Bæjarstjórn

16. desember 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1860

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 2009617 – Málefni flóttamanna

   3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 4.desember sl.
   Til umræðu.
   Bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson lagði fram tillögu í bæjarstjórn þann 14.10. sl. um að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi. Þeirri tillögu var vísað til fjölskylduráðs. Fjölskylduráð óskaði eftir upplýsingum frá sviðinu um þjónustu við flóttamenn og hælisleitendur í Hafnarfirði og einnig var óskað eftir kynningu frá ráðuneytinu á verkefninu samræmd móttaka flóttamanna.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun: Tekin hefur verið sú ákvörðun að ganga til samninga við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna. Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður.
   Í dag búa í Hafnarfirði 32 fullorðnir flóttamenn og 23 börn sem falla undir tveggja ára tímabil leiðbeinandi reglna félagsmálaráðuneytisins um mótttöku flóttamanna. Hafnarfjarðarbær hefur þrisvar tekið á móti kvótaflóttafólki. Árið 1999 komu 75 einstaklingar. Árið 2014 tók bærinn á móti fjölskyldu sem var einstæð móðir með fimm börn og árið 2016 tók bærinn á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi.
   Einnig er Hafnarfjarðarbær með samning við Útlendingastofnun um að þjónusta allt að 100 umsækjendur um vernd.
   Hafnarfjarðarbær er því að standa vel að þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

   Fulltrúi Miðflokksins tekur undir bókun meirihlutans.

   Fundarhlé 5 mínútur.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
   Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar umfjöllun ráðsins um tillögu Samfylkingarinnar um móttöku flóttafólks sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi í október sl. þá harmar Samfylkingin niðurstöðu meirihlutans í ráðinu. Að öðru leyti vísar fulltrúi Samfylkingarinnar í bókun sína á 427. fundi fjölskylduráðs þann 23. október sl.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Friðþjófur Helgi kemur til andsvars.

   Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Það eru mér gríðarleg vonbrigði að það hafi tekið meirihlutann rúmlega tvo mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Og niðurstaðan sé ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Og því til viðbótar er niðurstaða meirihlutans með mörgum fyrirvörum sem einnig eru mikil vonbrigði. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitískt moð og vandræðagangur sem er ekki meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

   Tekin hefur verið sú ákvörðun að ganga til samninga við ráðuneytið um samræmda móttöku flóttamanna. Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Í dag búa í Hafnarfirði 32 fullorðnir flóttamenn og 23 börn sem falla undir tveggja ára tímabil leiðbeinandi reglna félagsmálaráðuneytisins um mótttöku flóttamanna. Hafnarfjarðarbær hefur þrisvar tekið á móti kvótaflóttafólki. Árið 1999 komu 75 einstaklingar. Árið 2014 tók bærinn á móti fjölskyldu sem var einstæð móðir með fimm börn og árið 2016 tók bærinn á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi. Einnig er Hafnarfjarðarbær með samning við Útlendingastofnun um að þjónusta allt að 100 umsækjendur um vernd. Hafnarfjarðarbær er því að standa vel að þjónustu við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

  • 2011160 – Búðahella 2, umsókn um lóð

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.desember sl.
   Lögð fram umsókn Mjósund 10 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 2 við Búðarhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að atvinnuhúsalóðinni nr. 2 við Búðarhellu verði úthlutað til Mjósunds 10 ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2012178 – Hádegisskarð 3, 7 og 13,umsókn um lóð

   4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.desember sl.
   Lögð fram umsókn RK bygg ehf. um lóðirnar nr. 3, 7 og 13 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum nr. 3, 7 og 13 við Hádegisskarð verði úthlutað til RK bygg ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

   2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 14.desember sl.
   Farið yfir endurskoðun samþykktar og viðauka. Til afgreiðslu.

   Drögum að breyttri Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar ásamt viðauka vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Við fundarstjórn tekur Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar.

   Til máls tekur Kristinn Andersen.

   Þá tekur Kristinn við fundarstjórn á ný.

   Forseti ber næst upp tillögu um að fyrirliggjandi samþykkt ásamt viðauka verði vísað til síðari umræðu og er tillagan samþykkt samhljóða.

  Fundargerðir

  • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð bæjarráðs frá 14.desember sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.desember sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 10.desember sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.desember sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 14.desember sl.

   Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir 3. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 10. desember sl.

   Guðlaug tekur einnig til máls undir sama lið.

  Áætlanir og ársreikningar

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024, síðari umræða.

   14.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 25.nóvember sl.
   1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.nóvember

   Forseti ber næst upp tillögu um að framkomnum tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun verði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun í þeim ráðum sem þar er vísað til og þær eiga heima. Er það samþykkt samhljóða.

   Forseti leggur þá næst til að tillaga að fjárhagsáætlun 2021 og 2022 til 2024 verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn sem fari fram 16. desember nk. Er tillagan samþykkt samhljóða.

   1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.desember sl.
   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Teknar fyrir að nýju og til afgreiðslu eftirfarandi tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun voru lagðar fram á fundi bæjarstjórnar 25. nóvember sl. og hafa farið til umfjöllunar í ráðum og nefndum.

