Bæjarstjórn

8. desember 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1881

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður
  • Valdimar Víðisson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson. Ágúst Bjarni Garðarsson vék svo af fundi kl. 19:07 og í hans stað sat fundinn Valdimar Víðisson

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Öddu Maríu Jóhannsdóttur en í hennar stað situr fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson. Ágúst Bjarni Garðarsson vék svo af fundi kl. 19:07 og í hans stað sat fundinn Valdimar Víðisson

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Greinargerð með deiliskipulagi endurskoðuð.
      Til afgreiðslu.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er sammála um að ákvæði, á bls. 50 í greinargerð með tillögu að deilisskipulagi vesturbæjar, um niðurrif, færslu húsa og verndarsvæði í byggð vegna borgarlínu, verði felld brott.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

      Bæjarstjórn samþykkri samhljóða framangreinda bókun.

    • 2105166 – Sléttuhlíð, aðalskipulagsbreyting

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. ágúst 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Sléttuhlíðar. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 1.9.2021. Tillagan felst í að heimiluð verði gistiaðstaða í flokki II í frístundabygginni í Sléttuhlíð skv. h-lið 4. greinar reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Tillagan var auglýst 12.10-23.11.2021 auk þess sem hægt var að kynna sér tillöguna á opnu húsi þann 13.10.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2103383 – Snókalönd, innviðir og uppbygging

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa breytt aðalskipulag fyrir Snókalönd. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 1.9.2021. Helstu breytingar felast í að skilgreint er nýtt afþreyingar og ferðamannasvæði AF5 við Snókalönd sem eru staðsett við Bláfjallaveg í upplandi Hafnarfjarðar, vegna áforma um frekari uppbyggingu í tengslum við norðurljósa- og stjörnuskoðun. Tillagan var auglýst 12.10-23.11.2021 auk þess sem hægt var að kynna sér tillöguna á opnu húsi þann 13.10.2021.
      Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1812023 – Skarðshlíð, farsímamastur

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Lögð fram deiliskipulagstillaga Strendings ehf. dags. 15.11.2021 vegna lóðar fyrir farsímamastur í Skarðshlíð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 15.11.2021 verði auglýst í samræmi við skipulagslög auk grenndarkynningar. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og Ingi svarar andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga dags. 26.11.2021 að endurskoðuðu deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Hellnahrauni 3.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 26.11.2021 verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2109983 – Hellnahraun, aðalskipulagsbreyting þynningarsvæði

      10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna þynningarsvæðis í Hellnahrauni dags. 25.11.2021.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu dags. 25.11.2021 að breyttu aðalskipulagi Hellnahrauns. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2111586 – Lántökur 2021

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      Lagt fram minnisblað.
      Rósa Steingrimsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðar, kt. 570790-1029, sem er 100% í eigu Hafnarfjarðarbæjar taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstóls fjárhæð allt að 350 milljón krónur í allt að 34 ár og jafnframt að veita einfalda ábyrgð vegna lántökunnar. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Að auki er samþykkt að veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, uppgreiðslugjaldi ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til fjármögnunar á íbúðakaupum húsnæðisskrifstofu, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um lántöku.

    • 2111335 – Strætó bs, lántökuheimild

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.

      Tekin fyrir beiðni Strætó bs. um óskipta ábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að sveitarfélagið leggi til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. grein sömu laga vegna rekstrarláns Strætó bs. upp á 300.000.000 kr.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja umbeðna ábyrgð.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni Strætó bs.

    • 2111269 – Nónhamar 3I, umsókn um lóð

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      Lögð fram umsókn Ljósleiðarans ehf. um lóðina Nónhamar 3I.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 31 við Nónhamar verði úthlutað til Ljósleiðarans ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2111396 – Tinhella 7, 9 og 11,umsókn um lóð

      9.líður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      Lögð fram umsókn Stáls ehf. um atvinnulóðirnar Tinhellu 7-9 og 11.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum nr. 7, 9 og 11 við Tinhellu verði úthlutað til Stáls ehf.

      Samþykkt samhljóða.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Tekið fyrir að nýju. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 24.11.2021 til frekari úrvinnslu.

      Tekið til umræðu og vísað að nýju til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulag vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að við útgáfu á framkvæmdaleyfi á seinni stigum málsins skuli stefnt að því að útfærsla á norðanverðum aðreinum og hringtorgi við mislæg gatnamót við Straumsvík taki mið af þróun og mögulegri þörf uppbyggingar, þróunar iðnfyrirtækja á svæðinu og umferðartæknilegum lausnum í hæsta gæðaflokki.

    • 2109417 – Sléttuhlíð B7, umsókn um lóð,úthlutun,skil

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni Sléttuhlíð B7, þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal lóðarinnar.

      Bæjarráð leggur jafnframt til að lóðinni Sléttuhlið B7 verði úthlutað til Jóhanns F Helgasonar og Elínar Hrannar Einarsdóttur í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs frá 23. september 2021.

      Framangreindu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 2101038 – Fundargerðir 2021, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 17.nóvember sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23.nóvember sl.
      c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19.nóvember sl.
      d. Fundargerð aðalfundar SSH frá 12.nóvember ásamt fundargerð ársfundar byggðasamlaganna frá 12.nóvember sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.desember sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 1.desember sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.nóvember sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 3.desember sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 6.desember sl.

      Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson undir 8. lið á fundi fræðsluráðs 1. desember sl.

      Einnig tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls undir 2. lið í fundargerð menningar- og ferðamálanefndar.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025, síðari umræða.

      21. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.desember sl.
      Tekið fyrir – breytingar milli umræðna.

      12.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 10.nóvember sl. og 6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.
      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29. október sl.
      Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans fyrir 2022 og langtímaáætlun fyrir 2023-2025.

      Lagðar fram gjaldskrár Hafnarfjarðarkaupstaðar 2022.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Tillögur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022

      Tillögur Samfylkingar og Bæjarlista:

      Tillaga 1 – Tekjustofnar sveitarfélaga ? útsvarsprósenta
      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%

      Greinargerð:
      Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Tillögur Samfylkingarinnar:

      Tillaga 3 – Úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að úttekt verði gerð á þeirri fólksfækkun sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu misseri. Í því felst að kortleggja hvaða hópar eru einkum að flytja úr bænum, hvers konar húsnæði vantar og hvar eru tækifæri til uppbyggingar í landi Hafnarfjarðar. Með hliðsjón að úttektinni verði farið í átak að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.

      Greinargerð
      Í tölum Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fækkað frá árinu 1. des. 2019 til 1. september 2021 um 312. Þetta er í fyrsta skiptið í 80 ár sem íbúum Hafnarfjarðar fækkar, en á sama tíma fjölgaði íbúum í nágrannasveitarfélögunum um 1.1-3.4%. Samkvæmt áætlunum aðalskipulags er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi að lágmarki um 1.2% (335-445 íbúa) á ári fram til ársins 2040. Ljóst er að það þarf að lyfta grettistaki til að snúa þessari þróun við og vinna til baka umrædda fækkun.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Tillaga 4 – Samgöngusamningar

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að Hafnarfjarðarbær bjóði starfsfólki sínu upp á samgöngusamninga.

