Bæjarstjórn

24. nóvember 2021 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1880

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Kristínu Maríu Thoroddsen en í hennar stað situr fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honunm.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður og ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Kristínu Maríu Thoroddsen en í hennar stað situr fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honunm.

  1. Almenn erindi

    • 2110307 – Hamranes reitur 4.A, deiliskipulag

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.nóvember sl.
      Jóhann Örn Logason fh. lóðarhafa sækir 17.8.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulagi í Hamranesi, Áshamar, reitur 4.A. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reitar 4.A dags. 12.11.2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi með fyrirvara um að stöllun húsa gagnvart Áshamri verði eins og skýringamyndir gera ráð fyrir. Uppfærð gögn verði auglýst og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ingi andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna breikkunar dags. 14.10.2021. Skipulagshöfundur mætir til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið í auglýsingu í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að málinu verði vísað til skipulags- og byggingarráðs til frekari úrvinnslu. Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.
      1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3.nóvember sl.
      Lagður fram viðauki nr. IV við fjárhagsáætlun 2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.

      1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 3.nóvember sl.
      Viðauki vegna Lækjarskóla, Víðistaðaskóla og Setbergsskóla lagður fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykktir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.nóvember sl.
      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2021. Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn.

      Viðauki kynntur. Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar í bæjarráð.

      Viðauki IV lagður fram og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

    • 2111335 – Strætó bs, lántökuheimild

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.
      Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 15.nóvember sl. þar sem óskað er ákvörðunar um að veita einfalda ábyrgð og veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita lánssamning vegna láns frá Lánasjóði sveitarfélaga.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns fyrirtæki hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000 með lokagjalddaga 15. ágúst 2029, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórna jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni. Er lánið tekið til fjárfestingar í rafvögnum til endurnýjunar í flota Strætó bs með það að markmiði að lækka kolefnisspor Strætó, sem felur í sér að vera verkefnis sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaganna nr. 150/2006.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. Framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Sigurður andsvari. Rósa kemur þá til andsvars öðru sinni.

      Þá tekur Helga Ingólfsdóttir til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindi Strætó bs. vegna fyrirhugaðar lántöku.

    • 2111005 – Útsvarsprósenta við álagningu 2022

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.
      Lögð fram eftirfarandi tillaga:
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,48%.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja fram breytingartillögu í samræmi við tillögu sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun og er einnig undir þeim lið í dagskrá þessa fundar.
      Tillaga Samfylkingar og Bæjarlista er að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%

      Greinargerð:
      Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).

      Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði með tillögunni. Fulltrúar meirihluta ásamt fulltrúa Viðreisnar greiða atkvæði gegn tilögunni. Tillögunni er hafnað.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði áfram 14,48%.

      Fulltrúar meirihluta og Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni. Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði gegn tillögunni með vísan í framlagaða greinargerð með breytingartillögu. Tillagan er samþykkt.

      Fulltrúar meirihluta bóka eftirfarandi:
      Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að halda álögum og gjöldum á íbúa bæjarfélagsins í lágmarki. Síðustu mánuðir í alheimsfaraldri hafa reynt á allar stoðir samfélagsins, rekstur ríkis, sveitarfélaga og heimila. Heimilin munu njóta góðs af óbreyttri útsvarsprósentu líkt og hér er lagt til.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista endurflytja breytingartillögu sem lögð var fram í bæjarráði þann 18. nóvember sl. í framhaldi af tillögu sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun þann 10. nóvember sl.

      Rétt er að endurflytja tillöguna í bæjarstjórn þar sem allir flokkar sem sæti eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa atkvæðisrétt.

      Tillaga Samfylkingar og Bæjarlista er að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

      Þá ber forseti næst upp framkomna breytingartillögu og er hún felld með þremur atkvæðum Samfylkingar og Bæjarlistans gegn sjö atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.

      Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

      Þá ber forseti upp þá tillögu bæjarráðs sem lá fyrir fundinum um að útsvarsprósentan verði 14,48. Er tillagan samþykkt með sjö atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Samfylkingar og Bæjarlistans Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.

      Þá kemur Adda María Jóhannsdóttir að svohljóðandi bókun:

      “Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).”

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      “Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að halda álögum og gjöldum á íbúa bæjarfélagsins í lágmarki. Síðustu mánuðir í alheimsfaraldri hafa reynt á allar stoðir samfélagsins, rekstur ríkis, sveitarfélaga og heimila. Heimilin munu njóta góðs af óbreyttri útsvarsprósentu líkt og hér hefur verið samþykkt.”

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 19.nóvember sl.
      Lögð fram drög að uppfærðum reglum vegna sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir tekjulág heimili.

      Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um úhlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021 og vísar þeim til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Adda María andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      1. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 17.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðis. Breytingin nær til suður og austur hluta Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og strandlengju meðfram Strandgötu í átt að miðbæ Hafnarfjarðar. Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um þéttingu byggðar á svæðinu og breyta landnotkun í samræmi við stefnuna. Skipulags og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóvember sl. að auglýsa skipulagsbreytinguna og vísaði tillögunni til staðfestingar í hafnarstjórn. Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að aðalskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar.

    • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 17.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við deiliskipulag Óseyrarhverfis reit ÍB15. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 16.nóvember sl. að hefja vinnu við deiliskipulag reits ÍB15 og vísaði erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn.

      Hafnarstjórn samþykkir tillögu um vinnu deiliskipulags á reit ÍB15 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.nóvember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.nóvember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 17.nóvember sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 19.nóvember
      Fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 3.nóvember sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.nóvember sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.október sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.október sl.
      Fundargerðir forsetanefndar frá 18. og 22. nóvember sl.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson undir lið 6 í fundargerð fræðsluráðs frá 17. nóvember sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Jón Ingi andsvari. Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls undir sama máli. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti við fundarstjórn.

      Kristinn Andersen tekur til máls undir fundargerð forsetanefndar frá 22. nóvember sl. og tekur svo við fundarstjórn að nýju.

Ábendingagátt