Bæjarstjórn

6. janúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1861

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Friðþjófi Helga Karlssyni en í þeirra stað sitja fundinn Stefán Már Gunnlaugsson og Árni Rúnar Þorvaldsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að tvö mál yrðu tekin inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

Mál nr. 1806149 Ráð og nefndir 2018-2022

Mál nr. 2012461 Ráðning æðstu stjórnenda

Ásamt því að fundargerð fjölskylduráðs frá 18. desember sl. yrði lögð fram undir fundargerðum.

Er framangreint samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Friðþjófi Helga Karlssyni en í þeirra stað sitja fundinn Stefán Már Gunnlaugsson og Árni Rúnar Þorvaldsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að tvö mál yrðu tekin inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

Mál nr. 1806149 Ráð og nefndir 2018-2022

Mál nr. 2012461 Ráðning æðstu stjórnenda

Ásamt því að fundargerð fjölskylduráðs frá 18. desember sl. yrði lögð fram undir fundargerðum.

Er framangreint samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Breytingar á Menningar og ferðamálanefnd:
      Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Brekkuhvammi 4, 220 Hfj. taki sæti sem aðalfulltrúi í stað Sverris Jörstad Sverrissonar.

      Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11 220 Hfj. taki sæti sem varafulltrúi í stað Sigurbjargar Önnu Guðnadóttur.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2012461 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138 2011 og 80. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 525 2016

      Lögð fram beiðni Sigríðar Kristinsdóttir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um lausn frá störfum.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og þakkar Sigríði Kristinsdóttur fyrir vel unnin störf og gott og farsælt samstarf á liðnum árum sem og velfarnaðar í nýju starfi.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða beiðni um lausn frá störfum og jafnframt að bæjarstjóra sé falið að auglýsa eftir nýjum sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

    • 1604501 – Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.desember sl.

      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 1. des. s.l. að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa vegna fjölgunar eigna í Skarðshlíðarhverfi. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu orðalagi greinargerðar skipulagsskilmála 2 áfanga og málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Guðlaug svarar þá næst andsvari og kemur Ingi þá til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Helga ingólfsdóttir situr hjá.

    • 1705014 – Skarðshlíð deiliskipulag 3.áfangi

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.desember sl.

      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 1. des. s.l. að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa vegna fjölgun eigna í Skarðshlíðarhverfi. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu orðalagi greinargerðar skipulagsskilmála 3 áfanga og málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Helga Ingólfsdóttir situr hjá.

    • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.desember sl.
      Lögð fram ný deiliskipulagsbreyting, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina (5 í stað 4), breyttum byggingarreit og bílastæðum. Gólfkóti er hækkaður um 0,5m, kóti í baklóð lækkaður um 1,35-1,5m. Með vísan í breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12. s.l. er tillagan lögð fram.

      Með vísan til samþykktar um breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12. s.l., samþykkir skipulags- og byggingarráð erindið og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Helga Ingólfsdóttir situr hjá.

    • 2012234 – Strandgata 9, deiliskipulagsbreyting

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.desember sl.
      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem eru í anda gildandi deiliskipulags, þar sem gert er ráð fyrir veitingarekstri á jarðhæð og íbúðum á efri tveimur hæðum. Sótt er um að minnka íbúðir og fjölga þeim, þannig að þær uppfylli skilyrði HMS um hlutdeildarlán. Byggingarmagn í kjallara og á 3 hæð eykst, en stærðir annarra hæða haldast nokkuð óbreyttar. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurn sem kynnt var á fundi ráðsins þann 1. des. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga og að tillagan verði kynnt á almennum íbúafundi. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson og Árni Rúnar Þorvaldsson. Ingi kemur til andsvars.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lagt fram erindi frá SSH dags. 8. desember sl., uppbygging á skíðasvæðunum.

      Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Magnús Árnason forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð vísar framlögðum viðauka nr. II við ?Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018?, til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag með 10 greiddum atkvæðum en Sigurður Þ. Ragnarsson situr hjá.

    • 2011571 – Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi Samþykkt um gatnagerðargjald.

    • 2001388 – Fornubúðir 3

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lagt fram samkomulag við eigenda Fornubúða 3 vegna uppgjör bóta vegna bruna. Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      7.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.desember sl. Tekið fyrir að nýju.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framkomið svar Vegagerðarinnar vegna beiðni ráðsins um kostnaðar og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01).
      Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi telur umhverfis- og framkvæmdaráð mikilvægt að árétta að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar hér með ósk um kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) og Leiðarendavegar(402-01).
      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar svari Vegagerðarinnar til bæjarráðs.

      Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar málinu til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og Helga Ingólfsdóttir í andsvar.

      Einnig tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls og Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Stefán Már svarar andsvari.

      Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kriatjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars. Stefán kemur þá til andsvars við ræðu Guðlaugar.

      Fundarhlé kl. 15:37.

      Fundi framhaldi kl. 15:47.

      Til máls öðru sinni tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir að Vegagerðin láti framkvæma kostnaðar- og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01) í ljósi fyrirliggjandi gagna sem lögð voru fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 2. desember 2020. Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna á svæðinu. Syðri hluti Bláfjallavegar og Leiðarendavegur þjónar mikilvægu hlutverki ekki bara fyrir Hafnfirðinga heldur Suðurnesin öll sem hluti af samgönguneti sem tryggir aðgengi að náttúruperlum og útivistarsvæðum.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar jafnframt mikilvægi Bláfjallavegar sem flótta- og varaleiðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar og Suðurnesja þar sem við búum á jarðskjálfta- og gossvæði og því nauðsynlegt öryggismál að hafa vel færar flóttaleiðir að frá svæðinu.

      Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

      Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson.

      Er framkomin bókun samþykkt samhljóða.

