Bæjarstjórn

20. janúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1862

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson varamaður

Mættir eru allitr aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ágústi Bjarna Garðarssyni en í hans stað situr fundinn Valdimar Víðisson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar ber forseti upp tillögu um að 2. mál í útsendri dagskrá,Fornubúðir 5, skipulagsbreyting, verði tekið af dagskrá fundarins. Er tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður og ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allitr aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ágústi Bjarna Garðarssyni en í hans stað situr fundinn Valdimar Víðisson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar ber forseti upp tillögu um að 2. mál í útsendri dagskrá,Fornubúðir 5, skipulagsbreyting, verði tekið af dagskrá fundarins. Er tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2012229 – Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl.
      Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 í landi Hafnarfjarðarbæjar. Erindið var lagt fram á fundi ráðsins þann 15.12. s.l.

      Fyrir liggur umsókn Landsnets, dags. 11. desember 2020, um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, fyrir framkvæmdinni Suðurnesjalína 2, 220 kV raflína.
      Nánar tiltekið er um að ræða raflínu sem fyrirhugað er að reisa milli milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík. Alls er um að ræða 33,9 km langa raflínu sem mun liggja samhliða núverandi Suðurnesjalínu 1 og fer í gegnum fjögur sveitarfélög. Lengsti hluti Suðurnesjalínu 2 verður innan sveitarfélagsins Voga eða 17,26 km. Stysti hluti línunnar verður innan Grindavíkur eða 0,79 km. Innan Hafnafjarðar mun línan fara um 8,38 km leið og innan Reykjanesbæjar fer hún 7,45 km leið. Landsnet hefur sótt um leyfi til að reisa loftlínu í gegnum öll sveitarfélög og jarðstrengi í þéttbýlinu í Hafnarfirði og við tengivirki við Rauðamel í Grindavík. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 í ár og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022.
      Gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd í Kerfisáætlun Landsnets 2018 ? 2027 sem samþykkt var af Orkustofnun 18. janúar 2019.
      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.
      Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitastjórn, við umfjöllun um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar, kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst er í matsskýrslu. Þá skal sveitarstjórn samkvæmt sama ákvæði taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í þessu sambandi skal tekið fram að álit Skipulagsstofnunar eru lögbundin en ekki bindandi fyrir sveitarstjórn. Þau þurfa skv. lögum nr. 106/2000 að fullnægja lágmarksskilyrðum um rökstuðning og efnisinnihald og er það forsenda þess að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um umsókn um framkvæmdaleyfi samkvæmt 14. gr. skipulagslaga að álitið fullnægi þeim lagaskilyrðum.
      Skipulags- og byggingarráð hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar frá september 2019, ásamt viðaukum, sem og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar dags. 22. apríl 2020.
      Í matsskýrslu er ítarlega fjallað um þá sex valkosti sem framkvæmdaraðili leggur fram, þ.e. jarðstrengur og/eða loftlína. Niðurstaða Landsnets er að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í samræmi við valkost C í mati á umhverfisáhrifum, sem er 220 kV loftlína milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur. Að sögn Landsnets byggir sú niðurstaða á ítarlegri undirbúningsvinnu, sem felur í sér valkostagreiningu, mat á umhverfisáhrifum, sérfræðiskýrslur, kostnaðargreiningar, samræmi við lög og reglur, stefnu stjórnvalda, samráð við hagaðila og landeigendur. Helstu umhverfisáhrif framkvæmdar á svæðinu sem er afmarkað sem Hafnarfjörður snúa að landslagi og ásýnd, jarðminjum, ferðaþjónustu og útivist og vistgerðir og gróður.
      Skipulags- og byggingarráð tekur vissulega undir undir þá niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar að margt mæli með því að frekar yrði lagður jarðstrengur alla leið og er þá þá sérstaklega vísað til valkostar B meðfram Reykjanesbraut. Það er þó mat sveitarfélagsins að valkostur C samræmist vel þeim hugmyndum í greinagerð Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar legu og breytingar á rafveitukerfi Landsnet innan marka sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að heildarrask innan sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna verði 0,69 ha. Hér skal tekið fram að framkvæmdir höfðu áður verið hafnar en stöðvaðar þegar framkvæmdaleyfi var ógilt, en þá hafði þegar verið búið að raska hluta svæðis, gera mastraplön og leggja línuslóða.
      Ítarleg málsmeðferð á sviði skipulags- og umhverfismála síðastliðinn áratug hefur dregið fram fjölmörg sjónarmið um fyrirkomulag flutningsmannvirkja á raforku vegna framkvæmdarinnar. Má í þessu einnig vísa til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í dómum Hæstaréttar og úrskurðum ÚUA vegna tengdra mála. Er það mat skipulags- og byggingarráðs að slíkt hafi styrkt grundvöll málsmeðferðar um framkvæmdaleyfisumsókn, en ekki veikt hann. Fjallað hefur verið um valkosti og útfærslu framkvæmda við umhverfismat áætlana og síðar umhverfismat framkvæmdar með nákvæmari hætti, auk umfjöllunar í gögnum sem aflað hefur verið á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Skipulags- og byggingarráð telur skilyrði til þess að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umsótta framkvæmd.
      Með vísan til 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga er gætt að því að fylgt sé ákvæðum náttúrverndarlaga. Umsótt framkvæmd hefur verið umhverfismetin og ekki er óvissa um áhrif framkvæmdar. Framkvæmd fer um að hluta um hraunsvæði sem njóta verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Skipulags- og byggingarráð vísar til þess að málsmeðferð samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga varðar framkvæmdaleyfisumsóknir, óháð því hvort mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram. Umrædd framkvæmd hefur fengið ítarlega málsmeðferð við umhverfismat áætlana og umhverfismat framkvæmdar. Sú vinna hefur að áliti skipulags- og byggingarráðs hvílt á því markmiði að forðast rask á eldhraunum, þó í því ljósi að slíkt rask sé nauðsynlegt vegna markmiða að baki framkvæmd og jarðfræðilegum staðháttum. Það er álit skipulags- og byggingarráðs að sú málsmeðferð sem farið hefur fram við undirbúning framkvæmdarinnar hafi leitt fram það rask á eldhraunum og tengdum jarðmyndunum sem brýn nauðsyn ber til í ljósi markmiða framkvæmdar.
      Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn Landsnets hf. vegna Suðurnesjalínu 2 verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Forseti ber upp tillögu um að frekari umræðum um málið og afgreiðslu þess verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka eitt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 396.046.108.- kr. til 35 ára, með lokagjalddaga 2055 og annað lán að fjárhæð 500.000.000 kr. til 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum
      Lánin eru tekin vegna fjármögnunar Skarðshlíðarskóla en verkefnið hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson, til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um lántökur.

