Bæjarstjórn

29. apríl 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1846

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Mættir á fjarfundinn eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir á fjarfundinn eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2003267 – Hestamannafélagið Sörli, rekstrarsamningur 2020

      9.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 8.apríl sl.
      Samningur við hestamannafélagið Sörla vegna reksturs á félagshesthúsi lagður fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir umræddan samning og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

      Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir tekur einnig til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi rekstrarsamning.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      Lögð fram drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Sörla um uppbyggingu á athafnasvæði félagsins.

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag.

    • 2002146 – Malarskarð 1-3, lóðarumsókn

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl.
      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina nr. 1-3 við Malarskarð. Umsækjendur Ana Tepavcevic, Mladen Tepavcevic, Milena Solecka og Mariusz Solecki.

      Bæjarráð samþykkir að lóðinni verði úthlutað í samræmi við umsókn og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.apríl sl.
      Á fundi bæjarstjórnar þann 7. feb. s.l. staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 28 jan. s.l. um aðalskipulagsbreytingu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 30.gr. skipulagslaga.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
      Skipulags- og byggingarráð leggur til að allri skipulagsvinnu vegna færslu Reykjanesbrautarinnar verði hraðað eins og kostur er. Mikilvægt er nú að Vegagerðin komi að fullum krafti inn í málið og hraði umhverfismati svo hægt verði að hefja framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hið fyrsta. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að samstaða sé um þetta mikilvæga mál hjá öllum þeim aðilum sem að því koma. Það er enginn vafi á um hversu aðkallandi þessi aðgerð er fyrir umferðaröryggi og samfélagið.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.apríl sl.
      Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10.4.2019 frá Hestamannafélaginu Sörla þar sem óskað var eftir að göngustígur í Gráhelluhrauni yrði aflagður og að leiðin yrði skilgreind sem reiðleið. Umhverfis- og framkvæmdaráð synjaði erindinu 2.5.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030. 19.6.2019 er erindið tekið fyrir að nýju og vísaði til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs sem synjaði erindinu þann 27.8.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030 og gildandi deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð vísar synjun sinni frá 27.8.2019 til staðfestingar bæjarstjórnar í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála nr. 44/2019.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og Bjarney Grendal kemur til andsvars. Helga svarar þá andsvari. Bjarney kemur þá að andsvari öðru sinni.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Bjarney Grendal greiðir atkvæði á móti.

      Bjarney Grendal leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins harmar þessa ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingaráðs um synjun á því að umræddur göngustígur verði aflagður. Ég hef sjálf orðið vitni að því þegar skokkhópur kom af göngustígnum, fór yfir reiðstíginn og inn á keppnisvöll Sörla þegar mót var í gangi. Þessi göngustígur endar við reiðveg og þegar fólk reynir að stytta sér leið eða veit ekkert hvert það á að fara getur það skapað slysahættu. Þessi göngustígur er barn síns tíma enda búið að gera nýjan og fínan göngu- og hjólastíg í gegnum svæðið.
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir fulltrúi Miðflokksins

    • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.apríl sl.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1.4.2020 vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Þann 29.1.2020 var samþykkt að grenndarkynna umsókn Innak um breytingu á byggingarleyfi frá 11.3.2019. Nýjar teikningar dags. 27.12.2019 samþykktar af Heilbrigðiseftirliti 24.1.2020 höfðu borist og umsókn því tekin fyrir að nýju. Grenndarkynnt var tímabilið 6.2 – 20.3. 2020. Grenndarkynningu er nú lokið og athugasemd barst. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna breytinga á byggingarleyfi og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1501921 – Stapahraun 7-9 skipting lóðar

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.apríl sl.
      Tekið fyrir erindi lóðarfélagsins að Stapahrauni 7-9, þar sem óskað er eftir því að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir þ.e.a.s. Stapahraun 7 og Staðahraun 9. Erindinu fylgir samþykki lóðarfélagsins. Lögð fram tillaga að skiptingu lóðarinnar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir skiptingu lóðarinnar í tvær samkvæmt framlagðri tillögu og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn. Athygli lóðarfélagsins er vakin á því að breyta þarf eignaskiptayfirlýsingu, skráningu, lóðarleigusamning o.fl.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1501921 – Stapahraun 7-9 skipting lóðar

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Lagðir fram nýir lóðarleigusamningar vegna Stapahrauns 7 og 9.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamninga og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.apríl sl.
      Lögð fram aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Aðalskipulagsbreytingin opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Nýting landsvæðisins sem liggur að fyrirhuguðum samgönguás Borgarlínu verður betri með auknu byggingarmagni og þéttingu byggðar. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulags og fyrirhuguðum bættum almenningssamgöngum. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum.

      Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin eins og þau höfðu verið unnin í góðri sátt eftir vandað ferli með samkeppni, kynningarferli og vinnslu rammaskipulags sem skipulags og byggingarráð samþykkti.
      Fyrirliggjandi tillaga er hluti af ferli þar sem vikið var frá því ferli á einni lóð án tillits til afleiðinga á rammaskipulagið og svæðið allt.
      Eðlilegra hefði verið að allt rammaskipulagssvæðið hefði legið undir í þessari aðalskipulagsbreytingu og jafnframt að sú mikla og vandaða vinna sem var unnin við rammaskipulagið væri leiðarljós breytingarinnar.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari og kemur þá næst Ingi að andsvari öðru sinni sem Adda María svarar einnig öðru sinni. Þá kemur Ingi að stuttri athugasemd sem og Adda María.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Jón Ingi svarar næst andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 greiddum atkvæðum en þau, Jón Ingi, Adda María, Guðlaug Kristjánsdóttir, Friðþjófur Helgi sitja hjá.

      Jón Ingi kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista ítreka bókun sína í Skipulags og byggingaráði.

      Fundarhlé kl. 15:24. Fundi framhaldið kl. 15:30.

      Ingi Tómasson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Fyrirliggjandi tillaga að breyttu aðalskipulagi Hafnarfjarðar fellur vel að markmiðum Svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%.
      Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar er umrætt svæði skilgreint sem ÍB (íbúðasvæði), breytingin fellst í því að svæðinu er breytt í M (miðsvæði) sem gefur möguleika á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum í greinargerð aðalskipulagsins. Svæði á Hraunum vestur norðan Hjallahrauns er skilgreint sem AT 1 í aðalskipulagi verður skoðað sérstaklega í heildarendurskoðun aðalskipulagsins sem nú stendur yfir.
      Gert er ráð fyrir að uppbygging á öllu svæðinu geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.apríl sl.
      Á fundi bæjarstjórnar þann 5. feb. s.l. var Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Lögð var fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun á húsum. Lagður fram endurgerður deiliskipulagsuppdráttur Bj.snæ arkitekta dags. 02.04.2020 sem tekur mið af fækkun húsa og framkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi og að auglýsa hana í samræmi við 41.gr. skipulagslaga og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að deiliskipulag fyrir svæðið hafi fengið góða og faglega umfjöllun í ráðinu. Á fundi ráðsins þann 17. desember, 2019 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi lágreistrar byggðar. Það var loks tekið fyrir í bæjarstjórn í febrúar, en þá var því vísað aftur til ráðsins. Nú liggur fyrir alveg ný tillaga með umtalsverðum breytingum frá annarri arkitektaskrifstofu en gerði upphaflegu tillöguna. Engar ástæður eru tilgreindar fyrir þessum breytingum sem hafa verið unnar með ærnum tilkostnaði. Því miður er þetta enn eitt dæmið hjá meirihlutanum um hringlandann í skipulagsmálum og hvernig málum er þvælt fram og til baka innan kerfisins með tilheyrandi kostnaði sem kemur niður á áformum um uppbygginu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:

      Því miður kemur bókun fulltrúa Samfylkingarinnar ekki á óvart. Sá flokkur virðist ítrekað – og viljandi – gera tilraun til að leggja stein í götu uppbyggingar íbúðahúsnæðis í bæjarfélaginu með því að gera flókið skipulagsferli tortryggilegt í augum íbúa. Það er ekkert óeðlilegt að mál taki einhverjum breytingum í ferlinu. Að öðru leyti telur meirihlutinn rétt að benda á að góður gangur er almennt í skipulagsmálum í Hafnarfirði. Líkt og fram kemur í fyrri bókunum á fundinum er kröftug og skynsamleg uppbygging framundan hér í bæ; bæði á nýbyggingarsvæðum og þéttingarreitum eins og hér um ræðir. Í þessu máli stendur ekkert annað til en að setja deiliskipulagið í auglýsingu og kynna það formlega fyrir íbúum bæjarfélagins.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar eftirfarandi:

