Bæjarstjórn

3. febrúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1863

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að málin nr. 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og nr. 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022 yrðu tekin inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Er tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður og ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að málin nr. 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og nr. 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022 yrðu tekin inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Er tillagan samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Lagðar fram breytingar á skipan umhverfis- og framkvæmdaráðs:
   Friðþjófur Helgi Karlsson, Miðvangi 4, verði aðalmaður í stað Sverris Jörstad Sverrissonar, Sunnuvegi 11, sem verður varamaður.

   Samþykkt samhljóða.

  • 2012229 – Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi

   Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 20.janúar sl. Tekið fyrir á ný.
   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl.
   Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 í landi Hafnarfjarðarbæjar. Erindið var lagt fram á fundi ráðsins þann 15.12. s.l.

   Fyrir liggur umsókn Landsnets, dags. 11. desember 2020, um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, fyrir framkvæmdinni Suðurnesjalína 2, 220 kV raflína.
   Nánar tiltekið er um að ræða raflínu sem fyrirhugað er að reisa milli milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík. Alls er um að ræða 33,9 km langa raflínu sem mun liggja samhliða núverandi Suðurnesjalínu 1 og fer í gegnum fjögur sveitarfélög. Lengsti hluti Suðurnesjalínu 2 verður innan sveitarfélagsins Voga eða 17,26 km. Stysti hluti línunnar verður innan Grindavíkur eða 0,79 km. Innan Hafnafjarðar mun línan fara um 8,38 km leið og innan Reykjanesbæjar fer hún 7,45 km leið. Landsnet hefur sótt um leyfi til að reisa loftlínu í gegnum öll sveitarfélög og jarðstrengi í þéttbýlinu í Hafnarfirði og við tengivirki við Rauðamel í Grindavík. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 í ár og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022.
   Gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd í Kerfisáætlun Landsnets 2018 ? 2027 sem samþykkt var af Orkustofnun 18. janúar 2019.
   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.
   Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitastjórn, við umfjöllun um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar, kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst er í matsskýrslu. Þá skal sveitarstjórn samkvæmt sama ákvæði taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í þessu sambandi skal tekið fram að álit Skipulagsstofnunar eru lögbundin en ekki bindandi fyrir sveitarstjórn. Þau þurfa skv. lögum nr. 106/2000 að fullnægja lágmarksskilyrðum um rökstuðning og efnisinnihald og er það forsenda þess að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um umsókn um framkvæmdaleyfi samkvæmt 14. gr. skipulagslaga að álitið fullnægi þeim lagaskilyrðum.
   Skipulags- og byggingarráð hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar frá september 2019, ásamt viðaukum, sem og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar dags. 22. apríl 2020.
   Í matsskýrslu er ítarlega fjallað um þá sex valkosti sem framkvæmdaraðili leggur fram, þ.e. jarðstrengur og/eða loftlína. Niðurstaða Landsnets er að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í samræmi við valkost C í mati á umhverfisáhrifum, sem er 220 kV loftlína milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur. Að sögn Landsnets byggir sú niðurstaða á ítarlegri undirbúningsvinnu, sem felur í sér valkostagreiningu, mat á umhverfisáhrifum, sérfræðiskýrslur, kostnaðargreiningar, samræmi við lög og reglur, stefnu stjórnvalda, samráð við hagaðila og landeigendur. Helstu umhverfisáhrif framkvæmdar á svæðinu sem er afmarkað sem Hafnarfjörður snúa að landslagi og ásýnd, jarðminjum, ferðaþjónustu og útivist og vistgerðir og gróður.
   Skipulags- og byggingarráð tekur vissulega undir undir þá niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar að margt mæli með því að frekar yrði lagður jarðstrengur alla leið og er þá þá sérstaklega vísað til valkostar B meðfram Reykjanesbraut. Það er þó mat sveitarfélagsins að valkostur C samræmist vel þeim hugmyndum í greinagerð Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar legu og breytingar á rafveitukerfi Landsnet innan marka sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að heildarrask innan sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna verði 0,69 ha. Hér skal tekið fram að framkvæmdir höfðu áður verið hafnar en stöðvaðar þegar framkvæmdaleyfi var ógilt, en þá hafði þegar verið búið að raska hluta svæðis, gera mastraplön og leggja línuslóða.
   Ítarleg málsmeðferð á sviði skipulags- og umhverfismála síðastliðinn áratug hefur dregið fram fjölmörg sjónarmið um fyrirkomulag flutningsmannvirkja á raforku vegna framkvæmdarinnar. Má í þessu einnig vísa til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í dómum Hæstaréttar og úrskurðum ÚUA vegna tengdra mála. Er það mat skipulags- og byggingarráðs að slíkt hafi styrkt grundvöll málsmeðferðar um framkvæmdaleyfisumsókn, en ekki veikt hann. Fjallað hefur verið um valkosti og útfærslu framkvæmda við umhverfismat áætlana og síðar umhverfismat framkvæmdar með nákvæmari hætti, auk umfjöllunar í gögnum sem aflað hefur verið á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Skipulags- og byggingarráð telur skilyrði til þess að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umsótta framkvæmd.
   Með vísan til 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga er gætt að því að fylgt sé ákvæðum náttúrverndarlaga. Umsótt framkvæmd hefur verið umhverfismetin og ekki er óvissa um áhrif framkvæmdar. Framkvæmd fer um að hluta um hraunsvæði sem njóta verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Skipulags- og byggingarráð vísar til þess að málsmeðferð samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga varðar framkvæmdaleyfisumsóknir, óháð því hvort mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram. Umrædd framkvæmd hefur fengið ítarlega málsmeðferð við umhverfismat áætlana og umhverfismat framkvæmdar. Sú vinna hefur að áliti skipulags- og byggingarráðs hvílt á því markmiði að forðast rask á eldhraunum, þó í því ljósi að slíkt rask sé nauðsynlegt vegna markmiða að baki framkvæmd og jarðfræðilegum staðháttum. Það er álit skipulags- og byggingarráðs að sú málsmeðferð sem farið hefur fram við undirbúning framkvæmdarinnar hafi leitt fram það rask á eldhraunum og tengdum jarðmyndunum sem brýn nauðsyn ber til í ljósi markmiða framkvæmdar.
   Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn Landsnets hf. vegna Suðurnesjalínu 2 verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Forseti ber upp tillögu um að frekari umræðum um málið og afgreiðslu þess verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Er tillagan samþykkt samhljóða.

   Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi andsvari.

   Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson.

   Þá tekur Ingi Tómasson til máls öðru sinni.

   Forseti ber upp svohljóðandi bókun um afgreiðslu málsins:

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og bókar jafnframt til viðbótar að framkvæmdalýsing í umsókn Landsnets sé í fullu samræmi við framkvæmdir í matsskýrslu Suðurnesjalínu 2. Auk þess kemur fram í matsskýrslu að framkvæmdir koma ekki til með að raska friðlýstum fornleifum í Hafnarfirði. Að virtu framangreindu, ásamt bókun skipulags- og byggingarráðs, samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi umsókn Landsnets hf. vegna Suðurnesjalínu 2 með þeim skilmálum að fylgt verði eftir þeim mótvægisaðgerðum og vöktun sem kemur fram í umsókn Landsnets til að tryggja að dregið verði sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

   Ofangreind afgreiðsla er samþykkt samhljóða.

   Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa kynnt sér ítarleg gögn sem fylgja beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Mikilvægt er að bæta afhendingaröryggi og auka flutningsgetu raforku milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Undirrituð hafa fullan skilning á sjónarmiðum sem koma fram í umsögnum um þá valkosti sem vegnir hafa verið og varða kosti þess að leggja jarðstreng umfram loftlínur. Af gögnum málsins er ljóst að margt mælir frekar með því að leggja jarðstreng meðfram Reykjanesbraut, einkum sjónarmið er lúta að áhrifum á landslag og ásýnd. Á móti koma sjónarmið um hættu vegna jarðvár og frekari röskun á hrauni við lagningu jarðstrengs. Þá vegur það þungt að Umhverfisstofnun telur í sinni umsögn að lagning jarðstrengs sé slæmur kostur vegna neikvæðra áhrifa á jarðmyndanir sem njóti sérstakrar verndar. Stofnunin telur minnstu varanlegu umhverfisáhrifin (önnur en sjónræn) felast í loftlínu.
   Fulltrúar Samfylkingarinnar taka hins vegar undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Umhverfisstofnunar að eðlilegt hefði verið að meta umhverfisáhrif línanna og jarðstrengja ásamt byggingu og rekstri tengivirkis í Hrauntungum samhliða þessari framkvæmd og horfa þannig heildstætt á verkefnið til framtíðar.
   Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun skipulags- og byggingarráðs (með áorðnum breytingum lögðum fram í bæjarstjórn) og leggja áherslu á gætt sé að mótvægisaðgerðum sem tryggja að dregið verði úr neikvæðum umhverfislegum áhrifum framkvæmdarinnar eins og framast er unnt.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Friðþjófur Helgi Karlsson

  • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

   1. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 27.janúar sl.
   Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl. um breytingu í greinargerð með deiliskipulagi fyrir Fornubúðir 5. Erindið var grenndarkynnt og barst ein athugasemd. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

   Hafnarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar.