    • 2001372 – Hellubraut 3, lóðamál, afmá lóðarleigusamning

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Aflýsing lóðarleigusamnings.

      Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi.

      Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni um aflýsingu á lóðarleigusamningi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi undir þessum lið kl. 14:21.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2101094 – Hraunskarð 2, 0102, kaup

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Hraunskarði 2 ásamt söluyfirliti.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur aftur sæti á fundinum.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar 0102 að Hraunskarði 2 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir mætir á ný til fundarins kl. 14:23.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2101093 – Hraunskarð 4, 0102, kaup

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Hraunskarði 4 ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar 0102 að Hraunskarði 4 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2012120 – Völuskarð 24, umsókn um lóð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Viktor Tyscenko Viktorson og Sylvíu Þ. Hilmarsdóttur um lóðina nr. 24 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 24 verði úthlutað til Viktors Tyschenko Viktorsonar og Sylvíu. Þ. Hilmarsdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2012119 – Hádegisskarð 31, umsókn um lóð

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar um lóðina nr. 31 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Hádegisskarð 31 verði úthlutað til Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2012318 – Vikurskarð 5,umsókn um parhúsalóð

      17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Birgis Arnar Halldórssonar, Margrétar Dóru Þorláksdóttur og Hástígs ehf. um lóðina nr. 5 við Víkurskarð

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Víkurskarð 5 verði úthlutað til Birgis Arnar Halldórssonar, Margrétar Dóru Þorláksdóttur og Hástígs ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2012253 – Móbergsskarð 2,umsókn um lóð

      18.liður úr fundargerð bæjarráð frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Harðar Þorgeirssonar ehf. um lóðina nr. 2 við Móbergsskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 2 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Harðar Þorgeirssonar ehf.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 2 verði úthlutað til Harðar Þorgeirssonar ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2012489 – Móbergsskarð 9, umsókn um lóð

      20.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 9 við Móbergsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Móbergsskarð 9 verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101044 – Móbergskarð 11, umsókn um lóð

      22.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar um lóðina nr. 11 við Móbergsskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 11 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 11 verði úthlutað til Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2012487 – Móbergsskarð 16, umsókn um lóð

      23.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 16 við Móbergsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Móbergsskarð 16 verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101023 – Móbergsskarð 14, umsókn um lóð

      25.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.

      Lögð fram umsókn Andra Fannars Helgasonar um lóðina nr. 14 við Móbergsskarð.

      Þrjár umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 14 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Óskahúsa ehf.
      Umsækjandi tilgreindi Völuskarð 8 sem varalóð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 8 verði úthlutað til Andra Fannars Helgasonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101138 – Móbergsskarð 14, umsókn um lóð

      26.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram lóðarumsókn Óskahús ehf. um lóðina nr. 14 við Móbergsskarð.

      Þrjár umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 14 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Óskahúsa ehf.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 14 verði úthlutað til Óskahúsa ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2012484 – Móbergsskarð 8, umsókn um lóð

      27.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 8 við Móbergsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Móbergsskarð 8 verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101071 – Völuskarð 6, umsókn um lóð

      28.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur um lóðina nr. 6 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Völuskarð 6 verði úthlutað til Kristins Jónssonar og Thelmu Þorbergsdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101072 – Drangsskarð 1, umsókn um lóð

      29.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram lóðarumsókn Sveins Rúnars Reynissonar og Sveins Hauks Herbertssonar um lóðina nr. 1 við Drangsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Drangsskarð 1 verði úthlutað til Sveins Rúnars Reynissonar og Sveins Hauks Herbertssonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101069 – Vikurskarð 1,umsókn um lóð

      30.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lögð fram umsókn Anitu Rúnar Guðnýjardóttur og Daníels Þórs Hafsteinssonar um lóðina Víkurskarð 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Víkurskarð 1 verði úthlutað til Anítu Rúnar Guðnýjardóttur og Daníels Þórs Hafsteinssonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2011530 – Borgahella 13, umsókn um lóð,úthlutun,skil

      32.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni nr. 13 við Borgarhellu þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um afsal lóðarinnar.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.janúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 14.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 16.desember sl.
      b. Fundargerðir SSH frá 30.nóvember og 14.desember sl.
      c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 8.,16. og 30.desember sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.desember sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.janúar sl.
      a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 8., 16. og 30.desember sl.
      b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 20.nóvember og 11.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 13.janúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 6.janúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 18.janúar sl.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson undir lið 10 í fundargerð skipulags- og byggingarráði frá 12. janúar sl. Einnig undir lið 10 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13. janúar sl. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Sigurður andsvari.Þá kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir lið 5 í fundagerð umhverfis- og framkævmdaráðs frá 13. janúar sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Friðþjófur andsvari.

      Friðþjófur Helgi tekur þá til máls öðru sinni undir lið 1 í fundargerð fjölskylduráðs frá 15. janúar sl. Til andsvars kemur Valdimar Víðisson og svarar Friðþjófur Helgi andsvari.

Ábendingagátt