Bæjarstjórn

3. mars 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1865

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar gerði forseti tillögu um að tekið yrði af dagská mál nr. 7. 1906407, Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjastjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Kristinn Andersen forseti setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar gerði forseti tillögu um að tekið yrði af dagská mál nr. 7. 1906407, Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting.

Tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2012461 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138 2011 og 80. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 525 2016

      Lögð fram tillaga frá starfshópi um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Sigurð Nordal sem sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og mun hann hefja störf þann 8. mars nk.

      Adda María Jóhannsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.
      Guðlaug Kristjánsdóttir gerir einnig grein fyrir atkvæði sínu.
      Jón Ingi Hákonarson gerir sömuleiðis grein fyrir atkvæði sínu.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Lögð fram greinargerð um breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðisins ásamt uppdrætti aðalskipulagsbreytingar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingarinnar og vísar erindinu til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til staðfestingar.

      1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.febrúar sl.
      Hafnarstjórn lagði þann 24.2.2021 til endurskoðun á þeim þætti skipulagsins sem snýr að innri höfninni með vísan til Hafnarreglugerðar fyrir Hafnarfjarðarhöfn og vísaði málinu til frekari yfirferðar hjá skipulags- og byggingarráði. Lögð fram uppfærð greinargerð og uppdráttur aðalskipulagsbreytingar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingarinnar og vísar erindinu til hafnarstjórnar og bæjarstjórnar til staðfestingar.

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 26.febrúar sl.
      Lögð fram greinargerð um breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðisins ásamt uppdrætti aðalskipulagsbreytingar.

      Hafnarstjórn samþykkir uppfærða greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingarinnar og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Kristín Thoroddsen. Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102185 – Svæði utan Suðurgarðs reitur 5.5 deiliskipulagsbreyting

      2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Erindi Hafnarfjarðarhafnar um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillagan snýr að deiliskipulagsbreytinu á fyllingu vestan við Suðurgarð reitur 5.5. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingalóðum, afmörkuðum geymslusvæðum og þvotta/viðgerðarplani fyrir smábáta.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst og vísar erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.

      2. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 24.febrúar sl.

      Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafna, reitur 5.5. Skipulags- og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 23. febrúar sl. að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst og vísaði þeirri samþykktt til hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn samþykkir að deiliskipulagbreytingin á reit 5.5. við Suðurhöfn verði auglýst og vísar erindinu til bæjarstjórnar. Jafnframt leggur hafnarstjórn til að ný gata á hafnarsvæðinu samkvæmt umræddri deiliskipulagsbreytingu beri heitið Hafnargata.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Umhverfisskýrsla vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Hauka lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skýrslu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls taka Ingi Tómasson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson Sigurður Þ. Kristinsson, Adda María Jóhannsdóttir og Jón Ingi Hákonarson

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umhverfisskýrslu.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar telja framlagðar mótvægisaðgerðir til mikilla bóta fyrir málið. Svæðið er viðkvæmt og umrædd framkvæmd mun leiða af sér óafturkræfar breytingar. Því leggjum við ríka áherslu á að öllum mótvægisaðgerðum verði fylgt vandlega eftir, og leiki einhver vafi á, verði náttúran ávallt látin njóta vafans.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

    • 2102376 – Völuskarð 18a, byggingarleyfi

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja þann 11.2.2021 um leyfi fyrir byggingu parhúss á einni hæð. Um frávik á gildandi deiliskipulagi er nær til lóðarinnar Völuskarð 18 að ræða.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir frávik á gildandi deiliskipulagi sbr. 3. mgr. 43. gr. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102435 – Unnarstígur 3, breyting

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi hús við Unnarstíg 3. Húsið fellur undir lög um menningarminjar og því fylgir umsögn Minjastofnunar með erindinu. Óskað er eftir að byggja um 50 fermetra viðbyggingu við húsið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráform sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Lögð fram tillaga dags. 7.1.2021 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgata 49.
      Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hverfisgötu 49 með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Greinargerð deiliskipulags skal uppfærð miðað við að um byggingu einbýlishúss sé að ræða.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102316 – Sléttuhlíð, óveruleg breyting á aðalskipulagi

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars. sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísaði erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí sl.
      Breytingin var grenndarkynnt frá 14. apríl í 4 vikur. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
      Breytingin var auglýst í b-deild Stjórnartíðinda þann 12. júní 2020

      Í bréfi dags. 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að það þurfi að vera til staðar skipulagsákvæði í aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt er að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð ásamt umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt.

