Bæjarstjórn

16. september 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1853

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Sigrún sverrisdóttir.

Forseti setti fundinn og stýrði honum en í upphafi fundar bar hann upp tillögu um að taka mál nr. 2008622 – Eskivellir 11, íbúð 0404, kaup, sem var á útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá og var tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Sigrún sverrisdóttir.

Forseti setti fundinn og stýrði honum en í upphafi fundar bar hann upp tillögu um að taka mál nr. 2008622 – Eskivellir 11, íbúð 0404, kaup, sem var á útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá og var tillagan samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 1906213 – Völuskarð 20, umsókn um lóð, úthlutun, skil lóðar

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 20 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir skil lóðar að Völuskarði 20 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2009199 – Völuskarð 32, umsókn um lóð

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   Lögð fram umsókn frá Ragnari Kaspersen þar sem sótt er um lóð nr. 32 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 32 verði úthlutað til Ragnars Kaspersen.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2003051 – Malarskarð 12-14, lóðarumsókn

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   Lögð fram umsókn um lóðina nr. 12-14 við Malarskarð. Umsækjendur eru Jónína Berglind Ívarsdóttir og Hilmar K. Larsen og Ívar Björn H. Larsen og Magdalena Larsen.

   Bæjarráð leggur til við bæjastjórn að lóðinni nr. 12-14 við Malarskarð verði úthlutað til Jónínu Berglindar Ívarsdóttur og Hilmars K. Larsen og Ívars Björns H. Larsen og Magdalenu Larsen.

   Samþykkt samhljóða.

  • 2009137 – Hádegisskarð 25,umsókn um lóð

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   Lögð fram umsókn Nýsmíði ehf. um lóðina nr. 25 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 25 við Hádegisskarð verði úthlutað til Nýsmíði ehf.

   Samþykkt samhljóða.

  • 2009136 – Hádegisskarð 27,umsókn um lóð

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   Lögð fram umsókn Nýsmíði ehf. um lóðina nr. 27 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 27 við Hádegisskarð verði úthlutað til Nýsmíði ehf.

   Samþykkt samhljóða.

  • 2008273 – Drangsskarð 11, Umsókn um lóð

   12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   Lögð fram umsókn Mission á Íslandi ehf um lóðina nr. 11 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 11 vð Drangsskarð verði úthlutað til Mission á Íslandi ehf með fyrirvara um að lagður verði fram ársreikningur félagsins áritaður af löggiltum endurskoðanda fyrir fund bæjarstjórnar.

   Samþykkt samhljóða.

  Fundargerðir

  • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 9.september sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 2.september sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 10.september sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl.
   b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.ágúst sl.
   c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.september sl.
   d. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.ágúst sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 11.september sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.september sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.september sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 14.september sl.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir lið 7 í fundargerð fjölskylduráðs frá 11. september sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

   Þá tekur Friðþjófur helgi Karlsson til máls undir sama lið.

   Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls undir 5. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 8. september sl. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls öðru sinni undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 11. september sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Ábendingagátt