Bæjarstjórn

26. maí 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1870

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Sigurður Þórður Ragnarsson 1. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Birgir Örn Guðjónsson varamaður
  • Valdimar Víðisson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Ágústi Bjarna Garðarssyni en í þeirra stað sátu fundinn Birgir Örn Guðjónsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Valdimar Víðisson.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að fundargerð fjölskylduráðs frá 21. maí sl. yrði tekin inn á fundinn undir fundargerðum og er það samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Ágústi Bjarna Garðarssyni en í þeirra stað sátu fundinn Birgir Örn Guðjónsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Valdimar Víðisson.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að fundargerð fjölskylduráðs frá 21. maí sl. yrði tekin inn á fundinn undir fundargerðum og er það samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Samfylkingin gerir breytingu á skipan varamanns í fjölskylduráði.
      Þar kemur inn Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11 í staðinn fyrir Matthías Frey Matthíasson, Suðurvangi 4. Er það samþykkt samhljóða.

    • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.maí sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 7. apríl sl. var samþykkt að vinna breytingu á aðalskipulagi við Snókalönd og var erindið samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 14. apríl sl. Lögð fram skipulagslýsing dags. 4. maí 2021 og breytingaruppdráttur dags. 16. apríl 2021.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2105166 – Sléttuhlíð, aðalskipulagsbreyting

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.maí sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs 9.4.2021 var skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Lögð fram skipulagslýsing dags. 4. maí 2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2104340 – Hafnargata 1

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 19.maí sl.
      Lagt fram erindi frá Kat ehf. kt. 700600-3350, dags. 14.05.2021, þar sem sótt er um lóðina Hafnargata 1 fyrir löndunarþjónustu, ísframleiðslu og aðstöðu fyrir fiskmarkað.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Kat ehf. kt. 700600-3350, verði úthlutað lóðinni Hafnargata 1 með nánari skilmálum skipulags- og byggingafulltrúa.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu hafnarstjórnar um úthlutun lóðarinnar.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
      Lagður fram viðauki II. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlssona og einnig Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun.

    • 2105076 – Hringhamar 5H og Nónhamar 3H, lóðaumsókn

      7.liður úr fundargerð bæjarráð frá 20.maí sl.
      Lögð fram lóðarumsókn HS Veitna hf. um lóðirnar Hringhamar 5h og Nónhamar 3h í samræmi við deiliskipulag bæjarins í Hamraneshverfi fyrir dreifistöðvar HS Veitna.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Hringhamar 5h og Nónhamar 3h verði úthlutað til HS Veitna hf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.maí sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.maí sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 19.maí sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.maí sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 20.maí sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 6.maí sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12.maí sl.
      c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 12.maí sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 21.maí sl.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir fundargerð fræðsluráðs frá 19. maí sl., liðum 1 og 5 sem og fundargerð fjölskylduráðs frá 21. maí sl. lið 3.

      Þá tekur til máls Kristín María Thoroddsen undir lið 1 úr fundargerð fræðsluráðs frá 19. maí sl. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

      Einnig tekur Valdimar Víðsson til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 21. maí sl. undir 3. lið.

      Sama gerir Birgir Örn Guðjónsson undir fundargerð fræðsluráðs frá 21. maí lið 3. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Ábendingagátt