Bæjarstjórn

29. maí 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1827

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Helgu Ingólfsdóttur en í þeirra stað mæta Árni Rúnar Þorvaldsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Fundargerð ritaðí Ívar Bragason ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Helgu Ingólfsdóttur en í þeirra stað mæta Árni Rúnar Þorvaldsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Fundargerð ritaðí Ívar Bragason ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði.

 1. Almenn erindi

  • 1905308 – Ungmennaráð, tillaga, Ástjörn

   Tillaga frá Ungmennaráði.
   1. Lagt er til að laga svæðið við Ástjörn þar sem flæðir yfir eftir miklar rigningar.
   Hætta skapast fyrir bæjarbúa, fullorðna jafnt og börn.

   Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúar, fulltrúar í Ungmennaráði Hafnarfjarðar og aðrir gestir.
   Mig langar að ræða við ykkur um Ástjörn sem stækkar alltaf á veturnar. Þegar það rignir á veturnar stækkar tjörnin töluvert og fer inná göngustíga. Einnig frýs oftast yfirborðið á vatninu og þá finnst krökkum mjög gaman að skauta. En það er alls ekki hættulaust. Klakinn sem myndast er mjög sjaldan gegn frosinn og stafar því mikil hætt á því að krakkar detta ofan í djúpt ískalt vatnið. Stundum er vatnið dýpra en einstaklingurinn og er það því stórhættulegt ef einstaklinguinn dettur útí. Þetta svæði er í eigu Hauk en ef þeir ætla að nota það þá þurfa þeir hvort eð er að breyta svæðinu því eins og staðan er núna er svæðið ónothæft. Ég er með nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að bæta þetta. Þar á meðal eftirfarandi.
   Það er hægt að setja flóðvarnargarð svo það leki ekki á svæðið. Það þarf þá að finna vatninu annan farveg.
   En svo er líka hægt að dýpka Ástjörn einhverstaðar en það myndi mögulega trufla fuglalífið á svæðinu.
   Hér er önnur hugmynd sem er svolitið erfið í framkvæmd en væri samt hægt að nota. Við gætum hækkað svæðið upp sem fer alltaf undir vatn á veturnar, þá værum við allt vatnið sem safnast þar upp en enn og aftur þyrfti þá að finna vatninu nýjan farveg.
   Hafnarfjaðarbær gæti starfað með Haukum til þess að laga þetta svæði en aðal málið er að gera eitthvað í því sem fyrst.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

  • 1905309 – Ungmennaráð, tillaga, kynjafræðsla

   Tillaga frá Ungmennaráði.
   2. Lagt er til að efla kynjafræðslu fyrir börn og ungmenni í grunnskólum Hafnarfjarðar

   Ágæti bæjarstjóri bæjarstjórn og aðrir gestir.
   Það er mikilvægt fyrir krakka á grunnskóla aldri að fá kynjafræðslu. Kynjafræði er regnhlífar hugtak yfir félagsfræðigreinar sem hafa helgað sig um fróðleik kynjana. Kynjafræði er ekki bara grein fyrir hinsegin OG kynsegin einstaklinga heldur líka fyrir gagnkynhneiga einstaklinga. Kynjafræði snýst ekki bara um að fræða um kyn heldur líka um kvennabaráttu, samkynhneigð, kynvitund og markt fleira.
   Kynjafræði er hlutur sem að verður að fræða um þar sem að samfélagið hefur breyst mikið á undanförnum árum og krakkar eru byrjaðir að finna sig á grunnskóla aldri og skilgreina sig kanski sem eitthvað annað en stelpa eða strákur.
   Einstaklingar sem að skilgreina sig t.d. sem hán vilja ekki nota persónu-fornöfn eins og hann eða hún heldur vilja þau nota það eða þau. Það er ekki sjálfgefið að vita hvaða fornöfn maður á að nota þegar maður talar við hán. Það getur verið erfitt fyrir manneskju sem er hán að vera kallað stelpa eða strákur og nnara og stuðla að persónufrelsi. Það er einnig mikilvægt að fólk læri um kynjajafnrétti þar sem að gott er að vera meðvitaður um þau réttindi sem maður hefur.
   Einstaklingur sem fæddur er stelpa en skilgreinir sig sem strák þykir erftitt þegar hann er kallaður stelpa en upplifir sig sem strák. Þetta getur tekur mikið á sálina hjá einstaklingum og getur verið villandi fyrir einstaklingin sem á í samskiptum við hann. Það getur verið óþæginlegt þegar maður veit ekki hvernig maður á að tala við einstakling sem upplifir sig sem einhvað annað en líffræðilega kyn sitt.
   Þetta eru nokkrar ástæður afhverju mig finnst skipta miklu máli að kenna kynjafræði í grunnskólum. Gott er að byrja snemma að upplýsa samfélagið og móta það. Með því verðum við öll meira opinn fyrir nýjum hlutum sem við skiljum ekkert endilega sjálf. Ég vona að þið séuð með sömu skoðun og ég, ef ekki þá svipaðar.
   Takk fyrir mig

   Til máls tekur Árni Rúnar Þórvaldsson og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Þá tekur til máls Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

   Til máls öðru sinni tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur Árni Rúnar. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars við ræðu Árna Rúnars og svarar Árni Rúnar andsvari.

   Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

   Næst tekur til máls Kristín María Thoroddsen.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.

  • 1905310 – Ungmennaráð, tillaga, geðheilsa ungmenna

   Tillaga frá Ungmennaráði.
   3. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að auka fræðslu til barna og ungmenna
   í Hafnarfirði um geðheilsu.

   Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúi, fulltrúar í Ungmennaráði og aðrir gestir.
   Það er erfitt að vita hvað eru sjúkdómseinkenni og hvað er slæm hegðun. Margir hafa tilhneigingu til þess að tengja flesta óæskilega hegðun við geðsjúkdóma. Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma.
   Samt eru flestir unglingar sem að glíma við geðsjúkdóma að bælda hegðun. Mikill kvíði. Mikið þunglyndi. Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera. Að taka eftir þeim sem sjást sjaldnast. Að taka eftir þeim sem þora ekki að svara fyrir sig. Að virða rétt þeirra sem eru ekki framfærnir.Það er svakalega erfitt að hjálpa þeim sem þora ekki að biðja um hjálp eða láta bera á því að þeim líði illa.
   Unglingar eru og verða unglingar. Skapsveiflur, mikil stríðni og stjórnast oft af því sem hópurinn er að gera. Unglingur er eins og staðalímynd um geðsjúkdóma. Samt er þetta allt eðlilegt.
   Internetið magnar upp hvað er sagt og gert í samskiptum unglinga. Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.
   Við þurfum að skilja hvað felst í geðsjúkdómum og hvernig okkar orð og skoðanir geta skaðað fólk með geðsjúkdóma. Við þurfum að skilja hvernig okkar orð og skoðanir geta hjálpað fólki með geðsjúkdóma.
   Að það sé samansemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðuleika unglinga og geðsjúkdóma er slæmt.
   Að það sé talið heillbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar tilfinningar og neikvæðar er líka slæmt.
   Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum.
   Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.

  • 1905311 – Ungmennaráð, tillaga, snjallsímanotkun

   Tillaga frá Ungmennaráði.

   4. Lagt er til að skoða þær leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. Vitundarvakning um jákvæða svo og neíkvæða hliðar snjallsímans fyrir börn og ungmenni í skólanum jafn og í frítímanum.
   Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúar, fulltrúar úr Ungmennaráði og aðrir gestir.
   Eva Rut heiti ég og hef ég setið í Ungmennaráði Hafnarfjarðar í tvo tímabil núna.
   *Síminn hringir*
   Þetta er raunveruleiki unga fólksins í dag, við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina. Og það er einmitt það sem mig langaði að tala um við ykkur í dag. Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni. En hvernig er hægt að tækla vandann tjaa ef vanda skildi kalla? Við viljum auðvitað það besta fyrir börnin okkar, viljum upplýsa þau á skilvirkan hátt um síma, til hvaða verka þeir henta vel, ókosti þeirra og svo framvegis. Ég er alls ekki að segja að símanotkun sé alfarið slæm, en þegar manneskja er farin að vera í símanum 6 klukkustundir á dag, þarf eitthvað að breytast.
   Hægt er að takast á við vandann á ýmsa vegu. Til dæmis þá bannar Öldutúnsskóli notkun síma yfir skóladaginn. Kennarar notast við hópaverkefni sem skapa umræðu og foreldrar hvetja börnin sín til þess að vera virk í félagslífinu hvort sem það eru íþróttir eða önnur áhugamál.
   Á opnu húsi hjá Ungmennaráðinu var komið inn á þetta umræðuefni. Á einum tímapunkti sagði stelpa úr Öldutúnsskóla: ?Maður skilur betur mikilvægi þess að setja símann til hliðar einstaka sinnum og tala við jafnaldra sína þegar maður upplifir það að þurfa að vera án síma í skólanum.? Einnig vorum við öll sammála um að mikilvægt er að rækta mannleg samskipti og fá þessa einangruðu krakka sem eru mikið í símaum og tölvum út úr ?símaskelinni?.
   Það var bara um daginn sem við vinirnir vorum að skoða meðalsímnotkun hjá okkur. Og ég tek það fram að þetta eru allt krakkar sem eru í íþróttum, virk í félagslífinu, eyða tíma með fjölskyldu, fá góðar einkunnir og hitta vini sína reglulega. Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í 4 tíma á dag. Ef skóli er sirka 7 tímar af deginum þínum og sími 4 tíma ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?
   Mörg ungmenni eiga það til að nota þann tíma sem annars vegar ætti að nýtast í svefn til að klára dagleg verkefni sem ekki náðust vegna símnotkunar. Í Englandi var gerð rannsókn með 2750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju 10 ungmennum kíkja yfir 10x á nóttinni í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn. Með þessum stanslausu truflunum þá næst ekki Rem svefn sem er dýpsta svefn stigið. Rem svefn gríðarlega mikilvægur fyrir heilann og minnið.
   Nú spyr ég: vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum 4 eða jafnvel 6 tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geta tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?
   Það sem við, ungmennin, þurfum einmitt núna er vitundarvakning, fræðslu. Af hverju þurfum við að sofa nóg og truflunarlaust? Er hægt að vera háður síma? Ef svo er hvernig veit maður að það sé að gerast við mann og er einhver leið að stoppa það? Takk fyrir mig

   Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.

  • 1902054 – Brú lífeyrissjóður, Hjallastefnan uppgjör vegna breytinga

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
   Lagt fram minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 16. apríl sl.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Lögð fram eftirfarandi bókun:
   Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga.
   Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila þ. m. t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
   Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst bæjarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í jafnvægissjóð og varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni samninga Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hjallastefnunnar samtals að fjárhæð kr. 15.903.462.

   “Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.”

   Adda María Jóhannsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
   Ekki kemur fram í fundarboði að um afgreiðslulið sé að ræða heldur einungis að málið sé lagt fram. Beiðni um að málið yrði sent til bæjarstjórnar án afstöðu bæjarráðs var hafnað og því situr undirrituð hjá við afgreiðsluna að sinni.

   Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

   Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig til andsvars kemur Friðþjófur Helgi.

   Þá tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson. Einnig Jón Ingi Hákonarson.

   Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Árni Rúnar Þorvaldsson. Einnig kemur til andsvars Ágúst Bjarni Garðarsson. Sigurður Þ. Ragnarsson svarar andsvari. Næst til andsvar kemur Jón Ingi Hákonarson.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1905148 – Völuskarð 17, umsókn um lóð

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
   Lögð fram umsókn Jóns Erlendssonar og Evu Úllu Hilmarsdóttur um einbýlishúsalóðina nr. 17 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 17 verði úthlutað til Jóns Erlendssonar og Evu Úllu Hilmarsdóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Völuskarði 17 til Jóns Erlendssonar og Evu Úllu Hilmarsdóttur.

  • 1905140 – Einhella 7, lóðarumsókn

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
   Hagtak hf kt. 460391-2109 sækir um atvinnuhúsalóðina nr. 7 við Einhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 7 verði úthlutað til Hagtaks hf kt. 460391-2109.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Einhellu 7 til Hagtaks hf.

  • 1905200 – Suðurgata 28, lóðarleigusamningur

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
   Endurnýjun lóðarleigusamnings

   Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1709517 – Strandgata 9, Súfistinn, umsókn til skipulagsfulltrúa

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl.
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 03.04.2018 heimilaði ráðið Hjördísi Birgisdóttur að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir breytingu á hámarkshæð á hluta viðbyggingar að Strandgötu 9. Lögð fram á ný umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.03.2018 og upprættir Kára Eiríkssonar arkitekts dags. maí 2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð skipulagsgögn umsækjanda með vísan til 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. sömu laga. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti framangreint.

   Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Ingi Tómasson svarar andsvari.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl.
   Lagðar fram á ný hugmyndir að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Lögð fram tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4. Jafnframt lögð fram greinargerð deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4 dags. maí 2019 ásamt greinargerð dags. 16. maí 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Ingi Tómasson tekur til máls.

   Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson. Ágúst Bjarni svarar andsvari og kemur Jón Ingi til andsvars öðru sinni. Ágúst Bjarni svarar andsvari öðru sinni. Jón Ingi kemur að stuttri athugasemd sem og Ágúst Bjarni. Einnig til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Þá kemur til andsvars Sigurður Þ. Ragnarsson. Ágúst Bjarni svarar andsvari. Sigurður kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ágúst Bjarni svarar öðru sinni.

   Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og Árni Rúnar svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar einnig öðru sinni.

   Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Einnig tekur Ingi Tómasson til máls.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

   9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl.
   Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 29.01.2019 að boða til vinnufundar um skipulag og framkvæmdir frá sjónarmiði um sjálfbærni. Haldnir hafa verið þrír vinnufundir um skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni. Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 17.05.2019.

   Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings leggur skipulags- og byggingarráð til að tekin verði upp hvati til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að afsláttur af lóðarverði/gatnagerðagjaldi vegna Svansvottaðs húss verði 20%. Einnig er lagt til að byggingar með Breeam einkunn “Very good” 55% fái 20% afslátt af lóðarverði/gatnagerðagjaldi og við Breeam einkunn “Excellent” 70% verði afsláttur af lóðarverði/gatnagerðagjaldi 30%. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögur sem settar eru fram í minnisblaði um vistvæna byggð frá Mannvit, dags. 20.5. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar. Skipulags- og byggingarráð leggur auk þess til við bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær gerist aðili að Grænni byggð og greiði aðildargjöld samkvæmt 2. flokki.

   Verkfræðistofan Mannvit leggur til í minnisblaði sínu, dagsett 20.5.2019 að innleiddir verði hvatar til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af gatnagerðargjöldum eða lóðaverði.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu, í samstarfi við aðra sérfræðinga eftir þörfum, að skilgreina hvað átt er við með sambærilegum vottunum skv. ofangreindri málsgrein. Niðurstaða þessarar vinnu skal lokið um miðjan júní og tillögum skilað til ráðsins eigi síðar en 18. júní 2019.

   Ingi Tómasson tekur til máls og ber upp svohljóðandi tillögu að afgreiðslu málsins:

   „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs þar sem segir m.a.
   „Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings leggur skipulags- og byggingarráð til að tekin verði upp hvati til húsbyggenda þar sem umhverfið er sett í forgang.“

   1. Bæjarstjórn samþykkir að sett verði í skipulagsskilmála skilyrði um djúpgáma á öllum uppbyggingarsvæðum. Auk þess verði gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskilmálum í eldri hverfum.

   2. Bæjarstjórn samþykkir að sett verði í skipulags- og úthlutunarskilmála tilvísun í grein 15.2.4 í byggingareglugerð um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað og tekið upp sektarkerfi í samræmi við grein 2.9.2. í byggingareglugerð um að knýja fram úrbætur.

   3. Bæjarstjórn samþykkir að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun.

   4. Bæjarstjórn samþykkir að Hafnarfjarðarbær sýni fordæmi og móti sér stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins.

   5. Bæjarstjórn samþykkir að innleiddir verði hvatar til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Bæjarstjórn samþykkir að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%. Einnig er lagt til að byggingar með Breeam einkunn “Very good” 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við Breeam einkunn “Excellent” 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%.

   6. Bæjarstjórn samþykkir að gjaldskrá Hafnarfjarðarkaupstaðar verði uppfærð samkvæmt samþykkt 5. liðar.

   7. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður gerist aðili að Grænni byggð og greiði aðildargjöld samkvæmt 2. flokki.

   Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsþjónustu framkvæmd á tillögum 1-5 og stjórnsýslusviði framkvæmd á tillögum 6-7.

   Vísað er í skýringar í minnisblaði Mannvits dags. 20.5. 2019 „Vistvæna byggð: Tillögur að aðgerðum.“

   Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi Tómasson andsvari. Þá kemur Guðlaug til andsvars öðru sinni. Einnig kemur til andsvars Friðþjófur Helgi Karlsson. Næst kemur til andsvars Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Ingi Tómasson andsvari. Þá kemur Sigurður Þ. Ragnarsson til andsvars öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni. Þá kemur til andsvars Jón Ingi Hákonarson og Ingi svarar andsvari. Þá kemur Jón Ingi til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Einnig til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Guðlaug svarar andsvari. Sigurður kemur til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni.

   Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Forseti ber upp framangreindar tillögu að afgreiðslu málsins sem Ingi Tómasson bar upp hér að framan. Er tillagan samþykkt samhljóða.

   Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

  • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

   12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl.
   Tekin aftur til umfjöllunar breyting á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar varðandi afrétt Álftaneshrepps hins forna sem úrskurðaður var innan staðarmarka Hafnarfjarðar.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2016 að gera breytingu á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar. Þinglýst eignarheimild á afréttinni dags. 30. janúar 2019 (þinglýsingarnúmer 019708) liggur fyrir og þar kemur fram að umrædd þjóðlenda er innan staðarmarka Hafnarfjarðar en landeigandi sé íslenska ríkið.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  Fundargerðir

  • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 22.maí sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.maí sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.maí sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.maí sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.maí sl.
   a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.maí sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 27.maí sl.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 1. lið á dagskrá fundar bæjarráðs frá 20. maí sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

   1. varaforseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Kristinn Andersen tekur til máls undir lið frá fundi forsetnefndar 27. maí sl.

Ábendingagátt