Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.
Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum.
2. liður frá fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Lögð fram tillaga Nesnúps ehf. dags. 26.7.2022 að breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44. Kynningarfundur var haldinn þann 22.6.sl. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og í stað þess byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Bílakjallari og geymslur eru í kjallara auk 4 bílastæða ofanjarðar. Lóðamörk eru óbreytt.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi til samræmis við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
3. liður frá fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Afgreiðslufundir skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði þann 13. júlí sl. erindi Sjónvers ehf. frá 24.5.2022 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun eigna, auknu byggingarmagni og hækkun á nýtingarhlutfalli. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 1.6.2022 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 1. júlí 2022. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til framkominna athugasemda og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags og byggingarráðs.
7. liður frá fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi 2013-2025 samhliða breytingu á deiliskipulagi í Straumsvík. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að kynna og leita umsagna hagsmunaaðila skipulags-og matslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í Straumsvík og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gengið verði hið fyrsta frá almennri viljayfirlýsingu/rammasamkomulagi milli Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar, Carbfix og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, s.s. ríkisvaldsins og Rio Tinto um uppbyggingu í Straumsvíkurhöfn vegna Carbfix verkefnisins. Mikilvægt er að þetta fyrirhugaða samstarf verði formgert hið fyrsta. Ennfremur að sett verði á laggirnar skipulags- og verkefnisstjórn um þetta verkefni, þar sem að komi kjörnir fulltrúar, embættismenn bæjarins og eftir atvikum aðrir hagsmunaaðilar.
Guðmundur Árni Stefánsson Sigrún Sverrisdóttir Árni Rúnar Þorvaldsson Hildur Rós Guðbjargardóttir
Rósa Guðbjartsdóttir þá kemur til andsvars og leggur jafnframt fram tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til bæjarráðs.
Guðmundur svarar andsvari.
Til máls tekur þá Valdimar Víðisson. Guðmundur kemur til andsvars.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur þá næst til máls.
Forseti ber þá upp til atkvæða tillögu um að vísa framkominni tillögu til bæjarráðs og er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
8. liður á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 30.11.2021 var tekið fyrir erindi Rio Tinto á Íslandi hf. og Carbfix ohf. um að óska í sameiningu eftir því við Hafnarfjarðarbæ að hafin verði undirbúningur á skipulagsvinnu í tengslum við uppbyggingu Coda Terminal, loftslagsverkefni, sem Carbfix hyggst koma upp í Straumsvík. Verkefnið miðar að því að koma upp móttökustöð sem getur tekið á móti sérútbúnum tankskipum sem flytja koldíoxíð á vökvaformi frá Norður-Evrópu til að farga því varanlega með hagkvæmri og öruggri steinrenningu neðanjarðar. Lögð fram drög að skipulagslýsingu. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að kynna og leita umsagna hagsmunaaðila skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Straumsvíkur og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
9. liður á fyndi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2038.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2038 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Til andsvars kemur Orri Björnsson.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Fundargerðir bæjarráðs frá 16.júní, 1.júlí og 28.júlí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.ágúst sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 10.ágúst sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 9.ágúst sl. Fundargerð forsetanefndar frá 15.ágúst sl.
Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 28. júlí sl. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen og Guðmundur svarar andsvari. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Guðmundur svarar.
Kristín Thoroddsen tekur þá til máls undir sama máli. Guðmundur kemur til andsvars.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur næst til máls undir liðum 13 og 23 í fundargerð bæjarráðs frá 28. júlí sl.
Þá tekur Guðmundur Árni til máls undir sama lið. Rósa kemur til andsvars. Guðmundur svarar andsvari.
Árni Rúnar tekur þá til máls öðru sinni undir 13. lið í fundargerð bæjarráðs frá 28. júlí sl. og 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 9. júlí sl. Guðmundur kemur til andsvar. Árni Rúnar svarar andsvari. Einnig kemur Margrét Vala til andsvars sem Árni Rúnar svarar.