram svar við fyrirspurn.
      3. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 3.október sl.
      15.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 19.september sl.
      Lagt fram svar við fyrirspurn.
      6.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.sept. sl.
      Lagt fram svar við fyrirspurnum.
      3.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 15.ágúst sl.
      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Gubjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur máls og kemur að eftirfarandi fyrirspurnum:

      Sveitarstjórnarlög kveða meðal annars á um ábyrga meðferð bæjarfulltrúa á fjármunum sveitarfélagsins en í 65 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir m.a. eftirfarandi: „Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og varðveita fjármuni með ábyrgum hætti…“

      Eitt af þeim húsum á Kaplakrika sem nú er fyrirhugað að kaupa (íþróttahús) er talið hafa verið gefið FH af bæjarstjórn árið 1989. Samkvæmt samkomulagi sem gert var þar um var gert ráð fyrir að ýmis skilyrði yrðu uppfyllt frá og með árinu 2005, sem virðist síðan ekki hafa verið gert. Hinn eiginlegi gjafagjörningur hefur þannig ekki farið fram og er húseignin enn færð sem eign bæjarsjóðs í bókum sveitarfélagsins, að 80% hluta. Ljóst er miðað við það að hinn meinti gjafagjörningur hefur ekki verið gjaldfærður í bókum bæjarins. Komi til þess nú að bærinn kaupi húsnæðið að fullu þarf m.a. að gjaldfæra gjafagjörninginn.

      Gangi ætlan meirihlutans eftir í þessu máli óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta svara við því hvernig ætlunin sé að mæta útgjöldum vegna þessa meinta gjafagjörnings upp á hundruð milljóna króna í ársreikningi sveitarfélagsins 2018 þannig að ekki verði halli á rekstri A hluta bæjarsjóðs. Einnig er óskað svara við því hvernig þessi fyrirhuguðu kaup á eigin eign eru talin samræmast 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins.
      Svara er óskað eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar

      Samkvæmt upplýsingum frá fyrrverandi forseta bæjarstjórnar var utanaðkomandi lögfræðingur að vinna að minnisblaði varðandi framangreint samkomulag við FH í lok síðasta kjörtímabils fyrir sveitarfélagið.

      Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir að þetta minnisblað verði lagt fram, eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigrún Sverrisdóttir

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Ingi Tómason kemur upp í andsvar við ræðu Guðlaugar. Guðlaug svarar andsvari. Ingi kemur að andsvari öðru sinni. Guðlaug svarar andsvari öðru sinni. Ingi kemur að stuttri athugasemd.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar gera athugasemd við það svar sem gefið er við framlagðri fyrirspurn sem segir að færslan hafi ekki áhrif á sjóðsstreymi. Fyrirspurnin varðaði rekstur A-hluta bæjarsjóðs enda hlýtur bakfært virði 80% hlutar Hafnarfjarðarbæjar að koma einhvers staðar fram í bókhaldi sveitarfélagsins. Sömuleiðis hlýtur það þá að hafa áhrif rekstrarniðurstöðu ársins. Því ítrekum við fyrirspurn okkar varðandi það hvaða áhrif sá bókhaldsgjörningur að fullnusta gjafagjörning á hlut bæjarins í íþróttahúsi í Kaplakrika hafi á rekstur A hluta bæjarsjóðs.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Adda María Jóhannsdóttir. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista lýsa furðu á því að vinnsla svara við fyrirspurnum sem legið hafa fyrir vikum saman í málakerfi bæjarins sé ekki lengra komin en raun ber vitni. Að hluta til er um ítrekun þegar framlagðra spurninga að ræða, að hluta til eftirfylgni við fyrri svör. Hér með er þessi fyrirspurn ítrekuð í þriðja sinn og svara vænst án tafa á næsta fundi bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur að svohljóðandi bókun:

      Undirrituð þakkar fyrir svar fjármálastjóra.
      Um er að ræða 80% eignarhlut í parkethúsi að Kaplakrika sem í bókum bæjarins er metið á 92 milljónir, en fasteignamat er mun hærra.
      Áætluð rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs eru 154 milljónir, sem þýðir að ef eignarmat á eignarhlut bæjarins væri í samræmi við fasteignamat færi A sjóður í mínus. Um það snerist fyrirspurnin í upphafi.

