Bæjarstjórn

6. mars 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1822

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum, um er að ræða má sem tekin voru fyrir í Hafnarstjórn nú í morgun:

1810241 – Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting
1902462 – Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting

Er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum og tveir bæjarfulltrúar sitja hjá. Eru ofangreind mál sett inn sem mál nr. 5 og 6 á dagskránni.

Adda María Jóhannsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir gera grein fyrir hjásetu sinni.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum, um er að ræða má sem tekin voru fyrir í Hafnarstjórn nú í morgun:

1810241 – Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting
1902462 – Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting

Er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum og tveir bæjarfulltrúar sitja hjá. Eru ofangreind mál sett inn sem mál nr. 5 og 6 á dagskránni.

Adda María Jóhannsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir gera grein fyrir hjásetu sinni.

  1. Almenn erindi

    • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febr. sl.
      Lögð fram drög að samkomulagi við lóðarhafa Skipalóns 3.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:

      “Bæjarfulltrúi Miðflokksins fagnar því sérstaklega að nú sé að sjást til lands í málum er varða þessa ófrágengnu lóð Skipalón 3.
      Þann 5 nóvember 2018 lagði bæjarfulltrúi Miðflokksins fram fyrirspurn er varðar framtíð lóðarhafa með þessa lóð en viðkomandi lóðarhafi hefur haft lóðina til umráða á annan áratug án þess að hefja þar framkvæmdir. Sambærileg staða er reyndar með fleiri lóðir í Hafnarfirði. Því er það fagnaðarefni að tekist hafi að koma þessu máli í réttan farveg með viðeigandi samkomulagi. Það er stórt hagsmunamál íbúa að lóðir séu ekki á hendi lóðarhafa árum saman án þess að hefja framkvæmdir svosem skilmálar lóðarhafa segi til um.”

    • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febr. sl.
      Tekin fyrir tillaga ASK arkitekta dags feb. 2019 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Skipalón 3. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir. Annarsvegar lóð fyrir íbúðarhús með 6 íbúðum og hinsvegar lóð sem verður nýtt sem opið grænt svæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin verður auk þess kynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Jafnframt leggur ráðið til við bæjarstjórn að erindið verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinar Skipalón 3 verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1802426 – Flatahraun, gatnamót

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febrúar sl.
      Tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi gatnamóta Flatahrauns og Álfaskeiðs samanber uppdrátt Eflu verkfræðistofu dags jan. 2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23.10.2018, að unnið yrði að deiliskipulagsbreytingu byggða á kynntum tillögum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hún staðfesti framangreinda samþykkt.

      Til mál stekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Þá kemur Ólafur Ingi til andsvars við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

      Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Kristjánsdottir svarar andsvari. Einnig kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Næst til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni.

      Næst tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Adda María svarar andsvari.

      Þá tekur til máls Kristín Thoroddsen. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur einnig til andsvars við ræðu Kristínar. Kristín svarar andsvari.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Jón Ingi svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni og Jón Ingi svarar andsvari öðru sinni. Einnig til andsvars við ræðu Jóns Inga kemur Ólafur Ingi Tomasson. Jón Ingi svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur því næst til andsvars við ræðu Jóns Inga.

      Næst gengið til atkvæða og samþykkir bæjarstjórn með sjö atkvæðum að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliksipulagi. Kristín María Thoroddsen greiddi atkvæði á móti tillögunni og þau Friðþjófur Helgi Karlsson, Adda María Jóhannsdóttir og Jón Ingi Hákonarsons sátu hjá.

    • 1902456 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febrúar sl.
      Lögð fram skipulagslýsing Ask arkitekta dags. feb. 2019 vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar landnotkunarflokk svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. feb. 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og svarar Sigurður næst andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi.

      Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni og svarar Adda María andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi kemur að stuttri athugasemd sem og Adda María.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug svarar andsvari. Adda María kemur til andsvars öðru sinni.

      Næst tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Ólafur Ingi kemur til andsvars. Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir til andsvars.

      Næst til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Þá tekur til máls Ólafur Ingi Tómasson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur Friðþjófur Helgi Karlsson til andsvars. Ólafur Ingi svarar andsvari. Einnig kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars og svarar Ólafur Ingi andsvari. Þá kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir.

      Er næst gengið til atkvæða og samþykkir bæjarstjórn með níu greiddum atkvæðum fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar landnotkunarflokk svæðisins. Þau Adda María og Friðþjófur Helgi sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar:

      “Þar eð fyrir liggur að nokkur vinna sé þegar hafin við deiliskipulagstillögu samhliða aðalskipulagsbreytingu svæðisins sbr. fundargerð Skipulags- og byggingaráðs 7. nóvember 2018, leggur bæjarfulltrúi Miðflokksins sérstaka áherslu á metið verði sérstaklega möguleikar þess að fyrirhuguð ný íbúabyggð verði fyrir 50 ára og eldri. Ástæður þessa eru vegna álags á stoðkerfi bæjarhlutans, s.s. leikskóla- og grunnskóla. Slík íbúabyggð myndi einnig auka enn frekar á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu fyrir hverfið.”

