Bæjarstjórn

9. mars 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1886

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
  • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Birgir Örn Guðjónsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur og Helgu Ingólfsdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Birgir Örn Guðjónsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur og Helgu Ingólfsdóttir en í þeirra stað sátu fundinn Birgir Örn Guðjónsson og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.

  1. Almenn erindi

    • 2203051 – Yfirlýsing, brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu, fordæming

      1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.mars sl.
      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti einróma á fundi sínum þ. 25. febrúar sl. að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Stjórn sambandsins hvetur kjörna fulltrúa í íslenskum sveitarfélögum til að undirrita yfirlýsinguna.

      Bæjarráð fordæmir harðlega innrás Rússlands í Úkraínu. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og er tilbúin í þau verkefni sem framundan eru í samvinnu og samstarfi við stjórnvöld. Bæjarráð tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR. Málinu vísað til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson og leggur til að bæjarstjórn samþykki og taki undir fyrirliggjandi bókun bæjarráðs. Ber forseti upp þá tillögu og er hún samþykkt samhljóða.

    • 2111396 – Tinhella 7, 9 skil og 11,umsókn um lóð,úthlutun

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.mars sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa að lóðunum Tinhella 7 og 9 þar sem óskað er eftir þvi að afsala sér lóðarúthlutun á lóðunum.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn .

      Samþykkt samhljóða.

    • 2012229 – Suðurnesjalína 2, framkvæmdaleyfi

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars sl.
      Skipulags- og byggingarráð vísaði á fundi sínum þann 1. febrúar sl. drögum að greinargerð vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 til umsagnar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar. Lögð fram uppfærð greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar ítreka sjónarmið sem fram komu í bókun á fundi bæjarstjórnar þann 3. febrúar 2021 og varða mikilvægi þess að gætt sé að mótvægisaðgerðum sem tryggja að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda við Suðurnesjalínu 2 eins og framast er unnt.
      Um leið fögnum við því að ákveðið hafi verið að línan fari í jörðu næst byggð en leggjum áherslu á að aðrar háspennulínur fari einnig í jörðu næst byggð í Hafnarfirði.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigrún Sverrisdóttir

    • 2202519 – Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

      3. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars sl.
      Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2111480 – Hádegisskarð 26, breyting á deiliskipulag

      4. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 30.11.2021 að grenndarkynna tillögu Kára Eiríkssonar fh. lóðarhafa dags. 10.11.2021. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í þrjú.
      Byggingarreitur færist um 1m í vestur. Stefna þaks breytist og verður austur-vestur í stað
      norður-suður. Tillagan var grenndarkynnt 20.12.2021-26.1.2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar við athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 26 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og Kára Eiríkssonar arkitekts og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2106230 – Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag

      5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars sl.
      Lögð fram uppfærð greinargerð vegna lóðar og spennistöðvar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða greinargerð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2109653 – Miðbær, aðalskipulagsbreyting

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.mars sl.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að texta kafla 2.2.2 um Miðbæ, svæði M1 er breytt. Kvöð um að allt rými á jarðhæðum innan svæðis M1 verði nýtt fyrir verslun,veitingahús og þjónustu er breytt í að allt rými jarðhæðar við Strandgötu, Fjarðargötu og Linnetsstíg innan svæðis M1 verði nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. Tillagan var auglýst frá 06.12.2021-17.01.2022.
      Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á greinargerð aðalskipulags miðbæjar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2104436 – Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting

      10. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarásð frá 1.mars sl.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Breytingin felst í að landnotkun lóðarinnar Smyrlahraun 41a er breytt úr samfélagsþjónustu í íbúðarsvæði. Á reitnum er gert ráð fyrir að reisa búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga. Tillagan var auglýst frá 06.12.2021-17.01.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Smyrlahrauns 41 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 2.mars sl.
      Lögð fram uppfærð greinargerð dags. 07.02.2022,uppdráttur og umhverfisskýrsla dags. febrúar 2022, þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga og athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 01.02.2022. Jafnframt lögð fram fundargerð Skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars 2022 þar sem samþykkt var að breyting á aðalskipulag hafnarsvæðis verði auglýst og málinu vísað til staðfestingar í hafnarstjórn. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á skipulags- og umhverfissviði mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi breyting á aðalskipulagi hafnarsvæðis verði auglýst og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Kristín Thoroddsen.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2202946 – Dreifistöð HS-Veitna hf. við Suðurbakka

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 2.mars sl.
      Lagt fram erindi frá HS Veitum hf. þar sem sótt er um lóðarreit við Suðurbakka fyrir dreifistöð fyrir háspennubúnað.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að HS-Veitum hf. kt. 431208-0590 verði úthlutað lóðarreitur á Suðurbakka undir dreifistöð fyrir háspennubúnað sbr. samþykkt deiliskipulag fyrir Suðurhöfn reitur 4.1. með nánari skilmálum skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að HS-Veitum hf. kt. 431208-0590 verði úthlutað lóðarreitur á Suðurbakka undir dreifistöð fyrir háspennubúnað í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    Fundargerðir

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 3. mars sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 16.febrúar sl.
      b. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 11.febrúar sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.febrúar sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs 1.mars sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.mars sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28.janúar sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 2. mars sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 4. mars sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 7.mars sl.

Ábendingagátt