Bæjarstjórn

17. febrúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1864

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Birgir Örn Guðjónsson varamaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að því breyttu að í stað Friðþjófs Helga Karlssonar mætir Stefán Már Gunnlaugsson, í stað Helgu Ingólfsdóttur mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, í stað Sigurðar Þ. Ragnarssonar mætir Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og í stað Guðlaugar Kristjánsdóttur mætir Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að því breyttu að í stað Friðþjófs Helga Karlssonar mætir Stefán Már Gunnlaugsson, í stað Helgu Ingólfsdóttur mætir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, í stað Sigurðar Þ. Ragnarssonar mætir Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og í stað Guðlaugar Kristjánsdóttur mætir Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.janúar sl.

      Tekið fyrir að nýju. Deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð lóðarhafa barst 20.1.2020 þar sem óskað er eftir endurskoðun erindisins þar sem brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust á tíma grenndarkynningar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl.
      Lögð fram og kynnt reitaskipting m.t.t. áframhaldandi skipulagsvinnu. Jafnframt eru lögð fram uppfærð gögn varðandi landnotkunarbreytingu á nýbyggingarsvæði Hamraness.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða reitaskiptingu og uppfærðan aðalskipulagsuppdrátt í samræmi við það og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að vinna við úthlutun lóða í næstu reitum Hamranes er að hefjast. Í ljósi þess að staða ungs fólk á húsnæðismarkaði hefur versnað til muna á síðustu árum þá leggur fulltrúi Samfylkingarinnar til að við úthlutun að reitum í Hamranesi verði horft til hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk.
      Mikilvægt er að í nýju hverfi Hamranes verði fjölbreytt þjónusta og atvinna í vaxandi hverfi og staðið verði við fyrri áætlanir um að þar verði heilsugæsla og hjúkrunarheimili. Á uppdrættinum sést að ákveðnum reitum er ráðstafað til uppbyggingu skóla og leikskóla en engin lóð sérmerkt hjúkrunarheimili. Úr þessu þarf að bæta hið fyrsta og að lóð verði ráðstafað fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu í hverfinu.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

      Það er ánægjulegt að sjá þá þróun sem er að eiga sér stað í Skarðshlíð og Hamranesi. Síðustu lóðunum í Skarðshlíð verður úthlutað á næsta fundi bæjarráðs og góður gangur er í gangi mála í Hamranesi. Fulltrúar meirihlutans taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar um mikilvægi þess að þar verði hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og gert verði sérstaklega ráð fyrir uppbygginu hjúkrunarheimilis á svæðinu. Fulltrúar meirihlutans benda þó á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild að í Hamranesi verði fjölbreyttar íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins; unga sem aldna.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls og kemur Ingi til andsvars.

      Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Adda María andsvari.

      Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Stefán Már kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt áherslu á að í Hamranesi verði staðið við fyrri áætlanir um að þar yrði byggt hjúkrunarheimili. Það er því fagnaðarefni að á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að taka frá lóð fyrir hjúkrunarheimili og tengda starfsemi. Þetta er í samræmi við rammaskipulag, aðalskipulagi og þróun síðustu missera í rafrænum samskiptum að í Hamranesi verði auk íbúðarbyggðar með fjölbreyttu búsetuformi ýmiss þjónusta, atvinna, verslun, menningarstofnanir, stjórnsýsla ofl.
      Það er einnig fagnaðarefni að framkvæmdir við íbúðaruppbyggingu séu hafnar í Hamranesinu. Hafnarfjarðarbær hefur verið í stöðugum vexti í 81 ár eða þar til á síðasta ári þegar íbúum í Hafnarfirði fækkaði um 1% í fyrsta skipti síðan 1939. Í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 kemur fram að árleg fjölgun íbúa í Hafnarfirði frá 2001-2013 hafi verið 2,5% og gert ráð fyrir áframhaldandi 1.2.-2.5% fjölgun á hverju ári. Þær forsendur hafa nú breyst. Samkvæmt svörum við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta fundi skipulags- og byggingaráðs kemur fram að ekki er hægt að búast við að íbúum fjölgi á þessu eða næsta ári, því aðeins er gert ráð fyrir að íbúðum fjölgi um 110 (2021) og 85 (2022). Þetta er alvarleg staða.
      Nauðsynlegt er að hraða vinnu við skipulag Hamranes og úthlutun næstu reita svo hægt verði að úthluta lóðum hið fyrsta. Jafnframt er lagt til hafin verði vinna við að skoða fleiri kosti varðandi byggingarland í Hafnarfirði og þeirri vinnu verði hraðað eins og aðstæður frekast leyfa.

      Stefán Már Gunnlaugsson
      Adda María Jóhannsdóttir

      Fundarhlé kl. 14:27.

      Fundi framhaldið kl. 14:34.

      Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

      Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og var síðustu lóðunum í því hverfi úthlutað á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis.

      Líkt og við flest vitum og þekkjum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019 og nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi þar sem íbúðauppbygging er nú að hefjast ? uppbygging mörg hundruð íbúða.

      Auk þess má nefna þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur ? Gjótur, sem er hluti af mjög vænlegu byggingarlandi. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Þeirri skynsamlegu og kröftugu uppbygginu hefur Samfylkingin ítrekað lagst gegn; lagst gegn uppbyggingu á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar. Við segjum: komið með og gerum þetta saman.

      Hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp.

      Einnig kemur Jón Ingi Hákonarsson að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun Samfylkingar og bendir á að skortur á lóðaframboði undanfarin ár er að mestu heimatilbúnn vandi í boði Sjálfstæðisflokksins.

      Fundarhlé kl. 14:38.

