Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Inga Tómassyni og Öddu Maríu Jóhannsdóttur. Í þeirra stað mæta Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson.
Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.
3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl. Lagður fram nýr samningur við MsH, breyting á samningi við MsH sem samþykktur var í bæjarstjórn 15. maí 2019.
Sigurjón Ólafsson, sviðssstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Guðlaug Kritjánsdóttir.
Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning með 10 atkvæðum. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl. Lögð fram umsókn um parhúsalóðina Tinnuskarð 14-16. Lögð fram umsókn Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur um lóðina nr. 14 við Tinnuskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 14 verði úthlutað til Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Tinnuskarði 14 til Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur.
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl.
Lögð fram umsókn um parhúsalóðina Tinnuskarð 14-16. Lögð fram umsókn Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsdóttur um parhúsalóðina nr. 16 við Tinnuskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 16 verði úthlutað til Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsóttur.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Tinnuskarði 16 til Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsdóttur.
Til umræðu.
Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.
Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.
Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.
Næst tekur til máls Jón Ingi Hákonarson.
Friðþjófur Helgi Karlsson tekur næst til máls.
Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.
Helga Ingólfsdóttir tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.
Fundarhlé gert kl. 14:30 Fundi fram haldið kl. 14:42
Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri óvissu sem hefur skapast um starfsemi álversins í Straumsvík en þar er um að ræða rótgróið fyrirtæki sem margir Hafnfirðingar byggja afkomu sína á. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi að vinna að því að Ísland verði samkeppnishæft fyrir fyrirtæki sem nýta umhverfisvæna orku fyrir starfsemi sína.
Samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerð fræðsluráðs frá 12.febrúar sl. a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5.febrúar sl. Fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 29.janúar sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.febrúar sl. c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.janúar sl. d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.janúar sl. e. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.febrúar sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.febrúar sl. a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10.janúar sl. b. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22.janúar sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.febrúar sl. Fundargerð forsetanefndar frá 17.febrúar sl.
Krstín Thoroddsen tekur til máls undir fundargerð fræðsluráðs frá 12. febrúar sl. Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir sama lið. Til andsvars kemur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari. Stefán Már Gunnlaugsson kemur að andsvari. Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson undir sama lið.
Þá tekur Sigurður Þ, Ragnarsson til máls undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar sl.
Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 12. febrúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur til andsvars. Þá kemur til andsvars Friðþjófur Helgi Karlsson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.
Helga Ingólfsdóttir tekur til máls undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar sl. Friðþjófur Helgi Karlsson kemur til andsvars. Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir sömu fundargerð. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.
Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls öðru sinni undir fundargerð fræðsluráðs. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars.