Bæjarstjórn

1. apríl 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1845

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði.
  1. Almenn erindi

    • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.mars sl.
      Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Lýsing var kynnt tímabilið 26.6.2019-2.8.2019. Tillaga þar sem tekið hafði verið tillit til ábendinga við lýsingu var til kynningar á opnu húsi þann 16.12.2019 í samræmi við ákvæði 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga og vísaði til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8.1.2020 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breyttra marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 12.12.2019 og að hún skyldi auglýst í samræmi við 1.mgr. 36.gr. laga 123/2010. Tillagan var auglýst 7.2.-20.3.2020. Umsagnir hagsmunaaðila lagðar fram. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við 32.gr. skipulagslaga. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.mars sl.
      Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leiðarenda dags. 13.12.2019 var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3.12.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins yrðilokið skv. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hið nýja
      deiliskipulag sem afmarkast frá Bláfjallavegi og nær
      yfir aðkomu, bílastæði og þjónustubyggingu
      fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar var auglýst tímabilið 7.2.-20.3.2020. Umsagnir hagsmunaaðila lagðar fram. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar dags. 23.3.2020 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      3. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.mars sl.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu: Lagt er til að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna þess óvissuástands sem nú er yfirstandandi, að fjárhæð 1.000 milljónum króna vegna fjármögnunar til byggingar á Skarðshlíðarskóla. Jafnframt er veitt heimild að ganga frá skammtímafjármögnun allt að 1.000 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Kjör Lánasjóðs á skammtímalánum miðað við stöðuna í dag eru óverðtryggðir 2,35% vextir. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skammtímafjármögnun allt að 1000 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 2,35% vexti óverðtryggt, mv. stöðuna í dag og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun á langtímaláni vegna fjármögnunar á byggingu á Skarðshlíðarskóla. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um heimildir til lántöku.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.mars sl.
      Úthlutun lóðarvilyrða.
      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mæta til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reit 1 sé úthlutað til Arkís Verkís o.fl. – 75 einingar/íbúðir, reit 2 sé úthlutað til Tendra, Verklandshópurinn: – 50 einingar / íbúðir,reit 3 sé úthlutað til Rafael Campos de Pinho ,Vaxtarhús: – 75 einingar/íbúðir og
      reit 4 sé úthlutað til GP arkitektar fjölbýlishús: – 110-130 einingum/íbúðum.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun á fjórum þróunarreitum í Hamranesi.

    • 1801504 – Hafnarfjarðarkaupstaður, geymslur

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.mars sl.
      Lagðir fram leigusamningar um geymslurými Byggðasafns og Hafnarborgar að Hringhellu 14.
      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.

      Fundarhlé gert kl. 11:20
      Fundi fram haldið kl. 11:25

      Bæjarráð samþykkir framlagða leigusamninga um rými í Hringhellu 14 annars vegar vegna Byggðasafns og hins vegar vegna Hafnarborgar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð samþykkir viðauka við leigusamning frá 16. júní 2006.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 25.mars sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. mars sl. að hefja vinnu við breytt aðalskipulag hafnarsvæðis og taka saman lýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 30. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samþykkt skipulags- og byggingarráðs um vinnu við breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðis.

      Kristín María Thoroddsen tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja vinnu við breytt aðalskipulag hafnarsvæðis og að tekin verði saman lýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar.

    • 1609187 – Útlendingastofnun

      6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 27.mars
      Fjölskylduráð hefur fjallað um þjónustusamning Útlendingarstofnunar og Hafnarfjarðarbæjar.
      Fjölskylduráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning við Útlendingastofnun.

    • 0901125 – Fjárhagsaðstoð, reglur

      7. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 27.mars
      Fjölskylduráð hefur fjallað um uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ.
      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um fjárhagssaðstoð.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Lögð fram aðgerðaráætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna Kórónuveirufaraldursins-fyrstu aðgerðir.

      Lögð fram tillaga að frestun gjalddaga fasteignaskatts og fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði vegna álagningar 2020. Til afgreiðslu.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson, Sigurður Þ. Ragnarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jón Ingi Hákonarson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um frestun gjalddaga fasteignaskatts og fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar og birta tillöguna á heimasíðu bæjarins.

      Jafnframt samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og tillögur sem henni fylgja.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.mars sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 27.mars sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 24. og 27.mars sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 25.mars sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19.mars sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 26.mars sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.mars sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13.mars sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 30. mars sl.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir máli sem er undir þremur fundargerðum, umhverfis og framkvæmdaráðs frá 25. mars sl., fræðsluráðs frá 25. mars sl. og íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. mars sl., þ.e. mál nr. 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting.

Ábendingagátt