Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
á fjarfundi
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.
Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.
Skipun fulltrúa í heilbrigðisnefnd í samræmi við nýja samþykkt og stækkun heilbrigðiseftirlitsins. Hafnarfjörður tilnefnir einn fulltrúa í heilbrigðisnefnd og einn til vara
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Linda Hrönn Þórisdóttir verði aðalfulltrúi og Guðmundur Sigurðsson verði varafulltrúi.
Áður tekið af dagskrá bæjarstjórnar 26.janúar sl. 1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.janúar sl. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Áslands 4 ásamt greinargerð.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Áslands 4 og 5 í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Ingi andsvari. Guðlaug kemur þá til andsvars öðru sinni sem Ingi svarar öðru sinni.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Helga Ingólfsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans ítrekar að taka þurfi tillit til skýrslu VSB frá október 2021 við úrvinnslu og hönnun hverfisins, sérlega hvað varðar stígatengingar innan hverfis og úrræði til að draga úr hraða bílaumferðar á svæðinu.
Helga Ingólfsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Ég sit hjá við afgreiðslu á deiliskipulaginu Ásland 4 vegna skilmála um sorpgeymslur og sorpflokkun sbr. gr. 2.8.5 þar sem fram kemur að öll sorpgeymsla í hverfinu skuli leyst með djúpgámalausnum með þeirri undantekningu að íbúar í sérbýli hafa val um “grátunnu?. Vegna fyrirhugaðra breytinga á sérsöfnun fleiri flokka af sorpi við heimili óska ég eftir að grein 2.8.5 verði tekin til endurskoðunar á auglýsingatímanum.
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5. Breytingin snýr að afmörkun svæðis og legu umferðatenginga. Ásland 4 og 5 norðan Ásvallabrautar verður Ásland 4.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 verði auglýst samhliða deiliskipulagi Áslands 4 í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigrún Sverrisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suður. Breytingin snýr að afmörkun svæðis og landnýtingarflokk.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suður verði auglýst samhliða breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Ingi Tómasson.
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar dags. 28. júlí 2021 var samþykkt að grenndarkynna erindi eiganda Hverfisgötu 12, Guðmundar Más Ástþórssonar dags. 20.4.2021. Sótt var um leyfi til að hækka byggingarmagn frá 150m² í 200,2 m² sem felur í sér aukið nýtingarhlutfall á lóðinni frá 0,66 í 0,88. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 14. janúar 2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 1.febrúar sl. Erindi Matthíasar Óskars Barðasonar fh. lóðarhafa dags. 3.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 6 var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.1.2022. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnarerindi á fundi sínum þann 16.11.sl. og samþykkti að grenndarkynna tillöguna þegar fullnægjandi gögn bærust. Tillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni um 10fm og nýtingarhlutfall fer úr 0,525 í 0,534. Erindið var grenndarkynnt 15.12.2021-15.1.2022. Athugasemd barst. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3. febrúar sl. Lagt fram erindi frá Gröfu og Grjót ehf. þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir úthlutun á lóðunum Tunguhellu 1-7, seinni hluti 3.áfanga að Hellnahrauni. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og að vilyrði sé veitt til tveggja ára í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.febrúar sl. Lögð fram lóðarumsókn HS Veitna hf. um lóðina Áshamar 11H, dreifistöð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Áshamar 11H, dreifistöð, verði úthlutað HS Veitna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði úthlutað til HS Veitna.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.febrúar sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14. janúar sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 2.febrúar sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.janúar sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 4.febrúar sl. Fundargerð bæjarráðs frá 3.febrúar sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 19.janúar sl. b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.janúar sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 26.janúar sl. d. Fundargerð stjórnar orkusveitarfélaga frá 14.janúar sl. e. Fundargerð stjórnar SSH frá 17.janúar sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Fundargerð forsetanefndar frá 7.febrúar sl.
Til máls tekur Guðlaug Kristjándsdóttir undir 6 lið í fundargerð fræðsluráðs frá 2. febrúar sl. Einnig tekur Sigrún Sverrisdóttir til máls undir sama máli. Einnig tekur Kristín María Thoroddsen til máls og Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars.
Guðlaug kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun undir umræðu um 6 lið í fundargerð fræðsluráðs frá 2. febrúar sl.:
Fulltrúi Bæjarlistans í fræðsluráði lagði fram eftirfarandi bókun, sem hér er ítrekuð; Þegar meirihluti fræðsluráðs fór í þá vegferð að hafa leikskóla bæjarins opna allt sumarið mætti það strax mikilli andstöðu, sérstaklega meðal starfsfólks leikskóla. Fulltrúin Bæjarlistans í fræðsluráði og fleiri lögðu þá til að bakkað væri með þessa tillögu eða í það minnsta beðið með hana þar sem margar aðrar utanaðkomandi aðstæður hafa verið að valda auknu álagi á starfsfólk leikskóla um þessar mundir. Ákvað meirihlutinn að halda þessu til streitu þrátt fyrir greinilega andstöðu. Nú er komið í ljós samkvæmt könnun sem lögð var fram að mikill meirihluti starfsfólks leikskóla og foreldra er á því að bakkað verði með þessa sumaropnun og frekar farin sú leið sem nú er í boði að leikskólar verði lokaðar í tvær vikur í júlí. Fulltrúi Bæjarlistans fagnar því að nú sé hlustað á þessar raddir en harmar um leið það auka álag sem þessi vegferð hefur valdið starfsfólki leikskóla.
Einnig kemur Sigrún Sverrisdóttir að svohljóðandi bókun vegna umræðu um sama mál:
Þegar farið var að skoða möguleikann á því að hafa alla leikskóla opna allt sumarið þá mætti sú hugmynd strax mikilli andstöðu stjórnenda, leikskólakennara og starfsfólks á leikskólum. Við ákvörðun um sumaropnun var ekkert tillit tekið til þessarar andstöðu og faglegu raka sem sett voru fram gegn sumaropnunninni. Við tökum undir bókun fulltrúa Samfylkingar í fræðsluráði og fögnum því að meirihlutinn hafi nú ákveðið að bakka með þá ákvörðun og taka upp tveggja vikna lokun yfir sumartímann. Sigrún Sverrisdóttir Adda María Jóhannsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur þá næst til máls undir 3 lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 4. febrúar sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari. Næst tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls undir sama máli.
Guðlaug Krisatjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun vegna umræðu um 3. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 4. febrúar sl.
Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista vísa í fyrri bókanir sínar um málið. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fylgir ekki þeim töxtum sem NPA miðstöðin hefur reiknað út og byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið. Þetta þýðir að notendur NPA í Hafnarfirði búa við lakari kjör en notendur í nágrannasveitarfélögunum. Það er óásættanlegt.