Bæjarstjórn

3. apríl 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1824

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 1903351 yrði tekið af dagskrá fundarins þar sem fullnægjandi gögn hefðu ekki borist í tíma. Var það samþykkt einróma.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 1903351 yrði tekið af dagskrá fundarins þar sem fullnægjandi gögn hefðu ekki borist í tíma. Var það samþykkt einróma.

  1. Almenn erindi

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.mars sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar 2018 var samþykkt að unnið yrði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla. Erindið er tekið til umræðu á ný.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu vegna legu stofnræsis Vallahverfis dags. 28.1.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.mars sl.
      Lögð fram tillaga A arkitekta dags. 25.3.2019 að breyttu deiliskipulagi Hrauntungu 5 ásamt skýringargögnum. Gögn frá íbúafundum lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 25.3.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1803377 – Selhraun norður, breyting á deiliskipulagi

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.mars sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.7.2018 að vinna breytingu á deiliskipulagi Selhrauns- norður. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 20.3.2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi Selhrauns – norðurs dags. 22.3.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1903112 – Gjaldskrá dagforeldra

      8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 27. mars sl.
      Minnisblað og uppfært skjal vegna gjaldskrár dagforeldra lagt fram.

      Fræðsluráð samþykkir breytingar á orðalagi á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

      Kristín María Thoroddsen tekur til máls.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1805293 – Eignaskiptasamningar Hafnarfjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      9. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags 30. janúar 2019 ?
      Lagður fram eignasamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Sörla til samþykktar.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi eignasamning.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mæta til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi eignasamning.

      Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1811155 – Langeyrarvegur 2, lóðarleigusamningur

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagður fram uppfærður lóðarleigusamningur vegna Langeyrarvegs 2.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykkja breytingu á lóð og endurnýjun lóðarleigusamnings á Langeyrarvegi 2.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1703015 – Langeyrarvegur 4, lóðarstærð og lóðarleigusamningur

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lögð fram yfirlýsing um breytta lóðarstærð og uppfærður lóðarleigusamningur vegna Langeyrarvegs 4

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykkja breytingu á lóð og endurnýjun lóðarleigusamnings á Langeyrarvegi 4.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1902206 – Sléttuhlíð B3, endurnýjun lóðarleigusamnings

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagður fram lóðarleigusamningur um lóðina Sléttuhlíð B3.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagðan lóðarleigusamning um Sléttuhlíð B3.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903352 – Malarskarð 16, umsókn um lóð

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lögð fram umsókn Óskars Kristins Óskarssonar og Klöru Daggar Sigurðardóttur um einbýlishúsalóðina Malarskarð 16.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903546 – Bjargsskarð 5, umsókn um lóð

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lögð fram umsókn Jóns Þórs Sigurðssonar og Margrétar Jóhannsdóttur um tvíbýlishúsalóðina nr. 5 Bjargsskarð.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1811291 – Bjargsskarð 2, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Bjargskarði 2 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk um afsal lóðarinnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 18129587 – Glimmerskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Glimmerskarði 1 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk um afsal lóðarinnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903512 – Lækjargata 32, F228000, kaup á íbúð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Lækjargötu 32 ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903511 – Míðvangur 41, F2077994, kaup á íbúð

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Miðvangi 41 ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903419 – Íbúasamráðsverkefni, Samband íslenskra sveitarfélaga

      20.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráðsverkefni.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Hafnarfjarðarkaupstaður leggi fram umsókn um þátttöku í Íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903647 – Frederiksberg kommunalbestyrelse, boð í móttöku

      Lagt fram til kynningar

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 1. apríl sl.
      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 3.apríl nk.

      Forsetanefnd leggur til við bæjarstjórn að næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn 2. maí kl. 16:00.

      Samþykkt samhljóða.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 27.mars sl.
      a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.febr.sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15.mars sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.mars sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 27.mars sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. mars sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 6. og 20. mars sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.mars sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 15.mars sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15.mars sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 1.apríl sl.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir lið 17 í fundargerð bæjarráðs frá 28. mars sl. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur andsvari. Einnig kemur Ágúst Bjarni Garðarsson að andsvari við ræðu Friðþjófs.

      Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson undir fundargerð stjórnar Strætós bs. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1903475 – Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 og fyrirtækja hans, uppgjör, fyrri umræða

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
      Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018 og fyrirtækja hans. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls taka þau Rósa Guðbjartsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Sigurður Þ. Ragnarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir

      Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem fram fer þann 2. maí nk. kl. 16 og er tillagan samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt