Bæjarstjórn

8. júní 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1891

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni en í hans stað situr fundinn Kolbrún Magnúsdóttir.

Rósa Guðbjartsdóttir, starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar velkomna til starfa og greindi frá dagskrá.

Í upphafi fundar lagði starfsaldursforseti til að mál nr. 8 á útsendri dagskrá Óseyrarhverfi, deiliskipulag yrði tekið af dagskrá fundarins. Er það samþykkt samhljóða.

Er þá gengið til dagskrár.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður og ritari bæjarstjórnar

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni en í hans stað situr fundinn Kolbrún Magnúsdóttir.

Rósa Guðbjartsdóttir, starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar velkomna til starfa og greindi frá dagskrá.

Í upphafi fundar lagði starfsaldursforseti til að mál nr. 8 á útsendri dagskrá Óseyrarhverfi, deiliskipulag yrði tekið af dagskrá fundarins. Er það samþykkt samhljóða.

Er þá gengið til dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • 2202050 – Sveitarstjórnarkosningar 2022

      Lögð fram skýrsla yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði um úrslit sveitarstjórnarkosninganna 14.maí 2022.

      Starfsaldursforseti fór yfir fyrirliggjandi skýrslu.

    • 2205668 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2022 - 2026

      Gengið var til kosninga á forseta bæjarstjórnar.

      Starfsaldursforseti bar upp tillögu um að Kristinn Andersen yrði kosinn forseti. Er tillagan samþykkt samhljóða.

      Lýsti starfsaldursforseti Kristinn Andersen því réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

      Nýkjörinn forseti tók nú við fundarstjórn.

      Þá var gengið til kosningar á 1. og 2. varaforseta. Bar forseti upp tillögu um að Sigrún Sverridóttir yrði 1. varaforseti og Valdimar Víðisson yrði 2. varaforseti. Auk þess að áheyrnarfulltrúi í forsetanefnd verði Jón Ingi Hákonarson. Var tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

      Var næst gengið til kosningar 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

      Lögð fram tillaga um að Kristín María Thoroddsen og Árni Rúnar Þorvaldsson verði skrifarar og þær Margrét Vala Marteinsdóttir og Hildur Rós Guðbjargardóttir yrðu kjörnir skrifarar til vara. Var það samþykkt samhljóða.

    • 2205680 – Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar

      Lagður fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar

      Til máls tekur Valdimar Víðisson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Jón Ingi Hákonarson.

      Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lýsa vonbrigðum með að ekki hafi reynst vilji hjá Framsóknarflokknum að mynda félagshyggjumeirihluta. Eðlilegt hefði verið að láta reyna á myndun slíks meirihluta þar sem Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn voru sigurvegarar kosninganna. Framsóknarflokkurinn missti einfaldlega kjarkinn og niðurstaðan er því áframhaldandi meirihlutasamstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem fá af aðalkosningamálum Framsóknarflokksins hafa ratað í málefnasamning flokkanna. Ekkert er minnst á óhagnaðardrifin leigufélög eða fjölgun félagslegs húsnæðis í málefnasamningnum. Ekki er þar heldur að finna neitt um gjaldfrjálsan leikskóla eins og Framsóknarflokkurinn ræddi í kosningabaráttunni.

      Við okkur blasir hins vegar mjög almennt orðaður málefnasamningur og fátt í honum sem hönd er á festandi og ekki í nokkru samræmi við hin fjölmörgu loforð flokkanna í kosningabaráttunni. Þessi meirihluti er því fyrst og fremst samkomulag um skiptingu bæjarstjórastólsins í eitt kjörtímabil en ekki um málefnin. Orkan sem fór í að komast að samkomulagi um bæjarstjórastólinn virðist hafa valdið því að ekki einu orði er vikið að stærstu áskorunum og verkefnum stjórnvalda í dag, loftslagsmálum og almenningssamgöngum. Umhverfis- og náttúruvernd eru að sama skapi lítt sýnileg málefnasamningnum. Þessi stóru og brýnu mál sem varða framtíð okkar allra hafa ekkert vægi hjá nýmynduðum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.

