Bæjarstjórn

11. nóvember 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1857

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Valdimar Víðisson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ágústi Bjarna Garðarssyni en í hans stað situr fundinn Valdimar Víðisson.Þá vék Rósa Guðbjartsdóttir af fundi kl. 15:00 og í hennar stað sat þá fundinn Guðbjörg Oddný Jónasardóttir.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ágústi Bjarna Garðarssyni en í hans stað situr fundinn Valdimar Víðisson.Þá vék Rósa Guðbjartsdóttir af fundi kl. 15:00 og í hennar stað sat þá fundinn Guðbjörg Oddný Jónasardóttir.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2007447 – Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      Tekið fyrir að nýju.

      Vísað til umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Einnig Sigurður Þ. Ragnarsson og kemur Rósa Guðbjarts til andsvars. Sigurður svarar andsvari og þá kemur Rósa til andsvars öðru sinni.

    • 2011040 – Brenniskarð 1, fastanr. F2510638, kaup á íbúð.

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      Lagt fram kauptilboð í 2ja herbergja íbúð að Brenniskarði 1, ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar F2510638 að Brenniskarði 1 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2010605 – Glimmerskarð 14 (16), umsókn um parhúsalóð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      Lögð fram umsókn Hauks Geirs Valssonar, Steinunnar Eiríksdóttur og Baldurs Eiríkssonar um lóðina nr. 14-16 við Glimmerskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Glimmerskarð 14 (16) parhúsalóð verði úthlutað til Hauks Geirs Valssonar, Steinunnar Eiríksdóttur og Baldurs Eiríkssonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar Glimmerskarð 14.

    • 2010604 – Völuskarð 18, umsókn um parhúsalóð

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      Lögð fram umsókn Jóhanns Ögra Elvarssonar og Rutar Helgadóttur og Ingunnar um lóðina nr. 18 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarð 18 parhúsalóð verði úthlutað til Jóhanns Ögra Elvarssonar, Rutar Helgadóttur og Ingunnar Stefánsdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Völuskarð 18 verði úthlutað til Jóhanns Ögra Elvarssonar og Rutar Helgadóttur.

    • 2010636 – Borgahella 5, umsókn um lóð

      17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      KB Verk ehf. kt. 4811170460, sækir um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Borgarhellu

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Borgarhellu 5 verði úthlutað til KB Verk ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar Borghellu 5.

    • 2009568 – Borgahella 19H, lóðarumsókn

      18.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      Lögð fram lóðarumsókn HS Veitna hf. um lóðina Borgarhellu 19H.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Borgarhellu 19H verði úthlutað til HS Veitna.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar Borgarhellu 19H.

    • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

      2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum greinargerðar Norðurbakka.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera skuli óverulega breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og hún skuli grenndarkynnt. Er málinu vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 6.nóvember sl.
      1. 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki – endurbygging
      Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum greinargerðar Norðurbakka. Á fundinn mætti Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi.

      Hafnarstjórn samþykkir óverulega breytingu á greingerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 með vísan til 2. mgr. 43.gr skipulagslaga og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Sigrún Sverrisdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Sigrún andsvari. Einnig kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

      Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi kl. 15:00 og í hennar stað mætti til fundarins Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.

    • 2010442 – Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur

      4.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 6.nóvember sl.
      Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur lögð fram.

      Fjölskylduráð samþykkir reglur Hafnarfjarðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 5.nóvember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 21.október sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.október sl.
      c. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. og. 30.október sl.
      d. Fundargerð stjórnar SSH frá 19.október sl.
      e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.október sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 6.nóvember sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 3.og 6.nóvember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3.nóvember sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15. október sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 4.nóvember sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.október sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 9.nóvember sl.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson undir máli 6 í fundargerð fjölskyldurráðs frá 6. nóvember sl.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir undir máli 1 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 6. nóvember sl. Ingi Tómasson kemur til andsvars sem Guðlaug svarar.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson undir máli 10 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs 3. nóvember sl. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Sigurður andsvari.

      Einnig tekur Ingi Tómasson til máls undir sama máli og til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Ingi andsvari.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir lið 1 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur andsvari.

      Til máls tekur friðþjófur Helgi karlsson undir lið 2 í fundargerð fjölskylduráðs frá 6. nóvember sl. Til andsvars kemur Valdimar Víðisson sem Friðþjófur Helgi svarar. Þá kemur Valdimar að stuttri athugasemd sem og Friðþjófur Helgi.

Ábendingagátt