      Fundi framhaldið kl. 14:46.

      Stefán Már þá næst að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar og Viðreisnar:

      Samfylking og Viðreisn bóka
      Málflutningur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks undanfarin ár hefur verið að framtíðin sé björt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en lítið bólar á efndum. Tölurnar tala sínu máli og þær segja einfaldlega að Hafnarfjörður er neðstur á listanum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.
      Hvorki Samfylking né Viðreisn hafa lagst gegn uppbyggingu á Hraun vestur – Gjótur. Samfylkingin og Viðreisn hafa aftur og aftur lagt til að staðið sé við skipulag, sem unnið hefur verið í samráði við fólkið í bænum, en fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gjarnan snúist gegn á síðustu stundu og viljað umturna góðu skipulagi sem sátt var um, m.a. til að vega upp stöðnun sem ríkt hefur sl. sjö ár. Það er dæmigert fyrir hringlandann og kyrrstöðuna í skipulagsmálum bæjarins. Nú er ráð að láta verkin tala.

      Stefán Már Gunnlaugsson
      Adda María Jóhannsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

    • 1801074 – Smyrlahraun 41a

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl.
      Bæjarráð samþykkti þann 14.3.2020 að í stað byggingar leikvallar/leikskóla á lóðinni yrði byggður búsetukjarni fyrir fatlað fólk og vísaði til afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs. Fjölskylduráð óskaði eftir lóðinni fyrir búsetukjarna þann 14.9.2018. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa þann 6.10.2020 að vinna áfram að málinu. Lögð fram tillaga að skipulagsferli.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og visar fyrirliggjandi aðlaskipulagsbreytingu í bæjarstjórn til samþykktar.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu er varðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

    • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 1.12.2020 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka að nýju og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í Hafnarstjórn og bæjarstjórn.
      Hafnarstjórn samþykkti erindið á fundi sínum þann 2.12.2020 og bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs þann 9.12.2020.
      Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka var auglýst 18.12.2020-28.1.2021. Athugasemd barst. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7.2.2021 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 10.febrúar sl.
      Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka sem var samþykkt í hafnarstjórn þann 2.12.2020 og bæjarstjórn þann 9.12.2020. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka var auglýst 18.12.2020 til 28.01.2021. Athugasemd barst. Jafnframt lögð fram afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs á málinu frá 09.02.2021 þar sem breytingin er samþykkt og vísað til hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Kristín María Thoroddsen tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.

    • 2101553 – Stuðlaskarð 8-10-12, deiliskipulagsbreyting, umsókn

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingráðs frá 9.febrúar sl.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar þann 3.2.2020 umsókn Smára Björnssonar er varða breytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3 áfanga til skipulags- og byggingarráðs. Um er að ræða breytingu lóðanna við Stuðlaskarð 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að húsin verði ein hæð í stað tveggja. 4 íbúðir í stað 4-6. Heimilt verði að reisa skjólgirðingu til að afmarka sérafnotafleti og heimilt að reisa stakstætt hús f/hjóla- vagnageymslu á lóð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102316 – Sléttuhlið, breyting á aðalskipulagi

      17.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl.
      Á fundi þann 24. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að veita gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Á fundi ráðsins þann 19. maí 2020 var samþykkt breyting á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og var erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí 2020.
      Í bréfi dags 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur frá að umrædd breyting sé ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir því að umhverfis-og skipulagssvið hefji vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið og vísar erindinu til samþykktar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1801574 – Stjórnsýsla sveitarfélaga, eftirlitshlutverk, samningar, erindi

      5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lagður fram viðauki við samkomulag um beitarhólf.
      Jón Ingi Þorvaldsson lögmaður mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um beitarhólf ásamt viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um beitarhólf.

    • 2102175 – Dofrahella 3,umsókn um lóð

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn 1540 ehf. um lóðina nr. 3 við Dofrahellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Dofrahellu verði úthlutað til 1540 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101676 – Borgahella 13, umsókn um lóð

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Trönudals ehf. um lóðina nr. 13 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 13 við Borgarhellu verði úthlutað til Trönudals ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2101728 – Hádegisskarð 8, umsókn um lóð

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf. um lóðina nr. 8 við Hádegisskarð.

      Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf. og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2102098 – Tinnuskarð 18, umsókn um lóð

      21.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rut Njálsdóttur um lóðina nr. 18 við Tinnuskarð.

      Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rutar Njálsdóttur og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2102232 – Tinnuskarð 20, umsókn um lóð

      26.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr.20 við Tinnuskarð.

      Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2102238 – Tinnuskarð 22, umsókn um lóð

      30.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 22 við Tinnuskarð.

      Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2102230 – Tinnuskarð 26, umsókn um lóð

      35.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr.26 við Tinnuskarð.

      Alls bárust fimm umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra. Til vara var dregin út umsókn Fjarðargarða ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2102241 – Víkurskarð 6, umsókn um lóð

      38.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 6 við Víkurskarð.

      Alls bárust tvær umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    • 2102229 – Völuskarð 1, umsókn um lóð

      42.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

      Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.febrúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 10.febrúar sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 12.febrúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 11.febrúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 27.janúar sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.febrúar sl.
      c. Fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.desember sl.
      d. Fundargerð stjórnar SSH frá 1.febrúar sl.
      e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.janúar sl.
      f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.janúar sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 15.febrúar sl.

      Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls undir 6 lið frá fundi umhverfis- og framkævmdaráðs frá 10. febrúar sl.

      Stefán Már Gunnlaugsson tekur á ný til máls undir lið 5 frá fundi fræðsluráðs frá 10. febrúar sl.

Ábendingagátt