Bæjarstjórn

26. júní 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1829

Mætt til fundar

 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Rósu Guðbjartsdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir yfirmaður stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Áður en gengið var dagskrár var borið upp að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1806147 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2018-2022. Var það samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Rósu Guðbjartsdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir yfirmaður stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Áður en gengið var dagskrár var borið upp að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1806147 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2018-2022. Var það samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 1806147 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2018-2022

   Gengið var til kosninga forseta bæjarstjórnar.

   Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

   Kristinn Andersen verði kjörinn forseti bæjarstjórnar
   Sigurður Þ. Ragnarsson verði kjörinn 1. varaforseti
   Ágúst Bjarni Garðarsson verði kjörinn 2. varaforseti

   Einnig að Friðþjófur Helgi Karlsson og Kristín María Thorodssen yrðu kjörin skrifarar og þeir Jón Ingi Hákonarson og Ágúst Bjarni Garðarsson yrðu kjörnir skrifarar til vara.

   Er ofangreint samþykkt samhljóða.

  • 1811277 – Menntastefna

   4. liður frá fundi fræðsluráðs 19.júní sl.

   Skýrsla starfshóps um gerð menntastefnu Hafnarfjarðar lögð fram. Tillögur kynntar og lagðar fram til samþykktar.
   Erindisbréf um stofnun stýrishóps lagt fram til samþykktar.
   Auk þess sem þekkingarskýrsla um námsferð grunnskólastjórnenda til Banff er lög fram. Ferðin var farin í tengslum við hlutverk þeirra sem faglegir leiðtogar sem er hluti af áframhaldandi vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn. Fræðsluráð leggur jafnframt meðfylgjandi erindisbréf fram til kynningar og frekari samþykkis á næsta fundi ráðsins í ágúst.

   Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar.

  • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

   1. liður á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 18.6.2019.

   Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar – þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda. Í stað þess að vinna tvær lýsingar eru þær sameinaðar í eina lýsingu í samræmi við gr. 4.2.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.

  • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

   2. liður á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 18.6.2019.

   Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar – þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda. Í stað þess að vinna tvær lýsingar eru þær sameinaðar í eina lýsingu í samræmi við gr. 4.2.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Friðjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.

  • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

   10. liður á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 18.6.2019.

   Lögð fram á ný breyting á greinagerð deiliskipulags Strandgötu 30. Breytingin felur í sér skilgreiningu á
   bílastæðakröfum. Lagður fram uppdráttur ASK arkitekta dags. 29.05.2019. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til staðfestingar á fundi sínum þann 04.06. s.l. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 02.06. s.l.

   Skipulags- og byggingarráð endursamþykkir breytta greinargerð deiliskipulagsins með vísan til 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Viðreisn tekur ekki afstöðu til málsins.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.

  • 1902448 – Lántökur 2019

   1. liður frá fundi bæjarráðs þann 20. júní sl.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:

   ?Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 350.000.000- krónur með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við samþykkta skilmála að lánsamningi sem liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu frá bæjarráði um lántöku sveitarfélagsins.

  • 0911239 – Hafnarfjarðarkaupstaður, lóðarleigusamningar

   5. liður frá fundi bæjarráðs þann 20. júní sl.

   Nýr lóðarleigusamningur, Kirkjuvegur 10 (Siggubær).
   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

  • 1701286 – Suðurhella 4, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

   6. liður frá fundi bæjarráðs þann 20. júní sl.

   Lögð fram beiðni um að skila lóðinni Suðurhellu 4.
   Bæjarráð samþykkir beiðni um skil á lóðinni Suðurhellu 4 og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1906281 – Suðurhella 4, lóðarumsókn,

   7. liður frá fundi bæjarráðs þann 20. júní sl.

   Lögð fram umsókn Pallaleigunnar Stoð ehf., um lóðina nr. 4 við Suðurhellu.
   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 4 við Suðurhellu til Pallaleigunnar Stoð ehf. og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1904401 – Völuskarð 2, umsókn um lóð, úthlutun, úthlutun, afsal

   8. liður frá fundi bæjarráðs 20. júní sl.

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 2 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
   Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóðinni Völuskarði 2 og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjaráðs.

  • 1906213 – Völuskarð 5, umsókn um lóð

   9. liður frá fundi bæjarráðs þann 20. júní sl.

   Lögð fram umsókn Ragnars Kaspersen um einbýlishúsalóðina nr. 5 við Völuskarð
   Fyrir lágu tvær umsóknir um lóðina Völuskarð 5, frá Ragnari Kaspersen annars vegar og hins vegar frá Helga Vigfússyni og Elínu Önnu Hreinsdóttur, og þurfti því að draga á milli þeirra umsókna. Fulltrúi Sýslumanns á Höfuðborgarsvæðinu mætti til fundarins og fylgdist með útdrættinum.

   Dregin var út umsókn Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 5 við Völuskarð til Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Umsækjandi Ragnar Kaspersen tilgreindi varalóð Völuskarð 20. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 20 við Völuskarð til Ragnars Kaspersen og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1905363 – Völuskarð 5, umsókn um lóð

   10. liður frá fundi bæjarráðs þann 20. júní sl.

   Umsókn um lóðina Völuskarð 5.
   Fyrir lágu tvær umsóknir um lóðina Völuskarð 5, frá Ragnari Kaspersen annars vegar og hins vegar frá Helga Vigfússyni og Elínu Önnu Hreinsdóttur, og þurfti því að draga á milli þeirra umsókna. Fulltrúi Sýslumanns á Höfuðborgarsvæðinu mætti til fundarins og fylgdist með útdrættinum.

   Dregin var út umsókn Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 5 við Völuskarð til Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1906222 – Skarðshlíð, framkvæmdir

   7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingráðs frá 18.júní sl.

   Lagt fram svar við fyrirspurn Sigurðar P Sigmundssonar varðandi framkvæmdir í Skarðshlíðarhverfi, sjá fylgiskjal.

   Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun: Haustið 2016 úthlutaði Hafnarfjarðarbær 8 lóðum í Skarðshlíð undir fjölbýlishús, samtals 221 íbúð til fjögurra verktaka. Þar af var 125 íbúðum úthlutað til eins verktaka. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hefðu 189 íbúðir átt að vera fokheldar (byggingarstig 4) í nóvember 2018 og 32 íbúðir fokheldar í lok febrúar 2019 sé tekið mið af útboðsskilmálum. Engin þessara íbúða er fokheld í júní 2019. Langflestar íbúðirnar eru á byggingarstigi 2 þ.e. einungis komnir sökkulveggir. Ljóst er að mikill seinagangur hefur orðið á framkvæmdum. Fulltrúi Bæjarlistans beinir því til bæjaryfirvalda að sjá til þess með öllum tiltækum ráðum að framkvæmdir verði eftirleiðis í samræmi við útboðsskilmála. Fráleitt að einstakir verktakar geti með seinagangi sínum komist upp með að tefja eðlilega uppbyggingu íbúðahúsnæðis í bænum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins taka undir þessa bókun.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarson.

   Einnig tekur Ingi Tómasson til máls.

   Einnig tekur til máls, Sigríður Kristinsdóttir staðgengill bæjarstjóra.

   Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

   “Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar eftir upplýsingum um stöðu uppbyggingar á vegum Skarðshlíðar íbúðafélags hses á lóðunum Hádegisskarði 12 og 16. Um er að ræða nýsköpun á vegum Hafnarfjarðarbæjar hvað varðar umgjörð og utanumhald rekstrar sem og framtíðar leigukjör og til mikils að vinna að þetta verkefni raungerist sem allra fyrst, ekki síst með það fyrir augum að rekstrarformið geti orðið til að hvetra aðra aðila til hagkvæmrar uppbyggingar á íbúðum af stærðargráðu sem sífellt er eftirspurn eftir.

   Í frétt á heimasíðu bæjarins frá 28. maí 2018 segir:

   Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2íbúðir, 4 þriggja herbergja 60 m2 íbúðir og 2 fjögurra herbergja 80 m2 íbúðir, sex íbúðir á hvorri lóð.