      Greinargerð:
      Í kjölfar tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um samgöngustyrki sem lögð var fram í bæjarstjórn sumarið 2018 var sett af stað tilraunaverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem ekki hefur verið fylgt frekar eftir. Samgöngusamningar hafa hins vegar verið teknir upp í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, ásamt m.a. Reykjavíkurborg, með góðum árangri. Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál og mikilvægt að heilsubærinn Hafnarfjörður sýni gott fordæmi með því að bjóða starfsfólki sínu samgöngusamninga og hvetja þannig til umhverfisvænni ferðamáta.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Tillaga 5 – Leikskóli í skólahverfi Öldutúnsskóla

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um uppbyggingu leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla.

      Greinargerð:
      Frá því að annar tveggja leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla var lagður niður hafa fulltrúar Samfylkingarinnar lagt til að hafist verði handa við uppbyggingu nýs leikskóla í hverfinu. Síðustu ár hefur mest skort á leikskólapláss í þessu skólahverfi og foreldrar þurft að keyra börn sín í önnur skólahverfi til að sækja leikskóla. Það er fyrirséð að með breytingum á aldurssamsetningu vegna endurnýjunar í hverfinu og aukinni íbúðauppbyggingu muni þörfin á leikskólaplássum síst fara minnkandi. Það er því mikilvægt að horfa til framtíðar.

      Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar aftur fram tillögu um að hafist verði handa við uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla hið fyrsta. Leikskólar eiga að að vera hluti af nærþjónustu og börnum að standa til boða leikskólapláss í sínu hverfi. Sem fjölskylduvænt samfélag ætti Hafnarfjörður að sjá hag í því að vinna að þessu markmiði og styðja þannig um leið við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Tillaga 6 – Ráðning forvarnarfulltrúa

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að ráðinn verði forvarnarfulltrúi í fullt starf.

      Greinargerð:
      Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að ráðinn yrði forvarnarfulltrúi. Það hefur ekki verið gert en verkefnum forvarnarfulltrúa bætt á störf fagstjóra frístundar. Þann 16. júní sl. var einnig ákveðið að stofna faghóp sem myndi fylgjast með forvarnarmálum tengdum börnum og unglingum í Hafnarfirði, safna upplýsingum, veita stuðning og samræma aðgerðir. Þetta eru vissulega skref í rétta átt en engu að síður er mikilvægt er að styðja við þessar aðgerðir með ráðningu forvarnarfulltrúa og tryggja þannig forræði á málaflokknum og samfellu í öllu forvarnarstarfi.
      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögur við fjárhagsáætlanagerð.

      1)

      Miðflokkurinn leggur til að Hafnarfjarðarbær hafi frumkvæði að því að leita til eigenda einkarekinna heilsugæslustöðva með það að markmiði að komið verði á fót slíkri heilsugæslustöð í bænum. Biðtími eftir tíma hjá heilsugæslulækni í Hafnarfirði er alltof langur. Biðtími á einkareknum heilsugæslustöðvum er mun styttri og boðleiðir markvissari. Vera kann að bærinn þurfi að liðka fyrir slíku með öflun húsnæðis eða afsláttar af fasteignaskatti til að byrja með. Raunveruleikinn er sú að fjölmargir Hafnfirðingar leita nú eftir heilsugæsluþjónustu utan sveitarfélagsins. Er lagt til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til efnislegrar umræðu.

      2)

      Miðflokkurinn leggur til að farið verði í átak í að merkja bæjarhluta með sögulegri fræðslu um tilurð hvers svæðis. Um er að ræða svipaða útfærslu og fólk fær nú á strandstígnum. Kostnaður við hvert skilti með söguútskýringu af hálfu Byggðasafnsins er um 300.000 kr. Er lagt til að einstakir bæjarhlutar t.d. Vellirnir og Norðurbærinn fái tvö slík skilti hvort hverfi við fjölfarna göngustíga. Lagt er til að útbúin verði 8 slík skilti. Heildarkostnaður yrði því 2,4 milljónir króna. Er lagt til að málinu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til útfærslu og ákvörðunar.

      3)

      Miðflokkurinn leggur til að veitt sé 10 milljónum króna til hreinsunar gatna til að draga úr svifryki í andrúmslofti að vetrarlagi í bænum. Einn mesti orsakavaldur svifriks er slit sem bílar valda á gatnakerfinu ekki síst bílar á nagladekkjum. Á köldum dögum og þegar vindur er hægur mælist styrkur svifryks of oft yfir heilsuverndarmörkum. Við því verður að bregðast. Með átaki við þrif gatna með sérhæfðum götuþvottasóparabílum má draga verulega úr svifryki í andrúmslofti og fækka dögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk, íbúum til heilla. Er lagt til að málinu verði vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til ákvörðunar.

      4)

      Miðflokkurinn leggur til að sett verði fjármagn til að koma á fót kennslu fyrir fólk af erlendum uppruna þar sem börnum verður tryggð kennsla i sínu móðurmáli og þeim gert kleift að viðhalda menningu síns upprunalands og færni í tungumálinu. Fullorðnum verði veitt íslenskukennsla á mismundandi þyngdarstigum og námskeið í menningu og sögu íslendinga. Lagt er til að málinu verði vísað til fræðsluráðs til efnislegrar meðferðar.

      5)

      Miðflokkurinn leggur til að sett verði eyrnamerkt fjárhæð til að efla kennslu eldriborgara í snjallvæðingu með snjalltölvum. Slíkt vinnur gegn gegn félagslegri einangrun eldri borgara og getur í mörgum tilvikum aukið lífsgleði þeirra. Er lagt til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs tul afgreiðslu.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Tillaga 2 ? Aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.

      Greinargerð:
      Á fundi fjölskylduráðs þann 5. nóvember sl. var sama tillaga lögð fram en hafnað af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista telja hins vegar brýnt að bæjarstjórn taki afstöðu til málsins, enda hafa ekki allir flokkar atkvæðisrétt á fundum fjölskylduráðs.
      Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því tillögunna fram í bæjarstjórn fyrir fjárhagsáætlun 2022 og óskum eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar.

      Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Tillögur Viðreisnar

      1.

      Að fjármagna að fullu starfsemi leikskóla Hafnarfjarðar. Það er gap á milli lögbundinnar þjónustu leikskóla og þjónustuþörf hafnfirskra barnafjölskyldna. Sú viðbótarþjónusta er ófjármögnuð sem hefur skapað erfiðleika við mönnun leikskólanna. Fjölgun stöðugilda virðist óhjákvæmileg vegna styttingar vinnuviku og sumaropnunar. (Fræðsluráð)

      2.

      50 milljónir til að bæta hjóla og göngustíga. Það er andvirði smærri gerðar hringtorgs. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi fjölbreyttari umferðarmáta eins og rafhjóla o.fl. (Umhverfis og framkvæmdaráð)

      3.

      100 milljónum aukalega verði forgangsraðað til viðhalds á fasteignum bæjarins. Frestun á viðhaldi fasteigna mun eingöngu auka þann kostnað á næstu árum. (Umhverfis og framkvæmdaráð)

      4.

      Færa 20 milljónir til umhverfismála og trjáræktar. (Umhverfis og framkvæmdaráð)

      5.

