Bæjarstjórn

20. mars 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1823

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Vaka Ágústsdóttir varamaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Jóni Inga Hákonarsyni en í hans stað mætir Vaka Ágústsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Jóni Inga Hákonarsyni en í hans stað mætir Vaka Ágústsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Breyting á varaáheyrnarfulltrúa í Umhverfis- og framkvæmdaráði:
   Ingvar Sigurðsson, Miðvangi 107, víkur úr ráðinu og í stað hans kemur Kristinn Jónsson, Hringbraut 41.

   Samþykkt samhljóða.

  • 1810247 – Reykjanesbraut 200, breyting á deiliskipulagi

   9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.mars sl.
   Kvartmíluklúbburinn óskar eftir að breyta deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, bæta við og breyta núverandi byggingarreitum ásamt því að búa til nýja lóð eins og meðfylgjandi uppdráttur Landmótunar dags. 03.10.2018 gerir grein fyrir.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 3.10.2018 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1902411 – Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi

   13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.mars sl.
   Hafnarfjarðarbær sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð sem og gerð stíga og hljóðmana.

   Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsóknar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 28.02.2019, samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og þá svarar Ólafur Ingi andsvari. Þá kemur Guðlaug til andsvars öðru sinni og svarar Ólafur Ingi andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjándóttir. Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug svarar andsvari.

   Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari og kemur Ólafur Ingi til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar einnig öðru sinni.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

   Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

   Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi og svarar Guðlaug andsvari.

   Þá tekur til máls öðru sinni Sigurður Þ. Ragnarsson og til andsvars kemur Ólafur Ingi.

   Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir.

   Fundarhlé kl. 14:51.

   Fundi framhaldið kl. 15:03.

   Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Þau Adda María Jóhannsdóttir, Vaka Ágústsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

   Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:

   “Bæjarfulltrúinn Adda María Jóhannsdóttir gerir athugasemd við að verið sé að veita leyfi fyrir framkvæmdum sem hefjast eiga á þessu ári án þess að ráð sé fyrir þeim gert í gildandi frjárhagsáætlun.”

   Adda María Jóhannsdóttir

   Guðlaug Kristjánsdóttir gerir einnig grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun:

   “Undirrituð fagnar því að Ásvallabraut sé aftur komin á dagskrá, eftir að hafa verið tekin út af framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019. Fjárheimild til verkefnisins í ár eru 0 krónur íslenskar.
   Því miður sér bæjarfulltrúi Bæjarlistans sig tilneydda til að sitja hjá við þessa afgreiðslu, í ljósi þess að undirliggjandi gögn gefa til kynna að framkvæmd muni hefjast seint á þessu ári, án þess að skýrt liggi fyrir hvort gera eigi viðauka til að koma framkvæmdinni inn á fjárhagsáætlun með lögbundnum hætti.

   Það er leitt að þurfa að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um jafnþarft og gleðilegt mál og lagningu Ásvallabrautar, en af virðingu við fjárhagsáætlun er niðurstaðan þessi.”

   Fundarhlé kl. 15:06.

   Fundi framhaldið kl. 15:10.

   Friðþjófur Helgi Karlsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

   Ólafur Ingi kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðiflokks og Framsóknar og óháðra:

   “Ósk um framkvæmdaleyfi er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun og verkefnið þar með í eðlilegum farvegi.”

  • 1811278 – Álfhella 5, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

   5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14. mars sl.
   Lagt fram bréf frá lóðarhafa, ósk um að skila lóðinni.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Álfhellu 5 til Borgarafls ehf verði afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthlutun lóðarinnar Álfhellu 5 til Borgarafls ehf verði afturkölluð.

  • 1808494 – Stjórnsýsluúttekt

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.mars sl.
   Arnar Pálsson ráðgjafi mætir til fundarins.
   Lögð fram stjórnsýsluúttekt unnin af Capacent.
   Lögð fram tillaga að breyttu stjórnskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

   Bæjarráð vísar tillögum að stjórnskipulagsbreytingum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram svohljóðandi breytingartillögu sem hljóðar svo: „nafni fjölskylduþjónustu verði breytt í fjölskyldu- og barnamálasvið og starfstitill stjórnanda verði sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasvið“ verði breytt og hljóði þá: „nafni fjölskylduþjónustu verði breytt í fjölskyldu- og velferðarsvið og starfstitill stjórnanda verði sviðsstjóri fjölskyldu- og velferðarsviðs.“

   Þá taka til máls Ágúst Bjarni Garðarsson, Friðþjófur Helgi Karlsson og Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Forseti ber þá upp næst framkomna tillögu frá Öddu Maríu. Er tillagan felld þar sem þrír fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks greiða atkvæði með tillögunni, sex fulltrúar meirihlutans greiða atkvæði á móti tillögunni og tveir fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans sitja hjá.

