Bæjarstjórn

30. september 2020 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1854

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir varamaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Helgu Ingólfsdóttir en í þeirra stað sitja fundinn Sigrún Sverrisdóttir og Guðbjörg Oddný Jónasardóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjartjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 11 á útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá fundarins, þar sem umsækjandi hafði dregið umsókn um lóð til baka fyrir fund bæjarstjórnar.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari stjórnsýslusviðs og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Helgu Ingólfsdóttir en í þeirra stað sitja fundinn Sigrún Sverrisdóttir og Guðbjörg Oddný Jónasardóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjartjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 11 á útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá fundarins, þar sem umsækjandi hafði dregið umsókn um lóð til baka fyrir fund bæjarstjórnar.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Lögð fram beiðni frá Öddu Maríu Jóhannsdóttur bæjarfulltrúa.

   Bæjarstjórn samþykkir að létta af bæjarfulltrúa Öddu Maríu Jóhannsdóttur störfum til 1. nóvember nk. Varamaður Sigrún Sverrisdóttir tekur sæti í bæjarstjórn sem aðalmaður þann tíma. Friðþjófur Helgi Karlsson verður aðalmaður og Sigrún Sverrisdóttir varamaður í bæjarráði þann tíma og þá tekur Friðþjófur Helgi sæti í forsetanefnd þann tíma.

   Auk þess samþykkir bæjarstjórn breytingar á skipan umhverfis- og framkvæmdaráðs þannig að Sverrir Jörstad Sverrisson Sunnuvegi 11 verður aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði og Friðþjófur Helgi Karlsson Norðurbakka 5 verði varamaður.

  • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

   2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 28.september sl.
   Farið yfir vinnu að endurskoðun samþykkta. Til afgreiðslu.

   Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

   Forsetanefnd vísar breyttum samþykktum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Annar varaforseti Ágúst Bjarni Garðarsson tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur Kristinn Andersen og ber upp tillögu um að fyrri afgreiðslu verði frestað.

   Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

   Framangreind tillaga um frestu fyrri umræðu er svo samþykkt samhljóða.

  • 2005141 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Kaldársels, Kaldárbotna og Gjárna. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á fyrirkomulagi og stækkun bílastæða.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kaldársels, Kaldárbotna og Gjárna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2009385 – Sléttuhlíð, breyting á skipulagsmörkum

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Lögð fram tillaga að breyttum skipulagsmörkum deiliskipulags Sléttuhlíðar vegna breytinga á deiliskipulagi Kaldársels, Kaldárbotna og Gjárna.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttum skipulagsmörkum Sléttuhlíðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

   7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.9.2020.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans og Samfylkingar bóka: Ábendingar Skipulagsstofnunar staðfesta þau varnaðarorð sem fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans og Samfylkingar hafa haft varðandi þetta verkefni undanfarin misseri. Deiliskipulag fyrsta áfanga við Hraunin víkur frá faglegu undirbúningsferli rammaskipulags hverfisins og fylgir ekki þeirri heildarsýn og þeim gæðaviðmiðum sem voru sett fram þar. Nær allar athugasemdir Skipulagsstofnunnar má rekja til þeirrar ákvörðunar að víkja frá hugmyndafræði rammaskipulagsins.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
   Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar. Að þessu sögðu teljum við rétt og mikilvægt að brugðist verði við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.

   Ingi Tómason tekur til máls.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Einnig tekur Ingi Tómasson til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson. Ingi svarar andsvari og Jón Ingi kemur til andsvars öðru sinni.

   Þá tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum meirihluta og miðflokksins en fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar greiða atkvæði á móti.

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Bæjarlista, Viðreisnar og Samfylkingar taka undir bókun fulltrúa flokkanna í Skipulags- og byggingarráði.

   Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
   Jón Ingi Hákonarson
   Friðþjófur Helgi Karlsson
   Sigrún Sverrisdóttir

   Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
   Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar. Að þessu sögðu teljum við rétt og mikilvægt að brugðist verði við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.

  • 2007683 – Hraunhvammur 8, stækkun á lóð

   11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.september sl.
   Á fundi bæjarráðs þann 16. júlí var tekið jákvætt í fyrirspurn er varðar lóðarstækkun við Hraunhvamm 8. Umsókn um lóðarstækkun barst 27.7.sl. og var erindið grenndarkynnt þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi á ummræddu svæði. Nágrannar staðfesta með undirritun sinni er barst 10.9.2020 að þeir gera ekki athugasemd við breytta stærð lóðar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   Lagður fram viðauki nr. III. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mæta til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til samþykktar í bæjarsjórn.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Friðþjófur Helgi Karlsson kemur til andsvars. Einnig kemur til andsvars Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Guðbjörg Oddný Jónasdóttir tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

  • 2001274 – Lántökur 2020

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
   Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 932.000.000.- kr. til 35 ára, með lokagjalddaga 2055 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Af lánsfjárhæð er um 320 m.kr. til að ljúka fjármögn á erlendu kúluláni sem er á eindaga á árinu og 612 m.kr. vegna fjármögnunar Skarðshlíðarskóla. Verkefnin hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja heimild til skammtímafjármögnunar allt að 947 milljónir króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 1,2% vexti óverðtryggt, mv. stöðuna í dag og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun á langtímaláni vegna fjármögnunar á byggingu á Skarðshlíðarskóla. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

   Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

   Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um lántöku.

