Bæjarstjórn

26. janúar 2022 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 1883

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson varamaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni og Guðlaugu Kristjánsdóttur en í þeirra stað sitja fundinn þau Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál 1 á útsendri dagskrá, Ásland 4, deiliskipulag – 2101519, yrði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni og Guðlaugu Kristjánsdóttur en í þeirra stað sitja fundinn þau Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Birgir Örn Guðjónsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál 1 á útsendri dagskrá, Ásland 4, deiliskipulag – 2101519, yrði tekið af dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

 1. Almenn erindi

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.janúar sl.
   Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Selhrauns suðurs dags. 17.01.2022.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag Selhrauns suðurs samhliða breytingu á aðalskipulagi Selhrauns suðurs í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2110371 – Breiðhella 3,umsókn um lóð,úthlutun,skil

   3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.janúar sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni nr. 3 við Breiðhellu þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni um afsal lóðarinnar.

  Fundargerðir

  • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 19.janúar sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.janúar sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 20. janúar sl.
   a.Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.janúar sl.
   b. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.janúar sl.
   c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 26.nóvember, 20.desember og 14.janúar sl.
   d. Fundargerð stjórnar SSH frá 29.desember sl.
   e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. janúar sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.janúar sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.janúar sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 1. og 26. nóvember og 20. desember sl.
   b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 3.desember og 7.janúar sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 24.janúar sl.

Ábendingagátt