Bæjarstjórn

23. mars 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1887

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
 • Kristinn Andersen forseti
 • Jón Ingi Hákonarson 1. varaforseti
 • Ágúst Bjarni Garðarsson 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur en í hennar stað sat fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Helgu Ingólfsdóttur en í hennar stað sat fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 2202428 – Reglur um stuðningsþjónustu

   4.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 18.mars sl.
   Lögð fram umsögn Öldungaráðs um drög að reglum um stuðningsþjónustu.

   Fjölskylduráð þakkar öldungaráði fyrir umsögn um reglurnar.

   Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar þeim í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um stuðningsþjónustu.

  • 2203209 – Hamranes reitur 28.B, deiliskipulag

   5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.mars sl.
   Dverghamrar ehf. sækja 7.3.2022 um deiliskipulag reitar 28.B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5 hæða fjölbýlishúsum með 46 íbúðum ásamt bílakjallara og smáhýsi.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 28.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 2203160 – Straumhella 10 og 12, fyrirspurn

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. mars sl.
   Ósk um vilyrði fyrir lóðum við Straumhellu 10 og 12.

   Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2203366 – Áshamar 50 (þróunarreitur 6A), umsókn um lóð

   7. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.mars sl.
   Lögð fram beiðni um lóðarvilyrði um (Hamranes 6A, þróunarreit) Áshamar 50.

   Bæjarráð samþykkir að veita Þarfaþingi hf. lóðarvilyrði fyrir þróunarreit 6A á grunni meðfylgjandi gagna og fyrri umsóknar. Bæjarráð felur jafnframt umhverfis- og skipulagssviði að útbúa skilmála fyrir reitinn í samræmi við minnisblað. Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1604079 – Húsnæðisáætlun

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.mars sl.
   Lagt fram.
   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Samfylkingar tekur undir bókanir sem lagðar hafa verið fram í fjölskylduráði og skipulags- og byggingarráði varðandi húsnæðisáætlun.

   Íbúðauppbygging hefur verið hæg á undanförnum árum og er skýrasta birtingarmynd þess fækkun íbúa um 1% á seinasta ári. Á sama tíma hefur íbúum flestra nágrannasveitarfélaga okkar á höfuðborgarsvæðinu fjölgað.
   Í húsnæðisáætlun kemur fram að þrátt fyrir gríðarlegan skort á íbúðahúsnæði gerir miðspá áætlunarinnar einungis ráð fyrir um 152 nýjum íbúðum á árinu 2022 sem er hvergi nærri nóg til að bregðast við vandanum. Vandinn er ekki hvað síst mikill þegar kemur að félagslega íbúðakerfinu en þar samkvæmt húsnæðisáætlun eru 122 umsóknir á biðlista og ljóst að sá listi tæmist ekki á næstunni.

   Húsnæðisvandinn er brýnn og mun Samfylkingin gera það að forgangsmáli að leysa þann vanda að afloknum kosningum þannn 14. maí nk.

   Adda María Jóhannsdóttir

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru 236 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði í september 2021. Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar telur HMS vanmeta fjölda íbúða í byggingu í sveitarfélaginu þar sem fjöldi íbúða á matsstigi 1-5 voru 438 í desember 2021.

   Húsnæðisáætlun er mikilvægt verkfæri til að fá mynd af stöðu mála hverju sinni. Bregðast þar við bæði í nútíð og framtíð og tryggja í skipulagi að hægt sé að skipuleggja ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Nú er ljóst að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi er Vatnshlíðin eina nýbyggingarsvæði bæjarfélagsins til 2040 og er það nú þegar undir línum. Því er mikilvægt að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði endurskoðað með það fyrir augum.

   Núverandi meirihluta er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Það sést vel á þeirri kröftugu uppbygginu sem í gangi er í Skarðshlíð, þeirri uppbyggingu sem hafin er í Hamranesi, samþykktu deiliskipulagi í Áslandi 4 og framkvæmdum á þéttingarreitum víðsvegar um bæinn; Dvergsreit, Hrauntungu, Stekkjarbergi og Hjallabraut. Vinnu við deiliskipulag á Óseyrarsvæði miðar vel.

   Við þetta má bæta að sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja íbúðir fyrir alla í þeirri miklu uppbygginu sem nú er hafin í Hamranesi; uppbyggingu skóla, hjúkrunarheimilis og tengdri þjónustu.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari og Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar öðru sinni. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars sem Adda María svarar.

   Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Ágúst Bjarni kemur til andsvars og Guðlaug svarar andsvari. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Guðlaug svarar. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar öðru sinni.

   Einnig tekur Siguður Þ. Ragnarsson til máls. Til andsvars kemur Ingi Tómasson og Sigurður svarar andsvari. Einnig kemur Ágúst Bjarni að andsvari sem Sigurður svarar. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir að andsvari sem Sigurður svarar.

   Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Ingi Tómasson kemur til andsvars sem Jón Ingi svarar. Ingi kemur þá til andsvars öðru sinni sem Jón Ingi svarar öðru sinni.

   Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi húsnæðisáætlun.

   Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Í húsnæðisáætlun sem samþykkt var árið 2018 og gilda skyldi til 2026 var felld inn eftirfarandi setning sem á uppruna sinn í tillögu bæjarfulltrúa Bæjarlistans í upphafi kjörtímabilsins:
   “Farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, meðal annars með tilliti til þjónustu í eigin húsnæði. Lögð verði áhersla á fjölbreytni búsetuforma í samráði við notendur.”

   Svo virðist sem þessi áhersla hafi fallið út í nýrri húsnæðsáætlun sem nú liggur fyrir. Henni hefur þó ekki verið fylgt eftir í framkvæmd, með heildstæðum hætti, þar sem allir hagsmunaaðilar yrðu kallaðir að borðinu, hvort sem eru fulltrúar notenda eða byggingaraðilar og/eða húsnæðisfélög sem starfa í þágu fatlaðra.

   Vel hefur gengið undanfarið að taka í notkun nýja búsetukjarna, en mikilvægt er að ræða hvort sú aðferð sem nú er í framkvæmd, að byggja 6 íbúða kjarna, er æskileg framtíðarstefna eða ekki.
   Þjónusta í heimahúsi á formi NPA hefur átt undir högg að sækja á þessu kjörtímabili, reglur hafa verið hertar og að því er virðist ákveðin tregða til að uppfylla þetta þjónustuform.
   Heildstæð umræða allra aðila er nauðsynleg í þessum málaflokki, eftir sem áður. Undirrituð ítrekar hér með tillögu sína sem var hluti af síðustu húsnæðisáætlun og lýsir vonbrigðum með að hún skuli hafa dagað uppi.

   Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans.

   Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingar ítreka fyrri bókanir í skipulags- og byggingarráði, fjölskylduráði og nú síðast bæjarráði varðandi húsnæðisáætlun.
   Íbúðauppbygging hefur verið hæg á undanförnum árum og er skýrasta birtingarmynd þess fækkun íbúa um 1% á árinu 2020. Á sama tíma hefur íbúum flestra nágrannasveitarfélaga okkar á höfuðborgarsvæðinu fjölgað.
   Í húsnæðisáætlun kemur fram að þrátt fyrir gríðarlegan skort á íbúðahúsnæði gerir miðspá áætlunarinnar einungis ráð fyrir um 152 nýjum íbúðum á árinu 2022 sem er hvergi nærri nóg til að bregðast við vandanum. Vandinn er ekki hvað síst mikill þegar kemur að félagslega íbúðakerfinu samkvæmt húsnæðisáætlun eru þar um 122 umsóknir á biðlista og ljóst að sá listi tæmist ekki á næstunni.
   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafa í málflutningi sínum vitnað í það sem þeir kalla kröftuga uppbyggingu á ýmsum svæðum í sveitarfélaginu. Vissulega hefur uppbygging loks hafist í Skarðshlíð, þó deila megi um kraftinn, þar sem lóðir í Skarðshlíð hafa verið tilbúnar um árabil. Þá hefur uppbygging á þéttingarreitum gengið hægt, ekki síst vegna ósættis og kæruferla vegna skorts á samráði við íbúa.
   Það er heldur ekki með öllu rétt sem komið hefur fram í málflutningi fulltrúa meirihlutaflokkanna að byggingarland skorti í Hafnarfirði. Í svörum við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar sem lagðar voru fram í bæjarráði í nóvember sl. kemur fram að á fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum sé gert ráð fyrir íbúðum fyrir um 19-20 þúsund manns. Miðað við þá stöðnun sem verið hefur í fjölgun íbúa sl. ár undir stjórn Sjálfstæðisflokks er ljóst að með áframhaldandi aðkomu þeirra er langt í að þau uppbyggingarsvæði klárist. Það er því ljóst að mikið verk er að vinna í húsnæðisuppbygginu í Hafnarfirði.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Sigrún Sverrisdóttir

   Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins.
   Sú húsnæðisvöntun sem verið hefur á þessu kjörtímabili hefur leitt til fækkunar íbúa. Þegar fyrir lá að flutningur á raflínum var kærð til Úrskurðanefnar umhverfis og auðlindamála var vitað að seinkun yrði á úthlutun lóða í Hamranesi. Bæjarfulltrúi Miðflokksins benti strax í upphafi á að grípa þyrfti til plans B og benti á að breyta mætti skipulagi Hellnahrauns 3 úr iðnaðarhverfi í íbúðarhverfi enda mjög fallegar hraunlóðir með frábæru útsýni að Svefluhálsum mót suðri. Ennfremur götur og ljósastaurar tilbúnir til notkunar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hugnaðist þessi hugmynd ekki sem aftur leiddi til þess að bærinn hafði engar lóðir til að úthluta í all langan tíma, einkum fjölbýlishúsalóðum. Þetta hefur haft þau áhrif að byggingaframkvæmdir hafa verið í smáum stíl megnið af þessu kjörtímabili sem senn er á enda. Það er ekki endalaust hægt að benda á að raflínur stoppi vöxt og grósku sveitarfélagsins svo árum skiptir, en á þessu ári er gert ráð fyrir að rúmlega 150-200 íbúðir verði tilbúnar á þessu ári 2022, það er ekki nóg. Þetta hefur haft þó dóminó áhrif að meirihlutanum hefur ekki tekist að standa við það loforð sitt að fjölga félagslegum íbúðum vegna skorts á nýju og notuðu húsnæði á sölumarkaði.
   Nú ríður á að endurskoða svæðisskipulag höfuðborgarsvæðsins svo hægt sé að komi til móts þann mikla fjölda sem vill búa í bænum í hrauninu, Hafnarfirði.

   Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Viðreisnar harmar og lýsir yfir vonbrigðum með seinagang uppbyggingar íbúðarhúsnæðis undanfarin ár. Það er ekki traustvekjandi þegar meirihlutinn vísar ábyrgð á bug. Ákvarðanafælni ásamt skorti á framtíðarsýn þar sem öll eggin voru sett í sömu körfu er stór hluti skýringarinnar á hægagangi húsnæðisuppbyggingar. Það er einnig vonbrigði að ekki eru gerðar kröfur um framkvæmdahraða eins og sveitarfélögin í kringum okkur gera.

   Ágúst Bjarni kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru 236 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði í september 2021. Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar telur HMS vanmeta fjölda íbúða í byggingu í sveitarfélaginu þar sem fjöldi íbúða á matsstigi 1-5 voru 438 í desember 2021.

   Húsnæðisáætlun er mikilvægt verkfæri til að fá mynd af stöðu mála hverju sinni. Bregðast þar við bæði í nútíð og framtíð og tryggja í skipulagi að hægt sé að skipuleggja ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Nú er ljóst að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi er Vatnshlíðin eina nýbyggingarsvæði bæjarfélagsins til 2040 og er það nú þegar undir línum. Því er mikilvægt að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði endurskoðað með það fyrir augum.

   Núverandi meirihluta er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Það sést vel á þeirri kröftugu uppbygginu sem í gangi er í Skarðshlíð, þeirri uppbyggingu sem hafin er í Hamranesi þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu skóla, hjúkrunarheimilis og tengdri þjónustu.
   Við þetta má bæta að fyrir liggur samþykkt deiliskipulag í Áslandi 4 og framkvæmdum á þéttingarreitum víðsvegar um bæinn miðar vel; Dvergsreit, Hrauntungu, Stekkjarbergi og Hjallabraut. Vinnu við deiliskipulag á Óseyrarsvæði miðar vel.

   Við þetta má bæta að sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja íbúðir fyrir alla í þeirri miklu uppbygginu sem nú er hafin. Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum þann 18. febrúar 2022 að stofnaður verði starfshópur
   sem hefur m.a. það verkefni að greina búsetuþörf fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir í Hafnarfirði. Starfshópurinn skal afla upplýsinga um mismunandi búsetuform, ræða mismunandi leiðir og setja fram tillögur sem verða teknar til umræðu og afgreiðslu í fjölskylduráði.

  • 2112018 – Ásvellir 3, úthlutun

   11. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17.mars sl.
   Til afgreiðslu

   Bæjarráð samþykkir samhljóma að úthluta lóðinni Ásvellir 3 til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Ásvellir 3 til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf.

  Fundargerðir

  • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.mars sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 17. mars sl.
   a. Fundargerð hafnartjórnar frá 2. mars sl.
   b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltarnarneskaupstaðar (HEF) frá 14.mars sl.
   c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 2. og 10.mars sl.
   d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 28.janúar og 25.febrúar sl.
   e. Fundargerð stjórnar SSH frá 7. mars sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.mars sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.mars sl.
   a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25.febrúar sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 16. mars sl.
   a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.mars sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 21.mars sl.

   Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir 6. máli á dagskrá fjölskylduráðs frá 18. mars. sl.

   Einnig tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls undir lið 3 í fundargerð fjölskylduráðs frá 18. mars sl. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson sem Sigurður svar.

   Ingi Tómasson tekur næst til máls undir liðum 6, 7 og 8 í fundargerð skipulags- byggingarráðs frá 15. mars sl. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og Ingi svarar andsvari. Adda María kemur þá að stuttri athugasemd.

Ábendingagátt