  • 2009518 – Arnarhraun 50, búsetukjarni

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   Lagður fram húsaleigusamningur um Arnarhraun 50 á milli Heimilanna íbúðafélgs hses og Hafnarfjarðarkaupstaðar til afgreiðslu.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning um Arnarhraun 50 á milli Heimilanna íbúðafélags hses og Hafnarfjarðarkaupstaðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2009158 – Tinnuskarð 5,umsókn um lóð

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   Lögð fram umsókn Guðmundar Leifssonar og Kristrúnar Runólfsdóttur um lóðina nr. 5 við Tinnuskarð.

   Sótt er um lóðina nr. 3 við Tinnuskarð sem varalóð nr. 1 og lóðina nr. 5 við Völuskarð sem varalóð nr. 2.

   Þrjár umsóknir eru um lóðina Tinnuskarð 5 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn umsækjendanna Guðmundar Leifssonar og Kristrúnar Runólfsdóttur.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarð 5 verði úthlutað til Guðmundar Leifssonar og Kristrúnar Runólfsdóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar Tinnuskarð 5.

  • 2009264 – Búðahella 6, umsókn um lóð

   13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   Lögð fram umsókn um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Búðarhellu. Umsækjandi Pétur Ólafsson byggverktak ehf

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 6 við Búðarhellu verði úthlutað til Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar Búðarhellu 6.

  • 2009263 – Búðahella 4, umsókn um lóð

   14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   Lögð fram umsókn um atvinnuhúsalóðina nr. 4 við Búðarhellu. Umsækjandi Pétur Ólafsson byggverktak ehf

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 4 við Búðarhellu verði úthlutað til Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar Búðarhellu 4.

  • 2009617 – Málefni flóttamanna

   Til umræðu.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til að taka á móti einstaklingum sem tilheyra barnafjölskyldum og einnig fylgdalausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fjölskyldna og fylgdarlausu barna.

   Rökstuðningur:
   Með þessari yfirlýsingu erum við að bregðast við þeirri miklu neyð sem ríkir í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Með henni eru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði einnig að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag þar sem öll starfsemi sveitarfélagsins er m.a. metin út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
   Í Hafnarfirði hefur byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hefur bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega.
   Aðstæður í flóttamannabúðunum á Lesbos eru skelfilegar og þar búa börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja. Því er mikilvægt að við sem erum í færum til aðstoða börn í þessari miklu neyð gerum það.

   Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

   Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarson til máls.

   Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu á framkominni tillögu milli funda. Er tillagan samþykkt samhljóða.

   Friðþjófur Helgi gerir grein fyrir atkvæði sínu.

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Það standa yfir þjóðflutningar í heiminum. Slíkt hefur gerst áður í mannkynssögunni. Ástæður þjóðflutninga hafi aldrei verið ævintýraþrá eða tækifærismennska í fólki. Ástæðurnar eru – og hafa verið – þær að ekki er lengur hægt að lifa í upprunalandinu og neyðin rekur fólk af stað í átt til sjálfsbjargar.
   Hafnarfjörður hefur undanfarin ár verið í fararbroddi meðal sveitarfélaga í móttöku og þjónustu við viðkvæma hópa flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Slík framsýni er ekki bara mannúðleg og öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar, heldur líka til þess fallin að efla sveitarfélagið í þessu framtíðarverkefni, sem mun án efa halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð.
   Það er og verður mín skoðun að þegar við stöndum frammi fyrir því að annað hvort draga úr þjáningum í veröldinni eða auka á þær þá eigum við að gera allt sem við getum til að vinna að því fyrrnefnda. Nóg er víst samt.

   Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

  Fundargerðir

  • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23.september sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 23.september sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16.september sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 24.september sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 9.september sl.
   b. Fundargerð 24.eigendafundar Strætó bs. frá 7.september sl.
   c. Fundargerð 25.eigendafundar Sorpu bs. frá 7.september sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 25.september sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.sepember sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 28.september sl.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir fundargerðum fjölskylduráðs frá 25. september sl. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls undir sömu fundargerð Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls undir 16. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 22. september sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig kemur til andsvars Ingi Tómasson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd.

Ábendingagátt