      Einnig ítrekar bæjarfulltrúi Bæjarlistans þá staðreynd að lagalegur vafi leikur á réttmæti gjafagjörnings af þessu tagi, þ.e. hvort bær má gefa húseign úr safni sínu, samanber framlagt minnisblað Andra Árnasonar lögmanns.

      Adda María kemur einnig að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar:

      Hér liggur loksins fyrir svar við fyrirspurn sem fulltrúar flokka sem skipa minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram þann 15. ágúst sl. Með svarinu fæst staðfesting á því að það að gjaldfæra nú gjafagjörning á 80% hluta bæjarins í íþróttahúsi í Kaplakrika hafi neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

      Í framlögðum svörum hefur ítrekað verið vísað í að bókfært virði íþróttahússins sé 92 milljónir króna. Í gögnum er hins vegar að finna verðmat á íþróttahúsinu frá 2017 þar sem söluverð þess er metið yfir 425 milljónir. Í ljósi þess óska fulltrúar Samfylkingar svara við því, eigi síðar en á næsta fundi bæjarstjórnar, hvort ekki eigi að framreikna virði eignarinnar og vinna út frá því við skiptingu eigna í Kaplakrika?

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi og leggur fram leggur fram eftirfarandi bókun:
      “Fulltrúar Samfylkingar þakka svar fjármálastjóra við framlagðri fyrirspurn. Mikilvægt er að skýrt sé hvar og hvernig gjafagjörningurinn komi fram og hafi áhrif í bókhaldi bæjarins. Það skiptir öllu máli að slíkt ferli sé gagnsætt og allar upplýsingar uppi á borðum og þannig hafið yfir alla tortryggni.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigrún Sverrisdóttir”

    • 1808352 – Leikskólamál í Suðurbæ

      Tillaga áður flutt á fundi bæjarstjórnar 20.júní sl.,óskað eftir afgreiðslu.
      Eftir lokun á starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) hefur verið skortur á leikskólaplássum í Suðurbæ. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Þá leggjum við einnig til að tekið verði til skoðunar að opna ungbarnaleikskóla í Kató. Byggingin hefur staðið auð frá því að leikskólanum var lokað og lítið ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja starfsemi þar á ný.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi.

      Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi leggur til að málinu verði vísað til afgreiðslu og umfjöllunar í fjárhagsáætlunnarvinnu fræðsluráðs

      Tillaga er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun:
      “Það er ljóst að það er viðvarandi skortur á leikskólaplássum í Öldutúnskólahverfinu og sá skortur mun haldast til framtíðar ef ekkert verður að gert. Á skipulagi er 4-6 deilda leikskóli á Öldunum. Það er brýnt að hafist verði handa við uppbyggingu á þeirri lóð nú þegar. Leikskólaþjónusta er nærþjónusta og mikilvægt að hún sé það m.a. með tilliti til umhverfismála, gæða íbúðahverfa sem og annarra þátta. Að foreldrar yfir 100 barna á leikskólaaldri í Öldutúnsskólahverfinu þurfi á hverju ári að sækja slíka nærþjónustu í önnur hverfi bæjarins er óásættanlegt. Hvað varðar viðvarandi offramboð á leikskólaplássum í öðrum hverfum bæjarins er rétt að það verði skoðað nánar hvernig þar megi bregðast við til framtíðar. Við vonumst til að tillögunni verði vel tekið og hún samþykkt í fjárhagsáætlunarvinnunni framundan.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigrún Sverrisdóttir”

    • 1708692 – Strætó bs, aukin þjónusta, næturakstur og fleira

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til stjórnar Strætó bs. að haldið verði áfram með næturakstur um helgar og að leitað verði leiða til að bæta þjónustuna enn frekar.
      Greinargerð:
      Í byrjun árs hóf Strætó tilraunaverkefni með næturakstur um helgar á völdum leiðum, m.a. á leið 101 sem gengur til Hafnarfjarðar. Tilraunaverkefnið var til eins árs og rennur að óbreyttu út nú um áramót. Stjórn Strætó mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti þjónustan haldi áfram.
      Að sögn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa Strætó bs. hefur notkun þjónustunnar verið undir væntingum. Það er álit bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að þjónustan þurfi bæði meiri tíma og betri kynningu til að hún festi sig í sessi. Þá telur bæjarstjórn að markmiðum um meiri notkun megi einnig ná með því að bæta þjónustuna enn frekar.
      Leið 101, sú sem gengur úr miðbæ Reykjavíkur til Hafnarfjarðar sker sig úr er notkun varðar, en á þeirri leið hefur nýtingin verið um 20%. Bæjarstjórn telur ljóst að eftirspurn sé til staðar eftir næturakstri til Hafnarfjarðar og að hægt sé að auka nýtingu á þessari leið enn frekar með betri kynningu og bættri þjónustu.
      Næturstrætó er þjónusta sem ungt fólk í Hafnarfirði hefur kallað eftir. Greiðar og áreiðanlegar almenningssamgöngur eru lykilatriði í því að gera Hafnarfjörð að samkeppnishæfum bæ, sérstaklega fyrir ungt fólk. Af þessum ástæðum vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar að næturþjónustu Strætó verði haldið áfram og hún bætt enn frekar.

      Til mál tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Lagt er til að framkomnu erindi verði vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Bæjarstjórn samþykkir framkomna tillögu um að vísa framkomnu erindi til Umhverfis og framkvæmdaráðs með 11 samhljóða greiddum atkvæðum.

    • 1804530 – Kveikjan, frumkvöðlasetur Hafnarfirði

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn:
      Hafnarfjarðarbær og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa haft gott samstarf undanfarin ár og starfrækt Kveikjuna frumkvöðlasetur. Samningur aðilanna rann út nú í vor og hefur ekki verið endurnýjaður.
      Hver er staðan á þessu samstarfi?
      Hefur Hafnarfjarðarbær vilja til að endurnýja samstarfið?

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir.

    • 1810178 – Ólögleg búseta, fyrirspurn.

      Lögð fram fyrirspurn.

      Birgir Örn Guðjónsson bæjarfulltrúi tekur til máls og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
      “Í ljósi nýlegrar umræðu um kjör og aðbúnað erlendra starfsmanna óskar Bæjarlistinn eftir upplýsingum um eftirfarandi:
      a) Hversu margir íbúar af erlendu þjóðerni búa í ósamþykktu húsnæði í Hafnarfirði.
      b) Hversu margir af þeim búa í iðnaðarhúsnæði skv skilgreiningu þar um.
      c) Hvernig er eftirliti Hafnarfjarðarbæjar háttað varðandi áðurgreint húsnæði”.

    Fundargerðir

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.október sl.
      a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 21.sept. og 3.okt. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.október sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 10.október sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3.október sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.október sl. og 15. október sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 9.október sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 3.október sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 24.september sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 26.september sl.
      d. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 21.sept. og 3.okt.sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 15.október sl.

      Bæjarfulltrúi Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 15. otkóber s.l. 3. tl.

      Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen tekur ti máls undir fundargerð fræðsluráðs frá 10. október s.l. 2. tl. Undir sömu fundargerð sama tölulið tekur til máls bæjarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson. Til andsvars við ræðu Birgis kemur bæjarfulltrúi Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. tl. og 1. tl. Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson undir sömu fundargerð 5. tl. Til andsvars við ræðu Ólafs Inga kemur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 10. október s.l. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir um sömu fundargerð.

      Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi leggur fram eftirfarandi bókun:
      “Fulltrúar Samfylkingar gera athugasemd við fundargerð Fræðsluráðs frá 10. október sl. Á þeim fundi óskaði fulltrúi Samfylkingarinnar skýringa á því hvers vegna því var hafnað að taka mál á dagskrá fundarins sem formlega hafði verið óskað eftir. Förum við hér með fram á að bókunin fái sitt eigið málsnúmer í fundargerð. Þar sem ekki var vilji til að setja málið sjálft, leikskólamál í Suðurbæ, á dagskrá væri hægt að setja bókunina undir málsheitið „Fyrirspurnir“ því sannarlega er um formlega fyrirspurn að ræða sem svara þarf á næsta fundi ráðsins.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigrún Sverrisdóttir”

Ábendingagátt