Bæjarstjórn

31. október 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1814

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1802385 – Reykjanesbraut, samgönguáætlun, ályktun

      Lögð fram ályktun

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi ályktun:

      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar því að ráðist verði í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi strax á næsta ári. Hér er um að ræða framkvæmd sem er mikið öryggismál fyrir íbúa Hafnarfjarðar og alla þá sem fara um þessa fjölförnu braut.
      En betur má ef duga skal og ljóst er að aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Hafnarfirði þurfa að fylgja í kjölfarið auk þess sem brýnt er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun sem nú hefur verið lögð fram.“

      Er ályktunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum og telst því vera ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

    • 1809362 – Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting

      Tekið fyrir að nýju.
      1.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 3.október sl.
      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.september sl.
      Lagt fram erindi frá stjórn SORPU bs., dags.12.sept.sl. þar sem óskað er eftir formlegri samþykkt sveitarstjórna vegna lántöku.

      Lögð fram tillaga að afgreiðslu bæjarstjórnar:

      „Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns SORPU bs frá Lánasjóði sveitarfélaga:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- með lánstíma allt að 15 ár, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

      Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

      Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs til að breyta ekki ákvæði samþykkta SORPU bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

      Fari svo að Hafnarfjarðarbær selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur kt. 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns SORPU bs frá Lánasjóði sveitarfélaga:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum hér með á bæjarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- með lánstíma allt að 15 ár, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

      Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

      Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs til að breyta ekki ákvæði samþykkta SORPU bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

      Fari svo að Hafnarfjarðarbær selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur kt. 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.október sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23 jan. s.l. var samþykkt að unnið yrði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla. Erindið tekið til umræðu á ný. Fulltrúar Eflu mæta til fundarins og kynna málið.

      Reynir Sævarsson frá Eflu kynnti stöðu verkefnisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við skipulagslýsingu og undirbúning fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og leggur til við Bæjarstjórn að hafin verði vinna við skipulagslýsingu er varðar legu stofnræsis Valla.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og svo Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að hafin verði vinna við skipulagslýsingu er varðar legu stofnræsis Valla.

    • 1806328 – Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna

      2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 29.ágúst sl.
      Lagt fram til staðfestingar.

      Verklagsreglur um skólavist lagðar fram til samþykktar.

      Fræðsluráð, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Samfylkingin ásamt Bæjarlistanum samþykkir verklagsreglur um skólavist Hafnfirskra grunnskólabarna og fagnar því að nú liggi fyrir reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Hafnarfjarðar. Í starfsreglum þessum er fjallað sérstaklega um rétt nemenda til að velja grunnskola sem þeim hentar, óháð skólahverfi, en skólastjórnandi skal leitast við að taka nemendur inn ef fjármagn og aðstaða er fyrir hendi. Ákvörðun skólastjóra um skólavist nemenda er stjórnsýsluákvörðun og skal ágreiningi um afgreiðslu vísað til fræðsluráðs Hafnarfjarðar.

      ja

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari.

      Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Einnig til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Að lokum kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars.

      Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að málinu verði vísað á ný til fræðsluráðs þar sem það verður unnið áfram. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1806391 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.okt.sl.
      Þrastarverk ehf. leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar samkv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.7.2017. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. sept s.l. að heimila lóðarhafa að vinna að breyttu deiliskipulagi er varðar staðsetningu á bílakjallara, geymslu í kjallara í stað jarðhæðar og fjölga íbúðum um eina á sinn kostnað.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Brenniskarðs 1-3 verði auglýst og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa framangreinda deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði í samræmi við framangreind lagaákvæði.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Fundarhlé kl. 17:58.

      Fundi framhaldið kl. 18:01.

      Ólafur Ingi leggur til að málinu verði vísað til baka í skipulags- og byggingarráðs. Er tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1810180 – Lífsgæðasetur St. Jó, gjaldskrá

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.okt. sl.
      Lögð fram gjaldskrá Lífsgæðaseturs St. Jó.

      Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.okt.sl.
      Lagt fram undirritað samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarráð vísar framlögðum samningi til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er í fyrsta skipti að ræða þessa stefnumótun skíðasvæðanna með formlegum hætti í dag, en hún kom fyrst til kynningar sl. vor og var undirrituð af þáverandi bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, örstuttu fyrir kosningar.
      Stuttu fyrir samþykkt stefnunnar var athygli mín vakin á hlut gönguskíðaíþróttarinnar, ef hlut skyldi kalla, í þessum áætlunum. Af rúmlega 6 milljarða króna áætlun eru um 20-30 milljónir ætlaðar til skíðagöngusvæða, eða innan við hálft prósent.
      Jafnframt var mér bent á að samráð við hagsmunaaðila hefði verið afar lítið, eða einn fundur þar sem verkefnið var kynnt og svo annar til að kynna lokaafurðina.
      Efnislega hefur verið bent á að fyrirhugaðar framkvæmdir í Kerlingadal gefi tilefni til endurskoðunar, en sá þáttur losar 200 milljónir.
      Vissulega er rík þörf fyrir endurbætur á skíðasvæðinu almennt, en aðstaða til skíðagöngu hlýtur samt að teljast bjóða upp á mjög mikil tækifæri til úrbóta. Þar er ekki rennandi vatn í skála, ekki salerni og ekki eiginlegur þjónustuskáli, svo eitthvað sé nefnt.
      Undirrituð reyndi að koma þessum ábendingum áfram á sínum tíma, en ekki verður séð að þær hafi verið teknar til mikillar skoðunar.
      Stefnumótun og áform um stór fjárútlát rétt fyrir kosningar ætti alltaf að rýna vel, enda oft um talsverðar mannabreytingar að ræða við slík tímamót og ekki víst að allir þekki vel til mála þegar til kastanna kemur.
      Því kem ég þessu hér með á framfæri í umræðum Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um þetta mál.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari. Einnig til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson og leggur til að málinu verði vísað aftur til bæjarráðs til að fá faglega umfjöllun vegna umhverfisþátta verksins.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson og því næst Helga Ingólfsdóttir.

      Forseti ber upp til atkvæða framkomna tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs og er tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn sex atkvæðum og einn situr hjá.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins með 6 greidduma atkvæðum gegn þremur og tveir fulltrúar sitja hjá.

      Friðþjófur Helgi Karlsson og Adda María Jóhannsdóttir gera grein fyrir atkvæðum sínu.

    • 1808352 – Leikskólamál í Suðurbæ

      Tillaga áður flutt á fundi bæjarstjórnar 20. júní sl. og endurflutt þann 17. október sl. Óskað er eftir afgreiðslu bæjarstjórnar:

      „Eftir lokun á starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) hefur verið skortur á leikskólaplássum í Suðurbæ. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Þá leggjum við einnig til að tekið verði til skoðunar að opna ungbarnaleikskóla í Kató. Byggingin hefur staðið auð frá því að leikskólanum var lokað og lítið ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja starfsemi þar á ný.“

      Á fundi bæjarstjórnar þann 17. október sl. var samþykkt að vísa tillögunni til afgreiðslu og umfjöllunar í fjárhagsáætlunnarvinnu fræðsluráðs. Þar sem ljóst virðist af fundi ráðsins þann 29. október að enginn vilji sé til þess af hálfu fulltrúa meirihlutans í fræðsluráði að ráðast í uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggjum við tillögu okkar fram í þriðja sinn til afgreiðslu og óskum eftir því að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og því næst Adda María Jóhannsdóttir.

      Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Forseti ber upp þá tillögu sem liggur fyrir fundinum. Er óskað eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna:

      Adda María Jóhannsdóttir Já
      Ágúst Bjarni Garðarsson Nei
      Friðþjófur Helgi Karlsson Já
      Guðlaug Kristjánsdóttir Situr hjá
      Helga Ingólfsdóttir Nei
      Jón Ingi Hákonarson Situr hjá
      Kristín María Thoroddsen Nei
      Ólafur Ingi Tómsson Nei
      Rósa Guðbjartsdóttir Nei
      Sigurður Þ. Ragnarsson Situr hjá
      Kristinn Andersen Nei

      Er tillagan felld með 6 atkvæðum sem segja nei gegn tveimur sem segja já, þrír bæjarfulltrúar sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

      Fundarhlé kl. 19:28.

      Fundi framhaldið kl. 19:36.

      Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi og í hennar stað mætir til fundarins Guðbjörg Oddný Jónsdóttir.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
      Samkvæmt tölum um íbúaþróun og skólahverfi sem fram koma í minnisblaði rekstrarstjóra fræðsluþjónustu dags. 11. september 2018 fæst enn og aftur staðfest að viðvarandi skortur er á leikskólaplássum í Öldutúnsskólahverfinu. Fyrirsjáanlegt er að sá skortur muni haldast til framtíðar ef ekkert verður að gert.
      Með bókun fræðsluráðs frá 29. október sl. fæst staðfest að ekki er vilji til þess af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra að bregðast við þeim skorti með því að hefja uppbyggingu á leikskóla í umræddu hverfi, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir honum á deiliskipulagi við Öldugötu. Fulltrúar Samfylkingarinnar mótmæla þessari ákvörðun harðlega og telja mikilvægt að skorti á plássum í hverfinu sé svarað með uppbyggingu leikskóla innan þessa skólahverfis. Það er að okkar mati óásættanlegt að foreldrar yfir 100 barna á leikskólaaldri í Öldutúnsskólahverfinu þurfi á hverju ári að sækja slíka þjónustu í önnur hverfi bæjarins. Með því að bæta tveimur deildum við Smáralund, sem tilheyrir öðru skólahverfi, eins og nú er fyrirhugað, næst ekki að leysa þann skort sem er viðvarandi í hverfinu. Það eru kaldar kveðjur sem foreldrum barna á leikskólaaldri í þessu hverfi bæjarins eru sendar með þessari ákvörðun.
      Varðandi viðbótarpláss í öðrum hverfum ítrekum við fyrri bókanir okkar um að það sé vandamál sem rétt sé að leysa úr með öðrum hætti. Það á ekki að bitna á íbúum þessa hverfis.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Kristín Thoroddsen kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:

      Á næsta ári, 2019 mun opna leikskóli við Skarðshlíðarskóla með 90 rýmum . Ásamt þeim rýmum sem þar verða og miðað við fyrirliggjandi tölur um íbúaþróun í Hafnarfirði hefur meirihluti fræðsluráðs samþkkt að byggðar verði við Smáralund tvær leikskóladeildir, leikskóla sem staðsettur er í suðurbæ.
      Lögð verður höfuðáhersla á að bæta þjónustu með nýrri rýmisáætlun, bættri starfsaðstöðu fyrir starfsfólk og lægri innritunaraldur.
      undir þetta rita bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      4.liður úr fundargerð hafnarstjórnar 17.okt.sl.
      Tekin til umfjöllunar skipulagslýsing Flensborgarhafnar sbr. samþykkt hafnarstjórnar 18. febrúar 2016.

      Hafnarstjórn samþykkir að fella úr gildi samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016 á „Flensborgarhöfn skipulagslýsing.“ Hafnarstjórn leggur til við skipulags- og byggingarráð og bæjarstjórn að fella samþykktir sínar um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar úr gildi.
      Hafnarstjórn ákvað að efna til hugmyndasamkeppni á grunni keppnislýsingar sem samþykkt var í hafnarstjórn þann 10. janúar 2018. Góð þátttaka var í hugmyndasamkeppninni eða alls 14 tillögur bárust. Tvær arkitektastofur skiptu með sér 1. og 2. sæti og standa nú samningaviðræður við þær um áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags. Hafnarstjórn lítur svo á að hugmyndir sem ofangreindar arkitektastofur vinna eftir hvað varðar skipulag um Flensborgarhöfn og Óseyrasvæði sé stefnumótandi og geti í einhverjum tilfellum skarast á við samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016.

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans fer fram á að tekið verði saman minnisblað um aðdraganda ákvörðunarinnar sem tekin var í Hafnarstjórn þann 17. október sl.
      Í Hafnarstjórn eru engir áheyrnarfulltrúar og höfðum við í Bæjarlistanum því ekkert veður af því að þessi ákvörðun væri í undirbúningi heldur fréttum af henni eftirá.
      Óskað er eftir því að minnisblaðið geri grein fyrir því hvernig ákvörðunin er til komin, hvers vegna hún var talin nauðsynleg, við hverja var haft samráð við undirbúning hennar og hver séu fyrirhuguð næstu skref.
      Skipulagslýsingin sem nú hefur verið felld úr gildi, bæði í Hafnarstjórn og Skipulags- og byggingarráði, átti sér langan aðdraganda og ríkulegt samráð og var unnin í sátt.
      Niðurfelling hennar á sér hins vegar ekkert samráð, ekki pólitískt innan bæjarstjórnar og því síður gagnvart hagsmunaaðilum og bæjarbúum almennt.
      Óskað er eftir því að minnisblaðið geri grein fyrir því hvers vegna valin er sú leið að fella skipulagið úr gildi, í stað þess að leggja til að því verði breytt hvað umfang varðar, enda virðist nú þurfa að byrja aftur frá grunni, í stað þess að byggja á því sem þegar hefur verið samþykkt, til dæmis hvað varðar skipulagsskilmála, hæð húsa og þar fram eftir götum.
      Óskað er eftir því að minnisblaðið liggi fyrir áður en málið verði rætt í bæjarstjórn, svo kjörnir fulltrúar eigi þess einhvern kost að sitja við sama borð í þessu máli hvað varðar upplýsingar um stefnumótandi mál af þessari stærðargráðu.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Friþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Friðjófur Helgi svarar andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi kemur að stuttri athugasemd.

      Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari. Næst til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram svohljóandi tillögur:

      Í fyrsta lagi, sú sem er í útsendu fundarboði – að minnisblað verði tekið saman og málinu frestað þar til það liggur fyrir.

      Í öðru lagi: málinu verði frestað og efnt til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila, sátta leitað og annarra færra leiða en þeirri að fella úr gildi skipulagslýsinguna.

      Í þriðja lagi: Fallið verði frá þeim ákvörðunum að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Þess í stað verði Skipulags- og byggingaráði falið að undirbúa breytingar á skipulagslýsingunni hvað flatarmál varðar, þannig að umfang hennar samræmist því svæði sem undir er í vinnu samráðsnefndar um gerð rammaskipulags og samræmi verði þannig á plöggunum hvað umfangið varðar. Að öðru leyti haldi skipulagslýsingin gildi sínu og þannig lifi áfram sem afurð góðs samráðs. Þessi lausn gæti orðið til sátta í þeirri stöðu sem nú er komin upp.

      Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari öðru sinni. Guðlaug kemur að stuttri athugasemd.

      Fundarhlé kl. 21:22.

      Fundi framhaldið kl. 21:35.

      Forseti ber upp tillögu um að málinu verði frestað á milli funda og að Hafnarstjórn taki í millitíðinni saman umbeðið minnisblað sem liggi fyrir a næsta fundi bæjarstjórnar. Er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum.

      Næst ber forseti upp framkomna tillögu um að málinu verði frestað og efnt til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila, sátta leitað og annarra færra leiða en þeirri að fella úr gildi skipulagslýsinguna. Er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum.

      Þá ber forseti upp framkomna tillögu um að fallið verði frá þeim ákvörðunum að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016. Þess í stað verði Skipulags- og byggingaráði falið að undirbúa breytingar á skipulagslýsingunni hvað flatarmál varðar, þannig að umfang hennar samræmist því svæði sem undir er í vinnu samráðsnefndar um gerð rammaskipulags og samræmi verði þannig á plöggunum hvað umfangið varðar. Að öðru leyti haldi skipulagslýsingin gildi sínu og þannig lifi áfram sem afurð góðs samráðs. Þessi lausn gæti orðið til sátta í þeirri stöðu sem nú er komin upp. Er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum og einn situr hjá.

      Er þá borin upp fyrirliggjandi tillaga frá Hafnarstjórn um að bæjarstjórn felli úr gildi samþykkt bæjarstjórnar um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar. Er tillagan samþykkt 7 atkvæðum gegn 4.

      Helga Ingólfsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. Einnig Kristín María Thoroddsen.

      Fundarhlé kl. 21:50.

      Fundi framhaldið kl. 21:55.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Afgreiðsla meirihlutans og fulltrúa Miðflokks á tillögu um að breyta skipulagslýsingunni frekar en fella hana úr gildi; samræma hana því umfangi og flatarmáli sem nú er til vinnslu í samráðsnefnd um rammaskipulag, staðfestir að hér er um fyrirslátt að ræða í málflutningi meirihlutans. Vandamálið er þá greinilega ekki fólgið í misræmi eða „skörun“ eins og fram kemur í afgreiðslum meirihlutans í Hafnarstjórn og skipulags- og byggingarráði, heldur einhverju öðru. Þetta eitthvað annað er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og málsaðstæðum líklegast sú staðreynd að skipulagslýsingin hefur gildi sem rök í andmælum íbúa gagnvart skipulagi að Fornubúðum 5.
      Meirihluti bæjarstjórnar, ásamt bæjarfulltrúa Miðflokks, hefur hér með kastað á glæ margra ára samráði við hagsmunaaðila og íbúa og sátt um skipulag á svæði Flensborgarhafnar, einu verðmætasta svæði bæjarins.
      Þessi vinnubrögð eru forkastanleg og því miður til merkis um vanvirðingu við íbúalýðræði í bænum. Hér er verið að kasta barninu út með baðvatninu og gengið fram af miklu ábyrgðarleysi.

      Undir þetta rita bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Viðreisnar og Samfylkingar.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Núna trekk í trekk hefur það gerst að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar hafa verið í stofnunum bæjarins séu gerðar afturreka þar sem annmarkar eru á ákvörðununum. Fyrir liggur að samkeppnislýsing fyrir samkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar eru að nokkru víðari en gildandi skipulag. Af þessum sökum tel ég nauðsynlegt að ógilda skipulagið og hefja vinnu við nýtt skipulag í anda samkeppnislýsinganna.

      Ólafur Ingi Tómasson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar:

      Bókun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Óháðra.

      Í öllu skipulagsferli um skipulag Flensborgarhafnar hefur verið haft víðtækt samráð við íbúa og hagsmunaaðila. Efnt var til hugmyndasamkeppni byggða á keppnislýsingu sem var að mestu unnin samkvæmt skipulagslýsingu um Flensborgarhöfn. Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður áframhaldandi víðtækt samráð við hagsmunaaðila, íbúa og aðra.
      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra taka undir bókun Hafnarstjórnar frá því 17. október sl. Sem hljóðar svo:“
      „Hafnarstjórn ákvað að efna til hugmyndasamkeppni á grunni keppnislýsingar sem samþykkt var í hafnarstjórn þann 10. janúar 2018. Góð þátttaka var í hugmyndasamkeppninni eða alls 14 tillögur bárust. Tvær arkitektastofur skiptu með sér 1. og 2. sæti og standa nú samningaviðræður við þær um áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags. Hafnarstjórn lítur svo á að hugmyndir sem ofangreindar arkitektastofur vinna eftir hvað varðar skipulag um Flensborgarhöfn og Óseyrasvæði sé stefnumótandi og geti í einhverjum tilfellum skarast á við samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016.“

    • 1809341 – Mönnun í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, fyrirspurn

      Til umræðu.
      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 29.okt. sl.
      Gögn og minnisblað með samantekt svara við fyrirspurn Sigurðar Þ. Ragnarssonar um mönnun í leik- og grunnskólum lögð fram.

      Lögð fram fyrirspurn

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls og leggur frma svohljóðandi fyrirspurn:

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir.
      1. Þekktur er landlægur mönnunarvandi réttindafólks í leik- og grunnskólum landsins. Athygli vekur að árið 2016 (nýrri tölur liggja ekki fyrir) var hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar 8% á meðan hlutfallið var 3% í Kópavogi. Því er spurt.
      a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi grunnskólakennara og leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2018-2019 sundurliðað eftir skólum (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi annars starfsfólks sundurliðað eftir skólum. Fram komi nemendafjöldi í hverjum skóla.
      b) Hversu margir sem annast kennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar (grunnskólakennarar og leiðbeinendur) eru í hlutastarfi (1-49%) (50-74%) (75-99%)(100%)?
      c) Hve margir af starfandi leiðbeinendum innan grunnskóla Hafnarfjarðar hafa lokið háskólaprófi, sundurliðað eftir skólum (hlutfall og fjöldi)?
      d) Eru öll stöðugildi í grunnskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?
      e) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga réttindafólki í grunnskólum bæjarins?
      2. Í 9. gr. laga nr. 87/2008 segir í 2. tl. (lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla):
      *Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.
      Því er spurt.
      a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi leikskólakennara og annara starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðar (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi uppeldismenntaðra starfsmenna (aðrir en leikskólakennarar).
      b) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins svo lagaskylda sé uppfyllt [2/3]?
      c) Eru öll stöðugildi í leikskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa framkomnum fyrirspurnum til fræðsluráð.