   Tillögur Samfylkingarinnar sem lagðar eru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2021 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
   Sveitarfélögin eru stór í efnahagslegu samhengi á Íslandi. Allt sem við gerum hefur áhrif út í samfélagið. Við þurfum að gæta vel að þeim aðgerðum sem farið er í. Niðurskurður í rekstri getur sem dæmi komið í bakið á okkur í framtíðinni og birst okkur í ófyrirséðum félagslegum og fjárhagslegum vanda síðar.
   Það verður stóra verkefni okkar á næstu árum, ekki bara hjá sveitarfélögum eða okkur hér á Íslandi, heldur út um allan heim að fjárfesta í kerfisbreytingum á vinnumarkaði sem gera okkur kleift að flytja fólk úr störfum þar sem tæknin getur sinnt verkinu yfir í greinar sem þarfnast mannlegrar nándar.
   Svona umbreyting kostar fjárfestingu í lausnum, nýjum ferlum og kerfum. Það er mikilvægt að nýta tímann í núverandi niðursveiflu í að viðhalda þjónustustigi samhliða því að fjárfesta í nýrri þekkingu og nýjum lausnum í mennta-, félags- og velferðarmálum. Að fjárfesta ekki síður og kannski miklu frekar í fólki en steinsteypu.
   Það er skynsamlegast fyrir okkur í yfirstandandi efnahagsþrengingum að stórauka fjárframlög til nýsköpunar, mennta-, félags og velferðarmála og skapandi greina.
   Fjölga þarf störfum með beinum hætti, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Hvort tveggja er nauðsynlegt ? í atvinnukreppu er ekki tími til að karpa um hlutfallslegt vægi opinberrar þjónustu og einkareksturs. Nú er lag að ráðast í átak gegn undirmönnun í velferðarþjónustu og menntastofnunum en ljóst er að við núverandi aðstæður myndu niðurskurður og uppsagnir hjá sveitarfélögum dýpka og lengja kreppuna. Því er algjörlega nauðsynlegt að fjölga störfum í almannaþjónustu.
   1) Lagt er til að ráðið verði í 50 – 100% starf forvarnarfulltrúa.
   Mikilvægt er að ráðinn verði forvarnarfulltrúi í 50 – 100% starf sem heyra myndi undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Það er ljóst að ungt fólk hefur upplifað talsverða vanlíðan og erfiðleika í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar og einhver hópur hefur flosnað upp úr námi. Því er mikilvægt að setja inn aukið fé til að styðja við ungt fólk á þessum erfiðu tímum og koma í veg fyrir að það leiti í auknum mæli í neyslu og annan óheilbrigðan lífsstíl. Öflugar forvarnir eru afar mikilvægar til að hægt sé að takast á við eftirköst faraldursins og draga úr þeim skaða sem hann getur valdið hjá ungu fólki í samfélaginu.
   Vísa inn í fræðsluráð, íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráð .
   2) Efla starfsemi Ungmennahúsana í Hafnarfirði
   Fjölga þarf stöðugildum og rekstrarfé til Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar. Það er mikilvægt að ungu fólki, 16 ? 25 ára sé boðið upp á fjölbreytta þjónustu ekki hvað síst á þeim skrítnu og erfiðu tímum sem við lifum nú á. Það eru vísbendingar um verri andlega líðan þessa aldurshóps og meiri einangrun einstaklinga innan hans sem kalla á tafarlausar aðgerðir. Ungmennahúsin gegna mismunandi hlutverki í tómstundastarfi hafnfirskra ungmenna en hafa sameiginleg markmið um að stuðla að menningu og bættri þjónustu við ungmennin í gegnum þau verkefni sem þau taka þátt í. Hlutverk ungmennahúsanna er tvíþætt, annarsvegar að bjóða ungmennum upp á tómstundir sem hafa forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á fjölbreytileikann og að allir upplifi sig velkomna.
   Við leggjum því til að fjölgað verði um 2 stöðugildi í Hamrinum og 1 stöðugildi í Músík og Mótor á næsta fjárhagsári.
   Vísa inn í fræðsluráð, íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráð
   3) Þróunar- og nýsköpunarsjóður leik- og grunnskóla.
   Nýsköpunar- og þróunarstarf er mikilvægur hluti skólastarfs. Við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu nú um stundir þá er afar mikilvægt að hvetja til þess að efla faglegt starf í skólum svo sem þróun kennsluaðferða og tækni sem hægt er að nota til hagsbóta fyrir nemendur í skólum bæjarins. Áætlað er að leggja 23 milljónir í þennan sjóð á næsta ári. Það er langt frá því að vera nóg við núverandi aðstæður. Því leggjum við til að lagðar verði 50 milljónir til viðbótar í þróunar- og nýsköpunarsjóð leik- og grunnskóla sem bæði opinberir aðilar og einkaðilar geta sótt fjármagn í til að þróa nýjar lausnir og aðferðir til hagsbóta fyrir hafnfirska nemendur.
   Vísa inn í fræðsluráð og bæjarráð
   4) Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi
   Við fulltrúar Samfylkingarinnar leggjum til að hafist verði handa án tafa við frekari uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla.
   Það er fyrirséð að með fjölgun íbúa í hverfinu, breytinga á aldurssamsetningu vegna endurnýjunar í hverfinu sem og með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar. Ráðist verði þegar á næsta ári í að byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.
   Vísa inn í fræðsluráð og bæjarráð
   5) Efla starf Brúarinnar með fjölgun stöðugilda.
   Fjölga þarf stöðugildum og efla enn frekar starf Brúarinnar. Það er ljóst að þverfaglegt starf í grunnskólum bæjarins hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú um stundir. Í kjölfar farsóttarinnar og þeirra efnahags- og félagslegu áhrifa sem hún hefur haft verður mikil þörf á að mæta nemendum í leik- og grunnskólum með markvissum hætti með snemmtækri íhlutun. Því er það tillaga okkar að í það minnsta tveimur stöðugildum verði bætt við til að efla þetta mikilvæga starf strax á næsta ári.
   Vísa inn í fjölskylduráð, fræðsluráð og bæjarráð
   6) Barnavernd fjölga stöðugildum til að mæta auknu álagi
   Það er ljóst að brýnt er að fjölga stöðugildum í barnavernd vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur þegar haft á samfélag okkar. Einnig er ljóst að þörfin á aðkomu barnaverndar verður ekki minni á komandi ári. Það er ekki viturlegt að láta okkar góða fagfólk sem við eigum hér í bænum á þessu sviði hlaupa bara hraðar og hraðar, það mun koma niður á þjónustunni til lengri tíma litið og leiða til kulnunar starfsfólks. Til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar hér í bænum á næsta ári þá er að okkar mati nauðsynlegt að fjölga stöðugildum í barnavernd að minnsta kosti um tvö á næsta ári.
   Vísa inn í fjölskylduráð og bæjarráð
   7) Nýsköpun í velferðarþjónustu
   Komið verði á laggirnar þróunarsjóði sem ýtir undir nýsköpun í velferðarþjónustu. Mikilvægt er að fjárfesta í þekkingu í þeirri þjónustu sem krefst mannlegrar nándar. Samdóma álit hagfræðinga um allan heim er að efla þurfi velferðarþjónustu og hvetja til nýsköpunar hvort sem um er ræða verkefni, lausnir eða hugmyndir opinberra eða einkaaðila. Við leggjum því til að settar verði 50 milljónir í sjóð til efla velferðarþjónustu í sveitarfélaginu.
   Vísa inn í fjölskylduráð og bæjarráð
   8) Þjónusta við aldraða
   Gert er ráð fyrir minna fjármagni inn í þennan þjónustuþátt á næsta ári þegar við ættum einmitt að vera að efla þjónustuna eða í það minnsta að halda í horfinu á milli ára. Það er óásættanlegt að gert sé ráð fyrir 6% samdrætti í þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.
   Við leggjum til að horfið verði frá því og sett fram aukning sem nemur að minnsta kosti 3% við þennan lið í fjárhagsáætluninnni. Eldri íbúar bæjarins hafa margir hverjir búið við mikla einangrun undanfarin misseri. Það er því mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu þessa hóps að efla félagsstarf þeirra sem og aðra þjónustu við hann.
   Vísa inn í fjölskylduráð og bæjarráð
   9) Fjárfestum í menningu og listum
   Covid´19 ástandið hefur þýtt algjöran tekjubrest hjá listafólki í samfélagi okkar. Því er mikilvægt að bæta fjármagni í þennan málflokk og fjárfesta þar til framtíðar. Sérstaklega er mikilvæg að styðja við ungt hafnfirskt listafólk. Við leggjum til að settur verði upp vettvangur fyrir ungt fólk til listsköpunar og sýninga. Einnig að það verði settur á laggirnar sérstakur 20 milljón króna sjóður sem ætlaður er til að styðja við listafólk í bænum með sérstaka áherslu á ungt listafólk.
   Vísa inn í bæjarráði og menningar- og ferðamálanefnd
   10) Umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar – aðgerðir í loftslagsmálum
   Settar verði 50 milljónir í að fylgja eftir aðgerðaráætlun í umhverfismálum sem er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar. Svo hægt verði að sækja kröftuglega fram á hennar grunni. Fjármagn verði fengið með því að draga úr fjármagni til LED-lampavæðingar ljósastaura og til kaupa á jólalýsingu.
   Vísa inn í Umhverfis- og framkvæmdaráð og bæjarráð
   11) Grænn fjárfestingarsjóður – nýsköpun í umhverfismálum
   Settar verði 50 milljónir í grænan fjárfestingasjóð. Í þann sjóð geti bæði opinberir aðilar sem og einkaaðilar sótt til að efla nýsköpun í umhverfismálum í sveitarfélaginu.
   Fjármagn verði fengið með því að draga úr fjármagni til LED-lampavæðingar ljósastaura og til kaupa á jólalýsingu.
   Vísa inn í Umhverfis- og framkvæmdaráð og bæjarráð
   12) Ráðast verði í framkvæmdir á Óla Run túni
   Uppbygging á grænum svæðum og útivistarsvæðum í bæjarlandinu, eykur lífsgæði og stuðlar að meiri útivist og samveru fjölskyldunnar. Sem aftur leiðir til betri andlegrar- og líkamlegrar heilsu. Mikilvæg fjárfesting til framtíðar sem mun borga sig margfalt þegar til lengri tíma er litið.
   Vísa inn í Umhverfis- og framkvæmdaráð og bæjarráð.
   13) Náttúruperlur í umhverfi okkar og þróun á útivistarsvæðum í Hafnarfirði
   Helgafell, kennileiti og skilti
   Það er mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að vinna hratt og vel að betri og öruggari aðstæðum á svæðinu í kring um Helgafell.
   Á gönguleiðina upp á fellið þyrfti að setja kennileiti skilti eða eitthvað slíkt sem minnkar líkur á að fólk villist af leið sem gerist þar mjög reglulega og einnig flýtir það fyrir ef eitthvað kemur upp á ef sá sem lendir í vandræðum getur bent á kennileiti sem flýta fyrir því að hægt sé að staðsetja viðkomandi. Það vantar sárlega greinagóðar upplýsingar um svæðið í kring um Helgafell, að þar séu gefnar upp upplýsingar um gönguleiðir vegalengdir ofl. og farið yfir sögu og örnefni svæðisins. Umferðin um svæðið er mikil og þétt og við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að auka á ánægju þeirra sem þar fara um og tryggja öryggi eftir því sem unnt er.
   Hvaleyrarvatn og umhverfi þess.
   Fara þarf í hugmyndavinnu að því að svæðið verði enn meiri útivistarparadís en hún er í dag það vantar bílastæði, hægt væri að fá skátana með okkur í lið að búa þar til allsherjar ævintýra og útivistarsvæði með baðaðstöðu útisturtum, góðri salernisaðstöðu, mun fleiri bekkjum og borðum fyrir grill og nesti yfirbyggðu grillskýli og svo mætti lengi telja. Skíða og sleðabekka við við Stórhöfða yrði svo frábær viðbót við þetta skemmtilega svæði.
   Leiksvæði fyrir þá sem stunda vetraríþróttir í bænum eða upplandinu
   Mikilvægt er að fara vinnu við að skoða aðstöðu í bænum fyrir skíða og brettafólk og svo auðvitað fyrir þá sem vilja renna sér á sleðum og þotum.
   Víðistaðatún væri kjörinn vettvangur fyrir þetta en einnig mætti hugsa sér að útbúa slíkt svæði á Holtinu við nýju göngubrúna yfir á Ásvelli, slíkt svæði væri þá bæði í göngufæri við Ásvellina, Holtið og jafnvel Suðurbæ að hluta. Skoða þarf möguleika á að flytja snjó og byggja jafnvel upp rampa og fleira þegar veður býður upp á það.
   Á skipulagi fyrir svæðið við Seldal og Stórhöfða er skíðabrekka. Skoða mætti vel möguleika á að fara nánari skipulagsvinnu á því svæði á næsta ári.
   Lagt er til settar verði 50 milljónir í undirbúning og framkvæmdir í tengslum við ofangreindar tillögur um náttúruperlur í umhverfi okkar og þróun á útivistarsvæðum í Hafnarfirði og verði þær teknar af liðnum uppbygging íþrótta- og útivistarsvæða og/eða af liðnum endurnýjun á perum í ljósastaurum bæjarins og jólalýsingu hans.
   Vísað inn í Umhverfis- og framkvæmdaráð og bæjarráð.
   14) Atvinnumál
   Öflugt atvinnulíf er undirstaða hvers samfélags. Mikilvægt er að til sé skýr og markmiðsbundin stefna í atvinnumálum í hverju sveitarfélagi. Því miður er slík stefna ekki til hér í Hafnarfirði í dag. Afar mikilvægt er að úr því verði bætt hið fyrsta.
   Öllum má ljóst vera að það er mikilvægt að sveitarfélagið kosti kapps um það að skapa hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulífið og fyrirtækin í bænum. Til að tryggja skilvirka aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að almennum og sértækum verkefnum er nauðsynlegt að móta skýra stefnu í atvinnumálum. Hafnarfjarðarbær á að leitast við að skapa kjörumhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki sjá tækifæri í því að stofna til atvinnurekstrar. Bæjaryfirvöld eiga einnig að gera sér far um það að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að atvinnulíf í Hafnarfirði byggi á fjölbreytni, háu þekkingarstigi, sköpunarkrafti, öflugum útflutningi og verðmætasköpun.
   Við leggjum það því til að settar verði 15 milljónir í vinnu við gerð á metnaðarfullri atvinnustefnu og stefnumörkun á hennar grunni fyrir Hafnarfjörð á næsta fjárhagsári.
   Vísa inn í bæjarráð.
   15) Lækkun á launum bæjarfulltrúa
   Að lokum leggjum við til að laun bæjarfulltrúa verði lækkuð í það sem þau voru áður en til hækkunar þeirra kom í vor. Með því sparast fjármunir sem nýtast myndu vel í mörg mikilvæg verkefni í samfélaginu.
   Vísa inn í bæjarráð

   Tillaga frá bæjarfulltrúa Miðflokksins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
   Miðflokkurinn í Hafnarfirði telur mikilvægt að gæta fyllsta aðhalds í útgjöldum bæjarins í ljósi tekjufalls sem orðið hefur hjá sveitarfélaginu í fordæmalausu ástandi. Engu að síður leggur Miðflokkurinn til að veitt sé 10 milljónum króna til hreinsunar gatna til að draga úr svifryki í andrúmslofti að vetrarlagi í bænum.
   Greinargerð:
   Einn mesti orsakavaldur svifriks er slit sem bílar valda á gatnakerfinu ekki síst bílar á nagladekkjum. Á köldum dögum og þegar vindur er hægur mælist styrkur svifryks of oft yfir heilsuverndarmörkum. Við því verður að bregðast. Með átaki við þrif gatna með sérhæfðum götuþvottasóparabílum má draga verulega úr svifryki í andrúmslofti og fækka dögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk, íbúum til heilla.
   Er lagt til að málinu verði vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til ákvörðunar.

   Tillögur frá bæjarfulltrúa Viðreisnar
   1. Bæta við stöðugildi sálfræðings á fræðslusviði/Brúin (fræðslusvið)
   2. Auka fé til Hamarsins ungmennhúss (fræðslusvið)
   3. Setja aukna áherslu á að vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara (fjölskyldusvið)
   4. Hraða snjallvæðingu bæjarins (stjórnsýslusvið)
   5. Fjölga stöðugildum hjá Barnavernd (fjölskylduráð)
   6. Leggja fram nákvæma áætlun um hvenig söluandvirði hlutar Hafnarfjarðar verði ráðstafað (stjórnsýslusvið)
   7. Að auka starfstækifærum í gegnum Áfram verkefnið. (fjölskyldusvið)
   8. Að fara í umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga og laga göngu/hlaupa og hjólastígum (Umhverfis og framkvæmdaráð)
   9. Að auka lóðaframboð (skipulagsráð)

   2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 1. desember sl.
   Lögð fram til umræðu tillaga um að auka lóðaframboð sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs á bæjarstjórnarfundi þann 25.11.2020.
   Skipulags- og byggingarráð bókar eftirfarandi vegna tillögu Viðreisnar sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs: Enn eru lausar lóðir undir sérbýli í Skarðshlíð. Í Hamranesi er unnið að gatnagerð þar sem búið er að úthluta íbúðum undir 298 íbúðir í fjölbýli og veita lóðarvilyrði á þróunarreitum fyrir um 485 íbúðir, gert er ráð fyrir um 1.500 íbúðum í Hamranesi. Á Hraunum vestur – Gjótur hefur meirihluti bæjarstjórnar samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, rammaskipulag fyrir allt svæðið gerir ráð fyrir um 2000 íbúðum. Í nýsamþykktu deiliskipulagi Ásvalla er gert ráð fyrir 100 – 110 íbúðum í fjölbýli. Samkvæmt þessu er fullunnið skipulag eða á teikniborðinu skipulag fyrir um 1.380 íbúðir í fjölbýli auk sérbýla í Skarðshlíð. Unnið að skipulagi á hafnarsvæðinu þar sem gert er ráð fyrir um 1500 íbúðum. Á þéttingarreitum er tilbúið skipulags fyrir um 60 – 70 íbúðir. Miðspá Hagstofunnar um íbúaþróun svo og Húsnæðisstefna Hafnarfjarðar frá árinu 2018 gerir ráð fyrir þörf á um 200 íbúðum á ári.

   1.liður úr fundargerð umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 9.desember sl.
   Teknar fyrir að nýju tillögur sem var vísað til umhverfis- og framkvæmdarráðs frá bæjarstjórn.
   Tillaga 10 frá fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar: Aðgerðir í loftslagsmálum Settar verði 50 milljónir í að fylgja eftir aðgerðaráætlun í umhverfismálum sem er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar. Svo hægt verði að sækja kröftuglega fram á hennar grunni. Fjármagn verði fengið með því að draga úr fjármagni til LED-lampavæðingar ljósastaura og til kaupa á jólalýsingu.
   Tillögunni er hafnað en nú þegar er gert ráð fyrir 30 miljónum til verkefna í umhverfismálum sem m.a. munu verða nýttar vegna aðgerða í loftlagsmálum.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur unnið samkvæmt aðgerðaráætlun í Umhverfis- og auðlindamálum sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. Apríl 2018. Aðgerðir í loftslagsmálum falla þar undir og verður tekið til umræðu í Umhverfis- og framkvæmdaráði sem forgangsraðar verkefnum í samræmi við stefnuna og fjármagn á fjárhagsáætlun.
   Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað að hann harmi hve lítið fjármagn er áætlað í þennan málaflokk.
   Tillaga 11 frá fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Grænn fjárfestingarsjóður: Nýsköpun í umhverfismálum Settar verði 50 milljónir í grænan fjárfestingasjóð. Í þann sjóð geti bæði opinberir aðilar sem og einkaaðilar sótt til að efla nýsköpun í umhverfismálum í sveitarfélaginu. Fjármagn verði fengið með því að draga úr fjármagni til LED-lampavæðingar ljósastaura og til kaupa á jólalýsingu.
   Tillögunni er hafnað þar sem nú þegar er gert ráð fyrir fjármagni til grænna verkefna.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka:
   Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir 200 miljónum vegna Led væðingar í lýsingu. Þetta er græn fjárfesting sem mun kalla á fjölmörg verkefni hjá einkaaðilum/fyrirtækjum ásamt því að skila hagræðingu í rekstri á lýsingu í sveitarfélaginu til framtíðar.
   Tillaga 12 frá fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Ráðast verði í framkvæmdir á Óla Run túni: Uppbygging á grænum svæðum og útivistarsvæðum í bæjarlandinu, eykur lífsgæði og stuðlar að meiri útivist og samveru fjölskyldunnar. Sem aftur leiðir til betri andlegrar- og líkamlegrar heilsu. Mikilvæg fjárfesting til framtíðar sem mun borga sig margfalt þegar til lengri tíma er litið.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til skipulags- og byggingarráðs sem sér um skipulagsmál.
   Tillaga 13 frá fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Náttúruperlur í umhverfi okkar og þróun á útivistarsvæðum í Hafnarfirði
   Helgafell, kennileiti og skilti: Það er mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að vinna hratt og vel að betri og öruggari aðstæðum á svæðinu í kring um Helgafell. Á gönguleiðina upp á fellið þyrfti að setja kennileiti skilti eða eitthvað slíkt sem minnkar líkur á að fólk villist af leið sem gerist þar mjög reglulega og einnig flýtir það fyrir ef eitthvað kemur upp á ef sá sem lendir í vandræðum getur bent á kennileiti sem flýta fyrir því að hægt sé að staðsetja viðkomandi. Það vantar sárlega greinagóðar upplýsingar um svæðið í kring um Helgafell, að þar séu gefnar upp upplýsingar um gönguleiðir vegalengdir ofl. og farið yfir sögu og örnefni svæðisins. Umferðin um svæðið er mikil og þétt og við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að auka á ánægju þeirra sem þar fara um og tryggja öryggi eftir því sem unnt er.
   Hvaleyrarvatn og umhverfi þess.
   Fara þarf í hugmyndavinnu að því að svæðið verði enn meiri útivistarparadís en hún er í dag það vantar bílastæði, hægt væri að fá skátana með okkur í lið að búa þar til allsherjar ævintýra og útivistarsvæði með baðaðstöðu útisturtum, góðri salernisaðstöðu, mun fleiri bekkjum og borðum fyrir grill og nesti yfirbyggðu grillskýli og svo mætti lengi telja. Skíða og sleðabrekka við Stórhöfða yrði svo frábær viðbót við þetta skemmtilega svæði.
   Leiksvæði fyrir þá sem stunda vetraríþróttir í bænum eða upplandinu
   Mikilvægt er að fara vinnu við að skoða aðstöðu í bænum fyrir skíða og brettafólk og svo auðvitað fyrir þá sem vilja renna sér á sleðum og þotum. Víðistaðatún væri kjörinn vettvangur fyrir þetta en einnig mætti hugsa sér að útbúa slíkt svæði á Holtinu við nýju göngubrúna yfir á Ásvelli, slíkt svæði væri þá bæði í göngufæri við Ásvellina, Holtið og jafnvel Suðurbæ að hluta. Skoða þarf möguleika á að flytja snjó og byggja jafnvel upp rampa og fleira þegar veður býður upp á það. Á skipulagi fyrir svæðið við Seldal og Stórhöfða er skíðabrekka. Skoða mætti vel möguleika á að fara nánari skipulagsvinnu á því svæði á næsta ári.
   Lagt er til settar verði 50 milljónir í undirbúning og framkvæmdir í tengslum við ofangreindar tillögur um náttúruperlur í umhverfi okkar og þróun á útivistarsvæðum í Hafnarfirði og verði þær teknar af liðnum uppbygging íþrótta- og útivistarsvæða og/eða af liðnum endurnýjun á perum í ljósastaurum bæjarins og jólalýsingu hans.
   Tillögunni um fjármagn að fjárhæð 50 miljónir er hafnað þar sem þegar er gert ráð fyrir fjármagni til málaflokksins.
   Tillögu um Helgafell og Hvaleyrarvatn er vísað í fyrirhugaðan starfshóp um stíga í upplandinu.
   Tillögu um leiksvæði fyrir þá sem stunda vetraríþróttir í bænum eða upplandinu er vísað til skipulags- og byggingaráðs með beiðni um að farið verði yfir þau svæði sem hægt er að stunda vetraríþróttir í bæjarlandinu og tekið til skoðunar að þau verði merkt sérstaklega. Ennfremur að skoðað verði með ný svæði til þess að stunda vetraríþróttir
   Umhverfis og framkvæmdaráð bókar:
   Framkomnar tillögur Samfylkingarinnar um náttúruperlur í umhverfi okkar og þróun á útivistarsvæðum eru flestar nú þegar í vinnslu eða undirbúningi og því þegar tryggt fjármagn til þeirra á fjárhagsáætlun næsta árs. Tillögu um leiksvæði fyrir þá sem stunda vetraríþróttir í bænum eða upplandinu er vísað til skipulags- og byggingaráðs með beiðni um að farið verði yfir þau svæði sem hægt er að stunda vetraríþróttir í bæjarlandinu og tekið til skoðunar að þau verði merkt sérstaklega. Ennfremur að skoðað verði með ný svæði til þess að stunda vetraríþróttir.

   Tillaga frá bæjarfulltrúa Miðflokksins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
   Miðflokkurinn í Hafnarfirði telur mikilvægt að gæta fyllsta aðhalds í útgjöldum bæjarins í ljósi tekjufalls sem orðið hefur hjá sveitarfélaginu í fordæmalausu ástandi. Engu að síður leggur Miðflokkurinn til að veitt sé 10 milljónum króna til hreinsunar gatna til að draga úr svifryki í andrúmslofti að vetrarlagi í bænum.
   Greinargerð: Einn mesti orsakavaldur svifryks er slit sem bílar valda á gatnakerfinu ekki síst bílar á nagladekkjum. Á köldum dögum og þegar vindur er hægur mælist styrkur svifryks of oft yfir heilsuverndarmörkum. Við því verður að bregðast. Með átaki við þrif gatna með sérhæfðum götuþvottasóparabílum má draga verulega úr svifryki í andrúmslofti og fækka dögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk, íbúum til heilla. Er lagt til að málinu verði vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til ákvörðunar.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til umfjöllunar á umhverfis- og skipulagssviði og óskar eftir greinargerð um núverandi þjónustustig og kostnað við gatnahreinsun og tillögu að aðgerðaáætlun. Þegar aðgerðaáætlun liggur fyrir verður tekin afstaða til þess hvort auka þarf við fjármagn í málaflokkinn.

   Tillaga 8 frá fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn. Að fara í umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga og laga göngu/hlaupa og hjólastíga.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til umfjöllunar á umhverfis- og skipulagssviði og óskar eftir að unnin verði greinargerð um stíga í bæjarlandinu sem verði síðan nýtt til þess að gera aðgerðaáætlun um úrbætur.
   Afgreiðslu tillagna er vísað til bæjarráðs.

   3.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 10.desember s.
   Fjallað um breytingatillögu við fjárhagsáætlun ársins 2021. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka: Síðustu ár hefur upphæð menningarstyrkja aukist og er núna 12.5 milljónir auk 1.5 milljón sem fer til bæjarlistamanns á hverju ári. Hafnarfjarðarbær hefur einnig styrkt Leikfélag Hafnarfjarðar með aðstöðu til æfinga og sýninga í St. Jó. Í desember 2019 var gerður þriggja ára samstarfssamingur við Gaflaraleikhúsið um 20 milljóna styrk á ári til leiksýninga með sérstökum áherslum á sýningar fyrir börn. Gaflaraleikhúsið hefur einnig boðið upp sérstök leiklistarnámskeið fyrir ungmenni. Leiksýningar nemendafélags Flensborgar hefur síðustu ár sýnt í Bæjarbíó. Sumarið 2020 var sett í gang verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem hét skapandi sumarstörf og þá fengu margir ungir Hafnfirðingar sumarvinnu, bæði listafólk og aðrir. Menningar- og ferðamálanefnd mun áfram skoða hvort hægt sé, í samráði við viðeigandi svið, að setja upp vettvang fyrir ungt fólk til listsköpunar og sýninga innan stofnanna bæjarins. Við hvetjum bæði unga sem aldna að sækja um menningarstyrki fyrir verkefni sín. Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar: Ítreka mikilvægi þess að Hafnarfjörður styðji með myndarlegum hætti við það unga listafólk sem er að feta sín fyrstu skref á listferli sínum á þessum fordæmalausu tímum. Því vil ég árétta mikilvægi þess að bærinn sýni í verki stuðning sinn við ungt listafólk og samþykki tillögu Samfylkingarinnar um aukin fjarstyrk til þessa hóps.

