Bæjarstjórn

23. júní 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1872

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður
 • Gísli Sveinbergsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson og Gísli Sveinbergsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn´og astýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 0702035 ? Heilsugæsla á Völlum yrði tekið inn á dagskrá fundarins og er það samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson og Gísli Sveinbergsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn´og astýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 0702035 ? Heilsugæsla á Völlum yrði tekið inn á dagskrá fundarins og er það samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 1806147 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2018-2022

   Gengið var til kosninga forseta bæjarstjórnar.

   Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

   Forseti Kristinn Andersen
   1. varaforseti Jón Ingi Hákonarson
   2. varaforseti Ágúst Bjarni Garðarsson

   Skrifarar
   Skrifari Friðþjófur Helgi Karlsson
   Skrifari Kristín María Thoroddsen
   Varaskrifari Jón Ingi Hákonarson
   Varaskrifari Ágúst Bjarni Garðarsson

   Er ofangreint samþykkt samhljóða.

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Kosning í ráð og nefndir til eins árs:
   Bæjarráð
   Fjölskylduráð
   Fræðsluráð
   Skipulags- og byggingaráð
   Umhverfis- og framkvæmdaráð
   Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
   Íþrótta- og tómstundanefnd
   Menningar- og ferðamálanefnd
   Stjórn Hafnarborgar
   Stjórn Reykjanesfólkvangs
   SORPA bs.
   Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
   Stjórn Strætó bs.
   Fulltrúaráð SSH
   Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu
   Forsetanefnd

   Lagður fram listi með tillögum um skipan ofangreindra ráða og nefnda. Allar fyrirliggjandi tillögur voru samþykktar samhljóða. Teljast fulltrúarnir því réttkjörnir.

   Auk þess eru eftirfarandi breytingar á fulltrúum í nefndum og ráðum:

   Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins
   Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuási 5 (B-lista) verði aðalfulltrúi
   í stað Sigríðar Kristinsdóttur

   Barnaverndarnefnd
   Stefán Már Gunnlaugsson, Glitvöllum 19 (S-lista) verði aðalfulltrúi
   í stað Matthíasar Freys Matthíassonar

   Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis
   Sævar Gíslason, Engjavöllum 5b (M-lista) verði aðalfulltrúi
   í stað Elínbjargar Ingólfsdóttur

   Kjörstjórn vegna alþingis- og sveitarstjórnakosninga
   Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b (S-lista) verði aðalfulltrúi
   í stað Torfa Karls Antonssonar
   Guðjón Karl Arnarson, Klettahrauni 15 (S-lista) verði varafulltrúi
   í stað Helenu Mjallar Jóhannsdóttur
   Margrét G. Karlsdóttir, Suðurgötu 100 (M-lista) verði varaáheyrnarfulltrúi
   í stað Elín bjargar Ingólfsdóttur.

  • 2106230 – Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.júní sl.
   220 Fjörður sækir 10.6.2021 um að breyta gildandi deiliskipulagi. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Strandgata 26-30. Í breytingunni felst: breytt byggingarmagn á lóð ásamt blandaðri starfsemi með verslun, þjónustu og hótelrekstur. Lagðar eru fram teiknningar sem gera betur grein fyrir uppbyggingu innan lóðanna.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Friðþjófur Helgi kemur þá næst til andsvars öðru sinni.

   Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Ágúst Bjarni kemur að andsvari. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem og Ingi Tómasson og svarar Guðlaug andsvari.

   Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2106221 – Daggarvellir 4b, fastanr. 226-8704, kauptilboð

   5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Daggarvöllum 4b, ásamt söluyfirliti.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar að Daggarvöllum 4b, fastanr. 226-8704 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþukkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2106261 – Borgahella 1, umsókn um lóð

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
   Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um lóðina nr. 1 við Borgarhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Borgarhellu verði úthlutað til KB Verks ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um úthlutun lóðarinnar.

  • 2106262 – Borgahella 7, umsókn um lóð

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
   Lögð fram umsókn K16 ehf. um lóðina nr. 7 við Borgarhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 7 við Borgarhellu verði úthlutað til K16 ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um úthlutun lóðarinnar.

  • 2106164 – Borgahella 9, umsókn um lóð

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
   Lögð fram umsókn Stéttarfélagsins ehf. um lóðina nr. 9 við Borgahellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 9 við Borgahllu 9 verði úthlutað til Stéttarfélagsins ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um úthlutun lóðarinnar.

  • 2105548 – Borgahella 29, umsókn um lóð

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
   Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 29 við Borgarhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 29 við Borgarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um úthlutun lóðarinnar.

  • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

   11.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.júní sl.
   Lögð fram lokaútgáfa af trjáræktarstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2020 – 2024 sem hefur fengið umfjöllun í ráðum og nefndum ásamt almennri kynningu fyrir bæjarbúa. Starfshópurinn þakkar góð ráð og ábendingar sem bárust og verða þær sendar áfram til viðeigandi deilda og starfsmanna til frekari úrvinnslu. Til þess að fylgja skýrslunni eftir og ná viðunandi árangri þarf að gera framkvæmdaráætlun þar sem trjágróður í bænum er kortlagður og gerðar tillögur að úrbótum með viðhaldsáætlun. Það þarf að tryggja að stefna þessi fylgi inní skipulagsáætlanir nýrra hverfa og svæða til þess eins að tryggja að bæjarfélagið haldi áfram að vaxa og dafna í skjóli gróðurs og að gæði og sjálfbærni grænna svæða verði unnin á faglegum grunni þar sem gerðar eru kröfur um fagmennsku og metnaðarfullar útfærslur. Með því móti náum við því markmiði sem við gerðum í upphafi en það var að undirstrika fegurð bæjarins, bæta lífsgæði og styrkja græna ímynd hans með fjölbreytni í tegundavali, sjálfbærni og auka á ræktun almennt.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar vinnu starfshópsins og samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar Trjáræktarstefnu Hafnarfjarðar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

   Einnig tekur Gísli Sveinbergsson til máls og þá næst Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi trjáræktarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

  • 0702035 – Heilsugæsla á Völlum

   Til umræðu.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

   Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að heilsugæsla og hjúkrunarheimili rísi í Hamranesi þar sem sveitarfélagið hefur tekið frá lóð fyrir heilbrigðisþjónustu. Á þessu svæði munu búa um 10 þúsund manns þegar Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranes verða fullbyggð og því nauðsynlegt að hefja undirbúning og viðræður við heilbrigðisráðuneytið sem fyrst. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

   Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls.

   Er framangreind bókun samþykkt samhljóða.

  • 2106310 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

   Forsetanefnd leggur til að síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarfrí verði þann 23. júní. Ráðsvika verði 9. til 13. ágúst og bæjarstjórn kæmi aftur til fundar þann 18. ágúst.

   Samþykkt samhljóða.

  Fundargerðir

  • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.júní sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 16.júní sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 2.júní sl.
   b. Fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 9.júní sl.
   c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 15. apríl og 21.maí sl.
   d. Fundargerð stjórnar SSH frá 7.júní sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.júní sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.júní sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 15.apríl og 21.maí sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.maí sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 16.júní sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.júní sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 21.júní sl.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir undir 3. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. júní sl.

   Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir 10 lið í fundargerð skipulags- og byggingarrðs frá 15. júní sl. Ingi Tómasson tekur einnig til máls undir sama máli. Friðþjófur Helgi kemur til andsvars og svarar Ingi andsvari.

   Þá tekur árni Rúnar Þorvaldsson til máls undir 6. og 9. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 16. júní. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Ábendingagátt