   Hafnarfjarðarbær hefur stofnað sjálfseignarstofnun sem byggir á lögum um almennar leiguíbúðir sem leigjendurnir sjálfir koma til með að stjórna en bæjarfélagið mun eiga aðild að. Byggingarkostnaður húsnæðisins er 307,9 milljónir króna, Íbúðalánasjóður hefur samþykkt stofnstyrk uppá 50 milljónir króna og Hafnarfjarðarbær 36,9 milljónir. Húsaleiga mun standa undir afborgunum af lánum, fjáramagnsgjöldum og rekstrarkostnaði húsnæðisins en vera heldur lægri en gengur og gerist þar sem eingöngu þarf að taka lán fyrir 70% af byggingarkostnaði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar.”
   Því er nú spurt: hver er staðan varðandi byggingarleyfi og áætlun um upphaf og lok framkvæmda við þessar íbúðir?
   Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni verði lögð fram í bæjarráði við fyrsta tækifæri.”

  • 1906241 – Kolviður, samningur um kolefnisjöfnun

   1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.júní sl.
   Lagður fram samningur við Kolvið-sjóð um kolefnisjöfnun á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar.

   Skrifað var undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á starfsemi Hafnarfjarðarbæjar í upphafi ráðsfundar við Gróðrarstöðina Þöll. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til skipulags- og byggingarráðs að finna landrými fyrir loftlagsskóg í landi Hafnarfjarðar.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars.

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Kosið í ráð og nefndir til eins árs:

   Forsetanefnd
   Skipuð forseta bæjarstjórnar ásamt varaforsetum, sbr. 17. tl. A. liðar 39. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.
   Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7, áheyrnarfulltrúi
   Guðlaug S. Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4, áheyrnarfulltrúi
   Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5, áheyrnarfulltrúi

   Bæjarráð:
   Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuás, formaður
   Kristinn Andersen, Austurgötu 42, varaformaður
   Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
   Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7
   Guðlaug S. Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4,
   Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5, áheyrnarfulltrúi
   Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5, áheyrnarfulltrúi

   Varamenn:
   Rósa Guðbjartsdóttir
   Helga Ingólfsdóttir
   Valdimar Víðisson
   Friðþjófur Helgi Karlsson
   Birgir Örn Guðjónsson
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnafulltrúi
   Vaka Ágústsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi

   Fjölskylduráð:
   Valdimar Víðisson, Brekkuás 7, formaður
   Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26, varaformaður
   Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c
   Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5
   Árni Stefán Guðjónsson, Hverfisgötu 35
   Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5, áheyrnarfulltrúi
   Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5, áheyrnarfulltrúi

   Varamenn:
   Erla Ragnarsdóttir, Glitvangi 15
   Magna Björk Ólafsdóttir, Dalsás 10b
   Sólon Guðmundsson, Efstuhlíð 31
   Matthías Freyr Matthíasson, Suðurvangi 4
   Daði Lárusson, Hverfisgötu 45,
   Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b, áheyrnarfulltrúi
   Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, Blómvellir 14, áheyrnarfulltrúi

   Fræðsluráð:
   Kristín María Thoroddsen, Burknaberg 4, formaður
   Margrét Vala Marteinsdóttir, Hvammabraut 10, varaformaður
   Bergur Þorri Benjamínsson, Eskivellir 7
   Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9
   Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107
   Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b, áheyrnarfulltrúi
   Birgir Örn Guðjónsson, Daggarvöllum 3, áheyrnarfulltrúi

   Varamenn:
   Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58
   Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10
   Guðvarður Ólafsson, Lindarhvammi 10
   Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84
   Hólmfríður Þórisdóttir, Eskivöllum 5
   Klara G. Guðmundsdóttir, Þrastarási 73, varaáheyrnarfulltrúi
   Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80, varaáheyrnarfulltrúi

   Skipulags- og byggingaráð:
   Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9, formaður
   Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuás 5, varaformaður
   Lovísa Traustadóttir, Spóaási 24,
   Stefán Már Gunnlaugsson, Glitvöllum 19
   Jón Garðar Snædal Jónsson, Klukkuvellir 5
   Gísli Sveinbergsson, Skipalóni 5, áheyrnarfulltrúi
   Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14, áheyrnarfulltrúi