      Þá kemur Adda María að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnra leggja fram svohljóðandi bókun:

      “Undirrituð gera athugasemd við að gögn sem tengjast umræðunni um aðalskipulagsbreytinguna fylgi ekki málinu þrátt fyrir að eftir því hafi verið óskað. Það auðveldar fólki ekki að glöggva sig á þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar og hanga saman við samþykkt hennar. Auk þess leggjum við áherslu á að skipulagsvaldið verði í höndum bæjarins og í takt við húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar.”

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    • 1810241 – Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting

      Liður 1 á fundi Hafnarstjórnar þann 6. mars 2019.

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sótti um á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.10.2018, að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þá framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
      Erindið var tekið fyrir á fundi Hafnarstjórnar þann 12.12.2018, sem gerði ekki athugasemd við framkomna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Óseyrarbrautar 16-20.

      Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 var lögð fram ný breytt tillaga sem gerir grein fyrir breyttum innkeyrslum, nýrri lóð á skipulagssvæðinu fyrir spennistöð, auk framgreindra atriða.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti framlagðar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti Mannvits ehf, dags. feb. 2019, og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði mætti til fundarins og kynnti skipulagstillöguna.

      Hafnarstjórn tekur undir niðurstöðu Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir með níu greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt, þ.e. breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti og að tillaga að breytingu á deiliksipulagi verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þær Guðlaug Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir sitja hjá við atkvæðagreisluna.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd sín og Öddu Maríu Jóhannsdóttur:

      “Beiðni um að þetta mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum barst bæjarfulltrúum ekki fyrr en við upphaf fundar, kl. 14. Tækifæri til að rækja þá skyldu að kynna sér mál og taka til þeirra ábyrga afstöðu hefur því ekki gefist og sitja undirritaðar því hjá við afgreiðslu þess. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og mikilvægt að þess sé gætt að þau endurtaki sig ekki.”

    • 1902462 – Óseyrarbraut 25, deiliskipulagsbreyting

      Liður 2 frá fundi Hafnarstjórnar þann 6. mars 2019.

      Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02.2019 var lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Óseyrarbraut 25.

      Skipulags- og byggingráð samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagsuppdrætti Mönduls ehf. dags. feb. 2019 og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var lagt til við hafnarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt og gera tillögu til bæjarstjórnar til staðfestingar. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði kynnti skipulagstillöguna.

      Hafnarstjórn tekur undir niðurstöðu Skipulags- og byggingarráðs þann 26.02. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framangreinda samþykkt.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir með níu greiddum atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt, þ.e. breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti og að tillaga að breytingu á deiliksipulagi verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þær Guðlaug Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir sitja hjá við atkvæðagreisluna.

      Adda María Jóhannsdóttir kmeur að svohljóðandi bókun fyrir hönd sín og Guðlaugar Kristjánsdóttur:

      “Beiðni um að þetta mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum barst bæjarfulltrúum ekki fyrr en við upphaf fundar, kl. 14. Tækifæri til að rækja þá skyldu að kynna sér mál og taka til þeirra ábyrga afstöðu hefur því ekki gefist og sitja undirritaðar því hjá við afgreiðslu þess. Þessi vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni og mikilvægt að þess sé gætt að þau endurtaki sig ekki.

      Undir þetta rita Guðlaug S. Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir”

    • 1512245 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC, kortlagning og mælingar

      11.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 27.febrúar sl.
      Lagðar fram athugasemdir og svör við athugsemdum við Aðgerðaráætlun gegn hávaða á árunum 2018-2023 sem auglýst var. Athugasemdafresti lauk 20. janúar sl.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir aðgerðaráætlun gegn hávaða á árunum 2018 – 2023 og vísar til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi aðgerðaráætlun gegn hávaða á árunum 2018-2023.