      Vellíðan barna í grunnskóla á alltaf að vera forgangsmál. Viðreisn leggur til að bætt verði við stöðugildi sérfræðings á fræðslusviði t.a.m. þroskaþjálfa, talmeinafræðings eða iðjuþjálfa. (Fræðsluráð)

      6.

      Bætt verði við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni (Fræðsluráð og Fjölskylduráð)

      7.

      20 milljónir í greiningar og undirbúnings á deiliskipulagi vegna Borgarlínu (Skipulagsráð)

      8.

      140 milljónir í Betri Hafnarfjörð þar sem hvert hverfi fengi 20 milljónir til að ráðstafa í íbúakosningu. Þetta er ekki viðbót á framkvæmdafé heldur tilfærsla þar sem íbúar hafa meiri áhrif á forgangsröðun verkefna í sínu hverfi (Umhverfis og Framkvæmdaráð)

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Tillaga 7 – Starfsemi ungmennahúsa verði efld

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að starfsmenni ungmennahúsa í Hafnarfirði verði efld.

      Greinargerð:
      Við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að starfsemi ungmennahúsa í Hafnarfirði yrði efld með fjölgun stöðugilda. Sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingarinnar telja fulla ástæðu til að endurflytja þessa tillögu nú, enda hefur á síðustu misserum komið í ljós hversu mikilvægt er að huga að andlegri líðan ungs fólks, ekki síst í miðri glímunni við heimsfaraldur Kórónuveirunnar. Ungmennahúsin bjóða upp á tómstundir við hæfi ungs fólks ásamt því að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika og að allir upplifi sig velkomna.

      Í þessu ljósi er mikilvægt að fjölga stöðugildum og auka rekstrarfé til ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar.

      Tillaga að afgreiðslu: Vísað til frekari umfjöllunar í fræðsluráði og íþrótta- og tómstundanefnd.

      Tillaga 8 – Niðurgreiðsla á strætókortum

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri.

      Greinargerð:
      Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd stætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið. Kostnaðarmat hefur áður verið gert og leggja fulltrúar Samfylkingarinnar
      til að það verði uppfært og tillagan tekin aftur til umfjöllunar.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði.

      Tillaga 9 – Aukin lýsing við gangbrautir

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að lýsing verði aukin við gangbrautir.

      Greinargerð:
      Í auknum mæli notar fólk vistvæna ferðamáta og ferðast gangandi eða á hjólum af ýmsu tagi. Lýsingar við gangbrautir í bænum eru misgóðar og mikilvægt að bæta lýsingu þar sem þess er þörf til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að ráðist verði í endurbætur á lýsingu við gangbrautir þar sem henni er ábótavant.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Tillaga 10 – Uppbygging á hagkvæmu húsnæði

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að fara í frekara og meira samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.

      Greinargerð:
      Í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á húsnæðismarkaði og fólksfækkunar á undanförnum árum í bænum leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær fari í frekara samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Þannig verði hagkvæmum íbúðum á markaðnum fjölgað og bæjarfélagið gæti einnig fjölgað félagslegum íbúðum á vegum þess með þessari aðgerð.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls.

      Forseti ber næst upp tillögu um að framkomnum tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun verði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun í þeim ráðum sem þar er vísað til og þær eiga heima. Er það samþykkt samhljóða.

      Forseti leggur þá næst til að tillaga að fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn sem fari fram 8. desember nk. Er tillagan samþykkt samhljóða.

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl.
      2. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.nóvember sl.
      Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram á fundi fjölskylduráðs þann 18.10.2021 sl. og eru lagðar hér fram til afgreiðslu.

      1. Breyting á grunnviðmiði tekjutengingar
      Grunnviðmið tekjutengingar verði hækkuð úr 322.000 kr. í 351.000 kr. Þetta leiðir af sér að fleiri sem eru tekjulágir munu falla undir hærri afsláttarkjör vegna heimaþjónustu.
      Viðmið varðandi frístundastyrk hækkar í hlutfalli við þessa hækkun og geta þá fleiri nýtt sér frístundastyrk en áður.

      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast inn í þeirri áætlun sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.

      2. Hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna
      Lagt til eftirfarandi breyting á gjaldskrá:
      – Umönnunarflokkur 1 fari úr 30.926 kr. og í 37.961 kr.
      – Umönnunarflokkur 2 fari úr 24.009 kr. og í 29.376 kr.
      – Umönnunarflokkur 3 fari úr 22.419 kr. og í 24.878 kr.
      Viðmið er gjaldskrá í Mosfellsbæ sem eru næst hæstir þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
      Áætluð kostnaðaraukning er 5,5 milljónir á ári.

      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu og vísar til umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

      3. Ráðning verkefnastjóra vegna heimilislausra. Samstarfsverkefni.
      Hafnarfjörður tekur þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur um ráðningu verkefnastjóra vegna heimilislausra. Hlutverk verkefnastjóra er þá að samræma aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og koma með tillögur að lausnum.
      Kostnaður á ári er 12.500.000 kr. og hlutur Hafnarfjarðar er þá rúmlega 3.600.000 kr. á næsta ári.

      Eftir fund í SSH var rætt um að verkefnastjóri væri ráðinn í hálft ár og er þá kostnaður Hafnarfjarðar 1.800.000 kr. Fjölskylduráð samþykkir að ráðinn verði verkefnastjóri í hálft ár.
      Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast innan þeirra áætlunar sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.

      12. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 10.nóvember sl. sjá bókun hér fyrir neðan.

      Tillögur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022

      Tillögur Samfylkingar og Bæjarlista:

      Tillaga 1 – Tekjustofnar sveitarfélaga ? útsvarsprósenta
      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%

      Greinargerð:
      Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Vísað er til fyrri afgreiðslu.

      Tillögur Samfylkingarinnar:

      Tillaga 3 – Úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að úttekt verði gerð á þeirri fólksfækkun sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu misseri. Í því felst að kortleggja hvaða hópar eru einkum að flytja úr bænum, hvers konar húsnæði vantar og hvar eru tækifæri til uppbyggingar í landi Hafnarfjarðar. Með hliðsjón að úttektinni verði farið í átak að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.

      Greinargerð
      Í tölum Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fækkað frá árinu 1. des. 2019 til 1. september 2021 um 312. Þetta er í fyrsta skiptið í 80 ár sem íbúum Hafnarfjarðar fækkar, en á sama tíma fjölgaði íbúum í nágrannasveitarfélögunum um 1.1-3.4%. Samkvæmt áætlunum aðalskipulags er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi að lágmarki um 1.2% (335-445 íbúa) á ári fram til ársins 2040. Ljóst er að það þarf að lyfta grettistaki til að snúa þessari þróun við og vinna til baka umrædda fækkun.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

      Tillaga 4 – Samgöngusamningar

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að Hafnarfjarðarbær bjóði starfsfólki sínu upp á samgöngusamninga.

      Greinargerð:
      Í kjölfar tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um samgöngustyrki sem lögð var fram í bæjarstjórn sumarið 2018 var sett af stað tilraunaverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem ekki hefur verið fylgt frekar eftir. Samgöngusamningar hafa hins vegar verið teknir upp í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, ásamt m.a. Reykjavíkurborg, með góðum árangri. Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál og mikilvægt að heilsubærinn Hafnarfjörður sýni gott fordæmi með því að bjóða starfsfólki sínu samgöngusamninga og hvetja þannig til umhverfisvænni ferðamáta.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

      Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögur við fjárhagsáætlanagerð.

