Bæjarstjórn

14. október 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1855

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir varamaður

Mættir til fjarfundar eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir til fjarfundar eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Breytingar í menningar- og ferðamálnefnd:

   Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11 kemur inn sem aðalmaður
   Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Hringbraut 75 verður varamaður

   Samþykkt samhljóða.

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl.
   Lagt fram á ný erindi Norðurhellu 13 um breytingu á skipulagi svæðisins. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

   Skipulags og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi með það að markmiði að breyta landnotkun fyrir lóðirnar Norðurhellu 13-15-17-19 og Suðurhellu 12-14 í blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson sem og Sigurður Þ. Ragnarsson sem leggur fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað.

   Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Sigurður Þ. svarar andsvari.

   Til máls öðru sinni tekur Ingi Tómasson og til andsvars kmeur Sigurður Þ.

   Ágúst Bjarni tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ágúst Bjarni svarar andsvari og Sigurður kemur til andsvars öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ingi Tómasson.

   Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson og kemur Ágúst Bjarni til andsvars. Einnig kemur Ingi tómasson til andsvars við ræðu Friðþjófs. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars.

   Kristinn Andersen forseti ber um framkomna tillögu m frestun á afgreiðslu málsins milli funda og er tillagan samþykkt samhljóða.

   Friðþjófur Helgi Karlsson gerir grein fyrir atkvæði sínu sem og Ágúst Bjarni Garðarsson.

  • 2008009 – Hvaleyri , golfklúbburinn Keilir, breyting á deiliskipulagi

   4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl.
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 11. ágúst sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Golfklúbbsins Keilis, erindinu var vísað til staðfestingar í bæjarsjórn sem staðfesti afgreiðslu ráðsins. Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með vísan í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2009429 – Skarðshlíð 3. áfangi, breyting á deiliskipulag

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl.
   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 16.9.2020 um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga. Breytingin snýr að niðurfellingu á helgunarsvæði fyrir raflínur.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Ingi Tómasson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl.
   Lögð fram rammaáætlun vegna Hamranes.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða rammaáætlun Hamraness og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2009443 – Suðurgata 36, deiliskipulag

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl.
   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar umsókn Kristins Ragnarssonar f.h. eigenda dags. 15.9.2020 um breytt deiliskipulag til skipulags- og byggingarráðs. Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir fjölgun íbúða þ.e. að á jarðhæð verði heimilað að fá samþykktar
   tvær íbúðir þannig að íbúðum á lóð fjölgi úr tveimur íbúðum í þrjár.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Tillagan verður auk þess grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur andsvari. Ingi kemur til andsvars öðru sinni. kemur.

   Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 greiddum atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir sitja hjá.

   Friðþjófur Helgi kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við ákvörðun þessa. Við teljum mikilvægt að hugað sé vel að því að þjónustu- og verslunarhúsnæði sé til staðar í öllum hverfum bæjarins þar sem hugað er að þéttingu. Nærþjónusta er afar mikilvæg í uppbyggingu hvers hverfis svo þau geti orðið sjálfbær. Slíkri sjálfbærni hverfa fylgir aukin lífsgæði þeirra íbúa sem þau byggja. Í þessu máli er einnig mikilvægt að horfa til þess að óljóst er hvernig bílastæðamálum verði háttað. Við teljum einnig að mikilvægt sé að hlusta á áhyggjur íbúa götunnar sem komið hafa fram.

   Friðþjófur Helgi Karlsson
   Sigrún Sverrisdóttir

  • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

   10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.október sl.
   Lögð fram skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagslýsingin fari til kynningar og umsagnar samkvæmt kafla ?4.3 ÁBENDINGAR OG ATHUGASEMDIR VIÐ LÝSINGU? Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning og kostnaðargreiningu að gerð vinnslutillögu aðalskipulagsins. Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 er auk þess vísað til bæjarstjórnar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

   1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.október sl.
   Lagt fram á ný bréf Skipulagsstofnunar frá 18.09.2020 ásamt uppfærðum gögnum aðalskipulagsbreytingarinnar.

   Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir framlögð gögn með vísan til 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans eru mótfallnir tillögunni.

   Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans bóka eftirfarandi:

   Í framlögðum greinargerðum við aðal- og deiliskipulags Hraun vestur, Gjótur er verið að bregðast við alvarlegum ábendingum Skipulagsstofnunnar varðandi skipulagið. Enn og aftur er aðal- og deiliskipulag svæðisins til umfjöllunar í ráðinu og ekki í fyrsta skipti sem Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við skipulag hverfisins.

   Óvönduð og ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans hafa leitt til þess að uppbygging á Hraununum hefur tafist fram úr hófi og eru því miður ekki eina dæmið um hæga uppbyggingu í Hafnarfirði. Engin framtíðarsýn liggur fyrir um áframhaldandi uppbyggingu eða ásýnd hverfsins, því samþykktu rammaskipulagi sem unnið var í samráði við og kynnt íbúum er ekki fylgt. Nú sem fyrr berast engin svör frá meirihlutanum hvort næstu reitir innan rammaskipulags Hrauna muni fylgja rammaskipulaginu eða hvort þetta deiliskipulag verði fjölfaldað um öll hraunin með óhóflegu byggingarmagni, bílastæðum og án grænna svæða eða nauðsynlegri grunnþjónustu.

   Hér er verið að taka mikilvæg skref til uppbyggingar íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis og mikilvægt að vel sé vandað til verka svo ekki verði frekari tafir á uppbyggingu í Hafnarfirði.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Hér er verið að bregðast við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar. Unnið hefur verið ötullega að því að skipuleggja nýbyggingarsvæði ásamt þéttingarreitum á kjörtímabilinu. Nú þegar rúm tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu hefur lóðum undir mörg hundruð íbúðir verið úthlutað í bland við verslun og þjónustu, m.a. á Hraun vestur. Við Hafnfirðingar munum sjá kröftuga – en ekki síður skynsamlega – uppbyggingu íbúðarhúsnæðis víðsvegar um bæinn á næstu mánuðum. Þar tala staðreyndirnar sínu máli.

   Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi tillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar.

   Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans bóka:

   Ekki er ljóst hvaða staðreyndir eiga að tala sínu máli sem kemur fram í bókun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Í síðustu talningu Samtaka Iðnaðarins voru einungis 164 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði sem er mun minna en í samanburðarsveitafélögum.

   Í bókun meirihlutans er svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins notað sem réttlæting fyrir skipulagi sem er lakara að gæðum en flestir þéttingarreitir sem unnið er að á höfuðborgarsvæðinu.

   Það er ekkert í svæðisskipulaginu sem kallar eftir jafn óhóflegu byggingarmagni, skuggamyndun og bílastæðasöfnun og hér er lagt til.

   Byggingarmagn sem hefði fylgt forskrift rammaskipulagsins hefði í alla staði verið meira í takt við markmið svæðisskipulagsins heldur en þetta afmarkaða deiliskipulag sem brýtur gegn flestum ef ekki öllum markmiðum þess um vandaða gæðabyggð.

   Þó að greinagerð aðalskipulagssins geri ráð fyrir leik- grunnskólum og grænum svæðum þá leggur þessi reitur ekkert til þeirra mála. Ef bærinn heldur svona áfram þá málar hann sig út í horn þannig að þegar síðasti reiturinn er deiliskipulagður verður ekkert svæði til afnota undir skóla og græn opin svæði.

   Raunar má lesa skýrt úr athugasemdum Skipulagsstofnunnar að hún sé að spyrja af hverju bærinn ætli sér ekki að viðhafa meiri metnað í gæðum á kjarnaþéttingarreit svæðisskipulagsins. Fulltrúar minnihlutans taka undir þá spurningu.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum meirihluta og Miðflokksins en fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar greiða atkvæði á móti.

   Guðlaug Kristjánsdóttir keemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir bókanir fulltrúa flokkanna í Skipulags- og byggingarráði.
   Guðlaug S Kristjánsdóttir,
   Friðþjófur Helgi Karlsson,
   Sigrún Sverrisdóttir,
   Jón Ingi Hákonarson,

  • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.október sl.
   Lagt fram á ný bréf Skipulagsstofnunar frá 18.09.2020 ásamt uppfærðum gögnum deiliskipulagsbreytingarinnar.

   Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir framlögð gögn með vísan til 43. greinar skipulagslaga og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans eru mótfallnir tillögunni.

   Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans bóka eftirfarandi:

   Í framlögðum greinargerðum við aðal- og deiliskipulags Hraun vestur, Gjótur er verið að bregðast við alvarlegum ábendingum Skipulagsstofnunnar varðandi skipulagið. Enn og aftur er aðal- og deiliskipulag svæðisins til umfjöllunar í ráðinu og ekki í fyrsta skipti sem Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við skipulag hverfisins.

   Óvönduð og ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans hafa leitt til þess að uppbygging á Hraununum hefur tafist fram úr hófi og eru því miður ekki eina dæmið um hæga uppbyggingu í Hafnarfirði. Engin framtíðarsýn liggur fyrir um áframhaldandi uppbyggingu eða ásýnd hverfsins, því samþykktu rammaskipulagi sem unnið var í samráði við og kynnt íbúum er ekki fylgt. Nú sem fyrr berast engin svör frá meirihlutanum hvort næstu reitir innan rammaskipulags Hrauna muni fylgja rammaskipulaginu eða hvort þetta deiliskipulag verði fjölfaldað um öll hraunin með óhóflegu byggingarmagni, bílastæðum og án grænna svæða eða nauðsynlegri grunnþjónustu.

   Hér er verið að taka mikilvæg skref til uppbyggingar íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis og mikilvægt að vel sé vandað til verka svo ekki verði frekari tafir á uppbyggingu í Hafnarfirði.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: Hver er munurinn á deiliskipulagstillögunni og rammaskipulaginu fyrir Hraun vestur fyrir Gjótur, þ.e. lóðastærðir, byggingarmagn, nýtingarhlutfall, nýtingarhlutfall miðað við lóðarstærð, fjöldi íbúða (100 m2), fjöldi atvinnurýma (200 m2), fjöldi verslunarrýma (200 m2), fjöldi bílastæða og fjöldi bílastæða pr. íbúð. Óskað er eftir að tekin verði saman samanburðartafla með þessum upplýsingum sem sýnir hver munurinn er á milli rammskipulags og deiliskipulags fyrir Gjótur og verði verði lagt fyrir næsta fund í skipulags- og byggingaráði.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Hér er verið að bregðast við minniháttar leiðbeiningum Skipulagsstofnunar. Unnið hefur verið ötullega að því að skipuleggja nýbyggingarsvæði ásamt þéttingarreitum á kjörtímabilinu. Nú þegar rúm tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu hefur lóðum undir mörg hundruð íbúðir verið úthlutað í bland við verslun og þjónustu, m.a. á Hraun vestur. Við Hafnfirðingar munum sjá kröftuga – en ekki síður skynsamlega – uppbyggingu íbúðarhúsnæðis víðsvegar um bæinn á næstu mánuðum. Þar tala staðreyndirnar sínu máli.

   Meirihlutinn leggur áfram áherslu á að fyrirliggjandi tillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur einnig vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins dags. 20.04.2020 er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar.

   Fulltrúar Samfylkingar, Viðreysnar og Bæjarlistans bóka:

   Ekki er ljóst hvaða staðreyndir eiga að tala sínu máli sem kemur fram í bókun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Í síðustu talningu Samtaka Iðnaðarins voru einungis 164 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði sem er mun minna en í samanburðarsveitafélögum.

   Í bókun meirihlutans er svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins notað sem réttlæting fyrir skipulagi sem er lakara að gæðum en flestir þéttingarreitir sem unnið er að á höfuðborgarsvæðinu.

   Það er ekkert í svæðisskipulaginu sem kallar eftir jafn óhóflegu byggingarmagni, skuggamyndun og bílastæðasöfnun og hér er lagt til.

   Byggingarmagn sem hefði fylgt forskrift rammaskipulagsins hefði í alla staði verið meira í takt við markmið svæðisskipulagsins heldur en þetta afmarkaða deiliskipulag sem brýtur gegn flestum ef ekki öllum markmiðum þess um vandaða gæðabyggð.

   Þó að greinagerð aðalskipulagssins geri ráð fyrir leik- grunnskólum og grænum svæðum þá leggur þessi reitur ekkert til þeirra mála. Ef bærinn heldur svona áfram þá málar hann sig út í horn þannig að þegar síðasti reiturinn er deiliskipulagður verður ekkert svæði til afnota undir skóla og græn opin svæði.

   Raunar má lesa skýrt úr athugasemdum Skipulagsstofnunnar að hún sé að spyrja af hverju bærinn ætli sér ekki að viðhafa meiri metnað í gæðum á kjarnaþéttingarreit svæðisskipulagsins. Fulltrúar minnihlutans taka undir þá spurningu.