   2. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 10. desember sl.
   Teknar fyrir að nýju tillögur sem var vísað til fræðsluráðs frá fundi bæjarstjórnar þann 25.nóvember sl.
   Minnisblað mennta- og lýðheilsusviðs um tillögur Samfylkingar og Viðreisnar fyrir fjárhagsáætlun 2021 lagt fram.
   Tillaga 1 frá fulltrúa Samfylkingar. Lagt er til að ráðið verði í 50 – 100% starf forvarnarfulltrúa.
   Mikilvægt er að ráðinn verði forvarnarfulltrúi í 50 – 100% starf sem heyra myndi undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Það er ljóst að ungt fólk hefur upplifað talsverða vanlíðan og erfiðleika í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar og einhver hópur hefur flosnað upp úr námi. Því er mikilvægt að setja inn aukið fé til að styðja við ungt fólk á þessum erfiðu tímum og koma í veg fyrir að það leiti í auknum mæli í neyslu og annan óheilbrigðan lífsstíl. Öflugar forvarnir eru afar mikilvægar til að hægt sé að takast á við eftirköst faraldursins og draga úr þeim skaða sem hann getur valdið hjá ungu fólki í samfélaginu.
   Fræðsluráð samþykkir að fela sviðsstjóra að leita leiða innan sviðsins við lausn málsins. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir tekur undir að mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær hafi starfsmann sem hafi það hlutverk að sinna þessu mikilvæga málefni.
   Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun, fulltrúar Samfylkingar, Viðeisnar og Miðflokks taka undir bókunina.
   Starfshópur um forvarnir í Hafnarfirði skilaði af sér skýrslu haustið 2019 og í kjölfar þess átti faghópur að taka til starfa sem ætti að fylgja eftir tillögum starfshópsins og móta aðgerðaráætlun. Fram hefur komið að sú vinna hafi ekki farið af stað sökum Covid verkefna. Forvarnir eru eitt stærsta covid verkefnið sem sveitafélagið stendur frammi fyrir. Þess vegna er gífurlega mikilvægt að þessi vinna verði hafin nú þegar. Til þess að þær tillögur sem faghópurinn komi með geti farið sem fyrst til framkvæmda leggur fulltrúi Bæjarlistans í fræðsluráði til að tekin verði til hliðar ákveðin upphæð sem eyrnamerkt verður þeirri vinnu og úrræðum sem lögð verða til.
   Tillaga 2 frá fulltrúa Samfylkingar. Efla starfsemi Ungmennahúsana í Hafnarfirði.
   Fjölga þarf stöðugildum og rekstrarfé til Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar. Það er mikilvægt að ungu fólki, 16 – 25 ára sé boðið upp á fjölbreytta þjónustu ekki hvað síst á þeim skrítnu og erfiðu tímum sem við lifum nú á. Það eru vísbendingar um verri andlega líðan þessa aldurshóps og meiri einangrun einstaklinga innan hans sem kalla á tafarlausar aðgerðir. Ungmennahúsin gegna mismunandi hlutverki í tómstundastarfi hafnfirskra ungmenna en hafa sameiginleg markmið um að stuðla að menningu og bættri þjónustu við ungmennin í gegnum þau verkefni sem þau taka þátt í. Hlutverk ungmennahúsanna er tvíþætt, annarsvegar að bjóða ungmennum upp á tómstundir sem hafa forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á fjölbreytileikann og að allir upplifi sig velkomna. Við leggjum því til að fjölgað verði um 2 stöðugildi í Hamrinum og 1 stöðugildi í Músík og Mótor á næsta fjárhagsári.
   Tillagan er felld með þremur atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði með tillögunni en fulltrúi Viðreisnar situr hjá.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun;
   Starfsemi ungmennahússins hefur sannarlega sannað gildi sitt fyrir heimsfaraldur og nú á tímum covid þrátt fyrir ýmsar áskoranir og nauðsynlegar breytingar á hefðbundnu starfi sínu.
   Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir sjá ekki ástæðu til að fjölga stöðugildum í Hamrinum né í Músik og mótor enda hefur ekki legið fyrir ósk frá forstöðumönnum ungmennahúsanna um slíkt eins og getið er til í minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs.
   Músik og mótor fengu nýlega starfsmann frá vinnumálastofnun í 70% tímabundið starf til haustsins 2021.
   Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir leggja áherslu á áframhaldandi gott samstarf og aukna samvinnu milli Hamarsins og Músik og mótors.
   Tillaga 3 frá fulltrúa Samfylkingar. Þróunar- og nýsköpunarsjóður leik- og grunnskóla.
   Nýsköpunar- og þróunastarf er mikilvægur hluti skólastarfs. Við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu nú um stundir þá er afar mikilvægt að hvetja til þess að efla faglegt starf í skólum svo sem þróun kennsluaðferða og tækni sem hægt er að nota til hagsbóta fyrir nemendur í skólum bæjarins. Áætlað er að leggja 23 milljónir í þennan sjóð á næsta ári. Það er langt frá því að vera nóg við núverandi aðstæður. Því leggjum við til að lagðar verði 50 milljónir til viðbótar í þróunar- og nýsköpunarsjóð leik- og grunnskóla sem bæði opinberir aðilar og einkaðilar geta sótt fjármagn í til að þróa nýjar lausnir og aðferðir til hagsbóta fyrir hafnfirska nemendur.
   Tillagan er felld með þremur atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar samþykkja tillöguna.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun;
   Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir hafna því tillögu Samfylkingarinnar um að hækka fjármagn í umræddan sjóð og telur þá upphæð sem nú þegar hefur verið lagða til ásættanlega.
   Tillaga 4 frá fulltrúa Samfylkingar. Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi
   Við fulltrúar Samfylkingarinnar leggjum til að hafist verði handa án tafa við frekari uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla. Það er fyrirséð að með fjölgun íbúa í hverfinu, breytinga á aldurssamsetningu vegna endurnýjunar í hverfinu sem og með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar. Ráðist verði þegar á næsta ári í að byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.
   Tillagan er felld með þremur atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra en fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar samþykkja tillöguna.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun,
   Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir geta ekki tekið undir tillögu Samfylkingarinnar um fjölga stöðugildum innan fjölskyldu- og skólaþjónustu Brúarinnar en í minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs segir að ekki sé tímabært að bæta við stöðugildum sálfræðinga þar að svo stöddu. Brúin er verklag sem enn er í þróun og innleiðingu og því mikilvægt að sú þróun fái að eiga sér stað áður en skoðað verður hvor tog með hvaða hætti efla þarf verklag og úrræði kerfisins í heild og þar með verklag Brúarinnar þar sem verklag Brúarinnar er verklag innan allra skóla og skólaþjónustu auk fjölskyldu- og barnamálasviðs.
   Hafnarfjörður er eitt skólahverfi hvort sem um er að ræða leik- eða grunnskóla. Ekki er talin þörf á fleiri leikskólaplássum en nú eru ef marka má tölur í minnisblaði um íbúaþróun og fjölda leikskólaplássa í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir geta því ekki fallist á tillögu Samfylkingarinnar um að þörf á nýjum leikskóla í umræddu hverfi að svo stöddu. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir bendir þó á að til er heimild fyrir stækkun Smáralundar um tvær leikskóladeildir og tekur undir hugmynd mennta- og lýðheilsusviðs að ef og þegar þörf er á að fjölga leikskólaplássum verði hægt að hugsa til þess að samnýta skólahúsnæði leik- og grunnskóla á lóð Öldutúnsskóla þegar ráðist verður í endurbætur á húsnæði grunnskólans.
   Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun;
   Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar hvetja til þess að uppbygging verði hafin á leikskóla í Suðurbæ hið fyrsta og eins og umsögn sviðsins minnist á þá mætti það gjarnan gerast um leið og ráðist verður í endurbætur á Öldutúnsskóla sem mikil þörf er á og ætti að vera forgangsmál.
   Það er að okkar mati ekki boðlegt að ár eftir ár séu börn sem ekki komast fyrsta árið á leikskóla í sínu hverfi. Við tölum mikið um að við séum barnvænt samfélag og fjölskylduvænt samfélag en það að fjölskyldur þurfi að keyra börnin sín langa leið jafnvel þó það sé bara eitt ár af skólagöngu barnanna okkar á fyrsta skólastiginu það eykur á álag á heimilum, það eykur umferðina á götunum í bænum okkar sem er bæði óumhverfisvænt og ekki eins öruggt og að sækja skóla í nærumhverfinu.
   Tillaga 5 frá fulltrúa Samfylkingar. Efla starf Brúarinnar með fjölgun stöðugilda.
   Fjölga þarf stöðugildum og efla enn frekar starf Brúarinnar. Það er ljóst að þverfaglegt starf í grunnskólum bæjarins hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú um stundir. Í kjölfar farsóttarinnar og þeirra efnahags- og félagslegu áhrifa sem hún hefur haft verður mikil þörf á að mæta nemendum í leik- og grunnskólum með markvissum hætti með snemmtækri íhlutun. Því er það tillaga okkar að í það minnsta tveimur stöðugildum verði bætt við til að efla þetta mikilvæga starf strax á næsta ári.
   Tillagan er felld með þremur atkvæðum frá fulltrúm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra, fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar samþykkja tillöguna.
   Fulltrúar Sjálfstæðinsflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun,
   Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir geta ekki tekið undir tillögu Samfylkingarinnar um fjölga stöðugildum innan fjölskyldu- og skólaþjónustu Brúarinnar en í minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs segir að ekki sé tímabært að bæta við stöðugildum sálfræðinga þar að svo stöddu. Brúin er verklag sem enn er í þróun og innleiðingu og því mikilvægt að sú þróun fái að eiga sér stað áður en skoðað verður hvor tog með hvaða hætti efla þarf verklag og úrræði kerfisins í heild og þar með verklag Brúarinnar þar sem verklag Brúarinnar er verklag innan allra skóla og skólaþjónustu auk fjölskyldu- og barnamálasviðs.
   Fulltrúi foreldraáðs grunnskólabarna leggur fram eftirfarandi bókun, fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar taka undir bókunina.
   Foreldraráð grunnskólabarna fagnar tillögum úr bæjarstjórn um að efla starf Brúarinnar með fjölgun stöðugilda ásamt ráðningu í starf forvarnarfulltrúa. Það er ljóst að á tímum sem þessum hefur aldrei verið meiri þörf á stuðningi við börnin okkar. Vandamál hverfa ekki í heimsfaraldri heldur hafa rannsóknir sýnt okkur að þau aukast frekar og mikilvægt að bregðast við því. Það er einnig mikilvægt að hafa í huga langtíma áhrif faraldurs eins og nú geisar og setja þeim viðbótarúrræðum sem farið verður í ekki of þröngan tímaramma.
   Kristín Blöndal Ragnarsdóttir.
   Tillaga 1 frá fulltrúa Viðreisnar. Bæta við stöðugildi sálfræðings á fræðslusviði/Brúin.
   Tillagan er felld með þremur atkvæðum frá fulltrúm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra, fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar samþykkja tillöguna.
   Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir leggja fram eftirfarandi bókun;
   Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir vekja athygli á því að sálfræðingar skólaþjónustu sinna greiningu, námskeiðum og ráðgjöf en það er á ábyrgð ríkisins að sinna meðferð eins og getið er til um í minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs. Í dag eru 756 börn á hvert stöðugildi sálfræðinga í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar en árið 2017 voru um 1100 börn, um 2018 800 börn.
   Mennta og lýðheilsusvið og fjölskyldu- og barnamálasvið hafa að undanförnu þróað vinnulag og verkferla Brúarinnar sem tengir saman úrræði, ráðgjafa, og sérfræðinga innan og utan skólanna á sviðunum og er sú innleiðing og þróun enn í gangi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir leggja áherslu á að á meðan það þróunarstarf er í gangi sé ekki rétt að fjölga sálfræðingum enda segir í minnisblaði að sálfræðingar séu ekki einir og sér endilega lausn þeirra vandamála sem koma upp í skólum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir leggja því til að skoðað verði með hvaða hætti best er að koma til móts við áskoranir í skólakerfinu þegar komin er enn frekari reynsla á vinnu Brúarinnar og að bætt verði við ef á þarf í samvinnu við stjórnendur skólanna og þá sem stýra Brúarvinnunni þegar þar að kemur og geta því ekki tekið undir tillögu Viðreisnar.
   Viðreisn óskar bókað og fulltrúi Samfylkingar tekur undir. Mikilvægt er að auka sálfræði þjónustu fyrir börn í skólum Hafnarfjarðar. Lengi hefur verið mikil þörf á sálfræðiþjónustu í skólum, sérstaklega núna á tímum covid. Biðlistar eru langir og oft mikið álag á þá starfsmenn sem reyna mæta börnu og ungmönnum sveitafélagsins. Sýnt hefur verið aukin vanlíðan, meiri þörf á stuðning og aðstoð. Þetta er ekki mikill viðbótakostnaður og mikilvæg fyrir okkur að vera tilbúin að fjárfestra í framtíðinni með því að geta mætt börnunum þegar þau þurfa stuðninginn ekki eftir margar vikur eða mánuði.
   Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun;
   Fulltrúi Samfylkingar þakkar samantektina og matið á tillögunum. Við teljum mikilvægt að þrátt fyrir að nauðsynlegt sé að spara í árferði sem þessu þá megi ekki spara í þjónustu við börnin okkar og mikilvægt er að nú þegar sér fram á að mögulega fari að stefna í að lífið fari í eðlilegra horf þá verðum við að setja kraft og fjármuni í að huga að líðan barnanna okkar og mæta þeim sem á einhvern hátt hafa farið illa út úr aðstæðunum í samfélaginu.

   2. töluliður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 10. desember sl.
   Tillögur Samfylkingarinnar sem lagðar eru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2021 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
   Tillaga:
   Efla starf Brúarinnar með fjölgun stöðugilda. Fjölga þarf stöðugildum og efla enn frekar starf Brúarinnar. Það er ljóst að þverfaglegt starf í grunnskólum bæjarins hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú um stundir. Í kjölfar farsóttarinnar og þeirra efnahags- og félagslegu áhrifa sem hún hefur haft verður mikil þörf á að mæta nemendum í leik- og grunnskólum með markvissum hætti með snemmtækri íhlutun. Því er það tillaga okkar að í það minnsta tveimur stöðugildum verði bætt við til að efla þetta mikilvæga starf strax á næsta ári. Vísa inn í fjölskylduráð, fræðsluráð og bæjarráð.
   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans segja já. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja nei. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
   Verið er að innleiða verkferla Brúarinnar. Verkferlar innan barnaverndar, leik- og grunnskóla hafa nú þegar tekið breytingum með tilkomu Brúarinnar. Á næstu mánuðum má gera ráð fyrir enn frekari breytingum á verkferlum. Verkefnið er að festa sig í sessi enda um þróunarverkefni að ræða. Einnig er í gangi innleiðing á breyttum verkferlum innan barnaverndar í kjölfar úttektar sem var gerð fyrr á árinu. Meðal þess sem var lagt til í úttektinni er að mæla árangur af Brúnni. Um áramót verður ráðinn inn starfsmaður í 100% starf til að styrkja fjölskyldu- og skólaþjónustu Brúarinnar.
   Tillaga:
   Barnavernd fjölga stöðugildum til að mæta auknu álagi. Það er ljóst að brýnt er að fjölga stöðugildum í barnavernd vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur þegar haft á samfélag okkar. Einnig er ljóst að þörfin á aðkomu barnaverndar verður ekki minni á komandi ári. Það er ekki viturlegt að láta okkar góða fagfólk sem við eigum hér í bænum á þessu sviði hlaupa bara hraðar og hraðar, það mun koma niður á þjónustunni til lengri tíma litið og leiða til kulnunar starfsfólks. Til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar hér í bænum á næsta ári þá er að okkar mati nauðsynlegt að fjölga stöðugildum í barnavernd að minnsta kosti um tvö á næsta ári. Vísa inn í fjölskylduráð og bæjarráð.
   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans segja já. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja nei. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
   Það er verið að innleiða breytta verkferla í barnavernd í kjölfar úttektar sem var gerð fyrr á árinu. Sú vinna er í fullum gangi, búið er að stofna stýrihóp og vinna farin af stað með starfsmönnum. Einnig er verið að innleiða breytta verkferla með tilkomu Brúarinnar. Þessum breyttu verkferlum er m.a. ætlað að minnka álag og auka skilvirkni.
   Fulltrúi Miðflokksins tekur undir umrædda tillögu Samfylkingarinnar. Samkvæmt úttekt sem gerð var á starfi barnaverndar Hafnarfjarðar á árinu þá er mikið álag á barnaverndarstarfsmönnum sem nauðsynlegt er að fylgjast vel með. Fulltrúi Miðflokksins telur því nauðsynlegt að bregðast við því ástandi enda afar brýnt að málatími sé sem stystur og málin unnin hratt og vel.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
   Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar það að meirihlutinn skuli ekki taka undir tillögur Samfylkingarinnar um fjölgun stöðugilda til að efla og styðja við starf Brúarinnar og barnarverndar. Á báðum stöðum er um gríðarlega mikilvægt starf að ræða, ekki síst á meðan við glímum við alvarlega afleiðingar vegna heimsfaraldurs Kórónuveirunnar.Fram hefur komið að starfsmenn barnaverndar eru undir miklu álagi og mikilvægt er að við bregðumst við því. Þó tilkynningum vegna barnaverndamála hafa ekki farið fjölgandi í Hafnarfirði á síðustu mánuðum þá er ljóst að þeim hefur fjölgað mikið á öðrum stöðum og því er ekki ólíklegt að tilkynningum geti fjölgað í Hafnarfirði á næstunni og mikilvægt að við séum viðbúin því.
   Tillaga:
   Nýsköpun í velferðarþjónustu. Komið verði á laggirnar þróunarsjóði sem ýtir undir nýsköpun í velferðarþjónustu. Mikilvægt er að fjárfesta í þekkingu í þeirri þjónustu sem krefst mannlegrar nándar. Samdóma álit hagfræðinga um allan heim er að efla þurfi velferðarþjónustu og hvetja til nýsköpunar hvort sem um er ræða verkefni, lausnir eða hugmyndir opinberra eða einkaaðila. Við leggjum því til að settar verði 50 milljónir í sjóð til efla velferðarþjónustu í sveitarfélaginu. Vísa inn í fjölskylduráð og bæjarráð.
   Fulltrúar Samfylkingar segir já. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja nei. Fulltrúi Bæjarlistans situr hjá. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn einu.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
   Á þessu ári var lagt töluvert í nýsköpunarvinnu í Hafnarfirði, m.a. með fjölgun á sumarstörfum sumarið 2020 sem höfðu það m.a. að markmiði að auka nýsköpun í Hafnarfirði. Á fjölskyldu- og barnamálasviði má nefna innleiðingu á Köru Connect, skjáinnlit til eldri borgara og Brúin sem nýsköpunarverkefni sem eru farin af stað. Áfram verður stutt við þessi verkefni.
   Tillaga:
   Þjónusta við aldraða. Gert er ráð fyrir minna fjármagni inn í þennan þjónustuþátt á næsta ári þegar við ættum einmitt að vera að efla þjónustuna eða í það minnsta að halda í horfinu á milli ára. Það er óásættanlegt að gert sé ráð fyrir 6% samdrætti í þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Við leggjum til að horfið verði frá því og sett fram aukning sem nemur að minnsta kosti 3% við þennan lið í fjárhagsáætluninni. Eldri íbúar bæjarins hafa margir hverjir búið við mikla einangrun undanfarin misseri. Það er því mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu þessa hóps að efla félagsstarf þeirra sem og aðra þjónustu við hann. Vísa inn í fjölskylduráð og bæjarráð.
   Fulltrúar Samfylkingar segir já. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja nei. Fulltrú Bæjarlistans situr hjá. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn einu.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
   Ekki er gert ráð fyrir samdrætti í þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Um er að ræða minnkun á milli ára sem er tilkomin þar sem það var gerður viðauki á árinu 2020 vegna rekstrarkostnaðar á gamla Sólvangi. Sá rekstrarkostnaður er ekki á fjölskyldu- og barnamálasviði á árinu 2021 og þess vegna er minna fjármagn á málaflokkinn.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
   Fulltrúi Samfylkingarinn telur mikilvægt að Hafnarfjörður sýni frumkvæði þegar kemur að nýsköpun í velferðarþjónustu og því er brýnt að við setjum að fót sjóð til að styðja við nýsköpun og eflingu velferðarþjónustu. Það er alltaf mikilvægt að við séum alltaf að leita leiða til þess að efla og styrkja þá velferðarþjónustu sem bærinn veitir og það á enn frekar við núna þegar við glímum við afleiðingar Kórónuveirufaraldursins. Einnig harmar fulltrúi Samfylkingarinnar að meirhlutinn hafni því að auka við þjónustu við aldraða á næsta ári. Það er ljóst að heimsfaraldur Kórónuveirunnar hefur haft margvísleg neikvæð áhrif á stöðu þessa hóps í samfélaginu og því brýnt að við leitum allra leiða til þess að styðja við bakið á honum og rjúfa félagslega einangrun.
   Tillögur Viðreisnar sem lagðar eru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2021 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
   Tillaga:
   Setja aukna áherslu á að vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara.
   Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun: Sú vinna er þegar farin af stað, m.a. með skjáinnlitum til eldri borgara og símtölum frá starfsmönnum á sviðinu. Gert er ráð fyrir að sú vinna eflist enn frekar á næsta ári.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Fulltrúi Samfylkingarinnar er sammála því sjónarmiði sem kemur fram í tillögu Viðreisnar en hefði talið æskilegt til þess að ná fram þessu markmiði hefði fjármagn í málaflokkinn verið aukið sbr. fjórðu tillögu Samfylkingarinnar hér á undan. Að öðru leyti er vísað í bókun undirritaðs undir fjórðu tillögu Samfylkingarinnar.
   Fulltrúi Miðflokksins tekur undir umrædda tillögu Viðreisnar.
   Tillaga:
   Fjölga stöðugildum hjá Barnavernd.
   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans segja já. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja nei. Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
   Það er verið að innleiða breytta verkferla í barnavernd í kjölfar úttektar sem var gerð fyrr á árinu. Sú vinna er í fullum gangi, búið er að stofna stýrihóp og vinna farin af stað með starfsmönnum. Einnig er verið að innleiða breytta verkferla með tilkomu Brúarinnar. Þessum breyttu verkferlum er m.a. ætlað að minnka álag og auka skilvirkni.
   Fulltrúi Miðflokksins styður umrædda tillögu Viðreisnar. Samkvæmt úttekt sem gerð var á starfi barnaverndar Hafnarfjarðar á árinu þá er mikið álag á barnaverndarstarfsmönnum sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en kulnun og frekari fjarvistir fari að verða raunin. Fulltrúi Miðflokksins telur því afar brýnt og nauðsynlegt að bregðast við því ástandi sem uppi er. Málefni barna eiga að vera forgangsmál og brýnt að málatími er varðar börn sé sem stystur. Slíkt er afar mikilvægt þegar ábjátar í lífi barna í Hafnarfirði. Fulltrúa Miðflokksins finnst aumt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra að geta ekki stutt þetta mál.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar vísar í bókun sína undir annarri tillögu Samfylkingainnar hér að framan.
   Tillaga:
   Að fjölga starfstækifærum í gegnum Áfram verkefnið.
   Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
   Á árinu 2021 verður auknum fjármunum varið í verkefnið til að fleiri geti komist af fjárhagsaðstoð og út á vinnumarkaðinn.