      Samfylkingin í Hafnarfirði hefur ávallt sett í forgang kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði eins og dæmin sanna. Hér er hins vegar verið að taka til afgreiðslu tillögu á svæði sem þegar hefur fengið umfjöllun og afgreiðslu úr ráðinu. Það er staðreynd að það mun seinka uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þessu svæði. Þetta er því miður ekki eina dæmið um hringlandaháttinn hjá meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarmálum í Hafnarfirði.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Ingi Tómasson kemur til andsvars. Adda María svarar andsvari. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Adda María svarar.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. til andsvars kemur Ingi Tómasson. Guðlaug svarar andsvari.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 atkvæðum en þau Adda María og Friðþjófur Helgi sitja hjá.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Viðreisnar og Samfylkingar leggja áherslu á að skoðaðir verði möguleikar á annars konar innkeyrslu og aðkomu inn í vistgötuna við vinnu tillögunnar á næstu stigum. Óformlegar athugasemdir hafa þegar borist hvað þetta varðar og viðbúið að þeim verði fylgt eftir með formlegum hætti í framhaldinu. Þarna er frístundastarf barna og umferð gangandi sem þarf að taka tillit til.
      Undir rita:
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Fundarhlé kl. 15:55. Fundi framhaldið kl. 16:01.

      Ingi Tómasson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka undir framlagða bókun minnihlutans.

    • 2001048 – Brúsastaðir 2, deiliskipulagsbreyting

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.apríl sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum vegna lóðarinnar við Brúsastaði II, í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Breytingin felst í að afmarkaður er byggingarreitur sem er 14m x 14m. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,5 í stað 0,42. Hámarkshæð byggingar verður 7m. Allir aðrir skilmálar eru óbreyttir. Tillagan var kynnt 19.02.- 01.04.2020. Athugasemd barst. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir greinargerð skipulagsfulltrúa og samþykkir breytt deiliskipulag Brúsastaða 2 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.apríl sl.
      Á fundi sínum þann 17. desember 2019 samþykkti skipulags- og byggingarráð að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallarhverfis yrðu sendar skipulagsstofnun til umsagnar skv. skipulagslögum sbr. 2. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemd við samþykktina.
      Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 4.3.2020.
      Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt var kynnt aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun, skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.
      Tillögurnar ásamt fylgigögnum voru kynntar tímabilið 10.03.-21.04.2020. Athugasemdafrestur var til 21.4.2020. Athugasemd barst. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir auglýstar breytingar aðal- og deiliskipulags vegna nýs stofnræsis Valla og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.4.sl. og leggur til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir breytt aðal- og deiliskipulag vegna nýst stofnræsis Valla og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.”

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytt aðal- og deiliskipulag vegna nýs stofnræsis Valla og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Úthlutun lóðarvilyrða, Hamranes reitir 12, 13 og 14.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reit 12 sé úthlutað til Lifandi Samfélags – 70 einingar/íbúðir, reit 13 sé úthlutað til Arkþings – Þingvangs – 70 einingar/íbúðir og reit 14 sé úthlutað til Skipan – 100 einingar/íbúðir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um úthlutun reita 12, 13 og 14 í Hamranesi.

    • 2001195 – Hrauntunga 5, lóð, úthlutun

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Tilboðsgjafi Bak Höfn ehf., óskar eftir að lóðarhafi verði GS Hús ehf. Félagið GS Hús ehf er í eigu sömu aðila. Lagður fram ársreikningur félagsins ásamt yfirlýsingu frá banka.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka framlögðu tilboði í Hrauntungu 5. Bak Höfn ehf hefur framselt tilboðið til GS Húsa ehf sem er félag í eigu sömu aðila og tilboðsgjafi og úthluta lóðinni til GS – Húsa ehf., kt. 641007-0990.

      Kristinn Andersen vék hér af fundi. Varamaður hans, Rósa Guðbjartsdóttir, tók sæti hans á fundinum.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka fyrirliggjandi tilboði í Hrauntungu 5.

    • 2003529 – Gjáhella 4, nýr lóðarleigusamningur

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Lóðarleigusamningur um lóðina Gjáhellu 4. Lóðirnar Gjáhella 2 og 4 voru sameinaðar og tók deiliskiplagsbreyting gildi 3. mars 2020. Framlagður lóðarleigusamningur er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2003546 – Álfhella 10, nýr lóðarleigusamningur

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Lóðarleigusamningur um lóðina Álfhellu 10. Lóðirnar Álfhella 10 og Einhella 7 voru sameinaðar og tók deiliskiplagsbreyting gildi 3. mars 2020. Framlagður lóðarleigusamningur er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2003459 – Kaldárselsvegur K1, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings Kaldárselsvegur K1. Fasteignanúmer F2076644

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1804516 – Sólvangsvegur 2, lóðarleigusamningur

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Lagður fram lóðarleigusamningur um Sólvangsveg (Sólvang). Lóðarleigusamningur er samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2002520 – Berghella 1H, umsókn um lóð dreifistöð

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.

      Á fundi bæjaráðs 26. mars sl. var samþykkt að lóðinni yrði úthlutað til HS Veitna hf og jafnframt að unnin yrði deiliskipulagsbreyting á lóðinni.

      Deiliskipulag hefur verið unnið og öðlaðist það gildi 20. apríl 2020.

      Tillaga liggur fyrir fundinum:
      “Bæjarráð vísar úthlutun lóðarinnar til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.”

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Berghella 1H til HS veitna hf. sem og fyrirliggjandi lóðarleigusamning vegna lóðarinar.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Tekin fyrir að nýju aðgerðaráætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna Covid-19. Lagðar fram tillögur og bókanir frá nefndum og ráðum.

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.apríl sl.
      Tekin til umræðu á ný aðgerðaráætlun vegna Kórónuveirufaraldursins sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1.4.2020. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur varðandi 3. og 6. lið framlagðar aðgerðaráætlunar fyrir 1. maí næstkomandi. Lögð fram greinagerð um stöðu skipulagsverkefna.

      Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur varðandi 3. og 6. lið framlagðrar aðgerðaráætlunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegna COVID-19 faraldursins. Í framlögðu yfirliti skipulagssviðs „Staða verkefna apríl 2020“ kemur fram að fjölbreytileiki og umfang verkefna sviðsins er mikið nú þegar, auk þess sem fjöldi verkefna berast á borð starfsmanna sviðsins daglega. Fyrirséð eru aukin verkefni sviðsins og mun samkvæmt því þurfa að halda óbreyttri fjárhagsáætlun um aðkeypta skipulagsvinnu. Töluverð uppbygging; skynsamleg og kröftug er framundan í Hafnarfirði sem taka verður tillit til. Skipulags- og byggingarráð þakkar starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs fyrir gott og óeigingjarnt starf við krefjandi aðstæður.

      1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.apríl sl.
      Kynntar tillögur að verkefnum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur dags. 22.4.2020 sem fyrsta skref í aðgerðum vegna Covid 19 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Fulltrúi Samfylkingar, Friðþjófur Karlsson, situr hjá við þessa afgreiðslu og bókar: Þessi fyrstu skref hvað varðar fjárfestingar og framkvæmdir þurfa að vera stærri að mínu mati. Eins finnst mér að umhverfismál fái alls ekki nægjanlegt vægi í þessum tillögum. Það sama á við um það sem gert er ráð fyrir að setja í auknar framkvæmdir við viðhald á fasteignum bæjarins á þessu stigi málsins.

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.apríl sl.
      Farið yfir stöðu mála á samþykktir aðgerðaráætlun bæjarstjórnar.

      Til fundarins mæta, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs,Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Sigurður Nordal hagfræðingur.

      Eftirfarandi tillögur liggja fyrir fundinum til afgreiðslu:

      “Bæjarráð samþykkir að fasteignin Vesturgata 8 verði sett í sölumeðferð.”
      “Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum hf sem er 15,42% með það að markmiði að hlutabréf sveitarfélags verði seld.”

      Farið yfir stöðu verkefna sem lögð eru til í aðgerðaáætlun Hafnarfjarðarbæjar vegna COVID-19. Sviðsstjórar gerðu grein yfir framgangi mála á hverju sviði fyrir sig. Rædd voru efnahagsleg og félagsleg áhrif, tekjufall og kostnaðarauka sem til fellur á Hafnarfjarðarbæ vegna Kórónuveirufaraldursins.
      Meðal annars var farið yfir fjölda tillagna að nýsköpunarverkefnum og skapandi störfum sem borist hafa sem veita eiga viðspyrnu í atvinnu- og menningarlífi bæjarins.

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir störfum og umræðum innan almannavarna höfuðborgarsvæðisins sem og minnisblaði sem stjórn SSH sendi fjármála- og efnhagsráðherra um stöðu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálastjóri fór yfir fjármögnunarmöguleika bæjarfélagsins og þá vinnu sem í gangi er vegna væntanlegrar lántöku.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þegar verði hafnar framkvæmdir við gatnagerð nýbyggingarhverfa/þéttingu byggðar sem tilteknar eru m.a. í 7. tl. tillagna sem samþykktar voru á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22. apríl 2020. Breytingu á fjárhagsáætlun er vísað til næstu viðaukagerðar.

      Bæjarráð samþykkir að fasteignin Vesturgata 8 verði sett í sölumeðferð.

      Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum hf sem er 15,42% með það að markmiði að hlutabréf sveitarfélags verði seld.

      Síðasta tillagan samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta. Fulltrúi Samfylkingarinnar greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi Bæjarlistans situr hjá.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Samfylkingarinnar styður ekki framkomna tillögu um að hafinn verði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum.
      Þrátt fyrir þær efnahagslegu áskoranir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir er sala á samfélagslega mikilvægri grunnþjónustu í hendur einkaaðila ekki rétta leiðin til að standa undir auknum útgjöldum sem þeim munu fylgja.
      Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnrafjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila.
      Mikilvægt er að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu og þess vegna er hluturinn samfélagslega mikilvægur. Því leggst Samfylkingin gegn því að hluturinn verði seldur til einkaaðila.
      Tímasetning sölu nú getur tæplega talist góð í ljósi aðstæðna og eins má draga í efa hvort sala á eignarhlut bæjarins í HS Veitum sé fjárhagslega betri kostur en lántaka miðað við núverandi markaðskjör og framreiknaðar arðgreiðslur til lengri tíma.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

      Sigurður Þ. Ragnarsson fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn almennri sölu á 15,42% hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS-veitum. Fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að beðið verði með að selja hlut bæjarins þar til fyrir liggur hvort og þá hverjar aðgerðir ríkisvaldsins verði til handa sveitarfélögunum vegna heimsfaraldursins, Covid 19. Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýsingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.

      Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi. Það er mikilvægt að gætt verði að almannahagsmunum verði farin sú leið að selja eignarhlut Hafnarfjarðar í HS veitum. Aðstæður gefa ekki von um að hámarksverð fáist fyrir hlutinn. Afstaða Viðreisnar mun ráðast af þeim kjörum sem mun fást fyrir hlutinn
      Jón Ingi Hákonarson

      Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:

      Tillaga um að setja hlut Hfj í HS veitum í söluferli kemur fram með afar stuttum fyrirvara og litlu svigrúmi til umræðu vegna trúnaðarkvaða. Ákvörðunin á sér margar hliðar, bæði tengt hlutverki slíkra samfélagsinnviða almennt og gildi eignarhaldsins fyrir Hafnarfjörð sértækt. Fulltrúi Bæjarlistans situr því hjá í málinu í dag.

      Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir að eftirfarandi tillaga verði sett undir mál 2003508 Covid 19, aðgerðaráætlun:

      Tillaga um breytingu á reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa
      Lögð fram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 29. apríl 2020
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa verði breytt áður en kemur til fyrirhugaðra hækkana á þingfararkaupi þann 1. maí nk. þannig að sú hækkun hafi ekki áhrif á þóknun til kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði.
      Lagt er til að viðmiðunarfjárhæð sú sem þóknun til kjörinna fulltrúa byggir á verði fest í þeirri krónutölu sem nú er og taki framvegis breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna ár hvert. Ekki komi til neinna hækkana fyrr en í fyrsta lagi árið 2021.