      Samfylkingin mun hér eftir sem hingað til styðja öll góð mál sem frá meirihlutanum koma og berjast fyrir þeim málum sem jafnaðarmenn lögðu á oddinn í kosningabaráttunni. Á sama tíma munum við veita meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks kröfutgt og málefnalegt aðhald á kjörtímabilinu og berjast þannig fyrir hagsmunum bæjarbúa með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.

    • 2205678 – Ráðning bæjarstjóra

      Lögð fram tillaga um ráðningu bæjarstjóra.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson og leggur fram tillögu um að gengið verði frá ráðningu Rósu Guðbjartsdóttur í starf bæjarstjóra Hafnarfjarðar fram til 31. desember 2024.Formanni bæjarráðs verði falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við bæjarstjóra þar sem starfskjör hans eru ákveðin, sbr. 2. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga. Samningurinn skal lagður fyrir bæjarráð og til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Er framangreint samþykkt með 7 atkvæðum en 4 fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.

    • 2205659 – Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

      Teknar fyrir kosningar í ráð og nefndir.

      Kosið til 1 árs:
      Bæjarráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
      Fjölskylduráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
      Fræðsluráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
      Umhverfis- og framkvæmdaráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
      Skipulags- og byggingarráð 5 aðalmenn, 5 varamenn
      Íþrótta- og tómstundanefnd 3 aðalmenn, 3 varamenn
      Menningar- og ferðamálanefnd 3 aðalmenn, 3 varamenn
      Stjórn Hafnarborgar 2 aðalmenn auk bæjarstjóra
      Forsetanefnd Forsetar sjálfkjörnir

      Kosið til 2 ára:
      Stjórn SORPU bs. 1 aðalmaður, 1 varamaður
      Stjórn Strætó bs. 1 aðalmaður, 1 varamaður.

      Kosið til 4 ára:
      Almannavarnanefnd hbs. 1 aðalmaður auk bæjarstjóra, 2 varamenn
      Hafnarstjórn 5 aðalmenn, 5 varamenn
      Heilbrigðisnefnd 1 aðalmaður, 1 varamaður
      Kjörstjórn sveitarstj. og alþ.kosn. 3 aðalmenn, 3 varamenn
      Samstarfsnefnd skíðasvæða hbs. 1 aðalmaður, 1 varamaður
      Stefnuráð áfangastaðarins hbs. 2 aðalmenn
      Stefnuráð byggðasamlaga 2 aðalmenn auk Bstj.
      Stjórn Reykjanesfólkvangs 1 aðalmaður
      Stjórn SSH 1 varamaður, bæjarstjóri aðalmaður
      Stjórn Slökkviliðs hbs. 1 varamaður, bæjarstjóri aðalmaður
      Svæðisskipulagsnefnd hbs. 2 aðalmenn, 2 varamenn

      Undirnefndir:
      Öldungaráð (til 4 ára) 3 aðalmenn

      Eftirfarandi samþykkt samhljóða:

      Forsetanefnd
      Forseti Kristinn Andersen Austurgötu 42 D
      1. varaforseti Sigrún Sverrisdóttir Hamrabyggð 9 S
      2. varaforseti Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B
      Áheyrnarfulltrúi Jón Ingi Hákonarson Nönnustíg 5 C

      Bæjarráð
      Formaður Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B
      Varaformaður Orri Björnsson Kvistavöllum 29 D
      Aðalfulltrúi Kristinn Andersen Austurgötu 42 D
      Aðalfulltrúi Guðmundur Árni Stefánsson Norðurbakka 11c S
      Aðalfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir Hamrabyggð 9 S
      Varafulltrúi Margrét Vala Marteinsdóttir Suðurgötu 21 B
      Varafulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
      Varafulltrúi Kristín Thoroddsen Burknabergi 4 D
      Varafulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson Stekkjarhvammi 5 S
      Varafulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir Ölduslóð 5 S
      Áheyrnarfulltrúi Jón Ingi Hákonarson Nönnustíg 5 C
      Varaáheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir Hlíðarbraut 5 C

      Fjölskylduráð
      Formaður Margrét Vala Marteinsdóttir Suðurgötu 21 B
      Varaformaður Helga Ingólfsdóttir Brekkugötu 26 D
      Aðalfulltrúi Jóhanna Erla Guðjónsdóttir Miðvangi 10 B
      Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson Stekkjarhvammi 5 S
      Aðalfulltrúi Auður Brynjólfsdóttir Dvergholti 23 S
      Varafulltrúi Sindri Mar Jónsson Vitastíg 5 B
      Varafulltrúi Snædís K. Bergmann Reykjavíkurvegi 36 B
      Varafulltrúi Elsa Dóra Grétarsdóttir Herjólfsgötu 32 D
      Varafulltrúi Gunnar Þór Sigurjónsson Klapparholti 5 S
      Varafulltrúi Inga Björg Margrétar Bjarnadóttir Akurvöllum 1 S
      Áheyrnarfulltrúi Árni Stefán Guðjónsson Öldutúni 10 C
      Varaáheyrnarfulltrúi Sigrún Jónsdóttir Norðurbakka 9a C

      Fræðsluráð
      Formaður Kristín Thoroddsen Burknabergi 4 D
      Varaformaður Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Miðvangi 107 B
      AðalfulltrúiHilmar Ingimundarson Svöluási 2 D
      Aðalfulltrúi Kolbrún Magnúsdóttir Akurvöllum 2 S
      Aðalfulltrúi Gauti Skúlason Strandgötu 31-33 S
      Varafulltrúi Thelma Þorbergsdóttir Kvistavöllum 26 D
      Varafulltrúi Lára Árnadóttir Furuvöllum 26 D
      Varafulltrúi Jóhanna M. Fleckenstein Stuðlaskarði 9 B
      Varafulltrúi Steinn Jóhannsson Lindarbergi 84 S
      Varafulltrúi Kolbrún Lára Kjartansdóttir Arnarhrauni 21 S
      Áheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir Hlíðarbraut 5 C
      Varaáheyrnarfulltrúi Auðbergur Már Magnússon Hverfisgötu 4 C

      Umhverfis- og framkvæmdaráð
      Formaður Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hraunbrún 48 D
      Varaformaður Árni Rúnar Árnason Álfaskeiði 72 B
      Aðalfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9 D
      Aðalfulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir Ölduslóð 5 S
      Aðalfulltrúi Fannar Freyr Guðmundsson Lækjargötu 30 S
      Varafulltrúi Örn Geirsson Skipalóni 7 D
      Varafulltrúi Jón Atli Magnússon Norðurvangi 6 B
      Varafulltrúi Júlíus Freyr Bjarnason Traðarbergi 27 D
      Varafulltrúi Viktor Ragnar Þorvaldsson Daggarvöllum 6b S
      Varafulltrúi Sigurjóna Hauksdóttir Suðurbraut 2 S
      Áheyrnarfulltrúi Þórey S. Þórisdóttir Þúfubarði 9 C
      Varaáheyrnarfulltrúi Þröstur Valmundsson Söring Álfabergi 28 C

      Skipulags- og byggingarráð
      Formaður Orri Björnsson Kvistavöllum 29 D
      Varaformaður Árni Rúnar Árnason Álfaskeiði 72 B
      Aðalfulltrúi Lovísa Björg Traustadóttir Spóaási 24 D
      Aðalfulltrúi Stefán Már Gunnlaugsson Glitvöllum 19 S
      Aðalfulltrúi Guðrún Lísa Sigurðardóttir Skipalóni 26 S
      Varafulltrúi Viktor Pétur Finnsson Lækjarbergi 52 D
      Varafulltrúi Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuási 5 B
      Varafulltrúi Birna Lárusdóttir Brekkuási 29 D
      Varafulltrúi Ágúst Arnar Þráinsson Laufvangi 12 S
      Varafulltrúi Steinunn Guðmundsdóttir Hringbraut 75 S
      Áheyrnarfulltrúi Sigurjón Ingvason Suðurgötu 70 C
      Varaáheyrnarfulltrúi Lilja G. Karlsdóttir Fjóluási 36 C

      Íþrótta- og tómstundanefnd
      Aðalfulltrúi Kristjana Ósk Jónsdóttir Heiðvangi 58 D
      Aðalfulltrúi Einar Gauti Jóhannsson Teigabyggð 4 B
      Aðalfulltrúi Sigurður P. Sigmundsson Fjóluhlíð 14 S
      Varafulltrúi Díana Björk Olsen Nönnustíg 13 D
      Varafulltrúi Erlingur Ö. Árnason Suðurholti 5 B
      Varafulltrúi Snædís Helma Harðardóttir Arnarhrauni 8 S

      Menningar- og ferðamálanefnd
      Aðalfulltrúi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hraunbrún 48 D
      Aðalfulltrúi Jón Atli Magnússon Norðurvangi 6 B
      Aðalfulltrúi Sigurður Þ. Ragnarsson Eskivöllum 5 S
      Varafulltrúi Hugi Halldórsson Klukkubergi 6 D
      Varafulltrúi Alexander Árnason Háholti 10 B
      Varafulltrúi Helga Björg Gísladóttir Breiðvangi 49 S

      Stjórn Hafnarborgar
      Bæjarstjóri, sjálfkj. Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
      Aðalfulltrúi Pétur Gautur Svavarsson Arnarhrauni 27 D
      Aðalfulltrúi Margrét Hildur Guðmundsdóttir Hverfisgötu 61 S

      Stjórn SORPU
      Aðalfulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B
      Varafulltrúi Kristinn Andersen Austurgötu 42 D

      Stjórn Strætó
      Aðalfulltrúi Kristín Thoroddsen Burknabergi 4 D
      Varafulltrúi Margrét Vala Marteinsdóttir Suðurgötu 21 B

      Almannavarnanefnd hbs.
      Bæjarstjóri, sjálfkj. Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
      Aðalfulltrúi Guðmundur Fylkisson Móabarði 20 B
      Varafulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B
      Varafulltrúi Kristinn Andersen Austurgötu 42 D

      Hafnarstjórn
      Formaður Kristín Thoroddsen Burknabergi 4 D
      Varaformaður Guðmundur Fylkisson Móabarði 20 B
      Aðalfulltrúi Garðar Smári Gunnarsson Kirkjuvöllum 7 B
      Aðalfulltrúi Jón Grétar Þórsson Álfaskeiði 82 S
      Aðalfulltrúi Tryggvi Rafnsson Álfaskeiði 78 S
      Varafulltrúi Magnús Ægir Magnússon Staðarhvammi 9 D
      Varafulltrúi Margrét Vala Marteinsdóttir Suðurgötu 21 B
      Varafulltrúi Bjarney Grendal Miðvangi 107 B
      Varafulltrúi Gylfi Ingvarsson Garðavegi 5 S
      Varafulltrúi Adda María Jóhannsdóttir Vallarbraut 5 S

      Heilbrigðisnefnd
      Aðalfulltrúi Linda Hrönn Þórisdóttir Lækjarhvammi 10 B
      Varafulltrúi Þórður Heimir Sveinsson Lækjarbergi 34 D

      Kjörstjórn við sv.stj. og alþ.kosn.
      Aðalfulltrúi Þórdís Bjarnadóttir Heiðvangi 80 D
      Aðalfulltrúi Hildur Helga Gísladóttir Klausturhvammi 20 B
      Aðalfulltrúi Helena Mjöll Jóhannsdóttir Austurgötu 29b S
      Varafulltrúi Þórður Heimir Sveinsson Lækjarbergi 34 D
      Varafulltrúi Kristján Rafn Heiðarsson Klausturhvammi 20 B
      Varafulltrúi Ófeigur Friðriksson Bröttukinn 24 S

      Samstarfsnefnd skíðasvæða hbs.
      Aðalfulltrúi Kristín Thoroddsen Burknabergi 4 D
      Varafulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B

      Stefnuráð byggðasamlaga
      Bæjarstjóri, sjálfkj. Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
      Aðalfulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B
      Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson S

      Stefnuráð áfangastaðarins hbs.:
      Aðalfulltrúi Kristinn Andersen Austurgötu 42 D
      Aðalfulltrúi Sigrún Sverrisdóttir Hamrabyggð 9 S

      Stjórn Reykjanesfólkvangs
      Aðalfulltrúi Sindri Mar Jónsson Vitastíg 5 B

      Stjórn SSH
      Bæjarstjóri, sjálfkj. Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
      Varafulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B

