Bæjarstjórn

18. ágúst 2021 kl. 14:02

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1873

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
  • Birgir Örn Guðjónsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Stefán Már Gunnlaugsson og Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Öddu Maríu Jóhannsdóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Stefán Már Gunnlaugsson og Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 11.ágúst sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.ágúst sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 12.ágúst sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 9.ágúst sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.ágúst sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.ágúst sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 16.ágúst sl.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir undir 11. lið í fundargerð umhverfis-og fjölskyldurráðs frá 11. ágúst.

      Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir 8. lið í fundargerð fjölskyldurráðs frá 13. ágúst sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls undir 10. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11. ágúst sl. Helga Ingólfsdóttir tekur til máls undir sama máli.

      Einnig tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson undir 7. lið í fundargerð fjölskyldurráðs frá 13. ágúst sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Stefán Már svarar andsvari.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir liðum 1 og 6 í fundargerð fræðsluráðs frá 11. ágúst sl. Kristín María Thoroddsen kemur til andsvars. Friðþjófur Helgi svarar andsvari.

Ábendingagátt