Bæjarstjórn

15. maí 2019 kl. 15:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1826

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson varamaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Gulaugu Kristjánsdóttur en í hennar stað situr fundinn Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Gulaugu Kristjánsdóttur en í hennar stað situr fundinn Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1903351 – Glimmerskarð 5, umsókn um lóð

   Áður tekið af dagskrá bæjarstjórnar 3.apríl sl.
   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.mars sl.
   Lögð fram umsókn Benedikts Arnar Bollasonar og Margrétar Láru Rögnvaldsdóttur um tvíbýlishúalóðina nr. 5 við Glimmerskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi umsókn að því virtu að öll nauðsynleg gögn liggi fyrir á fundi bæjarstjórnar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni nr. 5 við Glimmerskarð til Benedikts Arnar Bollasonar og Margrétar Láru Rögnvaldsdóttur.

  • 1510229 – Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017

   1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir 2019 til 2023 til samþykktar.

   Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaáætlun í jafnréttismálum 2019-2023 og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

   Til máls taka Ágúst Bjarni Garðarsson, Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson og Kristín María Thoroddsen.

   Til máls öðru sinni tekur Ágúst Bjarni Garðarsson. Einnig tekur til máls öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir og til andsvars kemur Ágúst Bjarni. Adda María svarar andsvari.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   2. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram drög að endunýjuðum samningi við MsH.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn við Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars og Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar öðru sinni. Næst kemur Ágúst Bjarni til andsvars við ræðu Friðþjófs Helga. Einnig kemur til andsvars Kristín María Thoroddsen.

   Næst til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen.

   Einnig tekur til máls Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi.

   Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni. Einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Ingi Tómasson. Þá kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars við ræðu Öddu Maríu og Adda María svarar andsvari.

   Þá tekur til máls öðru sinni Ingi Tómasson.

   Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Jón Ingi Hákonarson kemur til andsvars sem Ágúst Bjarni svarar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1904401 – Völuskarð 2, umsókn um lóð

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram umsókn Ragnars Kaspersens og Kolbrúnar Rósu Valsdóttur um tvíbýlishúsalóðina nr. 2 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Völuskarð verði úthlutað til Ragnars Kaspersens og Kolbrúnar Rósu Valsdóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni nr. 2 við Völuskarð til Ragnars Kaspersens og Kolbrúnar Rósu Valsdóttur.

  • 1904363 – Völuskarð 11, umsókn um lóð

   4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram umsókn Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Völuskarð.

   Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli þriggja umsókna um lóðina Völuskarð 11. Upp komu nöfn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.

   Umsækjendur tilgreindu sem varalóð Völuskarð 9. Dregið var á milli tveggja umsókna um Völuskarð 9. Upp komu nöfn Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til þeirra.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni nr. 9 við Völuskarð til Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar.

  • 1904313 – Völuskarð 11, umsókn um lóð

   5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram umsókn Ágústs Arnars Hringssonar og Alexöndru Eir Andrésdóttur um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Völuskarð.

   Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli þriggja umsókna um lóðina Völuskarð 11. Upp komu nöfn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.
   Umsækjendur tilgreindu sem varalóð Völuskarð 9. Dregið var á milli tveggja umsókna um Völuskarð 9. Upp komu nöfn Áslaugar Þorgeirsdóttur og Hjartar Freys Jóhannssonar.

   Umsækjendur tilgreindu einnig sem varalóð Völuskarð 7. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta umsækjendum lóðinni Völuskarði 7.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni nr. 7 við Völuskarð til Ágústs Arnars Hringssonar og Alexöndru Eir Andrésdóttur.

  • 1904400 – Völuskarð 11, umsókn um lóð

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram umsókn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Völuskarð.

   Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli þriggja umsókna um lóðina Völuskarð 11. Upp komu nöfn Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni nr. 11 við Völuskarð til Inga Björnssonar og Erlu Arnardóttur.

  • 1904362 – Völuskarð 13, umsókn um lóð

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Lögð fram umsókn Kristínar Birnu Ingadóttur og Orra Péturssonar um einbýlishúsalóðina nr. 13 við Völuskarð.

   Fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu kom á fund bæjarráðs og dró á milli tveggja umsókna um lóðina Völuskarð 13. Upp komu nöfn Kristínar Birnu Ingadóttur og Orra Péturssonar.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni nr. 13 við Völuskarð til Kristínar Birnu Ingadóttur og Orra Péturssonar.

  • 1411212 – Borgarlína

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   3. liður úr fundargerð SSH frá 6.maí sl. Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu- aðgerðir og verkefni framundan.

   Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlína).

   Lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

   Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:

   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar fyrirliggjandi samningum um undirbúningsverkefni borgarlínunnar. Um er að ræða tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirkomulag og verkefnaskiptingu Vegagerðarinnar og SSH vegna þessa. Verkefnið er mikilvægur liður í því samkomulagi sem unnið er að á milli ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps sem vinnur að því er markmiðið að komast að samkomulagi um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 7 milljarða á ári í 15 ár. Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu, stofnbrauta, almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga, er afar brýnt viðfangsefni til að ná fram markmiðum um betra umferðarflæði, meira öryggi vegfarenda og til að draga úr mengun á svæðinu. Samþykkt fyrirliggjandi samninga um næstu skref hvað almenningssamgöngurnar varðar er mikilvæg en framhald heildaruppbyggingar samgöngumannvirkjanna ræðst síðan af því hvort ásættanlegur samningur náist á milli ríkis og sveitarfélaga.”

  • 1904061 – Rauðhella 3, lóðarleigusamningur

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.

   Nýr lóðarleigusamningur lagður fram til afgreiðslu.

   Ágúst Bjarni Garðarsson vék sæti undir þessum lið.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Ágúst Bjarni Garðarsson vék sæti undir þessum lið.

   Jón Ingi Hákonarsons tekur til máls og leggur til að málinu verði vísað til skipulags- og byggingarráðs til faglegrar umfjöllunar. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og einnig Sigurður Þ. Ragnarsson. Jón Ingi svarar andsvari.

   Þá tekur Ingi Tómasson næst til máls. Til andsvars kemur Jón Ingi og svarar Ólafur Ingi andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Jón Ingi sem Ingi svarar. Einnig til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Næst tekur Helga Ingólfsdóttir til máls.

   Forseti ber upp framkomna tillögu um að vísa málinu í skipulags- og byggingarráð til faglegrar umfjöllunar og er tillagan felld með sex atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Friðþjófs Helga Karlssonr sem greiða atkvæði gegn tillögunni. Jón Ingi greiðir einn atkvæði með tillögunni og aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.

   Bæjarstjórn staðfestir með átta greiddum atkvæðum með tillögunni en Jón Ingi Hákonarsons greiddi einn atkvæði gegn tillögunni og Sigurður Þ. Ragnarsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

   Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   “Bæjarfulltrúi Viðreisnar harmar þann vilja meirihluta bæjarstjórnar að vilja ekki vísa málinu til faglegrar umfjöllunar í skipulagsráði. Það skýtur skökku við að verðlauna lóðarhafa sem brotið hefur ítrekað mannvirkjalög nýjan samning sem felur í sér lóðarstækkun. Það er óskiljanlegt að þessum samningi sér rutt í gegn þegar mörgum mikilvægum spurningum er ósvarað. Það er miður að mál séu ekki skoðuð í heild sinni og sett í samhengi, vinnubrögðin eru óskiljanleg með öllu. Mögulegum hagsmunum Hafnarfjarðarbæjar er fórnað af óskiljanlegum ástæðum.”

  • 1904029 – Eskivellir 5, 0305, F2275751, kaup á íbúð

   15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   Á fundi bæjarráðs 11. apríl sl. var málinu frestað og óskað umsagnar fjölskylduráðs.Fjölskylduráð tók málið fyrir 12. apríl sl. og veitir eftirfarandi umsögn: “Fjölskylduráð leggur það til að aðeins ein íbúð að Eskivöllum 5 sé keypt að þessu sinni.”

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að keypt verði íbúðin nr. 0305 að Eskivöllum 5.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa íbúðina nr. 0305 að Eskivöllum 5.

  • 1901143 – Strætó bs, fundargerðir 2019

   Lögð fram ályktun um leiðarkerfisbreytingar Strætó í Hafnarfirði.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og ber upp svohljóðandi ályktun sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki:

   “Ályktun send til stjórnar Strætó bs:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir að fyrir liggi á þessu ári vilyrði fyrir að fyrirliggjandi tillögur að breytingum á leið 21 og leiðakerfi innanbæjarakstur í Hafnarfirði komi til framkvæmda árið 2020.

   Greinargerð:
   Umhverfis- og framkvæmdaráð skipaði í ársbyrjun 2017 starfshóp til þess að endurskoða leiðakerfi innanbæjarakstur og bætta þjónstu við íbúa sem stunda vinnu utan sveitarfélagsins.

