Bæjarstjórn

29. september 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1876

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilini guðlaugu Kristjánsdóttur en í hennar stað situr fundinn Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilini guðlaugu Kristjánsdóttur en í hennar stað situr fundinn Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 2109938 – Ungmennaráð, tillögur 2021

   Lagðar fram tillögur ungmennaráðs 2021.

   Til máls tekur Birgir Örn Guðjónsson.

   Einnig tekur Kristín Thoroddsen til máls. Þá tekur Birgir Örn Guðjónsson til máls öðru sinni.

   Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda María andsvari.

   Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari.

   Þá tekur Kristín María til máls öðru sinni og Adda María kemur til andsvars.

   Bæjarstjórn samþykkir að vísa framlögðum tillögum ungmennaráð til úrvinnslu hjá eftirfarandi ráðum:

   1. Úrbætur á gangstéttum – vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
   2. Aðgengi að ókeypis tíðavörum í grunnskólum – vísað til fræðsluráðs.
   3. Betur hugað að líðan og andlegri heilsu ungmenna í bænum – vísað til fræðsluráðs.
   4. Endurskoðun á sundkennslu í grunnskólum – vísað til fræðsluráðs.
   5. Boðið verði upp á myndlistarnámskeið fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði – vísað til fræðsluráðs.
   6. Úttekt á stöðu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar – vísað til fræðsluráðs.
   7. Ruslatunnum verði fjölgað í Hafnarfirði – vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
   8. Aðstaða nemenda (til náms og frítíma utan kennslustunda) verði bætt í grunnskólum – vísað til fræðsluráðs og til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Breyting á varamanni Viðreisnar í umhverfis- og framkvæmdaráði:
   Hrafnkell Karlsson fer út og í hans stað kemur Pétur G. Markan.

   Samþykkt samhljóða.

  • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl.
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 29. júní s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt. Afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs var staðfest 1. júli sl. af bæjarráði í umboði bæjarstjórnar.
   Tillagan var auglýst tímabilið 15.07.-26.08.2021. Kynningarfundur var haldinn 25.8.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var framlengdur til 31.8.2021. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 7.9.2021 var skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa ásamt uppfærðum uppdrætti þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn vegna breytinga á deiliskipulagi reitar 1 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og Ólafur Ingi kemur að andsvari sem Adda María svarar.

   Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Adda María kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ágúst Bjarni svarar öðru sinni og þá kemur Adda María að stuttri athugasemd.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2107307 – Áshamar reitur 1.A-2.A, deiliskipulag

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl.
   Varmárbyggð ehf. lagði 17.7.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars 1A-2A. Tillagan gerir ráð fyrir 6 fjögurra til fimm hæða fjölbýlishúsum með allt að 170 íbúðum með möguleika á kjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofan- og neðanjarðar. Lögð fram uppfærð gögn.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að uppfærð gögn að deiliskipulagi reitsins verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson tekur til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ingi andsvari.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2108589 – Áshamar reitur 9.A, deiliskipulag

   4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl.
   Hamravellir ehf. lagði 20.8.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars reit 9A. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum á 4 -5 hæðum auk bílakjallara og möguleika á kjallara undir húsunum sem nýtist fyrir geymslur. Gert er ráð fyrir allt að 80 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og neðanjarðar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi reitsins verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

   5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst s.l. greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 26.07.2021 og lagði til við umsækjanda að leggja fram uppfærð gögn í samræmi við framangreinda greinargerð. Lögð fram uppfærð gögn.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn að deiliskipulagi lóðar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2008399 – Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl.
   Þann 8. apríl s.l. vísaði bærjarráð til skipulags- og byggingarráðs tillögu að deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir m.a breyttum lóðarmörkum Suðurgötu 18. Lögð fram ný tillaga að endurskoðaðri lóðarstærð og skilmálum.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu deiliskipulagsins og að henni verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2108015 – Fluguskeið 25,umsókn um lóð

   4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.september sl.
   Lögð fram umsókn Tómasar Bragasonar um lóðina nr. 25 við Fluguskeið.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 25 við Fluguskeið verði úthlutað til Tómasar Bragasonar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2109590 – Álfhella 5,umsókn um lóð