      Greinargerð:
      Sumarið 2017 var reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ breytt þannig að þær tækju mið af þingfararkaupi. Ein helsta forsenda breytingarinnar var sú að kjörnir fulltrúar þyrftu ekki sjálfir að taka ákvarðanir um sín laun.
      Sumarið 2018 samþykkti Alþingi að leggja kjararáð niður til þess að skapa aukna sátt á vinnumarkaði um launaákvarðanir æðstu embættismanna og taka laun þessara aðila nú breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Íslands fyrir næstliðið almanaksár.
      Við þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru vegna Covid-19 þurfa allir að leggjast á eitt. Í aðgerðaráætlun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegna faraldursins var því vísað til allra stoðsviða bæjarins að leggja fram tillögur sem miða að því að lækka rekstrarkostnað svo bregðast megi við auknum útgjöldum sem eru óhjákvæmileg. Í því ljósi er eðlilegt að kjörnir fulltrúar leggi sitt af mörkum og taki ekki við launahækkunum fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 eða á meðan efnahagsleg áhrif Covid-19 vara. Tillagan gengur út á það að viðmiðunarfjárhæð sú sem þóknun til kjörinna fulltrúa byggir á verði fest í þeirri krónutölu sem nú er og taki framvegis breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna ár hvert.
      Hækkun á þingfararkaupi sem átti að verða þann 1. júlí 2019 var frestað í tengslum við gerð lífskjarasamninga en á að koma til framkvæmda þann 1. maí nk. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að samband útreiknaðrar þóknunar til kjörinna fulltrúa við þingfararkaup verði rofið áður en til þeirrar hækkunar kemur.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir.

      Fundarhlé kl. 16:38. Fundi framhaldið kl. 16:52.

      Einnig taka til máls Guðlaug Kristjánsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Jón Ingi.

      Einnig tekur til máls Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni og svarar Bjarney Grendal andsvari.

      Þá tekur Adda María til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Adda María andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar öðru sinni.

      Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls. Til andsvars kemur Adda María.

      Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Einnig kemur Adda María til andsvars og svarar Friðþjófur næst andsvari.

      Forseti ber næst upp tillögu frá bæjarráði dags. 22. apríl sl. um að hafnar verði framkvæmdir við gatnagerð nýbyggingarhverfa/þéttingu byggðar sem tilteknar eru m.a. í 7. tl. tillagna sem samþykktar voru á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 22. apríl 2020. Eru tillögurnar samþykktar samhljóða.

      Forseti ber upp fyrirliggjandi tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um breytingu á reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að umrædd tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar verði vísað til Forsetanefndar. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

      Ber forseti þá upp framkomna tillögu um að vísa tillögunni til Forsetanefndar upp til atkvæða.

      Fundarhlé kl. 18:43. fundi framhaldið kl. 18:59.

      Er tillaga um að vísa tillögunni til forsetanefndar felld þar sem Adda María, Friðþjófur Helgi, Guðlaug, Jón Ingi, Bjarney greiða atkvæði með tillögunni en 6 fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni.

      Forseti ber upp þá upp á ný fyrirliggjandi tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um breytingu á reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa. Er tillagan felld þar sem Adda María, Friðþjófur Helgi, Guðlaug, Jón Ingi, Bjarney greiða atkvæði með tillögunni en 6 fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn tillögunni.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans mótmælir harðlega ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að setja hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Veitum í söluferli. Undirrituð sat hjá við afgreiðsluna í bæjarráði vegna skamms aðdraganda að umfjölluninni, en er eftir nánari skoðun á málinu algjörlega andvíg því að setja hlut bæjarins á sölu.
      Árið 2014 seldu nokkur sveitarfélög 34% hlut til fagfjárfesta, nú HSV eignarhaldsfélag slhf.
      Frá þeim tíma hafa arðgreiðslur frá HS Veitum aukist til muna og árið 2015 breytti félagið síðan formi þeirra greiðslna á þann veg að í stað þess að greiða út arð hefur félagið keypt eigin bréf. Yfirlýst markmið þeirrar breytingar er að forðast að greiða fjármagnstekjuskatt í ríkissjóð, sem nemur nú 22%.
      Sé litið sérstaklega til HSV eignarhaldsfélags slhf má sjá að það hefur þegar fengið helming kaupverðsins frá 2014 endurgreiddan. Á móti þeim 3.140 milljónum króna sem kaupin í veitunum kostuðu árið 2014 hafa komið um 1.684 milljónir, þar af einungis 310 milljónir á skattskyldu formi. Þessi þróun í meðferð á almannafé mun að líkindum aðeins aukast með frekari sölu til fagfjárfesta og bæjarfulltrúi Bæjarlistans vill ekki taka þátt í að auka úttektir einkaaðila á arði úr einokunarfyrirtæki í grunnþjónustu eins og veiturnar eru.
      Mögulegan framtíðarhagnað fyrirtækisins vil ég frekar sjá renna til bæjarbúa á formi lægri iðgjalda, aukins raforkuöryggis eða inngreiðslna í bæjarsjóð, heldur en til þess að niðurgreiða fjárfestingar fagfjárfesta.
      Fjárfesting lífeyrissjóða í veitufyrirtækjum þykir undirritaðri jafnframt misráðin aðgerð, í ljósi ávöxtunarkröfu sjóðanna af fjárfestingum sínum, en arður af veitum er fyrst og fremst sóttur til notenda á formi iðgjalda.
      Eign eins og sú sem hér um ræðir, sem hefur tvöfaldast að verðgildi undanfarin 6 ár, auk þess að hafa skilað yfir 700 milljónum inn í bæjarsjóð á sama tíma verður aðeins seld einu sinni og ég sem bæjarfulltrúi vil ég ekki vera aðili að því að afsala henni úr höndum Hafnfirðinga.

      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins er á móti því að hlutur Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS-veitum verði settur á almenna sölu. Fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að beðið verði með að selja hlut bæjarins þar til fyrir liggur hvort og þá hverjar aðgerðir ríkisvaldsins verði til handa sveitarfélögunum vegna heimsfaraldursins, Covid 19. Komi enginn björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Bæjarfulltrúi Miðflokksins hafnar algjörlega frekari einkavæðingu á orkuinnviðum í þessu tilviki dreifikerfi HS-veitna. Með sölunni eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar auk þess sem þetta er örugg tekjulind fyrir bæinn. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn því að af almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum verði

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókunum:

      Bókun vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggjast alfarið gegn því að hafinn verði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagins í HS Veitum og ítreka bókun sem lögð var fram á seinasta fundi bæjarráðs, svohljóðandi:

      Þrátt fyrir þær efnahagslegu áskoranir sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir er sala á samfélagslega mikilvægri grunnþjónustu í hendur einkaaðila ekki rétta leiðin til að standa undir auknum útgjöldum sem þeim munu fylgja.
      Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnrafjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila.
      Mikilvægt er að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu og þess vegna er hluturinn samfélagslega mikilvægur. Því leggst Samfylkingin gegn því að hluturinn verði seldur til einkaaðila.
      Tímasetning sölu nú getur tæplega talist góð í ljósi aðstæðna og eins má draga í efa hvort sala á eignarhlut bæjarins í HS Veitum sé fjárhagslega betri kostur en lántaka miðað við núverandi markaðskjör og framreiknaðar arðgreiðslur til lengri tíma.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Bókun vegna tillögu um breytingu á reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa

      Fulltrúar Samfylkingarinnar lýsa yfir vonbrigðum með að tillaga um breytingu á reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa sé felld af fulltrúum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

      Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru vegna Covid-19 þurfa allir að leggjast á eitt. Stoðsvið bæjarins hafa lagt mikla vinnu í að rýna hvaða aðhaldsaðgerða sé hægt að grípa til svo bregðast megi við auknum útgjöldum sem óhjákvæmilegt er að verði vegna faraldursins. Í því ljósi er eðlilegt að kjörnir fulltrúar leggi sitt af mörkum og taki ekki við launahækkunum á meðan það ástand varir.

      Afgreiðslan í dag veldur okkur því miklum vonbrigðum.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun vegna sölu meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á eignarhluta sínum í HS veitum.