   Starfshópurinn réði til sín sérfræðing, Lilju G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðing sem vann með starfshópnum að endurskoðun leiðakerfisins með það að markmiði að straumlínulaga, einfalda og bæta leiðakerfið.

   Helmingur íbúa Hafnarfjarðar stundar vinnu utan sveitarfélagsins og eftir greiningu og samráð við íbúa ákvað starfshópurinn að áfangaskipta vinnu starfshópsins og sendi inn til Strætó Bs beiðni um breytingu á leið 21 í ársbyrjun 2017 sem komin er til framkvæmda. Þannig þjónustar nú leið 21 íbúa sem eiga erindi í Smáralind og Hlíðasmára í Kópavogi. Farþegum á þessari leið hefur fjölgað um 95% eftir breytinguna og ljóst að breytingin nýtist fleiri íbúum en Hafnfirðingum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð sendi í maí 2018 tillögur að leiðakerfisbreytingum innanbæjaraksturs í Hafnarfirði og ósk um lengingu á leið 21 þannig að hún þjóni íbúum hafnarsvæðis, Holtahverfis og iðnaðarsvæðis á Völlum. Nú liggur fyrir að tillögurnar hafa fengið umfjöllun og greiningu hjá sérfræðingum og stjórn Strætó Bs og fyrir liggur kostnaðarmat og nánari útfærsla sbr. tillögu nr. 1 um leiðakerfisbreytingar frá Strætó Bs dags. 18. september 2018 sem tekið var til umræðu á stjórnarfundi hjá Strætó Bs þann 21. desember 2018.

   Breytingar á leið 21 innan Hafnarfjarðar og endurskoðun á leiðakerfi innanbæjaraksturs verður að vinna samhliða þar sem leið 21 mun sinna hluta af innanbæjarakstri á leið sinni á endastöð á iðnaðarsvæði á Völlum. Sérstaklega er horft til þess að í dag er ekki um að ræða neina þjónustu Strætó bs við vaxandi iðnaðarhverfi á Völlum en við uppbyggingu þar horfa hagsmunaaðilar, bæði opinber fyrirtæki og þjónustufyrirtæki til þess hvenær fyrirhugað er að Strætó bs muni hefja þjónustu á svæðinu. Enn fremur hafa aðilar sem nú þegar hafa byggt upp aðstöðu á svæðinu ítrekað óskað eftir almenningssamgöngum á svæðinu. Þá er fyrirliggjandi að mikil uppbygging verður á næstu
   árum á hafnarsvæðinu þar sem nú þegar hefur verið ákveðið að Hafrannsóknarstofnum muni flytja starfsemi sína á hafnarsvæðið auk þess sem skipulagsvinna í samræmi við þéttingaráform er í gangi. Miðað við hefðbundnar forsendur leiðakerfis mun lenging á leið 21 innan Hafnarfjarðar þannig keyra í gegnum íbúðabyggð og atvinnusvæði sem mun tryggja góða nýtingu á leiðinni.

   Þá er einnig mikilvægt að tekið verði mið að fyrirliggjandi tillögum um breytingar á leiðakerfi í vinnu starfshóps um endurskoðun á skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar en sú vinna er í gangi á þessu ári. Fram hefur komið í athugun sérfræðings starfshóps að vegna skipulags í miðbæ Hafnarfjarðar er aukahringur á mörgum leiðum frá Firði tekinn oft á dag þar sem snúningsás er ekki til staðar með tilheyrandi tímatapi og kostnaði ásamt fleiri atriðum í skipulagi sem skoða þarf til hagræðingar fyrir almenningssamgöngur.

   Öll vinna starfshóps við tillögur að leiðakerfisbreytingar hefur verið unnin með aðkomu íbúa og í samráði við sérfræðinga Strætó Bs.”

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda ályktun og að hún verði send stjórn Strætó bs.

  Fundargerðir

  • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.maí sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 9.maí sl.
   a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 3.,15. og 30.apríl sl.
   b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.apríl.
   c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 21.mars,4.apríl og 2. maí sl.
   d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 11.apríl sl.
   e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.apríl sl.
   f. Fundargerðir stjórnar SSH frá 8. apríl og 6.maí sl.
   g. Fundargerð 18.eigendafundar Strætó bs. frá 8.apríl sl.
   h. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.apríl sl.
   Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. og 8.maí sl.
   a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1.mars og 12.apríl sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.apríl sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.maí sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 9.maí sl.
   a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.apríl og 2. maí sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 13.maí sl.

Ábendingagátt