Bæjarstjórn

16. október 2019 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1834

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 1. varaforseti
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar nema Kristín María Thoroddsen í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson í hans stað mætir Stefán Már Gunnlaugsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Sigríður Krisinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar nema Kristín María Thoroddsen í hennar stað mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson í hans stað mætir Stefán Már Gunnlaugsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Breytingar í ráðum og nefndum:
      Heilbrigðisnefnd:
      Inn fara:
      Elínbjörg Ingólfsdóttir aðalmaður
      Þrastarási 51
      Hólmfríður Þórisdóttir varamaður
      Eskivöllum 5

      Út fer: Sævar Gíslason aðalmaður
      Elínbjörg er hér að færast úr því að vera varamaður í það að vera aðalmaður.

      Fjölskylduráð
      Inn kemur: Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Miðvangi 107
      Út fer:
      Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi

      Öldungaráð

      Inn fer:
      Magnús Pálsson Sigurðsson
      Breiðvangi 16
      Út fer:
      Elínbjörg Ingólfsdóttir

      Framlagðar breytingar á heilbrigðisnefnd samþykktar samhljóða.

      Framlagðar breytingar á fjölskylduráði samþykktar samhljóða.

      Framlagðar breytingar á öldungaráði samþykktar samhljóða.

    • 1703032 – Suðurgata 73, breyting á deiliskipulagi

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.október sl.
      Ásmundur Kristjánsson sótti 03.03.2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda og starfsemi að Suðurgötu 73. Erindinu var synjað eins og það lá fyrir. Lögð fram ný tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 04.05.2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð fyirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu verði samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010 og að tillagan verði jafnframt grenndarkynnt.
      Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur bæjarfullrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

    • 1803242 – Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til 2033

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.október sl.
      1. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 2.október sl.
      Lagt fram samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með ársins 2033 til samþykktar.
      Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og kynningar.

      Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri SSH mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með ársins 2033 með 10 atkvæðum, atkvæði á móti greiðir bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson.

      Bæjarfulltrúi Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun: Samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu er að mörgu leyti tímamótaáfangi, þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð að setja fram sameiginlega sýn á forgangsröðun umferðarframkvæmda, í samráði við ríkisstjórnina. Sérstaklega ber að fagna skýrum ákvæðum í samkomulaginu um skuldbindingu af hálfu bæði fjármála- og samgönguráðherra, þar sem kveðið er á um að samkomulagið skuli verða hluti af komandi fjármála- og samgönguáætlunum ríkisins.
      Eins er það söguleg stund að Borgarlína skuli vera komin formlega á áætlun, studd bæði af sveitastjórnum og ríki og því ber að fagna.
      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans telur engu að síður að hlutur umhverfisvænna samgangna hefði átt að vega þyngra í þessu samkomulagi, ekki síst í ljósi þróunar loftslagsmála til skemmri jafnt sem lengri tíma. Tæplega er hægt að lesa úr fyrirliggjandi samkomulagi áætlun um kröftugan viðsnúning í losun gróðurhúsalofttegunda, sem þó er rík og bráð þörf fyrir. Líklegt verður því að teljast að áætlunin muni þurfa að taka breytingum hvað þetta varðar á þeim 15 árum sem hún tekur til.
      Í samkomulaginu er ákveðið svigrúm til viðbótarbreytinga að því er Hafnarfjörð varðar. Má þar nefna gerð forgangsreina fyrir almenningssamgöngur á Hafnarfjarðarveginum sem og úrbætur á hjóla- og gönguleiðum. Mikilvægt er að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beiti sér fyrir þeim mikilvægu úrbótum í þágu bæjarbúa, og umhverfisins, héðan eftir sem hingað til.
      Þverpólitískri sátt um samgöngumál ber aldrei að taka sem sjálfsögðum hlut og því styður fulltrúi Bæjarlistans fyrirliggjandi samkomulag sem mikilvægt skref í rétta átt. Umhverfisþáttinn þarf þó án efa að endurskoða þegar fram líða stundir, með sterkari áherslu á loftslagsvænni samgöngur og brýnt að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar haldi vöku sinni í umhverfismálum og þrýsti á um nauðsynlegar úrbætur framtíðinni til heilla.

      Bæjarfulltrúi Sigurður Þórður Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:
      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
      Með samkomulagi þessu er gert ráð fyrir að íbúar Hafnarfjarðar greiði 2 milljarða á tímabilinu og er gert ráð fyrir að tæplega helmingur samningsupphæðar renni til borgarlínu. Inni í þessari tölu eru ekki uppkaup á fasteignum sem sem nauðsynleg kunna að verða vegna legu borgarlínunnar í bænum. Það er því ljóst að þessi tala 2 milljarðar kann að verða mun hærri. Hvergi hafa komið fram hugmyndir um hvernig sveitarfélagið hyggist afla þessara fjármuna sem og hitt að fari kostnaður fram yfir áætlanir hver eigi að greiða það. Þá liggja engar greiningar fyrir um að hve miklu leyti borgarlína kann að auka hlutdeild íbúa í almenningssamgöngum. Ríkinu ber að greiða fyrir lagningu stofnbrauta í þéttbýli og með þessu samkomulagi er verið að velta hlutfallslegum kostnaði við nauðsynlegar vegaumbætur á vegum ríkisins yfir á sveitarfélagið. Þá liggur engan veginn fyrir hvernig afla skuli 60 milljarða upphæð vegna verkefnins, en þar er talað um óljósar hugmyndir um veggjöld. Hér er því verið að leggja í mikla óvissuför. Fulltrúi Miðflokksins gerir kröfu að upplýst sé samhliða samkomulagi þessu, hvernig þessum gríðarlegu fjármunum verður aflað áður en samkomulagið verður staðfest af kjörnum fulltrúum. Bæjarfulltrúi Miðflokksins greiðir því atkvæði gegn samkomulagi því sem hér liggur frammi.

    • 1909534 – Stuðlaskarð 6, 8, 10 og 12, lóðarumsókn

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.október sl.

      Lögð fram lóðarumsókn frá SSG verktökum ehf, kt. 681005-210 um lóðirnar Stuðlaskarð 6,8,10 og 12.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Stuðlaskarði 6,8,10 og 12 verði úthlutað til SSG verktaka ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðunum Stuðlaskarði 6, 8, 10 og 12 til SSG verktaka ehf.

    Fundargerðir

    • 1901147 – Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.október sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs.frá 27.sept. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8. október sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 9.október sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.september sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 3.október sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 10.október sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 25.september sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.september sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 27.september sl.
      d. Fundargerðir stjórnar SSH frá 9. og 25.september sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 14.október sl.

Ábendingagátt