Bæjarstjórn

22. janúar 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1840

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 14:38 og í hans stað sat þá fundinn Jóhanna Erla Guðjónsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að 3. mál á dagskrá fundarins, mál nr. 2001048 – Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting yrði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 14:38 og í hans stað sat þá fundinn Jóhanna Erla Guðjónsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar lagði forseti til að 3. mál á dagskrá fundarins, mál nr. 2001048 – Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting yrði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Breyting á varamanni í fræðsluráði:
      Út fer Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80 og inn kemur í hennar stað Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.janúar sl.
      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6.12.2019.

      Til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar samþykkir skipulags- og byggingarráð að afturkalla frá Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir Hraun vestur, gjótur, reitir 1.1 og 1.4, Hafnarfjörður. Jafnframt verði brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagið sé ekki í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar.

      Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans benda á hversu alvarlegar athugasemdir Skipulagsstofnun gerir við deiliskipulagsbreytingar Hraun vestur, gjótur en þær eru í samræmi við ábendingar og bókanir okkar í ráðinu um að deiliskipulagsbreytingin sé ekki í samræmi við rammaskipulagið sem unnið var í nánu samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Einnig er tekið undir athugasemdir og bókanir okkar varðandi hæðir húsa, byggingarmagn, skuggavarp o.fl. Þá gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að kynningu sé ábótavant og að ekki hafi verið haldinn kynningarfundur, en tillaga þess efnis var lögð fram í ráðinu en var hafnað af meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eins og öðrum athugasemdum.
      Við hörmum þessi slælegu vinnubrögð meirihlutans sem ber hér mikla ábyrgð sem einkennast af flýti og óvandvirkni. Við lýsum yfir áhyggjum af þessu verklagi og ólýðræðislegum vinnubrögðum þar sem ábendingar íbúa og okkar í ráðinu voru virtar að vettugi. Nauðsynlegt er að uppbygging á svæðinu fari vel af stað og að vandað sé til verka. Það er ekki raunin og ljóst að mikilvæg uppbygging íbúða og þjónustu í Hafnarfirði mun tefjast töluvert vegna þessa.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Garðarsson sem og Ingi Tómasson.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Sigurður andsvari. Ingi kemur þá til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars og svarar Sigurður andsvari.

      Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls.

      Ágúst Bjarni Garðarsson víkur af fundi kl. 14:38 og í hans stað mætir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir.

      Til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Jón Ingi Hákonarson. Einnig kemur Ingi Tómasson til andsvars sem Adda María svarar.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Jón Ingi. Einnig Adda María Jóhannsdóttir.

      Einnig tekur til máls Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi andsvari. Þá kemur Guðlaug til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni. Þá kemur Guðlaug að stuttri athugasemd. Einnig kemur Adda María til andsvars.

      Þá tekur Jón Ingi til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

      Adda María kemur að svohjóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans ítreka fyrri bókanir um deiliskipulag fyrir Hraun vestur, gjótur. Ljóst er að annmarkar eru á meðferð og afgreiðslu málsins sem er bagalegt og setur áform um uppbyggingu á svæðinu í uppnám. Við minnum enn og aftur á mikilvægi þess að vanda til verka og leggjum áherslu á að virkt samráð við íbúa verði viðhaft í öllu ferlinu.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Jón Ingi Hákonarson
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

      Einnig kemur Sigurður Þ. Ragnarsson að svohljóðandi bókun:

      Það er alvarlegt þegar bæjaryfirvöld afgreiða skipulagsbreytingar fyrir sitt leyti og Skipulagsstofnun sendir þær breytingar svo til baka með athugasemdum um að þær uppfylla ekki kröfur skipulagslaga. Í þessu tilfelli gerir Skipulagsstofnun athugasemdir í yfir 30 liðum. Af þessum sökum er deiliskipulagið fyrir Hraun vestur, gjótur (reitir 1.1 og 1.4) afturkallað. Þessi vinnubrögð einkennast af skorti á vandvirkni og eru fjarri góðri stjórnsýslu. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Miðflokkurinn gerir þá kröfu til meirihlutans að undirbúningur og vinna við mál sé í samræmi við lög og reglur.

      Þá kemur Ingi Tómasson að svohljóðandi bókun:

      Til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar samþykkti skipulags- og byggingarráð að afturkalla frá Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir Hraun vestur, Gjótur, reitir 1.1 og 1.4, Hafnarfjörður. Við þeim athugasemdum verður brugðist eins og eðlilegt er. Af því tilefni, er rétt að benda á það að hér erum við í vel undirbúnu breytingaferli á rótgrónu iðnaðarhverfi í framtíðar íbúðahverfi. Málið hefur allt verið mjög vel kynnt, m.a. á fjölmennum íbúafundi í Bæjarbíói, heimasíðu og samfélagsmiðlum bæjarfélagsins, auk þess sem athugasemdafrestur var framlengdur tvisvar sinnum. Það er hins vegar rétt, í ljósi þessa, að benda á að þann 29. maí 2019 samþykkti bæjarstjórn samhljóma, allir flokkar, að auglýsa deiliskipulagstillöguna sem hér um ræðir.
      Í því tímamótasamgöngusamkomulagi sem náðist milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 er ljóst að Borgarlínan mun liggja á þessu svæði og verður framkvæmdum við hana lokið á næstu 10 árum. Meirihluti bæjarstjórnar er því enn þeirrar skoðunar að framkomin deiliskipulagstillaga sé í góðu samræmi við rammaskipulagið sem kynnt var í Bæjarbíói og í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Meginforsenda svæðisskipulagsins er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%.
      Líkt og fram hefur komið hér að ofan er um að ræða flókið skipulagsmál, þar sem verið er að breyta rótgrónu iðnaðarhverfi í framtíðar íbúðahverfi. Það er því ekkert óeðilegt að í slíkri vinnu komi athugasemdir og ábendingar frá Skipulagsstofnun. Við þeim verður öllum brugðist líkt og venja er. Í þessu máli, líkt og öllum öðrum skipulagsmálum, er verið að vanda til verka. Að því sögðu, og í ljósi alls ferils málsins og stuðnings allra flokka við málið í bæjarstjórn 29. maí 2019, má velta því upp hvort upphlaup minnihlutans á þessum tímapunkti vegna þessa sé ekki í besta falli vondur pólitískur leikur? Við munum ekki taka þátt í slíku. Meirihlutinn mun halda áfram að einbeita sér og vinna að því að í nýju hverfi okkar, Hraun vestur, muni rísa falleg og góð byggð; samfélaginu okkar í Hafnarfirði til heilla.

      Þá leggur Adda María fram svohljóðandi bókun vegna bókunar Inga Tómassonar:

      Fulltrúar Bæjarlistans, Miðflokks, Samfylkingar og Viðreisnar benda á að það eru rangfærslur að halda því fram að kynningarfundur um deiluskipulagið hafi verið haldinn þegar ljóst er að hann var um rammaskipulag sem Skipulagsstofnun hefur nú bent á að sé í miklu ósamræmi við deiliskipulagið. íbúum hafa því ekki verið kynnt þau áform sem birtast í deiliskipulaginu. Þá setjum við spurningamerki við það hvort Skipulags og byggingarráð hafi umboð til að afturkalla samþykkt bæjarstjórnar.

      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Sigurður Þ. Ragnarsson
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Jón Ingi Hákonarson

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.janúar sl.
      Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu þróunarverkefnis reita 1-4. Uppfærð skipulagslýsing dags. jan 2020 þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram. Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Ask arkitekta dags. jan 2020 vegna reita 6, 10 og 11 og deiliskipulagsuppdráttur Tark arkitekta dags. 19.12.2019 vegna reita 7, 8 og 9.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á skipulagslýsingu og landnotkunarflokki aðalskipulagins og að málsmeðferð verði í samræmi við 36.gr. skipulagslaga. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð deiliskipulag fyrir reiti 6, 10 og 11 og deiliskipulag fyrir reiti 7, 8 og 9 og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr skipulagslaga. Jafnframt er framlögðum deiliskipulagstillögum, breyting skipulagslýsingar og landnotkunarflokk aðalskipulagins vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Vinnu við þróunarreiti 1-4 er vísað til kynningar í bæjarráði.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ingi andsvari.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1708481 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðsfrá 14.janúar sl.
      Lögð fram til kynningar breyting á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem vaxtamörk á Álfsnesi eru færð út. Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins hefur óskað eftir afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu.

      Lögð fram til kynningar breyting á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 2.mgr. 25.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Tillaga liggur fyrir fundinum:
      Lagt er til að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna lántöku samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 þar sem gert var ráð fyrir lántöku að fjárhæð 1,130 milljónum króna vegna endurfjármögnunar á erlendu kúluláni á eindaga á árinu. Jafnframt er veitt heimild að ganga frá skammtímafjármögnun allt að 500 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skammtímafjármögnun allt að 500 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 3,50% vexti óverðtryggt og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun á langtímaláni vegna endurfjármögnunar á kúluláni skv. fjárhagsáætlun hefur náðst. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

    • 2001249 – Ábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar, lántaka húsnæðissjálfseignarstofnun

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:

      “Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með vísan til 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita einfalda ábyrgð til tryggingar veðlánum til sem Lífeyrissjóðurinn Festa veitir Skarðshlíð íbúðarfélagi hses kt. 410318-1800 að fjárhæð kr. 203.500.000 til 40 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Veðlánin eru tryggð með veði í fasteignum Skarðshlíðar íbúðarfélags hses við Hádegisskarð 12 og 16. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu við Festa lífeyrissjóð sbr. framangreint.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með vísan til 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita einfalda ábyrgð til tryggingar veðlánum sem Lífeyrissjóðurinn Festa veitir Skarðshlíð íbúðarfélagi hses kt. 410318-1800 að fjárhæð kr. 203.500.000 til 40 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Veðlánin eru tryggð með veði í fasteignum Skarðshlíðar íbúðarfélags hses við Hádegisskarð 12 og 16. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu við Festa lífeyrissjóð sbr. framangreint.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Lagt fram samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka.

      Lögð fram drög að erindisbréfi.

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samkomulag og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Adda María Jóhannsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
      Í ljósi þeirra athugasemda sem Skipulagsstofnun hefur gert við aðalskipulagstillögu vegna uppbyggingar á Ásvöllum telur fulltrúi Samfylkingarinnar rétt að beðið verði með að afgreiða samkomulagið sem hér um ræðir þar til brugðist hefur verið við þeim.
      Ósk um frest á afgreiðslunni á þeim forsendum var hafnað og situr undirrituð því hjá við afgreiðsluna. Það sætir nokkurri furðu að áhersla sé á að afgreiða samkomulagið með slíkum flýti að það megi ekki bíða þar til athugasemdunum hefur verið svarað, ekki síst í ljósi þess að fyrir réttum mánuði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra fram fjárhagsáætlun sem gerir ekki ráð fyrir neinu fjármagni í uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu 2020.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
      Í greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 kemur það skýrt fram að framkvæmdir við nýtt knatthús á Ásvöllum muni hefjast í takt við tekjur af sölu lóða á svæðunum. Fyrirliggjandi samkomulag er því í fullu samræmi við fjárhagsáætlun og áform núverandi meirihluta.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Til máls tekur Kristinn Andersen. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur til máls Adda María Jóhannesdóttir. Til andsvars kemur Kristinn Andersen og svarar Adda María andsvari. Kemur Kristinn þá öðru sinni til andsvars sem Adda María svarar öðru sinni. Þá kemur Kristinn að stuttri athugasemd og það gerir einnig Adda María.

      Kristinn Andersen forseti tekur við fundarstjórn á ný.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Undirrituð samþykkir með fyrirvara fyrirliggjandi samkomulag um að farið verði í undirbúning framkvæmda á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu á vallarsvæði.

      Fyrirvarinn byggist á því að lögð verði áhersla á að stærð og tegund byggingar á umræddu svæði samræmist þörf og iðkenndafjölda, að framkvæmt sé á sem hagkvæmasta hátt og að fjármunum sé forgangsraðað miðað við fyrirliggjandi þarfagreiningu á útdeilingu fjármagns til framkvæmda í bæjarfélaginu.

      Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

      Adda María tekur næst til máls og leggur fram tillögu um að frestað verði afgreiðslu málsins er tillagan svohljóðandi:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi frestunartillögu:

      Þar sem Skipulagsstofnun hefur, með bréfi dags. 20. desember sl., gert athugasemdir við tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Ásvalla, leggjum við til að afgreiðslu á samkomulagi um uppbyggingu á Ásvöllum verði frestað þar til þeim athugasemdum hefur verið svarað.

      Þar sem umrædd breyting varðar byggingu íbúða sem settar eru í samhengi við uppbyggingu knatthúss á svæðinu er eðlilegt að þetta tvennt sé skoðað samhliða.

      Athugasemdir sem Skipulagsstofnun gerir eru m.a. við atriði sem fulltrúar Samfylkingarinnar bentu á við afgreiðslu skipulagstillögunnar í bæjarstjórn þann 18. september 2019. Það er þó ekki síst vegna athugasemda varðandi mikilvægi þess að í tillögunni sé fjallað um möguleg áhrif á friðlýst svæði Ástjarnar sem rétt væri að staldra við.
      Frestun á afgreiðslu samkomulagsins um nokkrar vikur ætti ekki að koma niður á áformum um byggingu knatthúss á Ásvöllum enda gerir fjárhagsáætlun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra lögðu fram í desember sl. ekki ráð fyrir neinu fjármagni í verkefnið á árinu. Það ætti því að vera ráðrúm til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunnar áður en lengra er haldið, eins og stofnunin hefur raunar farið fram á. Við teljum mikilvægt að það sé gert og þannig vandað til verka frá upphafi svo ekki komi til frekari vandkvæða í ferlinu.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Ber forseti næst upp framkomna tillögu um frestun málsins og er tillagan felld þar sem 5 fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni en 6 fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni.

      Þá ber forseti upp til atkvæða fyrirliggjandi samkomulag og er það samþykkt með 9 atkvæðum en bæjarfulltrúar Samfylingar sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun:
      Til áréttingar vilja fulltrúar Samfylkingarinnar koma því skýrt á framfæri að beiðni um frestun á afgreiðslu samkomulagsins tengjast athugasemdum sem Skipulagsstofnun hefur gert við aðalskipulagstillögu um uppbyggingu á Ásvöllum en ekki afstöðu gagnvart verkefninu sjálfu.
      Eins og skýrt kemur fram í bréfi Skipulagsstofnunar, afgreiðir hún ekki tillöguna til staðfestingar fyrr en brugðist hefur verið við umræddum athugasemdum. Því teljum við rétt og eðlilegt að það sé gert áður en lengra er haldið. Við leggjum enn og aftur áherslu á mikilvægi þess að vanda til verka enda eru þau vinnubrögð sem fulltrúar meirihlutans hafa viðhaft í skipulagsmálum síðustu vikur og mánuði síst til eftirbreytni og einungis til þess fallin að tefja framgang mála. Slík vinnubrögð getum við ekki fallist á og sitjum því hjá við afgreiðsluna.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    • 2001167 – Álfaskeið 24, lóðarstærð og lóðarleigusamningur

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2001250 – Tinnuskarð 24, umsókn um lóð

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      TS 24 ehf., kt. 550120-0890 sækir um íbúðarhúsalóðina nr. 24 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 24 við Tinnuskarð verði úthlutað til TS 24 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Tinnuskarð 24 til TS 24 ehf.

    • 1702157 – Suðurhella 12, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Suðurhellu 12 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni lóðarhafa um skil lóðar að Suðurhellu 12 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1910111 – Völuskarð 18, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 18 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni lóðarhafa um skil lóðar að Völuskarði 18 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1908017 – Malarskarð 1, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 1 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni lóðarhafa um skil lóðar að Malarskarði 1-3 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2001176 – Samvinna eftir skilnað

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 17.janúar sl.
      Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og aðjúknt við HÍ og umsjónarmaður verkefnis félags- og barnamálaráðherra um eflingu skilnaðarráðgjafar mætir á fundinn og fer yfir hugmyndir að verkefni vegna innleiðingar og eflingar á nýrri framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstaklega snýr að skilnaðarráðgjöf sbr. 17.gr.laga um félagsþjónustu sveitafélaga. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við ráðherra.

      Fjölskylduráð þakkar Gyðu Hjartardóttur fyrir góða kynningu.

      Fjölskylduráð tekur jákvætt í þetta verkefni. Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um það hvernig þetta verður útfært á sviðinu, hvernig verklag mun breytast og hvaða áhrif þetta hefur á vinnuálag starfsmanna.
      Sviðsstjóra er falið að vinna þetta áfram og ganga til samninga við ráðuneytið. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES). Fjölskylduráð þakkar fyrir að Hafnarfjörður hafi verið valinn til að taka þátt í þessu verkefni. Verkefnið felur í sér aukna þjónustu fyrir fjölskyldur.

      Verkefninu vísað til bæjarstjórnar til kynningar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 16.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 17.desember sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.janúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13.desember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.janúar sl.
      a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 20.sept., 11. og 28.okt., 22.nóv. og 13.des. sl.
      b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 6.desember sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 15.janúar sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 17.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 20.janúar sl.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir 2. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 14. janúar sl.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 16. janúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Rósa kemur þá næst að stuttri athugasemd.

Ábendingagátt