Bæjarstjórn

27. október 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1878

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttir og Helgu Ingólfsdóttur en í þeirra stað sitja fundinn Árni Rúnar Þórvaldsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Öddu Maríu Jóhannsdóttir og Helgu Ingólfsdóttur en í þeirra stað sitja fundinn Árni Rúnar Þórvaldsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að í stjórn SORPU verði kosnir:
      Aðalmaður: Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Varamaður: Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuási 5.

    • 2110270 – Flensborg, skólanefnd, tilnefning

      Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 12.október sl. þar sem óskað er tilnefninga í skólanefnd Flensborgarskólans 2021-2025.
      Tveir aðalfulltrúar og tvo til vara.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna eftirfarandi aðila:

      Aðalfulltrúar:
      Snædís Ögn Flosadóttir, Strandgötu 71
      Ingvar Viktorsson, Svöluhrauni 15
      Varafulltrúar:
      Skarphéðinn Orri Björnsson, Kvistavöllum 29
      Anna Kristín Jóhannesdóttir, Drekavöllum 18.

    • 2109983 – Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði

      11.líður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.október sl.
      Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 13.október sl.

      Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin snýr að landnotkun og skilgreiningu á
      afmörkun þynningarsvæðis.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkun Hellnahrauns. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu og visar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Þá kemur Adda María til andsvars öðru sinni og svarar Ágúst Bjarni andsvari öðru sinni.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls.

      Kristinn Andersen ber upp tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað milli funda og er það samþykkt samhljóða.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkun Hellnahrauns og einnig er samþykkt samhljóða framlögð lýsing.

    • 2105241 – Þúfubarð 3 og 5, breyting á deiliskipulagi

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.október sl.
      Alma Pálsdóttir, Þúfubarði 3, óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Þúfubarðs 3 og Þúfubarðs 5.
      Samþykkt var að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.5.2021 sbr. ákvæði 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt 7.6.-5.7.2021. Athugasemdir bárust. Óskað var viðbótargagna.
      Lögð fram viðbótargögn dags. 8.10.2021 er taka til skuggavarps.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn í samræmi við skipulagslög.

      Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2110165 – Suðurhella 9,umsókn um lóð

      6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.október sl.
      Lögð fram umsókn Aðalskoðunar hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 9 við Suðurhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 9 við Suðurhellu verði úthlutað til Aðalskoðunar hf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2110337 – Stuðlaskarð 9, fastanr. F2510470, kauptilboð

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.október sl.
      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar við Stuðlaskarð 9, fastanr. F2510470 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2110338 – Stuðlaskarð 11, fastanr. F2510474, kauptilboð

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.október sl.
      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar við Stuðlaskarð 11, fastanr. F2510474 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2110417 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.október sl.
      Lagt fram bréf SHS vegna hækkunar á gjaldskrá.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS fyrir árið 2022 verði samþykkt.

      Samþykkt samhljóða.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 20.október sl.
      a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 31.ágúst, 14.september og 12.október sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 18. og 22. október sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 21.október sl.
      a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.október sl.
      b. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 8.október sl.
      c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs.frá 8. og 13. október sl.
      d. Fundargerðir stjórnar SSH frá 4. og 15. október sl.
      e. Fundargerð 33. eigendafundar Strætó bs. frá 4.október sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.október sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.október sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 25.október sl.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen undir máli 1 og 6 á frá fundi fræðsluráðs frá 20. október sl. Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls undir sömu liðum í fundargerð fræðsluráðs. Einig tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls undir sömu málum. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Árni Rúnar andsvari. Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttur til máls.

Ábendingagátt