   Varamenn:
   Kristján Jónas Svavarsson, Hverfisgötu 63
   Anna Karen Svövudóttir, Smárabarði 2c
   Vaka Dagsdóttir, Drekavöllum 40
   Einar Pétur Heiðarsson, Ölduslóð 24
   Óli Örn Einarsson, Hverfisgötu 52b
   Arnhildur Ásdís Kolbeins, Gauksás 57, varaáheyrnarfulltrúi
   Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1, varaáheyrnarfulltrúi

   Umhverfis- og framkvæmdaráð
   Aðalmenn:
   Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26, formaður
   Árni Rúnar Árnason, Garðstíg 1, varaformaður
   Skarphéðinn Orri Björnsson, Kvistavöllum 29
   Friðþjófur Helgi Karlsson, Norðurbakka 5a
   Arnhildur Ásdís Kolbeins, Gauksási 57
   Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1, áheyrnarfulltrúi
   Þórey S. Þórisdóttir, Þúfubarði 9, áheyrnarfulltrúi

   Varamenn:
   Tinna Hallbergsdóttir, Blikaási 25
   Garðar Smári Gunnarsson, Álfaskeið 84,
   Lára Janusdóttir
   Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11
   Kristinn Jónsson, Hringbraut 42
   Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 3, varaáheyrnarfulltrúi
   Ásta Rut Jónasdóttir, Hraunbrún 35, varaáheyrnarfulltrúi

   Hafnarstjórn:
   Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4, formaður
   Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuás 5
   Magnús Ægir Magnússon, Staðarhvammi 9
   Jón Grétar Þórsson, Urðarstíg 8
   Guðlaug S. Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4

   Varamenn:
   Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Sævangi 44
   Guðmundur Fylkisson, Móabarði 20
   Lára Árnadóttir, Furuvellir 26
   Gylfi Ingvarsson, Garðavegi 5
   Birgir Örn Guðjónsson, Daggarvöllum 3

   Íþrótta og tómstundanefnd:
   Brynjar Þór Gestsson, formaður Strandgötu 27
   Tinna Hallbergsdóttir, varaformaður Blikaási 25
   Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11

   Varamenn:
   Einar Freyr Bergsson Erluási 3
   Einar Gauti Jóhannsson, Skipalóni 25
   Vilborg Harðardóttir, Stuðlabergi 38

   Menningar- og ferðamálanefnd
   Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c, formaður
   Þórey Anna Matthíasdóttir, Hringbraut 11, varaformaður
   Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Hringbraut 75

   Varamenn:
   Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, Vitastíg 12
   Njóla Elísdóttir, Móabarði 33
   Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11

   Fulltrúaráð SSH
   Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
   Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuás 5
   Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4
   Friðþjófur Helgi Karlsson, Norðurbakka 5a
   Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5

   Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu
   Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9, aðalmaður
   Daði Lárusson, Hverfisgötu 45

   Allar framangreindar tillögur voru samþykktar samhljóða. Teljast framangreindir því réttkjörnir.

  • 1906236 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

   Forseti ber upp svohljóðandi tillögu:

   Samþykkt er að sumarleyfi bæjarstjórnar 2019 standi frá mánudeginum 1. júlí til og með sunnudeginum 11. ágúst og bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfinu stendur. Reglubundin ráðsvika hefjist mánudaginn 12. ágúst og fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi fari fram miðvikudaginn 21. ágúst.

   Er framangreint samþykkt samhljóða.

  Fundargerðir

  • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. júní sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18. júní sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 19. júní sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12.júní sl.
   Fundargerðir bæjarráðs frá 11. og 20. júní sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.júní sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.júní sl.
   c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 7.júní sl.
   d. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.júní sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 24.júní sl.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir lið 2 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. júní sl. sem og mál 11 og 12 frá fundi fræðsluráðs frá 19. júní sl. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari og kemur að svohljóðandi fyrirspurn:

   “Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, óskar eftir svörum við því hversu margir sóttu um leikskólastjórastöðu í Hraunvallaskóla sem var til afgreiðslu á fundi fræðsluráðs þann 19. júní sl.”

   Einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari.

Ábendingagátt