      Stjórn Slökkviliðs hbs.
      Bæjarstjóri, sjálfkj. Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7 D
      Varafulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7 B

      Svæðisskipulagsnefnd hbs.
      Aðalfulltrúi Orri Björnsson Kvistavöllum 29 D
      Aðalfulltrúi Stefán Már Gunnlaugsson Glitvöllum 19 S
      Varafulltrúi Lovísa Björg Traustadóttir Spóaási 24 D
      Varafulltrúi Guðrún Lísa Sigurðardóttir Skipalóni 26 S

      Öldungaráð
      Aðalfulltrúi Helga R. Stefánsdóttir Sævangi 44 D
      Aðalfulltrúi Þórarinn Þórhallsson Smyrlahrauni 6 B
      Aðalfulltrúi Valgerður M. Guðmundsdóttir Túnhvammi 11 S

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Tilnefning þriggja stjórnarmanna sbr. 7.gr.Samþykkta fyrir Markaðsstofu Hafnarfjarðar ses.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftifarandi tilnefningar:

      Aðalfulltrúi Bjarni Lúðvíksson Blómvöllum 7 D
      Aðalfulltrúi Þórey Anna Matthíasdóttir Hringbraut 11 B
      Aðalfulltrúi Helga Þóra Eiðsdóttir Þrastarási 9 S
      Varafulltrúi Snædís K. Bergmann Reykjavíkurvegi 36 B

    • 2206070 – Tillögur, lagðar fram í bæjarstjórn 8. júní 2022

      Lagðar fram tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

      1. Skilvirkni á skipulags- og byggingarsviði
      2. Atvinnustarfsemi á nýbyggingarsvæðum
      3. Skipulag leikskóladagsins
      4. Íbúðir fyrir eldra fólk
      5. Fristundastyrkir
      6. Réttindi fatlaðs fólks
      7. Tónlistarskóli og leikhús

      Til máls tekur Orri Björnsson og leggur til að tillögu 1 verði vísað til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdaráði og skipulags- og byggingarráði. Einnig að tillögu 2 verði vísað til bæjarráðs.

      Einnig tekur Kristín Thoroddsen til máls og leggur til að tillögu 3 verði vísað til fræðsluráðs.

      Þá tekur Valdimar Víðisson til máls og leggur til að tillögu 4 verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og byggingarráð. Einnig að að tillögu 5 verði vísað til útfærslu í fræðsluráði.

      Einnig tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls og leggur til að tillögu 6 verði vísað til fjölskylduráðs.

      Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls og leggur til að a) lið í tillögu 7 verði vísað til úrvinnslu í fræðluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði og b) lið verði vísað til menningar- og ferðamálanefndar og umhverfis – og framkvæmdaráðs.

      Forseti leggur til að fyrirliggjandi tillögum verði vísað til nánari útfærslu í samræmi við ofangreint. Er það samþykkt samhljóða.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.maí sl.

      Útboð, 1.áfangi, til afgreiðslu
      Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga reiðskemmu Sörla.

      Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í útboð á 1. áfanga reiðhallar Sörla í samræmi við fyrirliggjandi útboðs- og verkskilmála. Við útboðið áskilur sveitarfélagið sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum yfir framlagðri kostnaðaráætlun. Það verður nýkjörinnar bæjarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða tilboði verður tekið að afloknu útboði.

      Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar samþykkir að setja framkvæmdir við Reiðhöll Sörla í útboð. Það er mikilvægt að afstaða flokka í núverandi bæjarstjórn sé ljós. Viðreins hefur á kjörtímabilinu stutt byggingu reiðhallar Sörla og því er afstaða Viðreisnar í samræmi við vinnuna á kjörtímabilinu.

      Sigurður P. Sigmundsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarlistinn mótmælir harðlega þeirri aðferð bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að taka til afgreiðslu í bæjarráði degi fyrir sveitarstjórnarkosningar tillögu um að farið verið strax í útboð á framkvæmdum við knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla. Bæjarlistinn er sammála um að fara skuli í þessi verkefni enda búið að ákveða það fyrir löngu síðan. Hins vegar er ekki tímabært að taka þessa ákvörðun og ekki rétt stjórnsýslulega séð að binda hendur næstu bæjarstjórnar með þessum hætti. Réttara væri að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og þannig myndu allir bæjarfulltrúar fá tækifæri til að taka þátt í umræðum og afgreiðslu. Þá skal á það bent að umhverfismat um byggingu knatthússins mun ekki liggja fyrir fyrr en í ágúst eða september 2022. Að samþykkja útboð með fyrirvara um niðurstöðu umhverfismatsins er ekki góð stjórnsýsla. Þá er nokkuð ljóst að ekki verður hægt að hefja jarðvinnu á starfssvæði Sörla fyrr en í september 2022. Það er sem sagt ekkert sem kallar á það að bjóða þessi verkefni út núna. Þá liggur ekki fyrir áætlun um það hvernig fjármagna skuli þessi verkefni. Fyrsti áfangi knatthússins mun kosta 2.800 m.kr. skv áætlun og fyrsti áfangi reiðskemmunnar mun kosta 1.100 m.kr., samtals bæði verkefnin 3.900 m.kr. en heildarkostnaður beggja er áætlaður um 4.500 milljónir króna. Í fjárfestingaráætlun 2022-2025, sjá greinargerð með fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022, eru áætlaðar 350 m.kr. til knatthúss Hauka og 80 m.kr. til reiðskemmu Sörla, samtals 430 m.kr á árinu 2022. Á árunum 2023-2025 eru áætlaðar 800 m.kr. á hverju ári til fjárfestingaverkefna íþróttafélaga, samtals um 2.400 m.kr. Inni í þeirri tölu eru fjárfestingar til annarra verkefna en til Hauka og Sörla. Það liggur því fyrir að ekki er búið að tryggja fjármögnun til þessara verkefna. Ef þessar fjárfestingar eru ekki innan fjárhagsáætlunar þarf viðauka við fjárhagsáætlun, sem bæjarráð þarf að vísa til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Loks er vert að árétta að þessi gjörningur útilokar 2 af 4 minnihlutaflokkunum frá því að taka formlega afstöðu, þar sem tillagan er sett fram í bæjarráði þar sem ekki allir hafa atkvæðisrétt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi meirihluti hagar sér svona í sambærilegum málum.

      Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi:
      Fulltrúi Miðflokksins styður að setja framkvæmdir við Reiðhöll Sörla í útboð. Það er mikilvægt að afstaða flokka í núverandi bæjarstjórn sé ljós, enda kemur það í hlut nýkjörinnar bæjarstjórnar að samþykkja útboðið endanlega.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Eftirfarandi er bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Sambærileg bókun er lögð fram undir máli 5 á dagskrá fundarins um uppbyggingu á Ásvöllum.

      Samfylkingin styður heils hugar við uppbyggingu Hestamannafélagsins Sörla og samþykkir auglýsingu útboðs.

      Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ætli að enda kjörtímabilið með sama hætti og þeir hófu það, með því að dansa á línu þess löglega við afgreiðslu mála er varða uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fundarboð fyrir þennan fund var sent út með minnsta löglega fyrirvara, á óhefðbundnum fundartíma, þegar umboð fráfarandi fulltrúa er um það bil að renna út. Það er augljóst að taugaveiklun er í hópi fulltrúa meirihlutans á síðustu metrum kosningabaráttunnar enda ekki verið staðið við fögur fyrirheit. Knatthús Hauka og reiðhöll Sörla hafa enn ekki risið.

      Með þessari tillögu er enn verið að gefa innihaldslaus loforð og óútfylltur tékki sendur áfram á nýja bæjarstjórn. Umhverfismat vegna knatthúss á Ásvöllum hefur ekki verið lokið og fyrirvari gerður um það í útboðsgögnum. Þá hefur heldur ekki fyllilega verið gert ráð fyrir fjármögnun þessara verkefna í gildandi fjárhagsáætlun og ekki verið gerður viðauki vegna útboðanna. Skv. sveitarstjórnarlögum er óheimilt að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka, sem geri grein fyrir breytingum á útgjöldum og skuldbindingum.

      Þessi tillaga í dag ber því öll merki kosningaskjálfta. Það að lofa fjárútlátum bæjarstjóðs upp á ríflega fjóra milljarða króna innan við sólarhring áður en kjörstaðir vegna sveitarstjórnarkosninga opna er ekki góð stjórnsýsla, en því miður lýsandi fyrir vinnubrögð fráfarandi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Miklu er lofað en lítið framkvæmt.

      Fyrir um það bil einu ári tók bæjarstjóri fyrstu skóflustungu að knatthúsi Hauka og sama gerði formaður bæjarráðs að reiðhöll Sörla. Ekkert hefur hins vegar gerst fyrr en nú þegar málið er sett á dagskrá á lokametrum kosningabaráttunnar. Hér er um sýndartillögu að ræða til að slá ryki í augu kjósenda.

      Kröftuglega skal áréttað að Samfylkingin mun leiða bæði þessi verkefni til lykta með farsælum hætti á næsta kjörtímabili.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

      Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans fagna því að þessi mikilvægu uppbyggingarverkefni séu komin í farsælan farveg eftir ítarlegan og góðan undirbúning á undanförnum misserum. Öllum þeim sem unnið hafa að málunum á tímabilinu er þakkað kærlega fyrir vel unnin störf. Það er mikið fagnaðarefni að brátt muni framkvæmdir hefjast og þar með styttist í að aðstaða fyrir knattspyrnuiðkendur á Ásvöllum og hestafólk hjá Sörla verði til fyrirmyndar og eins og best verður á kosið.

      Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson og leggur til að málinu verði vísað aftur til bæjarráðs. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars og svarar Árni Rúnar andsvari.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Er tillagan felld þar sem 4 fulltrúar Samfylkingarinnar greiða atkvæði með tillögunni en 7 fulltrúar meirihlutans ásamt fulltrúa Viðreisnar greiða atkvæði gegn tillögunni.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í útboð á 1. áfanga reiðhallar Sörla í samræmi við fyrirliggjandi útboðs- og verkskilmála.

      Sigrún Sverrisdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja framgang þess máls og við erum því samþykk því að staðfesta ákvörðun bæjarráðs frá 13. maí sl. Málið er í raun ennþá byrjunarreit og ekkert hefur breyst fá því fulltrúar bæjarráðs voru boðaðir til skyndifundar föstudaginn 13. maí nokkrum klukkustundum áður en kosningar til sveitarstjórna hæfust með minnsta löglega fyrirvara til þess að samþykkja að setja uppbyggingu reiðhallar Sörla í útboð. Það er því hjákátlegt að við séum stödd á fyrsta fundi bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar og útboðið er enn ekki komið í auglýsingu. Það staðfestir það sem kom fram í málflutningi Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði á síðasta kjörtímabili um að hér var fyrst og fremst um sýndartillögu að ræða á lokametrum síðasta kjörtímabils til þess að slá ryki í augu kjósenda og fela vandræðagang meirihlutans í þessu máli. Að öðru leyti vísum við í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði 13. maí.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.maí sl.
      Útboð 1. áfangi, til afgreiðslu
      Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga knatthúss Hauka.

      Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í útboð á 1. áfanga knatthúss Hauka í samræmi við fyrirliggjandi útboðs- og verkskilmála. Við útboðið áskilur sveitarfélagið sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum yfir framlagðri kostnaðaráætlun. Það verður nýkjörinnar bæjarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða tilboði verður tekið að afloknu útboði.

      Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

      Sigrún Sverrisdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja framgang þess máls og við erum því samþykk því að staðfesta ákvörðun bæjarráðs frá 13. maí sl. Málið er í raun ennþá byrjunarreit og ekkert hefur breyst fá því fulltrúar bæjarráðs voru boðaðir til skyndifundar föstudaginn 13. maí nokkrum klukkustundum áður en kosningar til sveitarstjórna hæfust með minnsta löglega fyrirvara til þess að samþykkja að setja uppbyggingu knatthúss Hauka í útboð. Það er því hjákátlegt að við séum stödd á fyrsta fundi bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar og útboðið er enn ekki komið í auglýsingu. Það staðfestir það sem kom fram í málflutningi Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði á síðasta kjörtímabili um að hér var fyrst og fremst um sýndartillögu að ræða á lokametrum síðasta kjörtímabils til þess að slá ryki í augu kjósenda og fela vandræðagang meirihlutans í þessu máli. Að öðru leyti vísum við í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði 13. maí.

    • 2203157 – Þrastarás 7, deiliskipulag

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.maí sl.
      Á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 8. mars sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn Kjartans Arnfinnssonar vegna breytingu á stærð lóðar. Erindið var grenndarkynnt 17.3.-20.4.2022. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag lóðarinnar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
      Lóðarhafa bent á að leggja þarf inn til byggingarfulltrúa leiðrétta aðaluppdrætti.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2203705 – Hamranes reitur 29.B, deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.maí sl.
      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. leggur 25.3.2022 inn tillögu að deiliskipulagi reitar 29.B. Tillagan gerir ráð fyrir 2 húsum, annað 5 hæða með 25 íbúðum og hitt 4. hæða með 20 íbúðum. Neðanjarðar er bílageymsla tengd báðum húsum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 29.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2202583 – Reglur um leikskólavist

      4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.maí sl.

      Lögð fram tillaga að breytingu á reglum.

      Fræðsluráð samþykkir að eftirfarandi grein verði felld inn í reglur um gjaldskrá leikskóla og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn.

      Viðbót við gjaldskrá:
      Hafi orðið veruleg breyting á högum foreldris eða forráðarmanns barns/barna vegna andláts maka er heimilt að veita afslátt í samræmi við neðri tekjumörk tekjuviðmiða (nú 75%) í eitt ár.
      Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:
      a. Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega.
      b. Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu fræðsluráðs.

    • 2202375 – Sjálfstætt starfandi grunnskólar

      9.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.maí sl.
      Lögð fram drög að þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Hafnarfirði til samþykktar frá hausti 2022.

      Fræðsluráð samþykkir drög að breytingum á þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Hafnarfirði þar sem rekstrarframlag mun breytast úr 75% í 100% og vísar til viðaukagerðar og frekari samþykkis í bæjarstjórn.
      Framlagið er fundið af vegnu meðaltali heildarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt árlegum útreikningum Hagstofu Íslands. Fræðsluráð telur það mikið fagnaðarefni að gætt sé jafnræðis milli allra barna í hafnfirskum grunnskólum óháð því hvert rekstrarfyrirkomulag skólanna er. Fjölbreytni og valfrelsi er í hávegum haft í hafnfirskum skólum
      Foreldragjöld verða þannig lögð niður í þeim sjálfstæðu grunnskólum sem nú þegar eru starfræktir í bæjarfélaginu, grunnskóli Nú og Barnaskóla Hjallastefnunnar frá og með hausti.

      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun;
      Við í Viðreisn fögnum þessum samningum. Sérstaklega teljum við mikilvægt að með þessum samningi þá er verið að tryggja jöfn tækifæri allra barna.
      Við í Viðreisn styðjum fjölbreytt rekstrarform í menntakerfin og viljum styrkja og styðja við fjölbreytt val í menntun.

      Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars.

      Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu fræðsluráðs.

    • 2205610 – Útboð ræsting stofnanir bæjarins 2022-2026

      Lögð fram niðurstaða útboðs í ræstingar á stofnunum Hafnarfjarðarbæjar 2022-2026. Alls bárust fjögur gild tilboð og var tilboð frá AÞ-Þrif ehf. lægst kr. 217.553.082,- á ári án vsk en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 395.138.521,- á ári án vsk. Tilboð hafa verið yfirfarin og lagt til að gengið verði til samninga við AÞ-Þrif ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

      Bæjarstjórn samþykkir að að gengið verði til samninga við AÞ-Þrif ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.maí sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.maí sl.
      a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 11.mars og 1.apríl sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.apríl sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 11. maí sl.
      a. Fundagerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3.maí sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 13.maí sl.

    • 2205681 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      Lagt er til að að sumarleyfi bæjarstjórnar 2022 standi frá mánudeginum 13. júní til og með sunnudeginum 7. ágúst og bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfinu stendur. Reglubundin ráðsvika að l0knu sumarleyfi hefjist mánudaginn 8. ágúst og fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi fari fram miðvikudaginn 17. ágúst.

      Samþykkt samhljóða.

Ábendingagátt