Bæjarstjórn

21. ágúst 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1830

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Helgu Ingólfsdóttur og Friðþjófi Helga Karlssyni en í þeirra stað mæta þau Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Fundargerð ritaðí Ívar Bragason ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 2 og 3 í útsendu fundarboði yrðu tekin af dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Helgu Ingólfsdóttur og Friðþjófi Helga Karlssyni en í þeirra stað mæta þau Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Fundargerð ritaðí Ívar Bragason ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 2 og 3 í útsendu fundarboði yrðu tekin af dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Breyting á varamanni í umhverfis- og framkvæmdaráði:

      Ásta Rut Jónasdóttir varaáheyrnarfulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og framkvæmdaráði víkur úr ráðinu og inn kemur í hennar stað Karólína Helga Símonardóttir Hlíðarbraut 5.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1906336 – Sléttuhlíð B1, lóðarleigusamningur

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.

      Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings til 20 ára.

      Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1908003 – Hverfisgata 28, endurnýjun lóðarleigusamnings

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
      Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings til 20 ára.

      Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1904129 – Stuðlaskarð 2-4, umsókn um lóð

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
      Lögð fram umsókn Landssamtakanna Þroskahjálpar um lóðina Stuðlaskarð 2-4 til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson.

      Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og kemur Stefán Már að andsvari sem Guðlaug svarar.´

      Einnig tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls og til andsvars kemur Stefán Már og svarar Rósa andsvari.

      Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1906047 – Völuskarð 4, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 4 þar sem óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1906048 – Tinnuskarð 28-30, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
      Lögð fram beiðni frá lóðarhafa Tinnuskarðs 28-30 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls og Ingi Tómasson kemur að andsvari sem Sigurður svarar. Einnig kemur Jón Ingi Hákonarson að andsvari sem Sigurður svarar. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Skýrsla miðbæjarhóps til kynningar og umræðu.
      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
      Starfshópurinn leggur fram drög að skýrslu hópsins.

      Til fundarins mæta Kári Eiríksson og Gunnþóra Guðmundsdóttir einnig taka þátt í kynningu Ágúst Bjarni Garðarsson og Jón Ingi Hákonarson.

      Bæjarráð samþykkir að drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar fari á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar í 30 daga. Þar gefst bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta, möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög. Bæjarráð samþykkir einnig að starfshópurinn haldi 2 auka fundi til að yfirfara innsendar athugasemdir/viðbætur og skili fullunnu skjali til bæjarráðs fimmtudaginn 26. september nk.

      Drög að skýrslu miðbæjarhóps lögð fram til kynningar.

      Til máls taka þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Jón Ingi Hákonarson, Guðlaug Kristjánsdóttir og Adda María Jóhannsdóttir. Næst kemur Ágúst Bjarni til máls við ræðu Öddu Maríu sem Adda María svarar.

      Einnig taka þeir Ingi Tómasson og Sigurður Þ. Ragnarsson til máls.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 19.júlí sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14. ágúst sl.
      a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.mars sl.
      b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 4.,21. og 26.júní sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 25.júní sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.ágúst sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 14.ágúst sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.ágúst sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 19.ágúst sl.

      Til máls tekur Adda María jóhannsdóttir undir 8. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 14. ágúst sl. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen sem Adda MAría svarar og þá kemur Kristín María að stuttri athugasemd.

Ábendingagátt