Bæjarstjórn

6. febrúar 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1820

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Við upphaf fundar bar forseti upp tillögu um að taka af dagskrá fundargerð íþrótta- og tómstundanefndarfrá 23.jan.sl. þar sem fundurinn reyndist ekki löglegur.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Við upphaf fundar bar forseti upp tillögu um að taka af dagskrá fundargerð íþrótta- og tómstundanefndarfrá 23.jan.sl. þar sem fundurinn reyndist ekki löglegur.
Tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 36.gr. skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Hamranessvæðinu. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 breytist landnotkun svæðisins úr Verslunar- og þjónustusvæði (VÞ11), Samfélagsþjónusta (S34) í Miðsvæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. 24.01.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur öðru sinni Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir kemur að andsvari.

      Til máls tekur öðru sinni Ólafur Ingi Tómasson. Hann ber upp eftirfarandi tillögu:
      Ákvæði í grein 2.1.1. um Hamranes, á bls. 34 verði eftirfarandi:
      Byggðin við Hamranes verður blönduð byggð og stefnt er að fjölbreyttri gerð búsetuforma til að koma til móts við sem flesta og fá fjölbreytta íbúablöndu. Fjöldi íbúða verður um 1200 til 1500.
      Á svæðinu eru fyrirhugaðir skóli og leikskóli auk verslunar- og þjónustu. Einnig er gert ráð fyrir hjúkrunarheimili og atvinnustarfsemi.
      Miðsvæðis í byggðinni verður tjörn sem mun nýtast fyrir blágrænar ofanvatnslausnir hverfisins.
      Einnig er fyrirhugað að hafa afmörkuð svæði og/eða lóðir þar sem smáhýsi verða leyfð sem sérbýli eða viðbót við aðrar íóðir.

      Tillagan er samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015 með áorðnum breytingum.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Skipulagsfulltrúa var falið á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9.1.2018 að hefja vinnu við skipulagslýsingar er taka til breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og þeirra svæða sem koma til greina eins og þau eru kynnt í minnisblaði 3 dags. 20.9.2018. Lögð fram drög að skipulagslýsingu dags. jan. 2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu á þettingarsvæðum dags. jan. 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Því næst Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Til máls tekur öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur að andsvari. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Kristín Thoroddsen kemur að andsvari. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Jón Ingi Hákonarson tekur til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Ólafur Ingi Tómasson kemur að andsvari.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Adda María Jóhannsdóttir kemur að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari í annað sinn. Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Adda María Jóhannsdóttir kemur að andsvari.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir með 9 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
      Adda María Jóhannsdóttir greiddi atkvæði á móti og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Friðþjófur Helgi Karlsson sat hjá og gerði grein fyrir hjásetu sinni.

      Forseti ber upp svohljóðandi tillögu að bókun:
      Bæjarstjórn leggur áherslu á að við gerð nýs skipulags á Óla Run túni verði gert ráð fyrir rúmgóðu, skipulögðu útivistarsvæði á túninu sem nýst getur nágrönnum og bæjarbúum öllum betur en nú er og að aðgengi að svæðinu verði bætt. Mikilvægt er að möguleg byggð á túninu og stækkun við leikskóla verði vel kynnt á undirbúningsstigi og aðkoma bæjarbúa tryggð í samráðsferli líkt og á öðrum þéttingarreitum sem hér voru til umfjöllunar.

      Allir bæjarfulltrúar, fyrir utan Öddu Maríu Jóhannsdóttur sem sat hjá, samþykkja framlagða bókun.

      Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karksson leggja fram svohljóðandi bókun:
      Á undanförnum misserum hefur ítrekað verið rætt um leikskólamál í skólahverfi Öldutúnsskóla. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt fram fjölmargar tillögur varðandi uppbyggingu leikskóla í hverfinu sem öllum hefur verið hafnað. Nú þegar til stendur að samþykkja skipulagslýsingu um þéttingu byggðar á tveimur reitum í þessu hverfi, sem bætast þá við uppbyggingaráform á tveimur öðrum reitum í sama hverfi er komið að því að fulltrúar meirihlutans horfist í augu við þá staðreynd að börnum í þessu hverfi mun fjölga. Í dag vantar leikskólapláss fyrir rúmlega 100 börn í hverfinu og sú tala mun hækka með fyrirhugaðri uppbyggingu og þéttingu byggðar. Það er því afar brýnt að horfa til framtíðar og huga að uppbyggingu leikskóla í hverfinu. Enginn vilji hefur komið fram til þess heldur staðfest að engin áform eru um uppbyggingu á leikskóla í þessu hverfi.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    • 1901342 – Suðurgata 35b, breyting á deiliskipulagi

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 23.1.2019 vísaði erindi Davíðs Snæs Sveinssonar til skipulags- og byggingarráðs. Umsókn barst 22. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 35B. Með erindinu er uppdráttur Yddu arkitekta er gerir grein fyrir breytingunum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin verður auk þess kynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Jafnframt leggur ráðið til við bæjarstjórn að erindið verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 greiddum atkvæðum að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Þann 24. janúar barst erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar syðri hluta Bláfjallavegar, suður undir Leiðarenda, og lagfæringar á norðurhluta Bláfjallavegar.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kritjánsdóttir. Því næst Sigurður Þ. Ragnarsson, og þarnæst Helga Ingólfsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að andsvari.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Kristín Thoroddsen.

      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Hún ber upp tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs til umfjöllunar.

      Tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum

    • 1811266 – Norðurhella 1, breyting á deiliskipulagi

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Tekin fyrir á ný breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að byggingareit er snúið um 90° og að heimilt verði að reisa skjólgirðingu við vörumóttöku, utan byggingareits, og að hæð girðingar geti verið allt að 2,1m. Jafnramt er óskað eftir heimild til að koma fyrir nýrri aksturstengingu inn á lóðina frá Hraunhellu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagsbreytingu dags. í jan. 2019 og að málsmeðferð verð í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda breytingu á deiliskipulagi Norðurhellu 1.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurhellu 1.

    • 1812055 – Skýjalausnir í skólastarfi

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 30.janúar sl.
      Lagt fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um skýjalausnir í skólastarfi og vísar drögum til frekari samþykktar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

      Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi reglur um skýjalausnir í skólastarfi.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.janúar sl.
      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar sitja hjá.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Undirrituð gera athugasemd við að verið sé að leggja fram viðauka vegna endurbóta á St. Jó. á þessum tímapunkti. Innan við tveir mánuðir eru síðan fjárhagsáætlun var samþykkt þar sem einungis var gert ráð fyrir átta milljónum í framkvæmdir á árinu 2019. Fulltrúar minnihlutans gerðu við það athugasemdir strax við fyrri umræðu um miðjan nóvember. Það hefði öllum mátt vera ljóst að meira þyrfti að leggja í endurbætur á húsinu á þessu ári.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:

      Lögð er áhersla á að breytingin á fjárhagsáætlun sem nú er gerð með fyrirliggjandi viðauka leiðir ekki til hækkunar á fjárfestingaáætlun heldur er einungis um tilfærslu milli verkefna á framkvæmdasviði að ræða. Viðauki er gerður og lagður fram til útskýringar á þeirri tilfærslu.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars.

      Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur
      til andsvars. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari í annað sinn. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að stuttri athugasemd. Sömuleiðis kemur Adda María Jóhannsdóttir að stuttri athugasemd.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 með 6 greiddum atkvæðum, en 5 sitja hjá.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar flokka sem sitja í minnihluta í bæjarstjórn leggja fram eftirfarandi bókun:

      Sumarið 2017 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar drög að kaupsamningi um 85% hlut að fasteigninni Suðurgötu 41, St. Jósefsspítala. Kaupverðið var 100 milljónir króna, með þeirri kvöð að í húsinu yrði starfrækt almannaþjónusta í a.m.k. 15 ár frá undirritun samnings. Í frummatsskýrslu á ástandi hússins dags. 27. mars 2017 er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við að koma húsnæðinu í stand fyrir sams konar starfsemi og þar var áður sé um 225 milljónir króna.

      Síðla hausts 2017 var ákveðið að útfæra nánar hugmyndir um lífsgæðasetur í húsinu og er nú svo komið að verið er að ganga frá fyrstu leigusamningum fyrir starfsemi í húsinu. Sú starfsemi kallar á frekari breytingar en frummatsskýrsla gerði ráð fyrir. Engu að síður lá kostnaðaráætlun ekki fyrir fyrr en nú í janúar þegar fundargerðir framkvæmdahóps um verkefnið voru kynntar í bæjarráði þann 17. janúar, og gerir ráð fyrir að kostnaður við endurbætur sé um 450 milljónir króna.