    • 2012091 – Völuskarð 26, umsókn um lóð

      17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram umsókn Jóns Valbergs Sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina um lóðina nr. 26 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Völuskarð 26 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Jóns Valbergs Sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 26 verði úthlutað til Jóns Valbergs sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2012249 – Hádegisskarð 26, umsókn um lóð

      19.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram lóðarumsókn Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar um lóðina nr. 26 við Hádegisskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Hádegisskarð 26 og er því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 26 verði úthlutað til Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2012271 – Hádegisskarð 26 og 31, umsókn um lóð

      20.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram umókn Hamrabergs ehf um lóðirna nr. 26 og 31 við Hádegisskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Hádegisskarð 26 og er því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar. Umsækjendur tilgreindu varalóðir Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Drangsskarði 13 og Hádegisskarði 22 verði úthlutað til Hamrabergs ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2011423 – Völuskarð 21, umsókn um lóð

      21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram umsókn Jóhanns Ögra Elvarssonar, Rutar Helgadóttur, Birgis Kristjánssonar og Kristínar Erlu Þórisdóttur um lóðina nr. 21 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Völuskarð 21 verði úthlutað til Jóhanns Ögra Elvarssonar, Rutar Helgadóttur, Birgis Kristjánssonar og Kristínar Erlu Þórisdóttur.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2012061 – Malarskarð 18-20, umsókn um lóð

      22.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram umsókn HSO bygg ehf. um lóðina nr. 18-20 við Malarskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Malarskarð 18-20 verði úthlutað til HSO bygg ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2012062 – Malarskarð 12-14, umsókn um lóð

      23.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Lögð fram umsókn HSO bygg ehf. um lóðina nr. 12-14 við Malarskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Malarskarð 12-14 verði úthlutað til HSO bygg ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 1912241 – Völuskarð 16,umsókn um lóð, úthlutun,felld niður

      24.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      Afturköllun á úthlutun lóðar.

      Bæjarráð samþykkir afturköllun á úthlutun lóðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2004407 – HS Veitur hf, sala hlutabréfa

      Til umræðu.

      Til máls taka Sigurður Þ. Ragnarsson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Stefán Már Gunnlaugsson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Jón Ingi Hákonarson.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Sigurður andsvari. Rósa kemur þá til andsvars öðru sinni og Sigurður svarar andsvars. Þá kemur Árni Rúnar til andsvars og svarar Sigurður andsvari. Árni Rúnar kemur þá til andsvars öðru sinni. Þá kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars við ræðu Sigurðar og svarar sigurður andsvari.

      Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Bæjarlistans, Miðflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar:
      Það vekur óneitanlega athygli að dómnefnd sérfræðinga við Fréttablaðið Markaðinn skuli velja sölu meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á hlut bæjarins í HS-veitum, einu verstu viðskipti ársins 2020. Tilkynnt var um þetta í blaðinu 30 desember sl.
      Úrskurður dómnefndar sérfræðinganna var „Sala Hafnarfjarðar á HS-veitum: „Var selt á verulegum afslætti miðað við margfaldara innviðafyrirtækja.“
      Ef rétt reynist er hér um stórkostleg afglöp núverandi meirihluta bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra sem þarfnast skoðunar og rannsóknar. Fulltrúum minnihluta er stórkostlega brugðið að sjá þessi viðskipti bæjarins, á þessum lista yfir verstu viðskipti nýliðins árs.

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihlutans:

      Fullyrðing um að hlutur Hafnarfjarðar í HS Veitum hafi verið seldur „á verulegum afslætti miðað við margfaldara innviðafyrirtækja“ er ekki rökstudd. Þvert á móti, séu kennitölur hliðstæðra innviðafyrirtækja víða um heim bornar saman við söluverð HS Veitna er ekki að sjá annað en að gott verð hafi fengist fyrir hlut Hafnarfjarðar í fyrirtækinu. Þess má geta að Reykjanesbær sem átti forkaupsrétt vegna sölunnar nýtti sér ekki þann rétt sinn. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, stendur árlega fyrir eins konar uppgjöri í tilefni áramóta. Uppgjörið er til gamans gert þar sem vel á tugir einstaklinga fá nafnlaust að láta gamminn geysa um skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Að órökstudd níu orða setning frá einum ónafngreindum aðila á þessum vettvangi skuli tekin til umræðu sem heilög sannindi á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði er með ólíkindum.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, síðari umræða.

      4.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 16.desember sl.
      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 14.desember sl.
      Farið yfir endurskoðun samþykktar og viðauka. Til afgreiðslu.

      Drögum að breyttri Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar ásamt viðauka vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Við fundarstjórn tekur Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Kristinn Andersen.

      Þá tekur Kristinn við fundarstjórn á ný.

      Forseti ber næst upp tillögu um að fyrirliggjandi samþykkt ásamt viðauka verði vísað til síðari umræðu og er tillagan samþykkt samhljóða.

      Ágúst Bjarni Garðarsson annar varaforseti tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Kristinn Andersen.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að breyttri Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar ásamt viðauka.

    Fundargerðir

    • 2001041 – Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 15. og 29.desember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 15.desember sl.
      a. Fundargerðir íþrótta-og tómstundanefndar frá 9.desember sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 17.desember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 2.desember sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.desember sl.
      c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 12. og 20.nóvember sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20.nóvember sl.
      e. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.desember sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 4.janúar sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 18. desember sl.

      Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir lið 2 í fundargerð íþrótta og tómstundanefndar frá 9. desember sl.

      Einnig tekur Árni Rúnar Þorvaldsson undir 1. og 5. lið frá fundi fjölskylduráðs frá 18. desember sl.

      Stefán Már tekur til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 18. desember sl.

Ábendingagátt