      1)

      Miðflokkurinn leggur til að Hafnarfjarðarbær hafi frumkvæði að því að leita til eigenda einkarekinna heilsugæslustöðva með það að markmiði að komið verði á fót slíkri heilsugæslustöð í bænum. Biðtími eftir tíma hjá heilsugæslulækni í Hafnarfirði er alltof langur. Biðtími á einkareknum heilsugæslustöðvum er mun styttri og boðleiðir markvissari. Vera kann að bærinn þurfi að liðka fyrir slíku með öflun húsnæðis eða afsláttar af fasteignaskatti til að byrja með. Raunveruleikinn er sú að fjölmargir Hafnfirðingar leita nú eftir heilsugæsluþjónustu utan sveitarfélagsins. Er lagt til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til efnislegrar umræðu.

      Bæjarráð tekur undir markmið tillögunnar og vísar sérstaklega til þess að sérstök lóð hafi nú þegar verið tekin frá fyrir heilsugæslu og tengda starfsemi í nýju uppbyggingarhverfi Hafnarfjarðar, Hamranesi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram virku samtali við stjórnvöld vegna þessa.

      Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi:
      Það ríkir ófremdarástand í aðgengi að heimilslæknum í Hafnarfirði. Þúsundir Hafnfirðinga hafa ekki skráðan heimilislækni. Ekki er óalgengt að biðin sé 2-4 vikur eftir tíma hjá heilsugæslulækni. Slíkt er óþolandi.
      Ríkið dregur lappirnar í þessu endalaust og nú er svo komið að ekki verður við unað. Því þarf Hafnarfjarðarbær að hafa frumkvæði að því að fá einkarekna heilsugæslu í bæinn, ekki ósvipað því og er í Kópavogi. Þurfi að liðka til með til dæmis afslætti af fasteignagjöldum fyrsta árið verður svo að vera. Við þetta ástand verður ekki búið lengur.

      Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Tillaga 2 – Aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn frá á fjölskyldu- og barnamálasviði.

      Greinargerð:
      Á fundi fjölskylduráðs þann 5. nóvember sl. var sama tillaga lögð fram en hafnað af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista telja hins vegar brýnt að bæjarstjórn taki afstöðu til málsins, enda hafa ekki allir flokkar atkvæðisrétt á fundum fjölskylduráðs.
      Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því tillögunna fram í bæjarstjórn fyrir fjárhagsáætlun 2022 og óskum eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar.

      Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:

      Tillaga 8 – Niðurgreiðsla á strætókortum

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri.

      Greinargerð:
      Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd stætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið. Kostnaðarmat hefur áður verið gert og leggja fulltrúar Samfylkingarinnar
      til að það verði uppfært og tillagan tekin aftur til umfjöllunar.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði.

      Tillaga 10 – Uppbygging á hagkvæmu húsnæði

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að fara í frekara og meira samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.

      Greinargerð:
      Í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á húsnæðismarkaði og fólksfækkunar á undanförnum árum í bænum leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær fari í frekara samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Þannig verði hagkvæmum íbúðum á markaðnum fjölgað og bæjarfélagið gæti einnig fjölgað félagslegum íbúðum á vegum þess með þessari aðgerð.

      Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

      Meirihlutinn óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
      Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis í Hafnarfirði. Það má m.a. sjá með því að nefna uppbyggingu Bjargs íbúðafélags á 150 íbúðum í Hamranesi og þau samningsmarkmið sem samþykkt voru fyrir Hraun vestur, Gjótur í bæjarráði þann 17. janúar 2019. Þar koma eftirfarandi markmið m.a. fram:
      -Tryggja þarf blandaða byggð, þar sem 15-20% íbúða séu til þeirra sem eru að kaupa/leigja með áherslu á minni og ódýrari íbúðir.
      -Lóðarhafar skuldbinda sig að leita eftir samstarfi við félög sem sérhæfa sig í sérstökum búsetaréttaríbúðum og leiguíbúðum.
      -Ákveðið hlutfall íbúða verði leiguíbúðir með kaupréttarákvæði, horft verði til þess hóps á leigumarkaði sem ekki kemst í gegnum greiðslumat.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Uppbygging á íbúðum Bjargs íbúðafélags í Hamranesi er ánæguleg þróun og mikilvægt að það verkefni sé loksins komið í framkvæmd. Samningsmarkmið fyrir Hraun vestur, gjótur gefa góða von um fjölbreytta uppbyggingu á því svæði.
      Sú tillaga sem fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram í bæjarstjórn er brýning um að ávallt og enn frekar verði leitað leiða til frekara samstarfs við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.

      1. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1. desember sl.
      Bókun vegna 8. tillögu Samfylkingar:
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafnar tillögunni.
      Hafnarfjarðarbær er aðili að Strætó bS. sem nýlega hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá og jafnframt tekið í notkun nýtt greiðslukerfi sem býður uppá nýja afsláttarmöguleika. Kerfið er enn í þróun og athugasemdir vegna breytinga á gjaldskrá eru til skoðunar hjá stjórn Strætó sem er bundin af samþykktum. Eigendastefna Strætó felur í sér kröfu um að 40% af rekstrarkostnaði komi frá farmiðasölu og raunstaðan fyrir Covid var í kringum 30%. Tillaga stjórnar Strætó að gjaldskrá tekur mið af eigendastefnu Strætó bS.

      Umhverfis- og skipulagssvið tekur undir bókun meirihlutans.

      Fulltrúi Samfylkingar í umhverfis- og framkvæmdaráði bókar:
      Mikil hækkun á ungmennakortum hjá Strætó Bs. eru mikil vonbrigði. Fulltrúi Samfylkingarinnar skorar á fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem mynda meirihluta í ráðinu að beita sér á eigendavettvangi Strætó BS. fyrir því, í það minnsta að sú hækkun sé dregin til baka. Mikilvægt væri að lækka verð á fargjöldum ungmenna og helst að þau verði að fullu niðurgreidd. Með þeim hætti væri m.a. verið að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd strætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið.

      Bæjarráð tekur jákvætt í tillögu 4 um samgöngusamninga og felur mannauðsteymi að gera tillögu um útfærslu á verkefninu.

      Vegna tillögu 3 um úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði þá felur bæjarráð þjónustu- og þróunarsviðs að framkvæma slíka úttekt.

      Bæjarráð samþykkir að 100 m.kr. verði bætt við í fjárhagsáætlun 2022 vegna fjárfestingaráætlunar.

      Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ingi Tómasson og Helga Ingólfsdóttir. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Helga svarar. Árni kemur þá til andsvars öðru sinni.

      Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Árni Rúnar Þorvaldsson og svarar Kristín andsvari. Þá kemur Árni til andsvars öðru sinni og Kristín svarar andsvari öðru sinni.

      Næst tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur fram svohljóðandi tillögur:

      Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um að setja á stofn fjárfestingasjóði til nýsköpunar, mennta-, félags og velferðarmála og til grænna fjárfestinga.
      Það er mikilvægt þegar við erum að vinna okkur út úr þeirri efnahagskreppu sem fylgt hefur í kjölfar Covid’19 faraldursins að fjárfesta í nýrri þekkingu og nýjum lausnum í mennta-,velferðar og umhverfismálum. Að fjárfesta ekki síður og kannski miklu frekar í fólki, ferlum og framsæknum hugmyndum en steinsteypu. Það er skynsamlegt fyrir okkur í yfirstandandi efnahagsþrengingum að stórauka fjárframlög til nýsköpunar, mennta-, félags og velferðarmála og til grænna fjárfestinga. Því sókn er besta vörnin.

      Þróunar- og nýsköpunarsjóður leik- og grunnskóla.
      Nýsköpunar- og þróunarstarf er mikilvægur hluti skólastarfs. Við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu nú um stundir þá er afar mikilvægt að hvetja til þess að efla faglegt starf í skólum svo sem þróun kennsluaðferða og tækni sem hægt er að nota til hagsbóta fyrir nemendur í skólum bæjarins. Hlúð verði að umhverfi nýsköpunar, lista og menningar með áherslu á samfélagslega nýsköpun og framsæknar lausnir þegar kemur að inntaki náms og starfsaðferðum.

      Við leggjum til að lagðar verði 50 milljónir í þróunar- og nýsköpunarsjóð leik- og grunnskóla sem bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geta sótt fjármagn í til að þróa nýjar lausnir og aðferðir til hagsbóta fyrir hafnfirska nemendur.
      Nýsköpun í velferðarþjónustu

      Komið verði á laggirnar þróunarsjóði sem ýtir undir nýsköpun í velferðarþjónustu. Mikilvægt er að fjárfesta í þekkingu í þeirri þjónustu sem krefst mannlegrar nándar. Samdóma álit hagfræðinga um allan heim er að efla þurfi velferðarþjónustu og hvetja til nýsköpunar hvort sem um er ræða verkefni, lausnir eða hugmyndir opinberra eða einkaaðila. Við leggjum því til að settar verði 50 milljónir í sjóð til efla velferðarþjónustu í sveitarfélaginu.

      Grænn fjárfestingarsjóður – nýsköpun í umhverfismálum
      Settar verði 50 milljónir í grænan fjárfestingasjóð. Í þann sjóð geti bæði opinberir aðilar sem og einkaaðilar sótt til að efla nýsköpun í umhverfismálum í sveitarfélaginu.

      Fjármögnun:
      Fjárfestingasjóðirnir verði fjármagnaðir með sölu lóða í sveitarfélaginu.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.

      Greinargerð:
      Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningafulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúa yrði aukið úr 50% í 100& en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt að að efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því tillöguna fram á nýjan leik við síðari umræðu um fjárhagsáætlun svo bæjarstjórn geti tekið afstöðu til hennar.

      Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Friðþjófur Helgi svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá að andsvari öðru sinni.

      Þá tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson og leggur fram svohljóðandi tillögur:

      Tillaga fulltrúa Samfylkingar og Bæjarlista að tímagjald NPA samninga hjá Hafnarfjarðarbæ verði í samræmi við tímagjald NPA miðstöðvarinnar
      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að tímagjald NPA samninga bæjarfélagsins verði hækkaðir í samræmi við tímagjald NPA miðstöðvarinnar. Útreikningar og taxtar NPA miðstöðvarinnar miðast við kjarasamninga Eflingar. Hér er um að ræða upphæðir sem geta skipt notendur NPA verulegu máli en um óverulega hækkun að ræða fyrir bæjarfélagið. Þessi aðferð byggir einnig á meira gagnsæi og fyrirsjáanleika en núverandi kerfi Hafnarfjarðarbæjar.

      Greinargerð:
      Í lögum og reglugerðum um NPA samninga er það skýr krafa að notendur NPA og umsýsluaðilar beri vinnuveitendaábyrgð. Þeim ber því að fara eftir ákvæðum kjarasamninga aðstoðarfólks. Forsenda þess að það gangi upp er að tímagjald sveitarfélaga taki mið af því. Framlagi til launakostnaðar er ætlað að standa undir launum og launatengdum gjöldum aðstoðarfólks og skal framlagið taka mið af kjörum aðstoðarfólks samkvæmt gildandi kjarasamningum hverju sinni. Taxtar NPA Miðstöðvarinnar byggja á útreikningum á jafnaðarstund – eða raunverulegum meðalkostnaði hverrar klukkustundar í meðalári samkvæmt kjarasamningi. Ef sveitarfélög fá út aðra tölu er mikilvægt að þau sýni fram á hvernig sú tala er fundin.

      Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki fylgir þeim töxtum sem NPA miðstöðin hefur gefið út og miðast út frá kjarasamningum NPA aðstoðarfólks. Brýnt er að allar ákvarðanir bæjarfélagsins um tímagjald samninganna séu gagnsæjar og fyrirsjáanlegar og séu í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Notendur NPA í Hafnarfirði eiga einfaldlega heimtingu á því að sitja við sama borð og notendur í öðrum sveitarfélögum og Hafnarfjörður má ekki vera eftirbátur þeirra. Notendur eiga að geta treyst því að tímagjald samninganna sé í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni.

      Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um sérstakar greiðslur til starfsmanna fyrir að matast með börnum á leikskólum

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að aftur verði greitt sérstaklega fyrir það að matast með nemendum á leikskóla. Þetta tíðkaðist hjá Hafnarfjarðarbæ en var afnumið sem ein af tímabundnum aðgerðum til að bregðast við afleiðingum efnahagshrunsins. Flestar þessara tímabundnu aðgerða hafa verið teknar til baka en ekki þessi. Gera má ráð fyrir því að þessi aðgerð kosti um 200 milljónir króna á ársgrundvelli. Lagt er til að þessi mikilvæga aðgerð verði fjármögnuð með því að afgangur ársins lækki sem því nemur. Auk þess minna fulltrúar Samfylkingarinnar á tillögu Samfylkingarinnar og Bæjarlistans um fullnýtingu útsvarsins.

      Greinargerð:
      Í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og öðrum sveitarfélögum í nágrenninu hefur verið samið um sérstakar greiðslur fyrir að matast með börnum. Að auki hafa Garðabær og Hjallastefnan umbunað sínu starfsfólki fyrir að matast með nemendum þó ekki sé sérstaklega kveðið á um það í kjarasamningum. Einnig var samið um sérstaka láglaunauppbót í síðustu kjarasamningum í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Samanburður við nágrannasveitarfélögin er Hafnarfirði því afar óhagstæður og þótt áform meirihlutans um greiðslu fimm yfirvinnutíma, utan kjarasamnings, sé skref í rétta í átt þá duga þau engan veginn til þess að jafna þennan mun. Áfram mun muna tugum þúsunda á mánaðarlaunum almenns starfsfólks í leikskólum í Hafnarfirði annars vegar og nágrannasveitarfélögunum hins vegar.

      Samkvæmt könnun Verkalýðsfélagsins Hlífar segja nær allir almennir starfsmenn á leikskólum bæjarins að álag í starfinu hafi aukist á síðastliðnum 6 mánuðum. Í sömu könnun segir meira en helmingur þátttakenda óalgengt að deild sé fullmönnuð og fjórir af hverjum tíu segja að deild hafi verið lokað á síðustu 6 mánuðum vegna manneklu. Einnig er það alvarleg staða að 70% starfsfólksins hefur íhugað að hætta vegna álags á síðastliðnum 6 mánuðum.