      Skipulags- og byggingarráð óskaði þann 9.2.2021 eftir því að hafin yrði við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið og vísaði erindinu til samþykktar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 17.2.2021.

      Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu þar sem bætt verður í greinagerð skipulagsins heimild til að leyfa gistingu í flokki II á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna skilmála Sléttuhlíðar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2003545 – Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting

      11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísaði erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí sl.
      Breytingin var grenndarkynnt frá 14. apríl í 4 vikur. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
      Breytingin var auglýst í b-deild Stjórnartíðinda þann 12. júní 2020.

      Í bréfi dags. 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að það þurfi að vera til staðar skipulagsákvæði í aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt er að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð ásamt umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt.

      Grenndarkynna þarf erindið að nýju sbr. mat Skipulagsstofnunar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna að nýju óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt verður í greinargerð heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Fundarhlé kl. 15:14.

      Fundi framhaldið kl. 15:22.

    • 2102298 – Krýsuvíkurberg, breyting á deiliskipulagi

      12. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krýsuvíkurbergs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krýsuvíkurbergs skv. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102555 – Drangsskarð 15, breyting á deiliskipulagi

      13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Tillagan gerir ráð fyrir að allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1m. Íbúðafjöldi eru 6 íbúðir þar sem tvö hús eru með 2 íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Flöt þök verða heimiluð án þakgarða. Byggingarmagn helst óbreytt. Húshæðir Fjögur tveggja hæða hús. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0m. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drangsskarð 15 skv. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102608 – Dagforeldrar reglur um útgáfu starfsleyfa

      4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 24.febrúar sl.
      Lögð fram drög að breytingum á reglum um útgáfu starfsleyfi fyrir dagforeldra ásamt minnisblaði aðstoðarmanns sviðsstjóra.

      Fræðsluráð samþykkir breytingar á reglum um útgáfu starfsleyfa fyrir dagforeldra og vísar til frekara samþykkis í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

    • 2101599 – Skammtímadvöl, kostnaðarþátttaka

      5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 26.febrúar sl.
      Lagt fram minnisblað er varðar kostnað vegna fæðis í skammtímavistuninni í Hnotubergi.

      Í reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímardvalastöðum segir m.a. í 7.gr.: Notendur eldri en 18 ára skulu standa straum af kostnaði vegna fæðis á meðan á dvöl stendur.

      Fjölskylduráð samþykkir að fæðisgjald pr. sólarhring á hvern notanda verði 1015 krónur og það gjald fylgi vísitölu neysluverðs.

      Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Helga andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni sem Helga svarar einnig öðru sinni.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu fjölskylduráðs með 10 greiddum atkvæðum en Guðlaug Kristjánsdóttir situr hjá.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 26.febrúar sl.
      Lagður fram þjónustusamningur um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks.

      Um er ræða samning til eins árs. Hafnarfjarðarbær er nú þegar að þjónusta þessa einstaklinga. Með þessum samningi verður þjónustan við þá efld.

      Fjölskylduráð samþykkir þennan samning til eins árs og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 23. og 26.febrúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.febrúar sl.
      a. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 24.febrúar sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 16.febrúar sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 26.febrúar sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 25.febrúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10.febr.sl.
      b. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 29.janúar sl.
      c. Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 1.febr. sl.
      d. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 1.febrúar sl.
      e. Fundargerð stjórnar SSH frá 15.febrúar sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 1.mars sl.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarssyni undir lið 3 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24. febrúar sl. Einnig lið 1 í fundargerð bæjarráðs frá 25. febrúar sl.

      Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir lið 1 í fundargerð umhverfis og framkvæmdaráðs frá 24. febrúar sl.

      Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir 1 og 3 lið í fundargerð umhverfis og framkvæmdaráðs frá 24. febrúar sl.

      Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir lið 2 í fundargerð fjölskylduráðs frá 26. febrúar sl. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og svarar Friðþjófur Helgi andsvari. Ingi kemur þá að stuttri athugasemd sem Friðþjófur Helgi gerir einnig.

Ábendingagátt