   Helga Ingólfsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.

   Næst ber forseti upp þær tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar sem fyrir fundinum liggja og eru þær samþykktar samhljóða.

  • 1903324 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 80 .gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 525/2016.

   Lagt fyrir drög að erindisbréfi starfshóps vegna ráðningar sviðsstjóra nýs þjónustu- og þróunarsviðs. Einnig lögð fram tillaga um skipan starfshópsins.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að hún sjálf ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni og Guðlaugu Kristjánsdóttir verði skipuð í starfshópinn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf og jafnframt er samþykkt samhljóða framlögð tillaga að þau Rósa Guðbjartsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Gulaug Kristjánsdóttir skipi starfshópinn.

  • 1902490 – HS veitur hf, aðalfundur 2019

   Tilnefnig í stjórn HS veitna hf.

   Ólafur víkur af fundi undir þessum lið.

   Forseti ber upp tillögu um að tilnefna Ólafur Ingi Tómasson í stjórn HS veitna hf. og er tillagan samþykkt samhljóða með 10 greiddum atkvæðum.

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 15.mars sl.
   Fjölskylduráð samþykkir framlagða tillögu um breytt fyrirkomulag á aksturþjónustu fatlaðra þar sem horfið verður frá samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að Kópavogi undanskildum. Skipaður verður starfshópur með aðkomu notenda til að undirbúa útboð á þjónustunni.
   Tillögunni er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Fjölskylduráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum, einn á móti.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar styður ekki framlagða tillögu. Frá því samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fatlaðs fólks hófst árið 2014 hefur þjónustan aukist og þróast. Þekking á þjónustunni hefur aukist og mikil vinna hefur fram við undirbúning útboðs. Engin trygging er fyrir því að Hafnarfjarðarbæ muni bjóðast betri kjör í útboði á eigin vegum. Ekkert sjálfstætt mat hefur farið fram hjá Hafnarfjarðarbæ á því hvort það muni reynast hagkvæmara fyrir bæinn að fara í sjálfstætt útboð á þessari mikilvægu þjónustu. Mikilvægast er að halda áfram að þróa og efla þjónustuna og tryggja samræmingu og samfellu í henni.

   Fulltrúi Viðreisnar í Fjölskylduráði bókar svohljóðandi. Viðreisn telur mikilvægt að Hafnarfjarðarbær hafi þarfir notenda ferðaþjónustunnar ávallt að leiðarljósi, óháð rekstrarformi þjónustunnar. Við teljum að ákveðin tækifæri felist í því að sinna þessari mikilvægu þjónustu sjálf, með náinni samvinnu við notendur þegar kemur að þróun þjónustunnar til framtíðar. Samtal og samstarf við notendur þjónustunnar er lykilatriði. Fulltrúi Viðreisnar tekur því undir bókun ráðsins.

   Áheyrnarfulltrúi Bæjarlistans styður tillögu meirihlutans að bærinn sjái sjálfur um akstursþjónustu fatlaðra.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

   Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars. Adda Maía svarar andsvari. Helga kemur þá til andsvars öðru sinni og svarar Helga jafnframt andsvari öðru sinni. Þá kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar einnig öðru sinni. Ágúst Bjarni kemur þá að stuttri athugasemd og sömuleiðis Adda María.

   Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Ágúst Bjarni kemur að andsvari sem Friðþjófur Helgi svarar. Ágúst Bjarni kemur að öðru andsvari. Þá kemur Ólafur Ingi Tómasson að andsvari við ræðu Friðþjófs Helga. Einnig kemur til andsvars Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Friðþjófur Helgi andsvari. Þá kemur Helga Ingólfsdóttir að andsvari við ræðu Friðþjófs Helga.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

   Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson og þá næst Kristín María Thoroddsen.

   Einnig tekur til máls Vaka Ágústsdóttir.

   Þá tekur til máls öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir. Ágúst Bjarni kemur til andsvars og svarar Adda María andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ágúst Bjarni og svarar Adda María andsvari öðru sinni. Ágúst Bjarni kemur að stuttri athugasemd sem og Adda María. Einnig til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Adda María svarar andsvari. Kemur Helga þá næst til andsvars öðru sinni og svarar Adda María andsvari öðru sinni.

   Þá kemur Friðþjófur Helgi upp og leggur til að málinu verði frestað en tillagan er svohljóðandi:

   “Tillaga um frestun
   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til frestun á afgreiðslu tillögunnar þar til fram hafi farið skoðun á því hvaða valmöguleikar séu fyrir hendi, kostnaðaráætlun gerð og samráð haft við notendur þjónustunnar. Mikilvægt er að taka ákvörðun sem þessa að vel ígrunduðu máli og velta upp öllum hliðum þess.

   Greinargerð
   Þegar ákveðið var að ganga til samstarfs við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk árið 2014 voru markmiðin aukin og betri þjónusta fyrir notendur. Markmiðið með samstarfinu var ekki fjárhagslegur sparnaður. Mikilvægt er að þetta verði áfram leiðarljós bæjarstjórnar í þessu stóra og mikilvæga máli.
   Í úttekt NOR ehf. frá nóvember 2018 fyrir stjórn SSH kemur fram að það sé niðurstaða greiningarinnar að ekkert bendi til þess að einstök sveitarfélög geti leyst þjónustuna með hagkvæmari hætti á eigin forsendum, en hægt er að ná með áframhaldandi samstarfi. Það er einnig tillaga úttektaraðila að haldið verði áfram með núverandi samstarf um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þegar samningar við verktaka falla úr gildi 2019. Í greinargerð sem unnin var af Alta í apríl 2018 kom fram að vissulega væri núverandi þjónusta dýr en með nýju útboði væri hægt ná betri niðurstöðu fyrir áframhaldandi sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Í þessari sömu greinargerð kom einnig fram að notendur teldu margt hafa færst til betri vegar í þjónustunni eftir að samstarfinu var komið á. Einnig leggja skýrsluhöfundar Alta áherslu á að ákvörðun sveitarfélags um að draga sig út úr sameiginlegu þjónustunni byggi á eftirfarandi atriðum: 1) kostnaðaráætlun fyrir sveitarfélagið eitt og sér, sem sýnir að það geti gert betur en í sameiginlegu þjónustunni, eftir að vankantar hafa verið sniðnir af og 2) mati á því hvernig þjónustan mun mögulega breytast, ef farið verður úr sameiginlega kerfinu. Hvorugt hefur verið gert í Hafnarfirði.
   Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er viðkvæm þjónusta og fara verður varlega í allar meiriháttar breytingar á henni. Það á ekki að taka ákvörðun um stórkostlegar breytingar nema brýna nauðsyn beri til. Hafnarfjarðarbær hefur ekki framkvæmt neitt sjálfstætt mat á því hvort bærinn geti gert betur en í sameiginlegu þjónustunni né hvernig þjónustan muni mögulega breytast, ef farið verður úr sameiginlega kerfinu. Þessi óvissa er óþolandi fyrir notendur kerfisins og bæjarstjórn á að taka allar ákvarðanir í þessu máli út frá hagsmunum notenda. Þess vegna er mikilvægt að bæjarstjórn samþykki frestunartillögu.”

   Adda María Jóhannsdóttir
   Friðþjófur Helgi Karlsson

   Ber forseti upp fyrirliggjandi tillögu um frestun málsins. og er tillagan felld þar sem tveir fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta og Miðflokksins greiða atkvæði gegn tillögu um frestun og aðrir fulltrúar sitja hjá.

   Næst ber forseti upp fyrirliggjandi tillögu sem send var til afgreiðslu úr fjölskylduráði, en tillagan er svohljóðandi:

   “Fjölskylduráð Hafnarfjarðar leggur til að að horfið verði frá samstarfi við önnur sveitarfélög innan SSH um ferðaþjónustu fatlaðra og þess í stað verði undirbúningur hafinn að útboði á akstursþjónustu fyrir fatlaða í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og innkaupareglur Hafnarfjarðarbæjar. Markmið með útboði verði: skilvirkari þjónusta með auknu sjálfræði notenda án Þess að skerða þjónustu eins og hún er skilgreind í þjónustulýsingu.

   Fjölskylduráð samþykkir að skipa starfshóp til undirbúnings á útboði. Starfshópinn munu skipa 3 fulltrúar skipaðir af Fjölskylduráði ásamt fulltrúa frá Ráðgjafarráði fatlaðra. Með hópnum munu starfa innkaupastjóri, fjármálastjóri og sviðsstjóri fjölskylduþjónustu. Starfshópurinn hefur heimild til þess að fá ráðgjöf sérfræðinga ef þurfa þykir og er auk þess ætlað að taka mið af fyrirliggjandi þjónustulýsingu og rekstrarupplýsingum sem lagðar hafa verið fram af hálfu núverandi rekstraraðila. Starfshópurinn skal ljúka störfum fyrir 1. Júní 2019.

   Greinargerð:

   Akstursþjónusta fatlaðra er í eðli sínu nærþjónusta sem byggir í mörgum tilfellum á trausti og persónulegri þjónustu við viðkvæman hóp.

   Hlutfall Hafnarfjarðar í sameiginlegri akstursþjónustu er í kringum 15,7% sem eru rúmlega 62 þúsund ferðir á ári. Hafnarfjarðarbær sinnti þessu verkefni fram til ársloka 2014 þegar samningur um sameiginlega akstursþjónustu tók gildi. Þannig er mikil reynsla af verkefninu til staðar hjá sveitarfélaginu auk þess sem sviðstjóri Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar hefur setið í samráðshópi félagsmálastjóra á höfuðborgarsvæðinu á vegum SSH sem fulltrúi sveitarfélagsins í fagráðshópi um akstursþjónustuna sem hefur borið faglega og fjárhagslega ábyrgð á verkefninu samkvæmt samkomulagi SSH ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá maí 2014.

   Er tillagan samþykkt með níu atkvæðum en tveir fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tillögunni.

   Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

   “Fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna þessa ákvarðanatöku og telja afar misráðið hverfa frá samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Frá því að samstarfið hófst hefur þekking á þjónustunni aukist og þróast. Engin trygging er fyrir því að Hafnarfjarðarbæ bjóðist betri kjör í útboði á eigin vegum og ekkert sjálfstætt mat verið á það lagt. Þá hefur skort á samráð við hlutaðeigandi aðila, m.a. ráðgjafaráð fatlaðs fólks. Við teljum brýnt að taka ákvarðanir um þessa mikilvægu en um leið viðkvæmu þjónustu að vel ígrunduðu máli en það hefur ekki verið gert hér. Mikilvægt er að tryggja samfellu í þjónustunni og óljós fjárhagslegur ávinningur af breyttu rekstrarfyrirkomulagi má ekki verða til þess að setja hana í uppnám.”

   Adda María Jóhannsdóttir
   Friðþjófur Helgi Karlsson

  • 1903347 – Skólahúsnæði, mygla, athugun

   Bæjarfulltrúi Miðflokksins, Sigurður Þ. Ragnarsson ber upp svohljóðandi tillögu:
   Þær alvarlegu fréttir berast nú frá Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ að mygla sé að greinast í sumum skólum þessara sveitarfélaga. Greining á þeirri myglu kemur í kjölfar kvartana frá starfsmönnum og/eða forráðamönnum nemenda. Er því haldið fram að myglan ógni heilsufari einstakra starfsmanna og nemenda. Vegna þessara tíðinda er lagt til að fram fari óháð frumkvæðisrannsókn á mögulegri myglu í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarkaupstaðar. Það er mikilvægt að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi tiltækar upplýsingar um stöðu þessara mála í sínum skólum svo hægt sé að bregðast við ef niðurstöður staðfesta tilurð myglunnar í skólahúsnæði bæjarins.
   Lagt er til að tillögu þessari verði vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs til gagnaöflunar og afgreiðslu.

   Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að framlagðri tillögu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til gagnaöflunar og afgreiðslu.

  Fundargerðir

  • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.mars sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 13.mars sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.mars sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.mars sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 14.mars sl.
   a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar – og Kópavogssvæðis frá 4.mars sl.
   b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 21. og 27.febr.sl.
   d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 22.febr.sl.
   e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22.febr. sl.
   f. Fundargerð stjórnar SSH frá 4.mars sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.mars sl.
   a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 6.febr. sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22.febr. sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 18.mars sl.

   Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir 8. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 13. mars sl. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars.

   Næst tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson undir 1. lið á dagskrá fræðsluráðs frá 13. mars sl. Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls undir sama lið í fundargerð fræðsluráðs sem og 6. lið á dagskra fræðsluráðs frá 13. mars sl.

   Þá tekur Kristín María Thoroddsen til máls undir 7. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 13. mars sl. Adda María kemur að andsvari.

Ábendingagátt