      Á þessu má sjá að mönnunarvandinn á leikskólum Hafnarfjarðar er verulegur og bregðast verður við honum af meiri krafti er meirihlutinn leggur upp með í þessari fjárhagsáætlun. Hér er um sanngjarna og tímabæra aðgerð að ræða. Þetta eru greiðslur sem almennir starfsmenn leikskólans misstu þegar bæjarfélagið þurfti að bregðast við afleiðingum efnahagshrunsins. Hún er tímabær vegna þess að rúmur áratugur er liðinn frá efnahagshruninu og vegna þess að hún bætir samanburðinn við nágrannasveitarfélögin. Hún er sanngjörn vegna að hér er um að ræða lítils háttar hækkun á launum láglaunahóps sem er að stærstum hluta konur. Það væri algjört glapræði af hálfu bæjarstjórnar að nýta ekki þetta tækifæri til þess að leiðrétta kjör þessa hóps og jafna þann mun sem er kjörum almenns starfsfólks í leikskólum í Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögum og bregðast þannig við þeim mönnunarvanda sem blasir við okkur.

      Næst tekur máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og Sigurður svarar andsvari. Ingi Tómasson kemur næst að andsvari sem Sigurður svarar.

      Næst tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Ágúst Bjarni víkur af fundi kl. 19:07. Í hans stað kemur inn Valdimar Víðisson.

      Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

      Næst ber forseti upp framkomnar fjórar tillögur upp til atkvæðagreiðslu.

      Fyrst er það tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um að setja á stofn fjárfestingasjóði til nýsköpunar, mennta-, félags og velferðarmála og til grænna fjárfestinga. Er tillagan felld með 7 atkvæðum frá meirihluta og atkvæði fulltrúa Miðflokksins gegn 2 atkvæðum frá fulltrúum Samfylkingar en fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Bæjarlistans sitja hjá.

      Næst er borin upp tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um sérstakar greiðslur til starfsmanna fyrir að matast með börnum á leikskólum. Er tillagan felld með 6 atkvæðum meirihluta gegn 5 atkvæðum frá fulltrúum minnihluta.

      Þá er borin upp tillaga fulltrúa Samfylkingar og Bæjarlista um að leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%. Er tillagan felld með 6 atkvæðum meirihluta gegn 5 atkvæðum frá minnihluta.

      Að lokum er borin upp tillaga fulltrúa Samfylkingar og Bæjarlista að tímagjald NPA samninga hjá Hafnarfjarðarbæ verði í samræmi við tímagjald NPA miðstöðvarinnar. Er tillagan felld með 5 atkvæðum meirihluta gegn 4 atkvæðum frá fulltrúum Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar. Fulltrúi Miðflokksins og Helga Ingólfsdóttir sitja hjá.

      Helga Ingólfsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Ekki liggur fyrir hækkun á taxta NPA miðstöðvarinnar miðað við 1. Janúar 2022 og því ekki hægt að sinni að taka afstöðu til tillögunnar.

      Greinargerð:
      Frá því nýjar reglur um NPA voru samþykktar í bæjarstjórn um mitt ár 2020 hefur tímagjald fyrir þjónustu fylgt launavísitölu og hækkað um áramót. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 taka mið af því. Yfirferð sviðsins á núgildandi samningum hefur verið ýtarleg og áfram verður unnið að því að tryggja að þjónusta við notendur verði í samræmi við samninga og lög og reglur þar að lútandi.
      Sigurður Þ. Ragnarsson gerir einnig grein fyrir atkvæði sínu.

      Þá ber forseti upp til atkvæða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans fyrir 2022 og langtímaáætlun fyrir 2023-2025. Er fjárhagsáætlunin samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta gegn 1 atkvæði frá fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Miðflokksins sitja hjá.

      Þá ber forseti upp til atkvæða langtímafjárhagsáætlun fyrir árin 2023-2025. Er hún samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta gegn 1 atkvæði frá fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans og Viðreisnar sitja hjá.

      Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

      Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Framtíð Hafnarfjarðar er björt
      Kraftmikil uppbygging og sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram ber það með sér að varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins hafa skilað árangri. Markvisst aðhald og skynsamlegar ákvarðanir, eins og sala á 15% hlut bæjarins í HS Veitum, hafa veitt svigrúm til þess að snúa vörn í sókn. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á árinu 2021. . Eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur umtalsverð hækkun kjarasamningsbundinna launa að undanförnu mikil áhrif á reksturinn. Jafnframt hafa útgjöld vegna ýmiss konar félagslegrar þjónustu aukist verulega undanfarin ár, án þess að ríkissjóður hafi komið til móts við auknar skyldur sveitarfélagsins með fullnægjandi fjárframlögum.

      Lögð er áhersla á að halda álögum á íbúa áfram hóflegum og koma til móts við hækkun fasteignamats með lækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði. Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis lækka á milli ára með lægri vatns- og fráveitugjöldum en skattprósenta á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði er ens sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging íbúðahúsnæðis er hafin og með þeim hverfum sem nú eru að verða til og hóflegri þéttingu á eldri svæðum er áætlað að árleg fjölgun Hafnfirðinga verði um 1.500-2.000 manns að meðaltali næstu fjögur árin. Standist þær spár má ætla að íbúum bæjarins muni fjölga um u.þ.b. fjórðung og Hafnfirðingar verði þá orðnir 38.000 í árslok 2025

      Á árinu 2022 er stefnt að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna. Forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu, húsnæðis og fráveitumála. Götur verða áfram lagðar í Hamranesi, sem nú er að byggjast upp, og hafin gatnagerð í nýju íbúðahverfi í Áslandi. Unnið verður að frágangi á nýbyggingarsvæðum með malbikun, gerð stétta, stíga, leiksvæða og almennri grænkun svæða. Gangstéttir og gönguleiðir víða í bænum verða endurgerðar og hjólreiðaleiðir bættar. Við Hvaleyrarvatn hefst vinna við framkvæmdir í samræmi við deiliskipulag með endurbótum aðgengismála, áningarsvæða, stíga og bílastæða. Sérstöku fjármagni verður ráðstafað til að fegra Hellisgerði fyrir 100 ára afmælisárið 2023. Endurnýjun gatnalýsingar með LED-væðingu lýkur að mestu á árinu 2022. Þá verður hafinn undirbúningur að nýjum leik- og grunnskóla í Hamranesi og lokið við endurnýjun grasvalla á félagssvæðum FH og Hauka, auk fjölmargra annarra framkvæmda. Áhersla er á nútímalega kennsluhætti m.a. með stofnun tækni- og nýsköpunarseturs og stutt er við öflugt leikskólastarf með sérstakri innspýtingu til starfsmanna.

      Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2022
      ?Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta jákvæð um 842 milljónir króna.
      ?Rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna.
      ?Skuldaviðmið fer áfram lækkandi og er áætlað um 97,7% í árslok 2022.
      ?Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 886 milljónir króna eða 2,5% af heildartekjum.
      ?Útsvarsprósenta óbreytt eða 14,48%.
      ?Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats.
      ?Lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði sem lækkar álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna.
      ?Almennt gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan væntra verðlagshækkana.
      ?Áætlaðar fjárfestingar nema liðlega 5 milljörðum króna.
      ?Kaup á félagslegum íbúðum áætluð fyrir um 500 milljónir króna.
      ?Útgjöld vegna málefna fatlaðra aukast um 13% og nema liðlega 4 milljörðum króna.
      ?Sérstök innspýting til leikskóla Hafnarfjarðar í formi aukinna hlunninda starfsfólks, hækkunar á fastri yfirvinnu, styrkja og námskeiða nemur um 82 milljónum króna.

      Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun 2022.

      Líkt og við gerð síðustu fjárhagsáætlunar þá er fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerð á tímum heimsfaraldurs sem hefur áhrif á áætlanir sveitarfélagsins og væntingar. Þrátt fyrir þær aðstæður sem uppi eru vegna heimsfaraldurs Covid-19 er fjárhagsáætlun alltaf mikilvægasta stefnumörkun þess meirihluta sem situr hverju sinni. Samfylkingin hefur við gerð fjárhagsáætlunar reynt að setja mark sitt á hana með því að leggja fram tillögur sem við teljum til úrbóta fyrir íbúa. Þeim hefur verið misvel tekið, sumar hafa fengið jákvæðar undirtektir en öðrum hafnað. Því miður sýnir reynslan okkur að þótt tillögur frá minnihlutanum hafi fengið jákvæðar undirtektir í bæjarstjórn hafa þær sjaldan komist á framkvæmdastig.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar harma það að meirihlutinn ákveði enn og aftur að afsala sér tekjum með því að fullnýta ekki útsvarið, á sama tíma og fjármuni vantar inn í mikilvæga málaflokka. Þessi sýndarmennska meirihlutans, sem ætlað er að þóknast vilja Sjálfstæðisflokksins, gagnast fyrst og fremst hátekjufólki en kemur niður á þjónustu bæjarfélagsins við þá hópa sem helst þurfa á þjónustu bæjarins að halda. Þó full ástæða sé til þess að gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir það að beita sveitarstjórnarstiginu ítrekað til að draga úr ábyrgð og kostnaði ríkissjóðs, þá rýrir það gagnrýnina ef sveitarfélagið fullnýtir ekki tekjustofna sína. Með því að fullnýta ekki útsvarið er sveitarfélagið að afsala sér u.þ.b. 50-60 milljónum króna í tekjur á ári. Þá fjármuni hefði vel mátt nýta í þröngum rekstri sveitarfélagsins á síðustu árum. Ársreikningar áranna 2019 og 2020 og áætlun ársins 2021 sýna að afgangur af rekstri bæjarsjóðs er neikvæður um rúman milljarð. Til þess að bæta fjárhagslega ásýnd sveitarfélagsins var gripið til gamalkunnugs ráðs Sjálfstæðisflokksins – að selja eigur almennings með því selja hlut bæjarins í HS Veitum. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur því teiknast upp mjög sterk mynd af meirihluta sem hyglir þeim tekjuhærri í samfélaginu á kostnað þeirra tekjulægri og grípur þau tækifæri sem gefast til að selja eigur almennings. Spurningin sem blasir við er; hvaða eigur almennings á að selja næst þegar gefur á bátinn í rekstrinum.

      Rekstur viðkvæmra og mikilvægra stofnana eins og skóla er stór þáttur í starfsemi hvers sveitarfélags. Það er því mjög miður að sjá hvernig meirihlutinn hefur meðhöndlað málefni leikskólans á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn hefur með ákvörðunum sínum og sinnuleysi ítrekað sett starfsemi leikskóla í uppnám. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um mönnunarvanda leikskólans. Þær tillögur sem meirihlutinn leggur til í fjárhagsáætluninni ganga því miður ekki nógu langt og leysa ekki vandann. Nú er rétti tíminn til þess að jafna kjör starfsfólks við kjör fólks í sambærilegum störfum í nágrannasveitarfélögunum. Að öðrum kosti býður meirihlutinn þeirri hættu heim að mönnunarvandinn aukist áfram. Á sama tíma verður að halda áfram að huga að faglegri styrkingu leikskólans. Því miður hefur meirihlutinn sýnt því lítinn áhuga á kjörtímabilinu sem sést best á þeirri ákvörðun hans að keyra í gegn sumaropnun leikskólans í andstöðu við starfsfólk og stjórnendur leikskólanna.

      Það er ánægjulegt að gert sé ráð fyrir því að íbúum muni fjölga á næsta ári. Gert er ráð fyrir 2,2% fjölgun á næsta ári sem mun vega upp á móti fólksfækkun sem því miður hefur verið raunin undanfarin misseri. Íbúafækkunin er ein birtingarmynd þeirrar stöðnunar sem ríkt hefur undir stjórn þessa meirihluta. Önnur birtingarmynd stöðnunar og kyrrstöðu er að Hafnarfjörður hefur allt þetta kjörtímabil rekið lestina meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar litið er til uppbyggingar íbúða. Í þeim málum þarf heldur betur að spýta í lófana á næstum árum til þess að vinna upp hinn tapaða tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins undanfarin tæp átta ár.

      Við þær aðstæður sem nú eru upp í samfélaginu vegna heimsfaraldurs er mikilvægt að sveitarfélögin grípi utan um þá hópa sem verst fara út úr þeim. Eins og ASÍ hefur bent á þá er hætta á því að aðstæður sem þessar auki á misskiptinguna í samfélaginu og hópar eins og öryrkja og aldraðir beri skarðan hlut frá borði. Þessu verður að bregðast við með markvissum hætti. Við teljum að fjárhagsáætlun næsta beri ekki nægjanlega skýr merki um þetta auk þess sem tillögum fulltrúa Samfylkingarinnar að úrbótum hefur flestum verið hafnað. Á þessum forsendum styðjum við ekki þá fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram.

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar 2022
      Það er áhyggjuefni að kostnaður á hvern íbúa hækkar og er með því allra hæsta í samanburði við nágrannasveitarfélögin. Á sama tíma eru tekjur bæjarsjóðs reiknaðar á hvern íbúa með því allra hæsta. Það eru hættumerki sem bregðast verður við. Bæjarsjóður er að stærstum hluta launagreiðandi og því er það einnig áhugavert að sjá að stöðugildum hefur fjölgað um 11,5% á kjörtímabilinu, sem er áhyggjuefni þegar íbúum hefur einungis fjölgað um ríflega 2% á sama tíma.

      Árið 2022 mun bjóða upp á margar áskornir fyrir Hafnarfjarðarbæ, þá helst lausir kjarasamningar. Einnig mun þurfa að taka rekstur leikskólanna til endurskoðunar þar sem stytting vinnuviku mun kalla á töluverða fjölgun starfsfólks að óbreyttu. Ekki er hægt að sjá í fjárhagsáætlun merki þess að gert sé ráð fyrir þessu, en við í Viðreisn óskuðum eftir því að gert yrði sérstaklega ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun. Í munnlegu svari var okkur tjáð að svo væri, en engin merki um það í áætluninni.

      Það eru gríðarleg vonbrigði að ekki hafi verið farið að tillögu okkar á síðasta ári þar sem við óskuðum
      eftir því að gerð væri vönduð fjárfestingaráætlun vegna söluhagnaðarins af sölu HS veitna. Eins og marga grunaði rann söluandvirðið í rekstrarhítina og hvílir þar í ómerktri gröf nú þegar þörf á fjárfestingu í innviðum er mikil. Við í Viðreisn mæltum með því að gera gangskör í stígamálum, fjölga hér göngu og hjólastígum en ljóst er að heilsubærinn Hafnarfjörður dregst enn og aftur aftur úr nágrannasveitarfélögum á þessu sviði. 50 milljónum aukalega í þennan málaflokk var hafnað. Viðhaldsþörf fasteigna bæjarins eykst með hverju árinu og lögðum við í Viðreisn til að bæta 100 milljónum í þennan málaflokk, því var hafnað. Það mun einungis gera það að verkum að það sem við gátum gert fyrir þessa fjárhæð á næsta ári mun kosta okkur tugum milljónum meira á því þar næsta eða árinu þar á eftir.

      Ísland mun ekki ná markmiðum sínum í loftslags og umhverfismálum án aðkomu sveitarfélaga. Markviss fjárfesting í umhverfismálum mun skila sér margfalt til komandi kynslóða. Því er það sorglegt að hófleg fjárfesting upp á 20 milljónir til umhverfismála hafi verið synjað. Það sýnir kannski best raunverulega afstöðu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks til þessa málaflokks þar sem loforð í hátíðarræðum á sunnudegi er svikið á mánudagsmorgni.

      Það eru teikn á lofti um það að andlegur heilsubrestur ungs fólks muni einungis halda áfram að aukast gríðarlega. Vellíðan barna í skóla er forgangsmál okkar í Viðreisn. Líði börnum ekki vel er von um námsárangur lítil. Við höfum á hverju ári barist fyrir auknu fjárframlagi í þennan málaflokk og í ár er engin undantekning. Það er okkur enn og aftur vonbrigði hversu metnaðarlaus meirihlutinn er í þessum málaflokki. Við lögðum til að auka við stöðugildi sálfræðings og talmeinafræðings, því er hafnað. Í okkar huga er það ein arðbærasta fjárfesting sem hægt er að fara í. Því miður fer metnaður okkar í Viðreisn í þessum málaflokki ekki saman við metnað meirihlutans.

      Viðreisn lagði til að 20 milljónir yrðu eyrnamerktar skipulagsvinnu vegna komu Borgarlínunnar sem er grundvallarmál þegar kemur að skipulagsvinnu við ný hverfi og þéttingu byggðar. Það að því hafi verið hafnað sýnir áhugaleysi meirihlutans á Borgarlínuverkefninu. Við þurfum að horfa amk áratug fram í tímann þegar kemur að skipulagsmálum og Borgarlínan mun hafa áhrif á þróun byggðar og samgangna á öllu Höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks skila enn og aftur auðu þegar kemur að framtíðarsýn í skipulagsmálum.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun bæjarfulltrúa Bæjarlistans með fjárhagsáætlun ársins 2022
      Myndin af þróun fjárhags bæjarins er ekki eins skýr og virðist við fyrstu sýn, annars vegar er viðvarandi halli sem skrifaður er á Covid án þess þó að það sé nægjanleg skýring og hins vegar kemur inn tímabundinn ábati vegna sölu á innviðum sem óljóst er hvert rennur. Hætt er því við því að blasað geti við verri staða þegar áhrifanna af sölu á hlut bæjarins í HS Veitum sleppir.

      Óvissa er um launaútgjöld á næsta ári þar sem kjarasamningar verða lausir hjá kennurum auk þess sem endurskoðunarákvæði lífskjarasamninga eru mögulega í uppnámi.

      Meirihlutinn ákveður enn að halda til streitu lækkuðu útsvari þar sem bærinn verður af umtalsverðum tekjum. Íbúa almennt munar þó lítið um þá hundraðkalla sem þetta þýðir fyrir hvert heimili mánaðarlega. Þessi ráðstöfun snýr ekki sérstaklega að viðkvæmum hópum heldur er almenns eðlist og lækkunin því meiri sem laun eru hærri, í krónum talið. Málefnalegur grunnur fyrir þessari ráðstöfun er því veikur.
      Þó svo fjárhagsleg áhrif Covid hafi verið minni en á horfðist þá eru og verða samfélagsleg áhrif faraldursins veruleg. Sérstaklega þarf því að huga að viðkvæmum hópum og þróun jafnréttismála í víðum skilningi á næstu árum, sem og samvinnu þvert á svið bæjarins með hag íbúa að leiðarljósi.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bókun v/ fjárhagsáætlunar:
      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun.
      Sú fjárhagsáætlun sem hér liggur frammi er sú síðasta sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur leggja fram á þessu kjörtímabili. Fjárhagsáætlunin sýnir að fjárhagur bæjarins er á viðkvæmum stað. Þegar meirihlutinn tók við árið 2018 voru rekstrartekjur 25,2 milljarðar. Áætlunin nú fyrir 2022, sýnir að rekstrartekjur eru áætlaðar 35,4 milljarðar. Hækkun tekna yfir þetta tímabil er 40%. Vandinn er hins vegar að skuldirnar hafa aukist mun meira. Árið 2018 voru rekstrargjöld 21,7 milljarðar og ætlunin nú fyrir 2022, gerir ráð fyrir rekstrargjöldum uppá 35,5 milljarða. Það er gjaldhækkun yfir þetta kjörtímatímabil 64%. Tekjur 40% – skuldir 64%. Þetta mun enda með stórkostlegum hnút verði ekki breyting á, að láta skuldir hækka hraðar en tekjurnar svo um munar.

      Skuldir sveitarfélagsins voru við upphaf kjörtímabilsins 41,6 milljarðar króna en standa nú í 48 milljörðum, þetta er skuldahækkun um 6,4 milljarðar á kjörtímabilinu sem er 15,4% hækkun skulda.
      Við upphaf kjörtímabilsins voru stöðugildi hjá Hafnarfjarðarkaupstað 1424 talsins. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að þau verði 1671 stöðugildi. Þetta er fjölgun um 248 stöðugildi eða 17%. Þetta gerist á sama tíma og fólkfjölgun er í sögulegu lágmarki. Ekki þarf þó að vera að eitthvað óeðlilegt sé að eiga sér stað en hér er verkefni sem þarf að rýna og skoða því ekki getur svona þróun haldið áfram ár eftir ár. Ekki nema að tilkomi fjölgun íbúa í meira mæli en verið hefur.

      Tölurnar tala sínu máli. Einkunnarorð þess meirihluta sem setið hefur þetta kjörtímabil er: Traust fjármálastjórn.

      Friðþjófur Helgi Karlsson kemur þá að stuttri athugasemd þar sem hann þakkar bæjarfulltrúum og öðrum fyrir samstarfið undanfarin ár.

    • 1806224 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi 2018-2022

      1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 6.desember sl.
      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 8.desember nk.

      Forsetanefnd leggur til að næsti bæjarstjórnarfundur verði þann 12. janúar nk.

      Samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt