Bæjarstjórn

1. september 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1874

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Árni Stefán Guðjónsson varamaður
 • Birgir Örn Guðjónsson varamaður
 • Gísli Sveinbergsson varamaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristín Maríu Thoroddsen, Sigurður Þ. Ragnarssyni og Jóni Inga Hákonarsyni en í þeirra stað sitja fundinn Birgir Örn Guðjónsson, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Gísli Sveinbergsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf, yrði tekið inn á dagskrá fundarins og er það samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Kristín Maríu Thoroddsen, Sigurður Þ. Ragnarssyni og Jóni Inga Hákonarsyni en í þeirra stað sitja fundinn Birgir Örn Guðjónsson, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Gísli Sveinbergsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf, yrði tekið inn á dagskrá fundarins og er það samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 2106557 – Hamranes reitur 7.A, deiliskipulag

   10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.ágúst sl.
   Kynnt tillaga að deiliskipulagi reitsins og uppbyggingu hans.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2108140 – Hringhamar reitur 25.B, deiliskipulag

   5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
   Lögð fram á ný tillaga að deiliskipulagi reits 25.B í Hamranesi. Lögð fram viðbótargögn umsækjanda varðandi bílastæði og fyrirkomulag þeirra.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag með vísan til tillögu 2. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2105166 – Sléttuhlíð, aðalskipulagsbreyting

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
   Lagður fram aðalskipulagsuppdráttur vegna breytinga á aðalskipulagi Sléttuhlíðar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt aðalskipulag Sléttuhlíðar. Málmeðferð verði í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
   Tekið til umræðu erindi Basecamp Iceland ehf. um stuðning til frekari uppbyggingar á aðstöðu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar við Snókalönd.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt aðalskipulag fyrir Snókalönd. Málmeðferð verði í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2106329 – Hjallabraut 49, úthlutun

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.ágúst sl.
   Tekið fyrir. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður mæta til fundarins.
   Til afgreiðslu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hjallabraut 49 verði úthlutað til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., á grundvelli tilboðs þeirra.

   Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf

   Til umræðu.

   Í desember 2017 lagði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fram sameiginlega ályktun og lýsti yfir stuðningi við átakið Í skugga valdsins. Í ályktuninni fagnaði bæjarstjórn þeirri vakningu og umræðu sem átakið leiddi af sér um kynferðslega áreitni og kynbundið ofbeldi.

   Í kjölfarið, þann 17. janúar 2018 var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar varðandi íþrótta- og tómstundastarf þar sem segir: Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Hafnarfjarðarbær styrkir eða gerir samninga við sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum sínum og jafnréttislögum í starfi sínu og aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.”

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

   “Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í íslensku samfélagi síðustu daga varðandi kynbundið ofbeldi ítrekar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þessa bókun og brýnir fyrir öllum íþróttafélögum sem starfa á vegum og hljóta styrki frá sveitarfélaginu að starfa eftir þeim skilyrðum sem bæjarstjórn setti fram með bókuninni frá 17. janúar 2018. Með þessari brýningu í dag vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar koma því skýrt fram að ofbeldismenning í starfi með börnum og ungmennum verði ekki liðin.”

   Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og Adda María kemur til andsvars. Ágúst Bjarni svarar á andsvari og Adda María kemur að andsvari öðru sinni.

   Forseti ber næst upp til afgreiðslu framangreinda bókun og er hún samþykkt samhljóða.

  Fundargerðir

  • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.ágúst sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 28.maí, 24.júní og 16.ágúst sl.
   b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 11.júní og 2.júlí sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 25.ágúst sl.
   a. Íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.ágúst sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 27.ágúst sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 26.ágúst sl.
   a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.ágúst sl.
   b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.ágúst sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.ágúst sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 30.ágúst sl.

   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson undir 4. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 25. ágúst sl. Adda María Jóhannsdóttur kemur til andsvars.

   Frðþjófur Helgi tekur til máls öðru sinni undir 3. lið á fundi skipulags- og byggingarráðs frá 24. ágúst sl. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur til andsvars. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls undir sama lið og Friðþjófur Helgi kemur til andsvars.

Ábendingagátt