   Hlé gert á fundi.
   Fundi framhaldið.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Það eru ekki bara vonbrigði, heldur líka dapurlegt að verða vitni að því að fulltrúar minnihlutans virðast algjörlega koma af fjöllum þegar minnst er á þær lóðir sem úthlutað hefur verið á undanförnum vikum undir íbúðarhúsnæði, verslun- og þjónustu víðsvegar um bæinn; nýbyggingar- og þéttingarsvæði. Allt þetta hefur krafist mikillar vinnu, góðrar stefnu og framtíðarsýnar fyrir bæjarfélagið.

   Hér er um ræða metnaðarfulla deiliskipulagstillögu sem svarar þeirri þörf, gæðum og kröfum sem við nú stöndum frammi fyrir sem samfélag. Líkt og fram hefur komið fellur tillagan vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Allt tal um óhóflegt byggingarmagn, skuggamyndun og bílastæðasöfnun stenst ekki skoðun þar sem deiliskipulagstillagan er í takt við uppbyggingu í nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar. Landsvæðið liggur einnig að fyrirhugðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir verkefnið og markmið svæðisskipulagsins.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum meirihluta og Miðflokksins en fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar greiða atkvæði á móti.

   Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir bókanir fulltrúa flokkanna í Skipulags- og byggingarráði.

   Guðlaug S Kristjánsdóttir,
   Friðþjófur Helgi Karlsson,
   Sigrún Sverrisdóttir,
   Jón Ingi Hákonarson

   Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar taka undir bókun meirihluta skipulags- og byggingaráðs sem er eftirfarandi:
   Hér er um ræða metnaðarfulla deiliskipulagstillögu sem svarar þeirri þörf, gæðum og kröfum sem við nú stöndum frammi fyrir sem samfélag. Líkt og fram hefur komið fellur tillagan vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Allt tal um óhóflegt byggingarmagn, skuggamyndun og bílastæðasöfnun stenst ekki skoðun þar sem deiliskipulagstillagan er í takt við uppbyggingu í nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar. Landsvæðið liggur einnig að fyrirhugðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir verkefnið og markmið svæðisskipulagsins.

  • 2009351 – Drangsskarð 15, umsókn um lóð

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.október sl.
   Lögð fram umsókn um lóðina nr. 15 við Drangsskarð. Umsækjandi Húsvirki hf.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Drangsskarði 15 verði úthlutað til Húsvirkis hf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.

  • 2009639 – Drangskarð 17, umsókn um lóð

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.október sl.
   Lögð fram umsókn Stefáns Más Gunnlaugssonar og Lilju Kristjánsdóttur um lóðina nr. 17 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Drangsskarði 17 verði úthlutað til Stefáns Más Gunnlaugssonar og Lilju Kristjánsdóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.

  • 2009213 – Tinnuskarð 3, umsókn um lóð

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.október sl.
   Lögð fram umsókn Kristófers Sigurðssonar og Dagnýjar Bjarkar Gísladóttur um lóðina nr. 3 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 3 verði úthlutað til Kristófers Sigurðssonar og Dagnýjar Bjarkar Gísladóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.

  • 2003051 – Malarskarð 12-14, lóðarumsókn,úthlutun,skila lóð

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs 8.október sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 12 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir skil lóðar að Malarskarði 12-14 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.

  • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

   8.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 9.október.
   Lögð fram drög að reglum Hafnarfjarðarkaupstaðar um úthlutunsérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á
   tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021.

   Fjölskylduráð samþykkir þessar reglur og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

  • 2009617 – Málefni flóttamanna

   13.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 30.september sl. Tekið fyrir að nýju.

   Til umræðu.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til að taka á móti einstaklingum sem tilheyra barnafjölskyldum og einnig fylgdalausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fjölskyldna og fylgdarlausu barna.

   Rökstuðningur:
   Með þessari yfirlýsingu erum við að bregðast við þeirri miklu neyð sem ríkir í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Með henni eru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði einnig að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag þar sem öll starfsemi sveitarfélagsins er m.a. metin út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
   Í Hafnarfirði hefur byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hefur bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega.
   Aðstæður í flóttamannabúðunum á Lesbos eru skelfilegar og þar búa börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja. Því er mikilvægt að við sem erum í færum til aðstoða börn í þessari miklu neyð gerum það.

   Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

   Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarson til máls.

   Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu á framkominni tillögu milli funda. Er tillagan samþykkt samhljóða.

   Friðþjófur Helgi gerir grein fyrir atkvæði sínu.

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Það standa yfir þjóðflutningar í heiminum. Slíkt hefur gerst áður í mannkynssögunni. Ástæður þjóðflutninga hafi aldrei verið ævintýraþrá eða tækifærismennska í fólki. Ástæðurnar eru – og hafa verið – þær að ekki er lengur hægt að lifa í upprunalandinu og neyðin rekur fólk af stað í átt til sjálfsbjargar.
   Hafnarfjörður hefur undanfarin ár verið í fararbroddi meðal sveitarfélaga í móttöku og þjónustu við viðkvæma hópa flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Slík framsýni er ekki bara mannúðleg og öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar, heldur líka til þess fallin að efla sveitarfélagið í þessu framtíðarverkefni, sem mun án efa halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð.
   Það er og verður mín skoðun að þegar við stöndum frammi fyrir því að annað hvort draga úr þjáningum í veröldinni eða auka á þær þá eigum við að gera allt sem við getum til að vinna að því fyrrnefnda. Nóg er víst samt.

   Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen leggur til að fyrirliggjandi tillögu verði vísað til fjölskylduráðs.

   Friðþjófur Helgi kemur til máls öðru sinni.

   Framangreind tillaga um að málinu verði vísað til fjölskylduráðs er næst borin upp og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni. Þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson situr hjá.

   Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Það hryggir okkur mjög að meirihlutinn hafi komið hér fram með þessa tillögu sína um að vísa málinu til fjölskylduráðs. Og hafi því ekki séð sér það fært að samþykkja þessa tillögu hér á þessum fundi. Neyðin er mikil og þetta er mál sem þolir enga bið. Við berum mikla samfélagslega ábyrgð á alþjóðavísu á að takast á við þann mikla flóttamannavanda sem m.a. Evrópa sem heimsálfa stendur frammi fyrir og okkur ber að axla hana. Það að vísa henni inn í ráð á þessum tímapunkti gerir ekkert annað en að drepa málinu á dreif og er óásættanlegt að okkar mati.

   Undir þetta rita fulltrúar Samfylkingarinnar í Bæjarstjórn
   Friðþjófur Helgi Karlsson
   Sigrún Sverrissdóttir

   Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig að svohljóðandi bókun:

   Full ástæða er til að hafa áhyggjur og samúð með aðstæðum þess vaxandi fjölda fólks sem lagt hefur á flótta undan harðstjórn og fátækt. Hafnarfjarðarbær hefur verið í fremstu röð sveitarfélaga um að taka við flóttafólki og hælisleitendum, þar sem bærinn hefur samið um að þjónusta núna allt að 100 hælisleitendur til viðbótar þeim sem þegar hafa hingað leitað. Þá er í bænum nú þegar starfrækt sérstök móttökumiðstöð og af sveitarfélögum landsins er það Hafnarfjarðarbær sem nú þegar þjónustar flest þeirra fylgdarlausu barna sem koma til Íslands.
   Þeirri mikilvægu þekkingu og reynslu sem orðin er til í Hafnarfirði er sjálfsagt að miðla áfram til þeirra sem taka ákvarðanir um mótttöku fólks á flótta og annarra sveitarfélaga sem kjósa að leggja þessum málum lið. Að öðru leyti mun Hafnarfjarðarbær halda áfram að sinna vel þessum málaflokki eins og verið hefur og væntum við þess að fjölskylduráð fjalli áfram um málið á faglegan hátt til framtíðar.

  Fundargerðir

  • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 28.september, 6.og 9.október sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.október sl.
   Fundargerðir fræðsluráðs frá 30.september og 7.október sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 8.október sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 23.september sl.
   b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.september sl.
   c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 17. september og 1.október sl.
   d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. og 29.september sl.
   e. Fundargerðír stjórnar Strætó bs. frá 4. og 25.september sl.
   f. Fundargerðir stjórnar SSH frá 21.,23.,25. og 28.september og 1.október sl.
   Fundargerðir fjölskylduráðs frá 2.og 9. október sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 12.október sl.

Ábendingagátt