    • 1902448 – Lántökur 2019

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febrúar sl.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Hafnarfjarðarkaupstaðar sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 396.284.578.- krónur með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála að lánsamningi sem liggur fyrir fundinum.
      Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til
      þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðar, kt. 570790-1029, sem er 100% í eigu Hafnarfjarðarbæjar taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 495.355.723 krónur með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála að lánasamningi sem liggur fyrir fundinum og jafnframt að veita einfalda ábyrgð vegna lántökunnar. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Að auki er samþykkt að veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, uppgreiðslugjaldi ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til fjármögnunar á íbúðakaupum húsnæðisskrifstofu, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Ber forseti þá upp til atkvæða fyrirliggjandi tillögu frá bæjarráði til bæjarstjórnar um lántökur og er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1811062 – Vikurskarð 10, umsókn um lóð

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febrúar sl.
      Lögð fram lóðarumsókn Óðalhúsa ehf. kt. 481205-5200 um lóðina Vikurskarð 10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Víkurskarði 10 verði úthlutað til Óðalhúsa ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Víkurskarði 10 til Óðalhúsa ehf.

    • 1902318 – Hjallabraut 19, íbúð 0102, fastanr, 207-5517, kauptilboð

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28. febrúar sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Hjallabraut 19.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Hjallabraut 19.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kauptilboð bæjarins í íbúð að Hjallabraut 19.

    • 1902358 – Eskivellir 21, íbúð 0302, fastanr, 230-4306, kauptilboð

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febrúar sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 21 ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 21.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 21.

    • 1902393 – Bjarkavellir 1D, íbúð 0201, fastanr. 234-9297, kauptilboð

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febrúar sl.
      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Bjarkarvöllum 1D.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Bjarkarvöllum 1D.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kauptilboð bæjarins í íbúð að Bjarkarvöllum 1D.

    • 1902490 – HS veitur hf, aðalfundur 2019

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.febrúar sl.
      Lagt fram fundarboð á aðalfund HS veitna miðvikudaginn 27.mars nk. Tilnefning fulltrúa á aðalfund.

      Bæjarráð tilnefnir Skarphéðin Orra Björnsson sem fulltrúa á aðalfund HS veitna.
      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu stjórnar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Skarphéðin Orra Björnsson sem fulltrúa á aðalfund HS veitna.

    • 1801191 – Fæðismál í grunnskólum

      Til umræðu

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson og ber upp svohljóðandi tillögu:

      „Í nýjum útboðsgögnum, vegna væntanlegs útboðs á skólamat, skal lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður við komið hverju sinni; sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir. Auk þess verði gerð krafa á væntanlegan rekstaraðila um skýra upplýsingagjöf er varðar uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Þar má horfa til ýmissa opinberra gæðamerkinga, svo sem Skráargatsins og fleira. Innkaupastjóra og fræðsluþjónustu er falið að útfæra nánar og skila tillögum til fræðsluráðs svo fljótt sem verða má. Í vinnu þessari skal horfa sérstaklega til nýrra laga um opinber innkaup frá árinu 2016 ásamt innkaupa-, heilsu- og umhverfisstefnu Hafnarfjarðarbæjar þar sem m.a. er lögð áhersla á heilnæmi matvæla, jafnan aðgang að hollri fæðu á stofnunum bæjarins og umhverfisvottaðar vörur. Með áherslu á matvæli sem framleidd eru sem næst neytandanum, svokallaða staðbundna framleiðslu, er auðveldara að koma til móts við auknar kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd.“

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni kemur til andsvars.

      Næst tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Ágúst Bjarni kemur til andsvars og svarar Jón Ingi andsvari. Ágúst Bjarni svarar andsvari öðru sinni.

      Friðþjófur Helgi Karlsson tekur þá næst til máls og til andsvars kemur Ágúst Bjarni. Einnig til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Þá kemur Kristín María til andsvars öðru sinni. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

      Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni og svarar Adda María andsvari öðru sinni. Ágúst Bjarni kemur að lokum að stuttri athugasemd.

      Næst til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Forseti ber næst upp framkomna tillögu til atkvæða og er hún samþykkt með níu greiddum atkvæðum. Þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samræmi við efni tillögunnar er henni því vísað til innkaupastjóra og fræðsluþjónustu.

      Þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Jón Ingi Hákonarson og Ágúst Bjarni Garðarsson gera grein fyrir atkvæðum sínum.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 27.febrúar sl.
      a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. og 20.febr.sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 1.mars sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 28.febrúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.febr. sl.
      b. Fundarger aðalfundar SSH frá 16.nóv. sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 11.febr.sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11. febr. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 27.febrúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11.febr. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febrúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 4.mars sl.

      Jón Ingi Hákonarson tekur til máls undir fundargerð umhverfis -og framkvæmdaráðs frá 27. febrúar sl.

      Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 1. mars sl. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Næst til máls tekur Helga Ingólfsdóttir einnig undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 1. mars sl.

      Þá tekur til máls Adda María undir 1. lið á fundi bæjarráðs frá 28. febrúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Ágúst Bjarni kemur til andsvars við ræðu Öddu Maríu og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson einnig undir 1. lið á fundi bæjarráðs frá 28. febrúar sl.

Ábendingagátt