   Þær tillögur sem fram komu við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar, þann 25. nóvember síðastliðinn, hafa nú allar fengið umfjöllun og afgreiðslu hjá viðkomandi ráðum.
   Fimm tillögur sátu eftir hjá bæjarráði:

   Tillaga nr. 9 frá Samfylkingunni: Fjárfestum í menningu og listum. Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá menningar- og ferðamálanefnd.

   Tillagan felld með atkvæðum meirihluta og Miðflokks. Fulltrúi Samfylkingarinnar greiðir atkvæði með tillögunni.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
   Meirihlutinn tekur undir umsögn nefndarinnar og er tillögunni hafnað.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar í Bæjarráði tekur undir framlagða bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í Menningar- og ferðamálanefnd.
   Adda María Jóhannsdóttir

   Fulltrúi Miðflokksins telur að ekki sé svigrúm til þessa í núverandi árferði.

   Tillaga nr. 14 frá Samfylkingunni: Atvinnumál. Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá fjármálasviði, fjölskyldu- og barnamálasviði og þjónustu- og þróunarsviði. Bæjarráð þakkar fyrir umsögnina.

   Bæjarráð tekur jákvætt í tillögu um gerð atvinnustefnu fyrir Hafnarfjörð en hafnar því að eyrnamerkja 15 milljónir í verkefnið enda er svigrúm innan fjárhagsáætlunar í slíka vinnu. Eins og fram kemur í umsögn sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs býr bærinn að nýlegri markaðsstefnumótun sem er góður grunnur að slíkri vinnu. Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er grunnur að góðu samfélagi og Hafnarfjörður mun þurfa að bregðast við breyttu landslagi í atvinnuháttum og atvinnulífi til lengri jafnt sem skemmri tíma. Bæjarráð óskar eftir tillögu frá þjónustu- og þróunarsviði er varðar slíka vinnu.

   Tillaga nr. 15 frá Samfylkingunni: Lækkun á launum bæjarfulltrúa.

   Tillögunni er hafnað með atvæðum meirihluta og Miðflokks. Fulltrúi Samfylkingarinnar greiðir atkvæði með tillögunni.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
   Árið 2017 samþykkti bæjarstjórn að taka ákvörðun um laun bæjarfulltrúa úr höndum bæjarstjórnar, eins og verið hafði, og voru þá upplýsingar um launakjör bæjarfulltrúa, sem staðið hafa óbreytt frá þeim tíma, birtar á vef bæjarins þar sem þær liggja fyrir. Með tillögu Samfylkingar um lækkun launa er sleginn nýr tónn, sem ekki hefur heyrst áður, um leiðir til að bregðast við veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Í stað þess að hverfa aftur til handvirkra launatilfæringa fyrri tíma horfum við fram veginn og leggjum áherslu á að vinna með þeim verkefnum og tækifærum sem bætt geta hag og velferð heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
   Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum yfir því að fulltrúar bæjarráðs hafni tillögu um að lækka laun bæjarfulltrúa í það sem þau voru fyrir hækkun síðastliðið vor.
   Á fundi bæjarráðs þann 20. maí sl. lagði fulltrúi Samfylkingarinnar til að kjörnir fulltrúar tækju ekki umrædda launahækkun í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Nú þegar faraldurinn hefur dregist á langinn og ljóst að miklir erfiðleikar steðja að í rekstri sveitarfélagsins hefði verið sæmd að því að kjörnir fulltrúar leggðu sitt af mörkum og tækju ekki við launahækkunum á meðan.

   Tillaga nr. 4 frá Viðreisn: Hraða snjallvæðingu bæjarins. Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til að framlög verði hækkuð um 15 milljónir króna til stafrænnar þróunar.

   Tillaga nr. 6 frá Viðreisn: Leggja fram nákvæma áætlun um hvernig söluandvirði hlutar Hafnarfjarðar verði ráðstafað. Bæjarráð óskaði eftir umsögn frá fjármálasviði. Svar lagt fram.
   Söluandvirði hluta í HS Veitum að frádregnum fjármagnstekjuskatti nemur 2.738 milljónum króna. Andvirðið gerir það að verkum að hægt er að draga verulega úr lántökum þrátt fyrir að ekki verði dregið úr fjárfestingum á árinu 2021.
   Afborganir lána og leiguskuldbindingar A-hluta nema um 1.660 milljónum króna. Lántökur eru einungis áætlaðar um 1.300 milljónir króna og eru því lán greidd niður um 360 milljónir króna umfram ný lán.
   Rúmur milljarður króna mun síðan mæta umtalsvert lægri tekjum og launahækkunum í kjölfar kjarasamninga sem eru samtals vel á þriðja milljarð króna og vega því þungt í rekstri næsta árs.

   Bæjarráð vísar tillögu að breytingum á fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.

   Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir.

   Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvara öðru sinni sem Ágúst Bjarni svarar öðru sinni. Þá kemur Friðþjófur Helgi Karlsson til andsvars sem Ágúst Bjarni svarar.

   Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

   Fundarhlé kl. 15:54. Fundi framhaldið kl. 15:58.

   Næst tekur Helga Ingólfsdóttir til máls.

   Þá tekur Ingi Tómasson til máls.

   Einnig Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Fundarhlé kl. 17:35.

   Fundi framhaldið kl. 17:46.

   Næst tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar sigurður andsvari.

   Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

   Næst tekur Friðþjófur Helgi til máls.

   Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og einnig Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Næst ber forseti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 upp til samþykkis og er hún samþykkt með með 6 atkvæðum frá fulltrúum meirihluta, 5 fulltrúar minnihlutans sitja hjá.

   Forseti bar næst undir næst undir fundinn fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2024 og var hún samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta og 5 sitja hjá.

   Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

   Sókn er besta vörnin

   Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 er lögð áhersla á að draga sem mest úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á íbúa bæjarfélagsins, verja þjónustuna, halda uppbyggingu áfram og koma í veg fyrir að efnahagsáfallið leggi klafa á bæjarfélagið til frambúðar. Faraldurinn hefur haft mikil og alvarleg áhrif á rekstur sveitarfélaga og þar er Hafnarfjörður engin undantekning. Gripið var strax til samræmdra aðgerða sem hafa falið í sér markvissa hagræðingu, hóflegar lántökur og eignasölu, m.a. á hlut bæjarins í HS Veitum. Samtímis er unnið að því að skapa farveg til þess að snúa vörn í sókn svo skjótt sem verða má. Því verður ekki slakað á í uppbyggingu og nema fjárheimildir til framkvæmda árið 2021 samtals 4.283 milljónum króna. Áfram verður unnið að uppbyggingu Suðurhafnar auk þess sem lögð verður áhersla á frágang gönguleiða o.fl. við Norðurbakka. Gatnagerð verður efld og gatnalýsingar endurnýjaðar víða í bænum. Uppbygging íþróttamannvirkja heldur áfram með endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu, auk enduruppbyggingar Suðurbæjarlaugar, St. Jósefsspítala og gamla Sólvangs. Stefnt er að umtalsverðum fjárfestingum í félagslegu húsnæði og haldið verður áfram að nútímavæða og þróa þjónustu sveitarfélagsins á sem flestum sviðum með upplýsingatækni og skýrari verkferlum. Þrátt fyrir allt þetta er ekki verið að auka álögur á íbúa og útsvarsprósenta er óbreytt milli ára. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir tapi er lánsfjárþörf í lágmarki, ekki síst vegna þess að söluandvirði hlutarins í HS Veitum fæst greitt á fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur á árinu en afborganir lána nemi alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 280 milljónum króna umfram áætlaðar lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á. Fjárhagsáætlunin ber vott um ábyrga fjármálastjórnun og mikinn sóknarhug íbúum og hafnfirsku samfélagi til heilla.

   Jón Ingi Jón Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi

   Fjárhagsáætlun 2021 ber öll merki þeirra djúpu kreppu sem nú ríður yfir landið. Það er ljóst á þessum tímapunkti að ekkert bólar á stuðningi ríkisstjórnarinnar við Hafnarfjarðarbæ við að halda úti lögbundinni þjónustu. Því hefur meirihlutinn farið í þá vegferð að selja HS Veitur, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði, í hendur einkaaðila. Það fé mun að mestu verða nýtt í rekstrarkostnað. Salan sýnir svo ekki verður um villst að tekjur af reglulegum rekstri bæjarfélagsins þyrftu að vera tæpum 3 milljörðum hærri en raunin er. Þessi tekjuskortur er heimatilbúinn vandi í boði Sjálfstæðisflokksins en honum mistókst að auka lóðaframboð á nýafstöðnum uppgangstíma með tilheyrandi tekjuskorti. Afstaða Viðreisnar til sölu HS Veitna má öllum vera ljós, en við teljum þennan gjörning glapræði. Einnig teljum við miður að aðkoma minnihlutans sé enn jafn takmörkuð og raun ber vitni við gerð fjárhagsáætlunar, einungis í formi tillöguréttar. Á meðan minnihluta er haldið frá skipulagðri vinnu við fjárhagsáætlun er ekki hægt að ætlast til þess að fulltrúar minnihlutans styðji við og taki ábyrgð á fjárhagsáætluninni. Það er miður.
   Viðreisn vill þakka öllum þeim starfsmönnum sem tóku þátt í þessari fjárhagsáætlanagerð. Eins viljum við þakka öllum starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar fyrir seiglu, þolinmæði og hugrekki á árinu í þessu ástandi sem vonandi sér fyrir endan á.
   Fulltrúi Viðreisnar þakkar aftur á móti fyrir jákvæðar viðtökur í nokkrar af breytingartillögum Viðreisnar.

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Bókun bæjarfulltrúa Bæjarlistans:
   Fyrstu greiningar á samfélagslegum afleiðingum Covid-kreppunnar benda til þess að atvinnuleysi, tekjuskerðing og þar með afturför lífsgæða komi harðast niður á tekjulágum, ungu fólki, konum og fólki af erlendum uppruna. Fyrirsjáanlegt er að bæjarstjórn muni þurfa að bregðast við þeim raunveruleika á næsta ári, umfram það sem áætlað er í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Telja má líklegt að áætlanir verði endurskoðaðar með reglubundnum hætti á næsta ári og munum við í Bæjarlistanum við þau tækifæri setja börn, ungt fólk, jafnréttis- og mannréttindamál í forgang.
   Við blasir hallarekstur af stærðargráðu sem ekki hefur sést hér um hríð, sem í ljósi aðstæðna er þó erfitt að gagnrýna af hörku. Ég geri þó athugasemd við þær pólitísku áherslur bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra að þrjóskast við að fullnýta útsvarið, en hækka um leið gjöld í leikskólum í fyrsta sinn eftir 7 ára hlé og gera skýrar aðhaldskröfur á starfsemi skólakerfisins. Þarna þykir mér óþarflega miklu vera fórnað fyrir tregðulögmál pólitískrar kreddu.
   Fjárhagsáætlunin ber það almennt með sér að í henni er ákveðin frestun afleiðinga Covid-kreppunnar, í skjóli sölu á hlut bæjarins í HS Veitum, sem er skammgóður vermir. Líklega mun þurfa að draga seglin meira saman en hér er sett fram, á ýmsum sviðum.
   Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans

   Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun.
   Sú fjárhagsáætlun sem hér liggur fram fyrir árið 2021 og síðan 2022-2024 sýnir að fjárhagur bæjarins er á viðkvæmum stað. Skuldir eru miklar, verða 43,5 milljarðar á A-hluta og 47,6 milljarðar á A og B hluta bæjarsjóðs í lok næsta árs. Það alvarlega við þetta er að bæinn á að reka með umtalsverðum halla öll árin til ársins 2024, eða út það tímabil sem fjárhagsáætlunin nær yfir. Er reiknað með að skuldir verði komnar við árslok 2024 í 52,3 milljarða.
   Gjöld eru stöðugt að hækka umfram tekjur og frá 2018-2021 hafa tekjur hækkað um 13% en gjöld um 26%. Við slíkt verður ekki búið til lengdar og þrengir að komandi hafnfirskum kynslóðum
   Það sem vantar í þessa fjárhagsáætlun er aðhald eða aðhaldsaðgerðir í ljósi þeirrar stöðu sem sem áður er rakið. Báknið er að þenjast út og því þarf að snúa við.
   Til að snúa þessari óheillavænlegu stöðu telur Miðflokkurinn einna árangursríkast að fara „Akureyrarleiðina“, að allir bæjarfulltrúar taki höndum saman til að finna leiðir til sparnaðar, hagræðingar, niðurskurðar, tekjuöflunar o.fl. án þess þó að það bitni á þeim sem minnst hafa. Þannig bera allir bæjarfulltrúar og flokkar ábyrgð á stöðu sveitarfélagsins í þeim þunga róðri sem framundan er.

   Friðþjófur Helgi Karlssson kemur að svohljóðandi bókun:

   Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun 2021
   Fjárhagsáætlun 2021 er gerð á tímum heimsfaraldurs sem hefur eðlilega áhrif á áætlanir og væntingar. Engu að síður er fjárhagsáætlun alltaf stefnumörkun þess meirihluta sem situr hverju sinni. Við í Samfylkingunni höfum reynt að setja mark okkar á og koma fram með tillögur sem við teljum til úrbóta. Þeim hefur verið misvel tekið, sumar hafa sannarlega fengið jákvæðar undirtektir en öðrum hafnað.
   Ef við drögum saman stóru myndina af þessari fjárhagsáætlun sem vissulega er gerð við sérstakar aðstæður þá er afsal útsvarstekna á meðan gjaldskrár eru hækkaðar það sem stingur hvað mest í augun. Þar hefðum við viljað sjá aðra forgangsröðun. Í ljósi kreppunnar sem við nú glímum við hefði að okkar mati átt að verja tekjulægri íbúa með því að frysta gjaldskrár frekar en halda álagningu útsvars, sem hefur lítil áhrif á hvern bæjarbúa, óbreyttri.
   Þá hefði einnig verið sæmd að því að bæjarfulltrúar afsöluðu sér launahækkunum á meðan ástandið varir og sýnt þannig samstöðu með bæjarbúum sem margir glíma við tekjufall og atvinnuleysi. Þeirri tillögu var hafnað.
   Það er hins vegar ekki bara afleiðingar Covid-19 sem valda litlum tekjuafgangi hjá Hafnarfjarðarbæ. Allt frá árinu 2017 hefur rekstur bæjarins farið niður á við. Við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir ári síðan bentum við í Samfylkingunni á að gera þyrfti ráð fyrir kólnun sem var yfirvofandi í hagkerfinu. Farsóttin hefur svo sett alvarlegt strik í reikninginn og nú er atvinnuleysi í Hafnarfirði í sögulegu hámarki eða 7,8%. Með auknu atvinnuleysi minnka útsvarstekjur. Með því að halda útsvarsprósentu lágri er sveitarfélagið að afsala sér u.þ.b. 50-60 m.kr. í tekjur á ári. Það eru fjármunir sem munar um í þeirri stöðu sem við erum nú.
   Því má ekki gleyma að sveitarfélögin eru stór í efnahagslegu samhengi á Íslandi. Allt sem við gerum hefur áhrif út í samfélagið. Því þurfum við að gæta vel að þeim aðgerðum sem farið er í. Niðurskurður í rekstri getur komið í bakið á okkur í framtíðinni og birst okkur í ófyrirséðum félagslegum og fjárhagslegum vanda síðar. Því þarf að sýna djörfung og dug við mótun fjárhagsáætlana sveitarfélaga á næstu árum. Á það finnst okkur skorta hér í Hafnarfirði.

   Það verður stóra verkefni okkar á næstu árum, ekki bara hjá sveitarfélögum eða okkur hér á Íslandi, heldur út um allan heim að fjárfesta í kerfisbreytingum á vinnumarkaði sem gera okkur kleift að flytja fólk úr störfum þar sem tæknin getur sinnt verkinu yfir í greinar sem þarfnast mannlegrar nándar. Svona umbreyting kostar fjárfestingu í lausnum, nýjum ferlum og kerfum.
   Það er mikilvægt að nýta tímann í núverandi niðursveiflu í að viðhalda þjónustustigi samhliða því að fjárfesta í nýrri þekkingu og nýjum lausnum í mennta-, félags- og velferðarmálum. Að fjárfesta ekki síður og kannski miklu frekar í fólki en steinsteypu. Það er skynsamlegast fyrir okkur í yfirstandandi efnahagsþrengingum að stórauka fjárframlög til nýsköpunar, mennta-, félags og velferðarmála og skapandi greina.
   Fjölga þarf störfum með beinum hætti, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Hvort tveggja er nauðsynlegt. Í atvinnukreppu er ekki tími til að karpa um hlutfallslegt vægi opinberrar þjónustu og einkareksturs. Nú er lag að ráðast í átak gegn undirmönnun í velferðarþjónustu og menntastofnunum.
   Samfylkingin boðar leið jafnaðarmanna út úr atvinnukreppunni til móts við grænni framtíð. Sú leið felst í því að fjölga störfum, efla velferð og menntun en einnig að leggja grunn að nýjum grænum stoðum undir verðmætasköpun til framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð, menntun og græn uppbygging.
   Velferðarstefna Samfylkingarinnar hvílir á hugmyndum um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Jöfnuður og öflug velferðarþjónusta eru forsenda réttláts samfélags, skapa öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Samfylkingin getur því ekki stutt tillögur um að sveitarfélagið afsali sér tekjum með því að fullnýta ekki útsvarshlutfall í því ástandi sem við nú búum við og á meðan gjaldskrár eru hækkaðar þegar áherslan ætti að vera á að vernda þá hópa sem verst verða úti í kreppunni sem fylgir Covid-19 faraldrinum. Við viljum samfélag jöfnuðar sem styður við alla og einkum þá sem mest þurfa á stuðningi að halda. Á þessum forsendum styðjum við ekki framlagða fjárhagsáætlun.

  • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

   1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 14.desember.
   Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 16.desember nk.

   Lagt er til að næsti bæjarstjórnarfundur fari fram 6.janúar nk.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur bæjarstjórnarverði þann 6. janúar nk.

Ábendingagátt