Bæjarstjórn

5. febrúar 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1841

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Gísli Sveinbergsson. Þá vék Friðþjófur Helgi Karlsson af fundi kl. 14:59 og sat þá fundinn í hans stað Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar ber forseti upp tillögu um að taka inn á dagskrá fundarins mál nr. 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting. Er tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Gísli Sveinbergsson. Þá vék Friðþjófur Helgi Karlsson af fundi kl. 14:59 og sat þá fundinn í hans stað Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar ber forseti upp tillögu um að taka inn á dagskrá fundarins mál nr. 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting. Er tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.janúar sl.
      Tekin til umræðu aðalskipulagsbreyting vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar.
      Lögð fram greinargerð Vegagerðarinnar um Reykjanesbraut, færsla við Straumsvík, dags. janúar 2020.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Á fundi Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto á Íslandi kom fram að aðilar eru sammála um mikilvægi þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbraut og munu aðilar leggja sitt af mörkum til að ljúka megi tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar.

      Samgönguráðherra og Vegagerðin hafa lagt áherslu á, í samræmi við ný gögn, að brautin verði tvöfölduð á núverandi vegstað. Til að svo megi verða þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og mun bærinn vinna þær í nánu samstarfi við fyrirtækið. Við breytingar á skipulaginu þarf um leið að treysta athafnasvæði Rio Tinto, en starfsemi fyrirtækisins er mikilvæg fyrir Hafnarfjörð.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson. Þá kemur Ágúst Bjarni Garðarsson til andsvars við ræðu Friðþjófs Helga. Einnig kemur Ingi Tómasson til andsvars og svarar Friðþjófur andsvari. Ingi kemur þá til andsvars öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar öðru sinni.

      Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og til andsvars kemur Friðþjófur Helgi.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi til máls öðru sinni.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Friðþjófur Helgi Karlsson víkur af fundi kl. 14:59 og í hans stað situr fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu rammaskipulags Hraun vestur, dags. 15. maí 2018, og að tillagan hljóti meðferð sem rammahluti aðalskipulags við endurskoðun aðalskipulags 2020, í samræmi við 4. mgr. 28. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

      Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans

      Til máls taka Guðlaug Kristjánsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Ingi Tómasson. Þá kemur Guðlaug til andsvars við ræðu Inga. Ingi svarar þá andsvari. Guðlaug kemur að andsvari öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni. Einnig kemur Adda María til andsvars við ræðu Inga sem Ingi svarar. Adda María kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni og þá næst kemur Adda María að stuttri athugasemd. Þá kemur Stefán Már Gunnlaugsson til andsvars við ræðu Inga sem Ingi svarar. Stefán kemur þá næst til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar einnig öðru sinni.

      Forseti ber fyrirliggjandi tillögu upp til atkvæða. Er tillgan felld með 4 atkvæðum frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar, sem greiða atkvæði með tillögunni, en 7 bæjarfulltrúar greiða atkvæði gegn tillögunni, þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra og Miðflokksins.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja fram eftirfarandi tillögu:

      Það eru mikil vonbrigði að fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafi fellt tillögu að rammaskipulagi fyrir Hraun vestur sem upphaflega var samþykkt í Skipulags- og byggingarráði þann 15. maí 2018 og lagt fram í bæjarstjórn þann 23. maí 2018. Rammaskipulagið var unnið í breiðri sátt allra flokka og lóðarhafa, og kynnt á fjölmennum íbúafundi í Bæjarbíói. Með þessu er ljóst að fulltrúar meirihlutans hafa engan hug á að fylgja þeirri heildarsýn sem rammaskipulagið byggði á. Um leið er framtíðarsýn fyrir hverfið Hraun-vestur með öllu óljós en miðað við framlagðar tillögur eru líkur á að þar verði byggt mun meira og hærra en rammaskipulagið gerði ráð fyrir. Sú kynning sem átt hefur sér stað um hverfið þarfnast endurskoðunar ef það er raunveruleg ætlun núverandi meirihluta enda er skýrt að sú aukning á byggingarmagni verði á kostnað inngarða sem hverfi undir bílastæði og að innviðir í hverfinu, m.a. leik- og grunnskólar, verði ekki nægilegir.

      Við gagnrýnum þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í ferlinu þar sem þverpólitísk sátt og samráð við íbúa og lóðarhafa er að engu haft.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Stefán Már Gunnlaugsson
      Jón Ingi Hákonarson
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

      Fundarhlé kl. 16:01. Fundi framhaldið kl. 16:09.

      Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks bóka eftirfarandi.

      Tillaga Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans er bæði vanhugsuð og sett fram í fullkomnu ábyrgðarleysi. Í formála rammaskipulagsins leggja höfundar áherslu á að rammaskipulagið hafi ekki lögformlegt gildi og hlutverk þess sé að gefa leiðbeinandi sýn um þróun skipulagssvæðisins. Einnig að endanlegar útfærslur, landnýting og byggingarmagn verði lögformlega ákvarðað í deiliskipulagi.

      Athygli vekur að tillaga þessi er borin upp tæpum tveimur árum eftir að rammaskipulagið var kynnt í bæjarstjórn. Frá þeim tíma hafa fulltrúar sömu flokka samþykkt að fjölga íbúðum á rammaskipulagssvæðinu um 865 úr 1635 íbúðum í 2500 íbúðir eða um 53%. Eins samþykktu fulltrúar sömu flokka að breyta áherslum rammaskipulagsins um bílastæðamál, í stað sameiginlegrar bílastæðalausnar fyrir hverfið í heild verða bílastæði leyst innan lóðar. Rammaskipulagið gerir ráð fyrir aukinni notkun almenningssamgangna og að bílastæði pr. 100m2 sé 0,65. Þetta og margt annað vilja flutningsmenn tillögunnar festa í aðalskipulagi. Í dag er óraunhæft að ætla að íbúðarkaupendur séu tilbúnir til að fjárfesta í framtíðareign með aðeins 0,65 bílastæði hvað sem síðar verður með breyttum ferðavenjum. Tillagan er til þess fallinn að tefja og flækja allt skipulagsferlið og þar með uppbyggingu á svæðinu. Meirihluti bæjarstjórnar ásamt bæjarfulltrúa Miðflokks eru sammála því sem segir í formála rammaskipulagsins „Hlutverk rammaskipulags er að gefa leiðbeinandi heildarsýn um þróun skipulagssvæðisins”.

      Fundarhlé kl. 16:12.

      Fundi framhaldið kl. 16:34.

      Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

      Hlutverk rammaskipulags er að gefa leiðbeinandi heildarsýn um þróun skipulagssvæðis. Rammaskipulag fyrir Hraun-vestur var samþykkt í skipulags- og byggingaráði vorið 2018 en nú tæpum tveimur árum síðar er ekki meirihlutavilji til að staðfesta það í bæjarstjórn. Öll sú vinna er því fyrir bí og engin heildarsýn lengur fyrir svæðið. Eins og segir í rammaskipulagi um Flensborgarhöfn er rammaskipulag stefnumótandi framtíðarsýn um heildaryfirbragð svæðis. „Í því er gerð grein fyrir öllum helstu efnistökum við uppbyggingu þróunarreita sem síðan verða nánar útfærð í deiliskipulagi. Staðfest rammaskipulag er stjórnsýslulegt tæki sem stýrir deiliskipulagsvinnu á markvissan hátt með skýr markmið og forsendur að leiðarljósi. Samþykkt rammaskipulag skal hljóta meðferð í samræmi við 4. mgr, 28. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tölulegar stærðir um heildarbyggingarmagn taki mið af rammaskipulagi, þótt endanlegar útfærslur, byggingarmagn, ásýnd og hæðir húsa ákvarðist í deiliskipulagi hverrar lóðar.?
      Nú hefur meirihlutinn hafnað framlagðri tillögu um rammaskipulag fyrir Hraun-vestur og því kalla undirrituð eftir framtíðarsýn þeirra varðandi uppbyggingu á svæðinu.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Stefán Már Gunnlaugsson
      Jón Ingi Hákonarson
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

      Fundarhlé kl. 16:36.

      Fundi framhaldið kl: 16:47.

