Bæjarstjórn

19. febrúar 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1842

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Inga Tómassyni og Öddu Maríu Jóhannsdóttur. Í þeirra stað mæta Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Inga Tómassyni og Öddu Maríu Jóhannsdóttur. Í þeirra stað mæta Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl.
   Lagður fram nýr samningur við MsH, breyting á samningi við MsH sem samþykktur var í bæjarstjórn 15. maí 2019.

   Sigurjón Ólafsson, sviðssstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Guðlaug Kritjánsdóttir.

   Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning með 10 atkvæðum.
   Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.

  • 2001571 – Tinnuskarð 14, lóðarumsókn

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl.
   Lögð fram umsókn um parhúsalóðina Tinnuskarð 14-16.
   Lögð fram umsókn Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur um lóðina nr. 14 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 14 verði úthlutað til Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Tinnuskarði 14 til Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur.

  • 2001570 – Tinnuskarð 16, lóðarumsókn

   12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl.

   Lögð fram umsókn um parhúsalóðina Tinnuskarð 14-16.
   Lögð fram umsókn Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsdóttur um parhúsalóðina nr. 16 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 16 verði úthlutað til Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Tinnuskarði 16 til Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsdóttur.

  • 1511159 – Álverið í Straumsvík

   Til umræðu.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

   Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

   Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Næst tekur til máls Jón Ingi Hákonarson.

   Friðþjófur Helgi Karlsson tekur næst til máls.

   Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls öðru sinni.
   Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Fundarhlé gert kl. 14:30
   Fundi fram haldið kl. 14:42

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri óvissu sem hefur skapast um starfsemi álversins í Straumsvík en þar er um að ræða rótgróið fyrirtæki sem margir Hafnfirðingar byggja afkomu sína á.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi að vinna að því að Ísland verði samkeppnishæft fyrir fyrirtæki sem nýta umhverfisvæna orku fyrir starfsemi sína.

   Samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

  Fundargerðir

  • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 12.febrúar sl.
   a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5.febrúar sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 13.febrúar sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 29.janúar sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.febrúar sl.
   c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.janúar sl.
   d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.janúar sl.
   e. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.febrúar sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.febrúar sl.
   a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10.janúar sl.
   b. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 22.janúar sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.febrúar sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 17.febrúar sl.

   Krstín Thoroddsen tekur til máls undir fundargerð fræðsluráðs frá 12. febrúar sl.
   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir sama lið. Til andsvars kemur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari. Stefán Már Gunnlaugsson kemur að andsvari.
   Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson undir sama lið.

   Þá tekur Sigurður Þ, Ragnarsson til máls undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar sl.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 12. febrúar sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur til andsvars. Þá kemur til andsvars Friðþjófur Helgi Karlsson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar sl. Friðþjófur Helgi Karlsson kemur til andsvars. Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir sömu fundargerð. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

   Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls öðru sinni undir fundargerð fræðsluráðs. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars.

Ábendingagátt