      Fulltrúar minnihluta fræðsluráðs leggja fram eftirfarandi bókun;
      Það er alvarleg þróun að frá 2016 skuli leiðbeinendum í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa fjölgað um 100%, eða úr 8% í tæp 16% á tveimur skólaárum. Ljóst er að þróunin er algjörlega óviðunandi og að huga þarf sérstaklega að starfsaðstöðu og starfskjörum í þessum skólum.
      Þá vekja tveir grunnskólar athygli fyrir hátt hlutfall leiðbeinenda, Víðistaðaskóli og Hraunvallaskóli. Af þeim sem annast kennslu í þessum skólum (kennarar leiðbeinendur) eru 23,7% leiðbeinendur í Víðistaðaskóla og 23,1% í Hraunvallaskóla. Á sama tíma er þetta hlutfall áberandi lægst í Hvaleyrarskóla 6,1% og í Áslandsskóla 7,8%. Eru fjölmennir skólar síður eftirsóknarverðir hjá kennurum?
      Þá vekur athygli að fjöldi leiðbeinenda án háskólaprófs raðast á þrjá skóla, 5 í Hraunvallaskóla, 2 í Setbergsskóla og 1 í Víðistaðaskóla. Í öðrum skólum eru allir leiðbeinendur með háskólapróf sem er góðs viti.
      Að því er varðar leikskólana vekur athygli að hlutfall leikskólakennara er 29% en lagaskylda gerir ráð fyrir að þeir skuli vera 66%. Hér er langt í land og fagnaðarefni að boðið sé uppá námssamninga fyrir þá sem vilja afla sér menntunar, nú alls 14 starfsmenn. Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar. Enn fremur vekur athygli að enn hefur ekki tekist að manna öll störf á leikskólum bæjarins en 7 stöðugildi eru ómönnuð í tveimur leikskólum. Alvarleg staða sem bitnar á því starfsfólki sem fyrir er.

      Undir þetta rita fulltrúar minnihlutans í fræðsluráði, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Vaka Ágústsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Birgir Örn Guðjónsson.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni.

      Til máls tekur Kristin María Thoroddsen. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Guðlaug svarar andsvari.

      Til máls öðru sinni tekur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Kristín María svarar andsvari.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun frá bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurði Þ. Ragnarssyni:
      Leiðbeinendum í grunnskólum Hafnarfjarðar hefur nú fjölgað ár frá ári og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á síðustu tveimur skólaárum. Sé miðað við hlutfall réttindakennara árið 2017 er Hafnarfjörður nú undir landsmeðaltali sem er 92,5%. Hlutfallið fyrir Hafnarfjörð er 88,5%. Þetta er þveröfugt við Reykjavík (96,1%), Kópavog (93,9%), Garðabæ (97,1%) og Mosfellsbæ (95,0%) sem öll eru yfir landsmeðaltali.
      Það er nauðsynlegt að Hafnarfjörður setji sér metnaðarfulla stefnu til að ná megi landsmeðaltali og helst stefnu sem setur Hafnarfjörð í forystu á þessu sviði.

      Kristín María Thoroddsen kmeur að svohljóðandi bókun:

      Mér sárnar fyrir hönd embættismanna bæjarins, fyrir hönd leikskólakennara, grunnskólakennara, leiðbeinenda og annarra starfsfólks í leik og grunnskólum Hafnarfjarðar sú umræða sem farið hefur af stað í fjölmiðlum á síðasta sólahring, þar sem gert er lítið úr því mikla starfi sem þar fer fram. Ljóst er að staðan á landsvísu er ekki góð en varla hægt að kenna stefnu meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um það. Ég sem formaður fræðsluráðs mun leggja mitt af mörkum við að bera kennsl á tækifærin til að auka vellíðan starfsfólks og barna. Og áfram verði unnið að úrbótum miðað við hugmyndir þeirra starfshópa sem er í gangi.

    Fundargerðir

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð bæjarráðs frá 25.október sl.
      a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 17.okt. sl.
      b.Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.okt. s.
      c.Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 10.okt.sl.
      d. Fundargerð 14.eigendafundar SORPU bs. frá 1.okt.sl.
      e. Fundagerð 17. eigendafundar Strætó bs. frá 1.okt.sl.
      f. Fundargerðir stjórnar SSH frá 21.sept. og 8.okt. sl.
      g. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.okt. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.október sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.október sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 23. og 26. október sl.
      Fundargerðir fræðsluráðs frá 24. og 29.október sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15.okt.sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 24. og 26.október sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 29.október sl.

      Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 23. október sl. Ólafur Ingi Tómasson kemur að andsvari.

Ábendingagátt