Bæjarstjórn

4. september 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1831

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Valdimar Víðisson varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Sigurður Þ. Ragnarsson, 1. varaforseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
Mál nr. 1809362 – Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting

Er tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Sigurður Þ. Ragnarsson, 1. varaforseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
Mál nr. 1809362 – Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting

Er tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.ágúst sl.
      Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umfjöllunar. Stefna aðalskipulags er bindandi við gerð deiliskipulags og útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Með vísan til 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að skipa fimm manna starfshóp um endurskoðun aðalskipulagsins. Hópinn skipa þrír úr skipulags- og byggingarráði og tveir frá umhverfis- og skipulagsþjónustu. Nöfn fulltrúa í hópnum ásamt erindisbréfi verður lagt fram á næsta fundi ráðsins.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram tillögu að tryggt verði að fyrirhugaður starfshópur um endurskoðun aðalskipulagsins verði skipaður a.m.k. einum fulltrúa frá hverjum flokki sem á fulltrúa í bæjarstjórn. Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars. Guðlaug svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni. Ólafur Ingi kemur þá að stuttri athugasemd og sama gerir Guðlaug.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi og svarar Adda María andsvari öðru sinni. Þá kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars. Einnig kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari.

      Þá tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Adda María tekur til máls undir fundarsköpum.

      Fundarhlé kl. 14:40

      Fundi framhaldið kl. 14:43.

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars við ræðu Öddu Maríu sem Adda María svarar.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls öðru sinni.

      Einnig tekur Ólafur Ingi Tómasson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu um að bæjarstjórn samþykki að starfshópur um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar verði skipaður 5 kjörnum fulltrúum, þremur frá meirihluta og tveimur frá minnihluta. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Fundarhlé 14:55

      Fundi framhaldið kl. 15:07.

      Ólafur Ingi dregur fyrri tillögu til baka og leggur til breytta tillögu frá því áður og er tillagan þá svohljóðandi: Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði skipaður starfshópur um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar heldur fari öll vinna við aðalskipulagsgerðina fram í skipulags og byggingarráði þar sem fulltrúar allra flokka eiga sæti.

      Forseti ber næst upp framkomna tillögu Ólafs Inga. Er tillagan samþykkt með átta atkvæðum og þau Guðlaug, Adda María og Jón Ingi sitja við atkvæðagreiðsluna.

      Jón Ingi gerir grein fyrir atkvæði sínu. Sem og Adda María og Guðlaug en Guðlaug leggur einnig fram svohljóðandi bókun:

      Á fundi bæjarstjórnar í dag stóð til að samþykkja skipun starfshóps um endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar. Í hópnum áttu að sitja 3 kjörnir fulltrúar, 2 frá minnihluta en 1 frá þeim 4 flokkum sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar. Eftir talsverðar umræður um tillögu undirritaðrar um að tryggja aðkomu allra kjörinna fulltrúa bæjarbúa að slíkri langtíma- og heildstæðri stefnumótun í bæjarfélaginu, án þess að til grundvallar lægju drög að erindisbréfi hópsins, endaði með því að formaður skipulags- og byggingarráðs lagði til að slíkur hópur yrði alls ekki skipaður, heldur fari vinnan fram í skipulags- og byggingarráði.

      Undirrituð situr hjá í þessari atkvæðagreiðslu, þar sem hún kom svo mjög á óvart, en ítrekar stuðning sinn við tillögu bæjarstjóra sem fram kom í umræðunum hér í dag að forsetanefnd taki til umfjöllunar fyrirkomulag við skipun starfshópa og aðkomu kjörinna fulltrúa að stefnumótandi ákvarðanatöku.

      Þá gerir Ingi Tómasson einnig grein fyrir atkvæði sínu. Adda María kemur að stuttri athugasemd.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu með þeirri breytingu að tryggt verði að fyrirhugaður starfshópur um endurskoðun aðalskipulagsins verði skipaður a.m.k. einum fulltrúa frá hverjum flokki sem á fulltrúa í bæjarstjórn.

      Einnig kemur Adda María að svohljóðandi bókun:

      Undirrituð gerir athugasemd við málsmeðferð. Það er mikilvægt að mál séu þannig úr garði gerð að þau séu tæk til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Um það er ekki að ræða í þessu tilviki.
      Adda María Jóhannsdóttir

      Næst ber forseti upp þá tillögu sem liggur fyrir fundinum og er hún samþykkt samhljóða þá með þeirri áður samþykktu breytingu að ekki verði skipaður starfshópur um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar heldur fari öll vinna við aðalskipulagsgerðina fram í skipulags og byggingarráði þar sem fulltrúar allra flokka eiga sæti.

      Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1908176 – Hverfisgata 12,umsókn um lóð

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl.
      Lögð fram umsókn Hendrikku Jónínu Alfreðsdóttur, Ólafar Petrínu Alfreðsdóttir Anderson og Sveins Alfreðssonar um lóðina Hverfisgötu 12 fyrir flutningshús.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Hverfisgötu 12 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl.
      Lagður fram viðauki vegna hækkunar frístundastyrkja.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Adda María jóhannsdóttir.

      Samþykkt samhljóða.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um hækkun á frístundastyrkjum við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun þann 14. nóvember 2018.
      Frístundastyrkir voru teknir upp í Hafnarfirði fyrstu sveitarfélaga og við eigum að leggja metnað okkar í að vera í forystu þegar kemur að því að jafna og auðvelda aðgengi barna og ungmenna að íþrótta- og tómstundastarfi. Þrátt fyrir skref til hækkunar á síðustu árum hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum.
      Brösuglega hefur gengið að fá þessa hækkun á frístundastyrkjum samþykkta í bæjarstjórn þrátt fyrir einróma samþykkt fræðsluráðs í desember 2018 en málinu hefur í tvígang verið vísað til baka til frekari vinnslu. Það er því ánægjulegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafi loks tekið undir tillögu Samfylkingarinnar, sem og samþykkt fræðsluráðs, um hækkun á frístundastyrkjum til barna og ungmenna.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Fundarhlé kl. 15:32

      Fundi frmhaldið kl. 15:43.

      Kristín María Thoroddsen kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra lýsa yfir ánægju með þá samstöðu sem náðst hefur um málið eftir að kostnaðargreining hefur verið gerð. Í málefnasamningi flokkanna er lögð áhersla á að lækka gjöld á barnafjölskyldur og er ákvörðunin í góðum takti við það sem og við þá stefnu sem mörkuð hefur verið í Hafnarfirði um barnvænt samfélag. Frístundastyrkirnir hafa verið útvíkkaðir á undanförnum árum og ná nú til eldri ungmenna en áður. Einnig er Hafnarfjörður eina sveitafélag landsins þar sem eldri borgarar eiga kost á frístundastyrkjum.

    • 1811035 – Hörgsholt, dreifistöð, umsókn um lóð

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl.
      1811035 – Hörgsholt, dreifistöð, umsókn um lóð
      Lögð fram umsókn HS Veitna um lóð fyrir dreifistöð H.S. hf við Hörgsholt.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð við Hörgsholt undir dreifistöð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og leggur fyrir bæjarstjón til staðfestingar.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1905362 – Tinnuskarð 7, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl.
      Lögð fram beiðni lóðarhafa um að fá að skila lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir umsóknina og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1809362 – Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting

      Til umræðu.

      Til máls tekur Adda Maria Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Adda María andsvari. Rósa veitir þá andsvar öðru sinni.

      Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.ágúst sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 29.ágúst sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.ágúst sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.ágúst sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 19.ágúst sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.ágúst sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.ágúst sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 19.júlí sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.ágúst sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 28.ágúst sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 2.sept. sl.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 28. ágúst sl. sem og fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl. Leggur Guðlaug fram svohljóðandi bókun:

      Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 20. júní 2018 lagði bæjarfulltrúi Bæjarlistans fram eftirfarandi tillögu: “Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun Óskað verði eftir samstarfi við félagasamtök (Alzheimersamtökin) um opnun nýrrar dagdvalar fyrir fólk með heilabilun, til viðbótar við þá þjónustu sem veitt er í Drafnarhúsi og í þeim sama anda. Horft verði til þjónustukjarna við Sólvang varðandi staðsetningu.”

      Tillögunni var vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði og fékk hún númerið 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun. Stofnaður var starfshópur um málið sem skilaði tillögum til ráðsins. Tillögugerð í framhaldinu hljóðaði upp á að ekki yrði horft til Sólvangssvæðisins heldur Drafnarhússins varðandi aukna starfsemi. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga, en þrýstingur af hálfu bæjarins varð hins vegar til þess að úthlutun fékkst frá Heilbrigðisráðuneyti á 12 nýjum rýmum í þágu aldraðra. Nú, rúmu ári frá upphaflegri tillögu minni hefur hún gengið í endurnýjun lífdaga, en láðst hefur að geta upprunans. Því er hér áréttað að um er að ræða samþykkt fjölskylduráðs á tillögu bæjarfulltrúa Bæjarlistans frá júní 2018. Undirrituð fagnar því og vonast til að verkefnið fái rösklega framgöngu og verði að veruleika sem fyrst.

      Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Einnig kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson undir fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl.

      Einnig tekur til máls Valdimar Víðisson undir fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl.

      Þá tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst sl.

      Einnig tekur Adda María til máls undir 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl.

Ábendingagátt