      Fulltrúi Viðreisnar styður ekki sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum.
      Ástæður þess eru:
      1. Dreifing rafmagns og vatns eru innviðir sem lúta ekki lögmálum samkeppni.
      2. Dreifing á tekjustofnum sveitarfélagsins er mikilvægur liður í að draga úr áhættu í rekstri sveitarfélagsins.
      3. Það er mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að hafa áhrif á uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Hafnarfjörður gerir það best með því að eiga sæti við borðið.
      4. Væntar arðgreiðslur til framtíðar eru töluvert miklar og því ekki skynsamlegt að afsala sér þeim.
      5. Tímasetning sölunnar er slæm og ber brátt að og er ekki til þess fallinn að hægt sé að fá viðunandi verð. Gjörningurinn er þess eðlis að hann ekki síður stefnumótandi þáttur þegar kemur að rekstri sveitarfélagsins, hann er ekki eingöngu viðskiptalegs eðlis. Slíka stefnumótun þarf að ræða í þaula, án þess að bæjarfulltrúar séu settir undir pressu.
      6. Það að selja gullgæsina sína til að fela slæman rekstur er ekki í anda Viðreisnar. Heilbrigðara er að taka á langvarandi rekstrarvanda sveitarfélagsins með því að aðlaga reglulegar tekjur að reglulegum útgjöldum. Einungis þannig verður rekstur sveitarfélagsins sjálfbær og heilbrigður. Einskiptis söluhagnaður mun ekki laga óheilbrigðan rekstur.
      7. Viðreisn telur brýnt að bíða eftir aðgerðapakka stjórnvalda varðandi stuðning við sveitarfélögin í landinu. Þessi sala er ber því miður vott um stefnuleysi, skorti á hugmyndaauðgi og nauðsýnlegu hugrekki til að ráðast í nauðsýnlegar aðgerðir til að koma rekstri sveitarfélagsin í horf og með því leysa úr læðingi þá möguleika sem að Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða.

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókunum:

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggur fram eftirfarandi bókánir:

      Í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu og fyrirsjáanlegt tekjufall og kostnaðarauka því samhliða er það ábyrgðarhluti að kanna allar leiðir til að bregðast við og draga úr því fjárhagslega áfalli sem óneitanlega blasir við. Sviðsmyndir um efnahagsleg áhrif kórónufaraldursins verða sífellt dekkri og ljóst að margra milljarða gat þarf að brúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Möguleg sala eigna, lántökur og aðhaldsaðgerðir eru á meðal þeirra viðbragða sem grípa þarf til, til að verja þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, veita viðspyrnu í atvinnu- og menningarlífi og viðhalda áætluðu framkvæmdastigi. Nú er verið að kanna hvaða verð fengist fyrir 15,4% hlut bæjarins í HS-Veitum og hvort mun reynast hagkvæmara að selja hlutinn eða taka í staðinn enn hærri lán. HS-Veitur sjá einungis um að dreifa rafmagni til bæjarins, orkan sjálf er keypt annars staðar frá. Það skal tekið fram að verðlagning á dreifingu rafmagns er bundin í lög og háð ströngu opinberu eftirliti. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur því ekki áhrif á verð á rafmagni til íbúa og fyrirtækja bæjarins.

      Bókun vegna tillögu um breytingu á reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa:

      Árið 2017 samþykkti bæjarstjórn að taka ákvörðun um laun bæjarfulltrúa úr höndum bæjarstjórnar, eins og verið hafði, og voru þá upplýsingar um launakjör bæjarfulltrúa, sem staðið hafa óbreytt frá þeim tíma, birtar á vef bæjarins þar sem þær liggja fyrir.
      Með tillögu Samfylkingarinnar um lækkun launa er sleginn nýr tónn, sem ekki hefur heyrst áður, um leiðir til að bregðast við veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Í stað þess að hverfa aftur til handvirkra launatilfæringa fyrri tíma horfum við fram á veginn og leggjum áherslu á vinnu að þeim verkefnum og tækifærum sem bætt geta hag og velferð heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir bæjarráðs frá 8. og 22.apríl sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 25.mars og 8.apríl sl.
      b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30. mars sl.
      c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 24.mars og 17.apríl sl.
      d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.mar sl.
      e. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 17.febr., 3., 13.,23. og 30.mars sl.
      f. Fundargerðir stjórnar SSH frá 13.,14.,15.,16.,17.,19. og 23.mars og 7.apríl sl.
      g. Fundargerð 22.eigendafundar Strætó bs. frá 25.mars sl.
      h. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 22.mars, 3. og 17.apríl sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8. og 22.apríl sl.
      a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 11.mars sl.
      b. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 17.febr.,3.,13., 23. og 30.mars sl.
      c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. og 22.mars og 3.apríl sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 8. og 24.apríl sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 7., 21. og 27.apríl sl.
      Fundargerðir fræðsluráðs frá 8.,20. og 22.apríl sl.
      a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 1. og 15.apríl sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 27.apríl sl.

Ábendingagátt