Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni og Ágústi Bjarna Garðarssyni en í þeirra stað mæta Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Valdimar Víðisson.
Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.desember sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9. janúar 2018 lagði skógræktarfélag Hafnarfjarðar fram fyrirspurn um að breyta deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða þar sem óskað var eftir stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús og gróðurhús. Tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í erindið. Lögð fram tillaga Batterísins að breytingu á deiliskipulagi dags. 10. desember 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 19.desember sl. Samkomulag við Hjallastefnuna um tímabundið samkomulag vegna rekstur 5 ára leikskóladeildar lagt fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti tímabundna stækkun á samningi milli Hjalla og Hafnarfjarðarbæjar og vísar samningi þessum til samþykktar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Friðþjófur Karlsson tekur til máls. Til adnsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Andsvari svarar Adda María Jóhannsdóttir. Kristín Thoroddsen kemur að andsvari öðru sinni.
Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Adda María kemur til máls öðru sinni.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Hjallastefnuna með 9 greiddum atkvæðum og þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að fræðsluráð skoði hvort þessi breyting á samningi um leikskóla Hjalla kalli á endurskoðun á samningi um rekstur Grunnskóla Hjallastefnunnar, m.t.t. fjölda nemenda hverju sinni.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar ítreka og minna á mikilvægi þess að hugað sé að öllum hverfum bæjarins þegar kemur að þeirri mikilvægu grunnþjónustu sem leikskólar eru.
Adda María Jóhannsdóttir Friðþjófur Helgi Karlsson
6.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 19.desember sl. Lagt fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti niðurfellingu fæðisgjalda í grunnskólum ef þrjú systkini eða fleiri eru með lögheimili í Hafnarfirði og vísar til frekari samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson og til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Þá næst tekur til máls Helga Ingólfsdóttir.
Þá tekur Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Þá Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Adda María svarar andsvari og Kristín kemur til andsvars öðru sinni.
Næst til máls tekur Valdimar Víðisson.
Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða niðurfellingu fæðisgjalda í grunnskólum ef þrjú systkini eða fleiri eru með lögheimili í Hafnarfirði.
7.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 19.desember sl. Lögð fram drög að samningi Hafnarfjarðarbæjar við nýtt íþróttafélag í Hafnarfirði, Bogfimifélagið Hróa hött. Um er að ræða þjónustusamningur til eins árs.
Fræðsluráð fagnar því að enn bætist við fjölbreytni til íþróttaiðkunar í Hafnarfirði og samþykkir fyrir sitt leyti þjónustusamning við Bogfimifélagið Hróa Hött og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Til máls tekur Kristín Thoroddsen.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning við Bogfimifélagið Hróa Hött.
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.des.sl. Lögð fram umsókn Borgarafls ehf, kt. 690103-2490 um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Álfhellu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Álfhellu verði úthlutað til Borgarafls ehf.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni nr. 5 við Álfhellu verði úthlutað til Borgarafls ehf.
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.des.sl. Eva Rún Michelsen verkefnastjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 21.des.sl. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til bæjarstjórnar.
Til máls tekur Valdimar Víðisson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.
Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og næst Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.desember sl. a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28.nóv. sl. b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.des. sl. c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. des. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.desember sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 19.desember sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10.des.sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.des.sl. Fundargerð bæjarráðs frá 20.desember sl. a. Fundargerð Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30.nóv. og 14.des.sl. b. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.des. sl. c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 21.nóv og 14.des. sl. d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.des. sl. Fundargerð forsetanefndar frá 7.janúar sl.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 21. desember sl.
Friðþjófur Helgi Karlssn tekur til máls undir 6. lið skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember sl.
Einnig tekur Friðþjófur Helgi til máls öðru sinni undir 3. lið í fundargerð fræðsluráðs 19. desember sl.