   5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.september sl.
   Lögð fram umsókn Flotgólfs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Álfhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Álfhellu verði úthlutað til Flotgólfs ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2106017 – Sléttuhlíð, lóð B7, auglýsing

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.september sl.
   Lagður fram listi yfir umsækjendur. Til afgreiðslu

   Alls bárust 42 umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Áslaugar Hallgrímsdóttur og Reynis Svanssonar. Til vara var dregin út umsókn Jóhanns F Helgasonar og Elínar Hrannar Einarsdóttur. Til þrautavara var dregin út umsókn Stefáns Snæs Ágústssonar og Hlínar Þórhallsdóttur.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Sléttuhlíð B7 verði úthlutað til Áslaugar Hallgrímsdóttur og Reynis Svanssonar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2109722 – Borgahella 11,umsókn um lóð

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.september sl.
   Lögð fram umsókn Vestfirsku harðfisksölunnar ehf., um lóðina nr. 11 við Borgarhellu.
   Sækir um Borgarhellu 13 til vara.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns út umsókn Vestfirsku harðfisksölunnar ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað félagsins.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2109724 – Borgahella 13,umsókn um lóð

   11. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.september sl.
   Lögð fram umsókn Leiguafls ehf, um lóðina nr. 13 við Borgarhellu.
   Borgarhella 11 til vara.

   Alls bárust 10 umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns út umsókn Leiguafls ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar.

  • 2109622 – Stuðlaskarð 1, fastanr. F2330326, kauptilboð

   20.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.september sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar við Stuðlaskarð 1, fastanr. F2330326 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Samþykkt samhljóða.

  • 2106257 – Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

   5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 24.september sl.
   Lögð fram kynning á útfærslu verkefnisins.

   Fjölskylduráð þakkar vinnuhópnum fyrir þeirra störf. Tillaga vinnuhópsins er samþykkt.
   Gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag. Gjöfin er til þess að bjóða nýfædda Hafnfirðinga velkomna í samfélagið. Við ákvörðun á því hvað gjöfin á að innihalda voru umhverfissjónarmið m.a. höfð að leiðarljósi, notagildi og að gjöfin væri kynlaus.
   Fjölskylduráð felur vinnuhópnum að kynna þetta fyrir bæjarbúum og að fyrsta gjöfin verði afhent eins fljótt og hægt er.
   Fjölskylduráð leggur til að gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga verði kölluð krúttkarfan.
   Vísað í bæjarstjórn til kynningar.

   Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlista, Viðreisnar og Miðflokks styðja ekki afgreiðslu þessa máls. Áætlaður kostnaður á þessu kosningaloforði Framsóknarflokksins er rúmar 5 milljónir á næsta ári. Markmið verkefnisins eru óljós og undirrituð telja að hægt væri að nýta fjármuni bæjarbúa mun betur og með skilvirkari hætti í þágu barnafjölskyldna í bænum.

   Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

   Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

   Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Ágúst Bjarni kemur til andsvars sem Adda María svarar. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars og Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni.

   Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Einnig tekur Birgir Örn Guðjónsson til máls.

   Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

   Þá tekur Helga Ingólfsdóttir til máls. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson. Einnig kemur Adda María til andsvars.

  Fundargerðir

  • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerðir bæjarráðs frá 23. og 25.september sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.september sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.september sl.
   c. Fundargerð stjórnar SSH frá 6.september sl.
   d. Fundargerð 34. eigendafundar Sorpu bs. frá 30.ágúst sl.
   e. Fundargerð 32. eigendafundar Strætó bs. frá 30.ágúst sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.september sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26. og 30.ágúst sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 22.september sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.september sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 27.septembr sl.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir lið 3 í fundargerð fjölskylduráðs frá 24. september sl. og lið 7 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 21. september sl. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars og svarar Adda María andsvari. Helga kemur þá að stuttri athugasemd sem og Adda María.

   Þá tekur Ingi Tómasson til máls undir lið 7 í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 21. september sl. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.

Ábendingagátt