      Fulltrúar minnihlutans hafa gert athugasemdir við að verið sé að leggja fram viðauka vegna endurbóta á St. Jó. á þessum tímapunkti. Innan við tveir mánuðir eru síðan fjárhagsáætlun var samþykkt þar sem einungis var gert ráð fyrir átta milljónum í framkvæmdir á árinu 2019. Fulltrúar minnihlutans gerðu við það athugasemdir strax við fyrri umræðu um miðjan nóvember. Það hefði öllum mátt vera ljóst að meira þyrfti að leggja í endurbætur á húsinu á þessu ári.

      Í nóvember sl. samþykkti Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samhljóma tillögu lagða fram af bæjarfulltrúa Framsóknar og óháðra um gerð verklagsreglna til að tryggja faglega umgjörð og að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar þegar ráðist er í umfangsmiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir eins og fram kemur í greinargerð með tillögunni, og sömuleiðis að „opinberar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins standist áætlanir.“ Það er þó ljóst að til þess að standast áætlanir þarf fyrst að gera áætlanir, annað ber ekki vott um ábyrga fjármálastjórn.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigurður Þ. Ragnarsson

      Fundarhlé gert kl. 17:40
      Fundi fram haldið kl. 17:50

      Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun f.h. Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra:
      Við kaup bæjarins á St Jósefsspítala var lagt fram frummat á lágmarkskostnað til að koma húsnæðinu í notkun. Þar var skýrt tekið fram að inn í matið var ekki gert ráð fyrir breyttri starfsemi í húsinu frá því sem verið hafði en verkefnastjórn um St. Jósefsspítala sem skipuð var í kjölfarið lagði til að komið yrði á fót Lífsgæðasetri. Umhverfis- og skipulagsþjónusta hefur síðan gert kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á hverri hæð hússins með tilliti til þeirrar starfsemi sem nú er fyrirhuguð þar. Í frummatinu var heldur ekki lagt mat á kostnað við endurnýjaðar brunavarnir, aðgengi fyrir fatlaða og fleira til að uppfylla nútímakröfur í byggingum. Lagfæringar á húsinu hafa miðað að því að hægt verði að leigja út fyrsta áfanga í vor og að húsið verði sjálfbært þegar allar hæðirnar verða komnar í notkun. Allir fjármunir til framkvæmdanna hafa verið einróma samþykktir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þar til nú. Lögð er áhersla á að ekkert hefur verið framkvæmt umfram fjárheimildir og ákvarðanir um næstu skref og áfanga í verkefninu verða teknar með sama hætti og nú er gert. Lögð er áhersla á að breytingin á fjárhagsáætlun sem nú er gerð með fyrirliggjandi viðauka leiðir ekki til hækkunar á fjárfestingaráætlun heldur er einungis um tilfærslu milli verkefna á framkvæmdasviði að ræða. Fulltrúar meirihlutans telja mikilvægt að slíkar breytingar séu lagðar fram í viðauka svo þær séu öllum ljósar, þótt það verklag hafi ekki alltaf verið viðhaft.

    • 1901366 – Suðurhella 8H, stofnun lóðar, umsókn um lóð

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.janúar sl.
      Umsókn HS veitna hf um lóðina Suðurhellu 8H fyrir dreifistöð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Suðurhellu 8H til HS Veitna hf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að úthluta lóðinni Suðurhellu 8H til HS Veitna hf..

    • 18129560 – Auðlindagarður í Krýsuvík

      Til umræðu

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Guðlaug Kristjánsdóttir tekur næst til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur að andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur að andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Ólafur Ingi Tómasson kemur að andsvari. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari.

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Til umræðu

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarstjórnar:
      Bæjarstjórn tekur undir bókun fjölskylduráðs og harmar að úthlutun fleiri dagdvalarrýma til Hafnarfjarðar hafi verið synjað að þessu sinni. Á næstu vikum verður aftur opnað fyrir umsóknir og verður fyrri umsókn Hafnarfjarðarbæjar því endurnýjuð innan tíðar. Bæjarstjórn leggur áfram þunga áherslu á að dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða verði fjölgað í bænum.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 1.febr.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 31.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 23.janúar sl.
      b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.janúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 18.janúar sl.
      d. Fundargerð stjórnar SSH frá 14.janúar sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30.janúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 18.janúar sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.janúar sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 30.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 4.febr. sl.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 7. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30. janúar sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari.

      Guðlaug Kritjánsdóttir tekur einnig til máls undir sama lið í sömu fundargerð. Næst tekur til máls Helga Ingólfsdóttir undir sama lið. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari við ræðu Helgu. Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari.

      Ágúst Barni Garðarsson tekur til máls undir fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 18. janúar sl.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 8. lið fundargerðar fræðsluráðs frá 30. janúar sl. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari.

Ábendingagátt