Bæjarstjórn

20. febrúar 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1821

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir voru allir bæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Mættir voru allir bæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Breyting á fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar:

      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4, fer úr stjórn og Skarphéðinn Orri Björnsson, Kvistavöllum 29, komi inn í hennar stað.

      Ofnagreint er samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.febrúar sl.
      Lögð fram tillaga að breyttu orðalagi í greinagerð deiliskipulags Miðbæjar Hrauns vestur að höfðu samráði við Skipulagsstofnun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt orðalag í greinagerð deiliskipulags Miðbæjar Hrauns vestur með vísan til 3.mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir breytt orðalag í greinargerð deiliskipulags Miðbæjar Hrauns vestur með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.febrúar sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 20.11.2018 tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga. Lagður fram leiðréttur uppdráttur dags. 07.02.2019 vegna misritunar sem var í fyrra gagni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 07.02.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn staðfestir uppdrátt að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1706093 – Norðurbraut 7, lóðarstækkun

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.febrúar sl.
      Lóðarstækkun og endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lóðarstækkun og endurnýjun lóðarleigusamnings á Norðurbraut 7 .

      Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir lóðarstækkun og endurnýjun lóðarleigusamnings á Norðurbraut 7 með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1901217 – Stekkjarberg 9, ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.febrúar sl.
      Lögð fram beiðni GG verk ehf. um niðurfellingu gatnagerðargjalda í Stekkjarbergi 9. Lögð fram tillaga til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1811289 – Malarskarð 22, umsókn um lóð

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.febrúar sl.
      Lögð fram lóðarumsókn Krzysztof Tomasz Wesolowski og Anna Monika Meks-Wesolowska um lóðina Malarskarð 22

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Krzysztof Tomasz Wesolowski og Anna Monika Meks-Wesolowska fái úthlutað lóðinni Malarskarði 22.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthluta lóðinni Malarskarði 22 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    • 1812064 – Hækkun á frístundastyrkjum

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 15.febrúar sl.
      Fundinn sátu Valgerður Sigurðardóttir og Þórarinn Þórhallsson fulltrúar öldungaráðs.

      Fjölskylduráð vill að frístundastyrkur sé í samræmi við frístundastyrk ungmenna. Samþykkt að kanna svigrúm til hækkunar á frístundastyrk um mitt ár 2019.

      Bókun frá fulltrúa Samfylkingarinnar:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir yfir vonbrigðum að ekki hafi reynst unnt að ljúka málinu á fundinum í dag. Hringlandaháttur hefur einkennt málið síðan fræðsluráð samþykkti á hækkun frístundastyrknum einróma á fundi sínum 5. des. 2018 en meirihluti bæjarstjórnar vísaði tillögunni til baka í fræðsluráð þann 12. des. 2018. Mikilvægt er að fjölskylduráð tefji ekki hækkun til barna og ungmenna svo þau standi jafnfætis börnum og ungmennum í öðrum sveitarfélögum.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur einnig Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Næst kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Kristín María Thoroddsen kemur til andsvars.

      Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars. Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars öðru sinni.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Við fjárhagsáætlunargerð í nóvember sl. lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að frístundastyrkir yrðu hækkaðir a.m.k. til jafns við nágrannasveitarfélögin. Tillögunni var vísað til fræðsluráðs sem samþykkti einróma hækkun á frístundastyrkjum um 500 kr. á mánuði þann 5. desember sl. Á bæjarstjórnarfundi einungis sjö dögum síðar lagði formaður sama ráðs til að málinu yrði vísað aftur til ráðsins til kostnaðargreiningar og frekari úrvinnslu. Þaðan var tillagan send fjölskylduráði til umfjöllunar sem hefur nú ákveðið að taka sér tíma fram á mitt ár þegar kanna á svigrúm til hækkunar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar lýsa vonbrigðum með þá málsmeðferð sem tillagan hefur fengið. Bent var á það með bókun í bæjarstjórn strax í desember, þegar málinu var vísað aftur inn í fræðsluráð, að með því að fresta afgreiðslu tillögunnar kæmist hún ekki á fjárhagsáætlun og því engin trygging fyrir því að frístundastyrkir yrðu hækkaðir á þessu ári. Í dag hefur verið fullyrt að af hækkuninni verði. Við leggjum traust okkar á það en sú málsmeðferð sem aðrar tillögur okkar hafa fengið gefa ekki tilefni til bjartsýni. Staðreyndin er að tillögum fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárhagsáætlunarvinnunni hefur öllum verið ýmist hafnað eða þær fastar í ráðum og nefndum í einhvers konar úrvinnsluferli og alls óljóst um afdrif þeirra. Það er afar dapurt þegar uppruni tillagna verður til þess að tefja fyrir góðum málum í þágu bæjarbúa.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Frístundarstyrkur til barna, ungmenna og eldri borgara var hækkaður um 33% árið 2018 og til stendur að gera enn betur eins og kveðið er skýrt á um í málefnasamningi núverandi meirihluta. Áfram verður unnið á þeirri braut að gera sem flestum kleift að stunda íþróttir og aðrar tómstundir.
      Hafnarfjörður er eitt fárra sveitarfélaga sem býður eldri borgurum frístundastyrk og hefur hann notið mikilla vinsælda.

      Fyrir liggur tillaga um hækkun á frístundastyrk til ungmenna og eldri borgara sem lögð var fram í bæjarstjórn þegar vinna við fjárhagsáætlun 2019 var á lokastigi og fær því nú á nýju fjárhagsári umræðu í viðeigandi ráðum. Til stendur að hækka styrkinn á fjórða ársfjórðungi um 500 krónur og unnið er að kostnaðarmati.

      Fundarhlé gert kl. 15:17
      Fundi fram haldið kl. 15:22

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun fulltrúa meirihlutans staðfestir að uppruni tillagna skiptir máli, enda er tillöguflytjenda ekki getið í bókuninni. Þá er einnig rangt með farið að tillagan hafi verið lögð fram á lokastigum fjárhagsáætlunarvinnu þegar hún var sannarlega lögð fram við fyrri umræðu, enda höfðu fulltrúar minnihlutans litla aðkomu að vinnunni fram að því.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 13.febrúar sl.
      Skóladagatöl 2019-2020 lögð fram til nánari umræðu.

      Lagt fram.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig tekur til máls Kristín María Thoroddsen, því næst Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Kristín María Thoroddsen kemur að andsvari öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.febrúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 14.febrúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 6.febrúar sl.
      b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 24.jan. og 7.febrúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 29.janúar sl.
      d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 25.janúar sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1.febrúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.febrúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1.febrúar sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.febrúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 13.febrúar sl,
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.febrúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 18.febrúar sl.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 2. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 13. febrúar. Kristín María Thoroddsen kemur til andsvars.

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls um fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13. febrúar. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

Ábendingagátt