      Ágúst Bjarni kemur að svohljóðandi bókun:

      Meirihlutinn og bæjarfulltrúi Miðflokksins ítreka fyrri bókun og benda á að margt sem fram kemur í bókun minnihlutans er í samræmi við málflutning og bókarnir meirihlutans og bæjarfulltrúa Miðflokksins. En þar segir m.a.; „Hlutverk rammaskipulags er að gefa leiðbeinandi heildarsýn um þróun skipulagssvæðis.“? „Tölulegar stærðir um heildarbyggingarmagn taki mið af rammaskipulagi, þótt endanlegar útfærslur, byggingarmagn, ásýnd og hæðir húsa ákvarðist í deiliskipulagi hverrar lóðar.“ Áfram verður tekið mið af rammaskipulagi fyrir Hraun Vestur á næstu reitum sem leiðbeinandi heildarsýn við uppbyggingu svæðisins.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 31.janúar sl.
      Lögð fram ný skipulagslýsing dags. 29.1.2020 vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni, Hellnahrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr íbúðasvæði ÍB2 í miðsvæði. Jafnframt er skipulagslýsing sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði þann 30.04.2018 dregin til baka.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að draga afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 30.4.2018 um samþykkt á lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi til baka.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu dags. 29.1.2020 og að málsmeðferð verði samkvæmt 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Ofangreindum samþykktum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans árétta að sú aðalskipulagsbreyting sem hér er boðuð á að vera unnin á grunni rammaskipulagstillögu frá árinu 2018, sem var unnin í samráði við hagaðila, kynnt almenningi á þremur opnum fundum og samþykkt í skipulags- og byggingaráði og mikil sátt er um. Þannig verði tryggt að deiliskipulagsáætlanir einstakra áfanga, hverfishluta eða verkefna innan þessa hverfis verði unnar á samræmdan hátt með sameiginlegt markmið.
      Verklag við fyrsta deiliskipulagsáfanga á svæðinu hefur leitt málið í þá furðulegu stöðu að faglegt rammaskipulag hefur ekkert gildi, en nú skal aðalskipulaginu breytt til þess að hleypa einum framkvæmdaraðila af stað án allrar tengingar við nánast umhverfi. Þetta vinnulag er fordæmisgefandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu hverfisins og ásýnd bæjarmyndar Hafnarfjarðar. Það getur gefið slæm fyrirheit fyrir væntanlegt rammaskipulag Flensborgarhafnar ef þessi vondu vinnubrögð eiga að halda áfram.

      Hlé gert á fundi.
      Fundi framhaldið.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks bóka eftirfarandi:
      Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 var unnið og samþykkt í tíð meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árin 2010-2014. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs harmar að með óvönduðum vinnubrögðum við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 hafi misræmi komið fram í greinargerð aðalskipulagsins sem hefur leitt til athugasemda frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulagstillögu Hraun vestur, Gjótur. Skipulagsstofnun gerir þá athugasemd við deiliskipulagstillöguna að á umræddu svæði sem er merkt sem íbúðarsvæði (ÍB2) í aðalskipulagi Hafnarfjarðar sé einungis gert ráð fyrir 60 íbúðum sem sé í ósamræmi við aðalskipulagið. Á nokkrum stöðum greinargerðar aðalskipulagsins kemur skýr vilji fram um þétta byggð íbúða í sambýli við léttan iðnað, verslanir o.fl. sem er fyrir á svæðinu. Einnig er skýr vilji varðandi uppbyggingu á svæðinu (ÍB2) með tilvitnunum í rammaskipulag sem samþykkt var árið 2011 en samkvæmt því er gert ráð fyrir nokkur hundruðum íbúðum á umræddu svæði. Með framlagðri skipulagslýsingu er verið að bregðast við athugasemd Skipulagsstofnunar varðandi aðalskipulagið.

      Hlé gert á fundi.
      Fundi framhaldið.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans bóka eftirfarandi. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á útfærslu aðalskipulags fyrir Hraun-vestur og að samræmis sé gætt við gerð deiliskipulags. Athugasemdir Skipulagsstofnunnar lutu að þeirri vinnu sem er ástæða þess að nú þarf að draga það til baka.

      Við ítrekum mikilvægi þess að samþykkt rammaskipulagstillaga frá árinu 2018 sem vísað er til í framlagðri lýsingu verði grundvöllur að boðaðri aðalskipulagsbreytingu.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks bóka eftirfarandi:
      Óvönduð vinnubrögð og mistök frá fyrri tíð, líkt og fram kemur í fyrri bókun hér á fundi okkar, er ástæða þeirrar stöðu sem nú er uppi. Að öðru leyti vísum við í bókun okkar hér að ofan.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum frá fulltrúm Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra og Miðflokksins, 4 bæjarfulltrúar sitja hjá.

      Adda María og Jón Ingi gera grein fyrir atkvæðum sínum.

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.janúar sl.
      Áður á dagskrá bæjarstjórnar 22.janúar sl.

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6.12.2019.

      Til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar samþykkir skipulags- og byggingarráð að afturkalla frá Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir Hraun vestur, gjótur, reitir 1.1 og 1.4, Hafnarfjörður. Jafnframt verði brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagið sé ekki í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar.

      Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans benda á hversu alvarlegar athugasemdir Skipulagsstofnun gerir við deiliskipulagsbreytingar Hraun vestur, gjótur en þær eru í samræmi við ábendingar og bókanir okkar í ráðinu um að deiliskipulagsbreytingin sé ekki í samræmi við rammaskipulagið sem unnið var í nánu samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Einnig er tekið undir athugasemdir og bókanir okkar varðandi hæðir húsa, byggingarmagn, skuggavarp o.fl. Þá gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að kynningu sé ábótavant og að ekki hafi verið haldinn kynningarfundur, en tillaga þess efnis var lögð fram í ráðinu en var hafnað af meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eins og öðrum athugasemdum.
      Við hörmum þessi slælegu vinnubrögð meirihlutans sem ber hér mikla ábyrgð sem einkennast af flýti og óvandvirkni. Við lýsum yfir áhyggjum af þessu verklagi og ólýðræðislegum vinnubrögðum þar sem ábendingar íbúa og okkar í ráðinu voru virtar að vettugi. Nauðsynlegt er að uppbygging á svæðinu fari vel af stað og að vandað sé til verka. Það er ekki raunin og ljóst að mikilvæg uppbygging íbúða og þjónustu í Hafnarfirði mun tefjast töluvert vegna þessa.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Garðarsson sem og Ingi Tómasson.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Sigurður andsvari. Ingi kemur þá til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars og svarar Sigurður andsvari.

      Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls.

      Ágúst Bjarni Garðarsson víkur af fundi kl. 14:38 og í hans stað mætir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir.

      Til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Jón Ingi Hákonarson. Einnig kemur Ingi Tómasson til andsvars sem Adda María svarar.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Jón Ingi. Einnig Adda María Jóhannsdóttir.

      Einnig tekur til máls Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi andsvari. Þá kemur Guðlaug til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni. Þá kemur Guðlaug að stuttri athugasemd. Einnig kemur Adda María til andsvars.

      Þá tekur Jón Ingi til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Ingi Tómasson.

      Adda María kemur að svohjóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans ítreka fyrri bókanir um deiliskipulag fyrir Hraun vestur, gjótur. Ljóst er að annmarkar eru á meðferð og afgreiðslu málsins sem er bagalegt og setur áform um uppbyggingu á svæðinu í uppnám. Við minnum enn og aftur á mikilvægi þess að vanda til verka og leggjum áherslu á að virkt samráð við íbúa verði viðhaft í öllu ferlinu.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Jón Ingi Hákonarson
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

      Einnig kemur Sigurður Þ. Ragnarsson að svohljóðandi bókun:

      Það er alvarlegt þegar bæjaryfirvöld afgreiða skipulagsbreytingar fyrir sitt leyti og Skipulagsstofnun sendir þær breytingar svo til baka með athugasemdum um að þær uppfylla ekki kröfur skipulagslaga. Í þessu tilfelli gerir Skipulagsstofnun athugasemdir í yfir 30 liðum. Af þessum sökum er deiliskipulagið fyrir Hraun vestur, gjótur (reitir 1.1 og 1.4) afturkallað. Þessi vinnubrögð einkennast af skorti á vandvirkni og eru fjarri góðri stjórnsýslu. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Miðflokkurinn gerir þá kröfu til meirihlutans að undirbúningur og vinna við mál sé í samræmi við lög og reglur.

      Þá kemur Ingi Tómasson að svohljóðandi bókun:

      Til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar samþykkti skipulags- og byggingarráð að afturkalla frá Skipulagsstofnun deiliskipulag fyrir Hraun vestur, Gjótur, reitir 1.1 og 1.4, Hafnarfjörður. Við þeim athugasemdum verður brugðist eins og eðlilegt er. Af því tilefni, er rétt að benda á það að hér erum við í vel undirbúnu breytingaferli á rótgrónu iðnaðarhverfi í framtíðar íbúðahverfi. Málið hefur allt verið mjög vel kynnt, m.a. á fjölmennum íbúafundi í Bæjarbíói, heimasíðu og samfélagsmiðlum bæjarfélagsins, auk þess sem athugasemdafrestur var framlengdur tvisvar sinnum. Það er hins vegar rétt, í ljósi þessa, að benda á að þann 29. maí 2019 samþykkti bæjarstjórn samhljóma, allir flokkar, að auglýsa deiliskipulagstillöguna sem hér um ræðir.
      Í því tímamótasamgöngusamkomulagi sem náðist milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 er ljóst að Borgarlínan mun liggja á þessu svæði og verður framkvæmdum við hana lokið á næstu 10 árum. Meirihluti bæjarstjórnar er því enn þeirrar skoðunar að framkomin deiliskipulagstillaga sé í góðu samræmi við rammaskipulagið sem kynnt var í Bæjarbíói og í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Meginforsenda svæðisskipulagsins er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%.
      Líkt og fram hefur komið hér að ofan er um að ræða flókið skipulagsmál, þar sem verið er að breyta rótgrónu iðnaðarhverfi í framtíðar íbúðahverfi. Það er því ekkert óeðilegt að í slíkri vinnu komi athugasemdir og ábendingar frá Skipulagsstofnun. Við þeim verður öllum brugðist líkt og venja er. Í þessu máli, líkt og öllum öðrum skipulagsmálum, er verið að vanda til verka. Að því sögðu, og í ljósi alls ferils málsins og stuðnings allra flokka við málið í bæjarstjórn 29. maí 2019, má velta því upp hvort upphlaup minnihlutans á þessum tímapunkti vegna þessa sé ekki í besta falli vondur pólitískur leikur? Við munum ekki taka þátt í slíku. Meirihlutinn mun halda áfram að einbeita sér og vinna að því að í nýju hverfi okkar, Hraun vestur, muni rísa falleg og góð byggð; samfélaginu okkar í Hafnarfirði til heilla.

      Þá leggur Adda María fram svohljóðandi bókun vegna bókunar Inga Tómassonar:

      Fulltrúar Bæjarlistans, Miðflokks, Samfylkingar og Viðreisnar benda á að það eru rangfærslur að halda því fram að kynningarfundur um deiluskipulagið hafi verið haldinn þegar ljóst er að hann var um rammaskipulag sem Skipulagsstofnun hefur nú bent á að sé í miklu ósamræmi við deiliskipulagið. íbúum hafa því ekki verið kynnt þau áform sem birtast í deiliskipulaginu. Þá setjum við spurningamerki við það hvort Skipulags og byggingarráð hafi umboð til að afturkalla samþykkt bæjarstjórnar.

      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Sigurður Þ. Ragnarsson
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Jón Ingi Hákonarson

      Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum frá fulltrúm Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra og Miðflokksins, 4 bæjarfulltrúar sitja hjá.

      Fundarhlé kl. 16:56.

      Fundi framhaldið kl. 17:02.

      Adda María gerir grein fyrri atkvæði sínu og kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans ítreka fyrri bókanir sínar úr skipulags- og byggingarráði og bæjarstjórn varðandi skipulagsmál á Hraunum og leggja áherslu á að sett verði fram skýr heildarsýn fyrir uppbyggingu hverfisins sem unnin verði í góðu samráði við íbúa.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Stefán Már Gunnlaugsson
      Jón Ingi Hákonarson
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

    • 1703032 – Suðurgata 73, breyting á deiliskipulagi

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.janúar sl.
      Tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 73 dags. 04.05.2019 var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 8.10.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að málsmeðferð fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu yrði samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010 og að tillagan yrði jafnframt grenndarkynnt. Erindinu var jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögu þann 16.10.2019. Tillagan var auglýst og grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum 13.11-30.12.2019. Þrjár athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 14.01.2020 var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa um fram komnar athugasemdir. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2020 og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga 123/2010 og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Suðurgötu 73.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.janúar sl.
      Lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæði dags. 23.1.2020. Auk þess er lagt fram kynningarmyndband.
      Í fundargerð samráðsnefndar um gerð rammaskipulags Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis frá 20. janúar sl. kemur fram eftirfarandi samþykkt og tillaga:
      ?Samráðsnefnd samþykkir framlagða tillögu að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og vísar tillögunni ásamt greinargerð til umfjöllunar og formlegrar afgreiðslu í hafnarstjórn og skipulags- og byggingaráði.?
      Að auki eru vinnuheiti svæða innan rammaskipulagsins sem notuð eru í framlagðri tillögu lögð fram til umræðu og/eða samþykktar, þ.e Flensborgarhöfn, Óseyrarhverfi, Fornubúðir, Hafnartorg, Slippurinn, Hamarshöfn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Kristínu Thoroddsen fyrir kynninguna og starfhóp um uppbyggingu á hafnarsvæði fyrir vel unnin störf.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu rammaskipulags Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis, dags. 23. janúar, og að hún hljóti meðferð sem rammahluti aðalskipulags við endurskoðun aðalskipulags 2020, í samræmi við 4.mgr. 28.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur til að samþykkt rammaskipulag Flensborgarahafnar- og Óseyrarsvæðis verði kynnt á íbúafundi.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt tillögu að heiti svæða innan rammaskipulagsins.
      Tillaga að rammaskipulagi Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis og tillaga að heiti svæða innan þess er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Fulltrúi Viðreisnar tekur undir þakkir fyrir vandaða vinnu og telur æskilegt að við framtíðar deiliskipulagsvinnu verði bílakjallarar fyrir íbúðarhúsnæði valkvæðir fremur en skylda.
      Nú þarf að kostnaðarmeta væntanlegar framkvæmdir Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafna á sameiginlegum svæðum og forgangsraða þeim þannig að svæðið verði sem fyrst til fyrirmyndar hvað varðar aðgengi gangandi og hjólandi.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni. Þá kemur Kristín María til andsvars sem Adda María svarar.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
      Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 8.janúar sl.

      Á fundi bæjarstjórnar þann 28.11.2018 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja nú fyrir. Einnig hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.
      Erindið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráð þann 13.08.s.l. Breyting var gerð á afmörkun svæðisins. Nú er lagður fram nýr uppdráttur er sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan breyttan uppdrátt og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      2. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 8. janúar sl.

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 13 ágúst s.l. tillögu að deiliskipulagi lágreistrar byggðar við Hjallabraut. Lögð fram á ný endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi. Um er að ræða færslu á byggingarreitum frá áður samþykktri tillögu. Tillagan var kynnt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22.10. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt deiliskipulag og að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og er tillagan samþykkt samhljóða.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2001048 – Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.janúar sl.
      Tekið af dagskrá bæjarstjórnar á fundi 22.janúar sl.

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 10.12.2019 Tillagan snýr að stækkun húss og nýtingarhlutfalli lóðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt deiliskipulag og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30.janúar sl.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

      “Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.130.000.000.- kr. til 14 ára, með lokagjalddaga 5. apríl 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Um er að ræða tvo samhljóðandi lánasamninga, annan að fjárhæð 500.000.000.- kr. og hinn 630.000.000.- kr.
      Lánin eru til fjármögnunar á erlendu kúluláni sem er á eindaga á árinu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs að bókun vegna lántöku bæjarins.

    • 2001568 – Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30.janúar sl.
      Lagt fram erindi frá BRÚ lífeyrissjóð vegna endurgreiðsluhlutfalls vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurgreiðsluhlutfall árið 2020 vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði 69%.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um að endurgreiðsluhlutfall árið 2020 vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði 69%.

    • 1911725 – Dofrahella 9, umsókn um lóð

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30.janúar sl.
      ER hús ehf leggur inn umsókn um lóðina nr. 9 við Dofrahellu.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 9 við Dofrahellu til ER húss ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 31. janúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 30.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15.janúar sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.janúar sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.janúar sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22.janúar sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs.frá 10.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.janúar sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 28.janúar og 31.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 29.janúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar 3.febrúar sl.

      Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls undir 2. tl. í fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar sl. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Ágúst Bjarni svarar andsvari.

      Einnig tekur Guðlaug Krisjánsdóttir til máls undir lið 12. í fundargerð fræðsluráðs. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Gauðlaug svarar andsvari og þá kemur Kristín að stuttri athugasemd. Einnig kemur til andsvars Adda María Jóhannsdóttir.

      Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar sl. sem og undir 4. tl. í fundargerð skipulags-og byggingarráðs frá 28. janúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Þá tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson undir 3. tl. í fundargerð fræðsluráðs frá 29. janúar sl. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari sem Stefán svarar. Þá kemur Kristín María Thoroddsen til andsvars.

Ábendingagátt