  • 2101210 – Erluás 1, deiliskipulagsbreyting, breyting á notkun

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
   Erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20.1.2020. AHK ehf. sækja 12.1.2021 um heimild fyrir íbúð í rými verslunar 02-01 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu um breytingu á deiliskipulagi og málmeðferð fari skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Ingi Tómasson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2101263 – Hólshraun 9, mhl.01, deiliskipulag

   7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
   Lagt fram erindi Garðyrkjuþjónustunnar ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarstækkunar til norðurs að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Á fundi bæjarráðs 17.12.2020 var bókað “Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin.”

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu um breytingu á deiliskipulagi og málmeðferð fari skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Erindið verði jafnframt grenndarkynnt.

   Til máls tekur Ingi Tómason.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2101579 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2020-2024

   14.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
   Tillaga að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, dags. 15. janúar 2021 lagt fram til kynningar og afgreiðslu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi þróunaráætlun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson og til andsvars koma þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Rósa Guðbjartsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Breytingar og úthlutun á reitum. Lagt fram minnisblað.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 8.A verði úthlutað til óstofnaðs dótturfélags Vilhjálms ehf, áætlaður fjöldi amk. 110 íbúðir.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 25.B verði úthlutað til óstofnaðs dóttur-/hlutdeildarfyrirtækis Sundaborgar ehf, í stað þróunarreits 5.A, áætlaður fjöldi íbúða er amk. 77 íbúðir.

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.

   Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

   Á afstöðumynd af Hamraneshverfi sem fylgir gögnum þessa máls kemur fram hvernig reitum í hverfinu hefur verið ráðstafað. Í því samhengi minna fulltrúar Samfylkingarinnar á fyrri umræður um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Hamranesi. Fyrri áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð voru slegnar af borðinu á seinasta kjörtímabili og því hugaður staður í Hamranesi. Á umræddri afstöðumynd sést að ákveðnum reitum verið ráðstafað til uppbyggingu skóla og leikskóla en engin lóð sérmerkt hjúkrunarheimili. Undirrituð hvetja til þess að úr því verði bætt hið fyrsta og að lóð verði ráðstafað til uppbyggingar hjúkrunarheimilis í hverfinu.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Friðþjófur Helgi Karlsson

  • 1911765 – Rekstrarsamningur Kaplakrika og afnotasamningur knatthússins Skessunnar

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Tekið fyrir erindi FH um framlengingu á rekstrarsamningi.

   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi framlengingu á rekstrarsamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og FH.

   Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlengingu á fyrirliggjandi rekstrarsamningi.

  • 2101595 – Drangsskarð 5, umsókn um lóð

   19.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 5 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Drangsskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101369 – Drangsskarð 8, umsókn um lóð

   20.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Hamrabergs byggingarfélag ehf. um lóðina nr. 8 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8 við Drangsskarð verði úthlutað til Hamrabergs byggingarfélags ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101596 – Drangsskarð 9,umsókn um lóð

   21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 9 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 9 við Drangsskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101442 – Tinnuskarð 1, umsókn um lóð

   22.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Sigurðar Ragnars Guðmundssonar, Tite Valle Sullano og Kristjáns Georgs Leifssonar um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Ragnars Guðmundssonar, Tite Valle Sullano og Kristjáns Georgs Leifssonar og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til þeirra og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101206 – Tinnuskarð 2, umsókn um lóð

   25.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 2 við Tinnuskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn MA Verktaka ehf. og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til félagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101205 – Tinnuskarð 6, umsókn um lóð

   26.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 6 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 6 við Tinnuskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101454 – Tinnuskarð 8 og 10, umsókn um lóð

   27.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Aðalbóls byggingafélag ehf. um lóðina nr. 8-10 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8-10 við Tinnuskarð verði úthlutað til Aðalbóls byggingafélag ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101204 – Tinnuskarð 12, umsókn um lóð

   28.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 12 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 12 við Tinnuskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101602 – Tinnuskarð 32, umsókn um lóð

   29.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Gunnars Agnarssonar og Fanneyjar Þóru Þórsdóttur um lóðina nr. 32 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 32 við Tinnuskarð verði úthlutað til Gunnars Agnarssonar og Fanneyjar Þóru Þórsdóttur.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101260 – Völuskarð 2, umsókn um lóð

   30.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Ískjalar byggingarfélag ehf. um lóðina nr. 2 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Völuskarð verði úthlutað til Ískjalar byggingafélag ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101601 – Völuskarð 10, umsókn um lóð

   32.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Þrúðar Marenar Einarsdóttur og Einars Þórs Sigurðssonar um lóðina nr. 10 við Völuskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn þeirra Þrúðar Marenar Einarsdóttur og Einars Þórs Sigurðssonar. Leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði nr. 10 verði úthlutað til þeirra.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101258 – Völuskarð 12, umsókn um lóð

   33.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Ískjalar bygginafélag ehf. um lóðina nr. 12 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 12 við Völuskarð verði úthlutað til Ískjalar byggingafélag ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101574 – Völuskarð 14,umsókn um lóð

   35.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Helga Vilhjálmssonar ehf. um lóðina nr. 14 við Völuskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Helga Vilhjálmssonar ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði nr. 14 verði úthlutað til félagsins.

   Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101207 – Völuskarð 16, umsókn um lóð

   36.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 16 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 16 við Völuskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101514 – Malarskarð 2(-4),Umsókn um lóð

   37.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Hörðubóls ehf. um lóðina nr. 2-4 við Malarskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2-4 við Malarskarð verði úthlutað til Hörðubóls ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101297 – Malarskarð 8(-10), umsókn um lóð

   38.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Dona ehf. um lóðina nr. 8-10 við Malarskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Dona ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101597 – Hádegisskarð 10,umsókn um lóð

   41.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 10 við Hádegisskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn MA Verktaka ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101575 – Hádegisskarð 14, umsókn um lóð

   42.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 14 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 14 við Hádegisskarð verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101576 – Hádegisskarð 18, umsókn um lóð

   43.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 18 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 18 við Hádegisskarð verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101594 – Glimmerskarð 1,umsókn um lóð

   44.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 1 við Glimmerskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Glimmerskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 1802321 – Hverfisgata 12, lóð, úthlutun

   45.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   1802321 – Hverfisgata 12, lóð, úthlutun
   Tekið fyrir á ný.

   Alls bárust 18 umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Guðmundar Más Ástþórssonar. Til vara var dregin út umsókn Stálborgar ehf.

   Leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni Hverfisgötu 12 verði úthlutað til Guðmundar Más Ástþórssonar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2101593 – Fluguskeið 13, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Péturs Jónssonar og Þorsteins Styrmis Jónssonar um lóðina nr. 13 við Fluguskeið.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Fluguskeið 13 verði úthlutað til Sigurðar Péturs Jónssonar og Þorsteins Styrmis Jónssonar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

   2. liður úr fundargerð forsetanefndar frá 1. ferúar sl.

   Tekið fyrir að nýju. Til afgreiðslu.
   Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar ásamt viðauka vísað á ný til síðari umræðu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykkt um stjórn sveitarfélagsins ásamt viðauka.

  • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

   Bókun bæjarstjórnar um árásir og eignaspjöll gagnvart stjórnmálafólki og flokkum.

   Kristinn Andersen las upp svohljóðandi sameiginlega bókun bæjarstjórnar:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fordæmir árásir og eignaspjöll almennt gagnvart stjórnmálafólki og flokkum. Því miður hafa of margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótanir vegna starfa sinna. Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og virða friðhelgi einkalífs. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þarf að óttast um öryggi sitt og sinna nánustu

  Fundargerðir

  • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 27.janúar sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 20.janúar sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 29.janúar sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 28.janúar sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 13.janúar sl.
   b Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá
   25.janúar sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.janúar sl.
   c. Fundargerð SSH frá 18.janúar sl.
   d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 29.desember og 8.janúar sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 27.janúar sl.
   a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 29.desember og 8.janúar sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 1.febrúar sl.

   Til máls tekur Ingi Tómasson tekur til máls undir liðum 10 og 11 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 26. janúar sl.

   Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls undir 10 lið í fundargerð fræðsluráðs frá 29. janúar sl.

   Friðþjófur Helgi tekur þá til máls öðru sinni undir lið 7 í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 20. janúar sl.

Ábendingagátt