Bæjarstjórn

31. ágúst 2022 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1893

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kristinn Andersen forseti
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Valdimar Víðisson aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Sigrúnu Sverrisdóttir en í hennar stað sat fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillöfu um að mál nr. 1 í útsendri dagskrá, Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag – 2201064, yrði tekið af dagskrá fundarins. Auk þess lagði hann til að málið Flóttamenn, samræmd móttaka – 1912116 kæmi inn á dagskrá fundarins. Var hvort tveggja samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Sigrúnu Sverrisdóttir en í hennar stað sat fundinn Stefán Már Gunnlaugsson.

Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stýrði honum.

Í upphafi fundar bar forseti upp tillöfu um að mál nr. 1 í útsendri dagskrá, Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag – 2201064, yrði tekið af dagskrá fundarins. Auk þess lagði hann til að málið Flóttamenn, samræmd móttaka – 1912116 kæmi inn á dagskrá fundarins. Var hvort tveggja samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 2207378 – Víkurgata 11B

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 10.ágúst sl.
      Lagt fram erindi frá Idea ehf kt. 601299-2249 dags. 27. júlí 2022 þar sótt er um lóðina Víkurgata 11B í Straumsvík til að reisa þar varanlegt húsnæði. Í gildi er leigusamningur milli Hafnarfjarðarhafnar og Idea um tímabundin afnot af umræddri lóð.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að úthluta Idea ehf kt. 601299-2249 lóðinni Víkurbraut 11B með nánari skilmálum skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til Idea ehf.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      1. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust við tillögu á breytingu á hafnarsvæði á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillagan var auglýst tímabilið 16.3-27.4.2022. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 25. ágúst sl. að taka undir umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda og vísar til staðfestingar hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og auglýsta tillögu og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Hildur Rós Guðbjargardóttir tekur til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars.

      Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs og hafnarstjórnar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja þau meginatriði sem finna má í fyrirliggjandi breytingum á Aðalskipulagi/hafnarsvæði.
      Ljóst er að ein forsenda þessara breytinga á landnotkun er hugsanlegur/áformaður flutningur Tækniskólans til Hafnarfjarðar á hafnarsvæðið. Verkefnið er spennandi en að mörgu er að huga. Eftir umræður í bæjarstjórn telja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mikilvægt að fá allar staðreyndir upp á borð, svo sem varðandi fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins, deiliskipulag, vegamál og fleira. Í því ljósi er óskað eftir ítarlegri greinargerð bæjarstjóra varðandi stöðu málsins í ljósi ofanritaðs, næstu skref og tímasetningar. Greinargerð bæjarstjóra liggi fyrir 1.október.

    • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl.
      Tillaga lögð fram af Samfylkingunni í bæjarstjórn þann 17. ágúst sl.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gengið verði hið fyrsta frá almennri viljayfirlýsingu/rammasamkomulagi milli Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar, Carbfix og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, s.s. ríkisvaldsins og Rio Tinto um uppbyggingu í Straumsvíkurhöfn vegna Carbfix verkefnisins. Mikilvægt er að þetta fyrirhugaða samstarf verði formgert hið fyrsta.
      Ennfremur að sett verði á laggirnar skipulags- og verkefnisstjórn um þetta verkefni, þar sem að komi kjörnir fulltrúar, embættismenn bæjarins og eftir atvikum aðrir hagsmunaaðilar.

      Eftir umræðu sameinast bæjarráð um að leggja áherslu á að formgera sem fyrst samstarf Carbfix, Hafnarfjarðarhafnar og Hafnarfjarðarbæjar og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, sbr. Rio Tinto og íslenska ríkisins, vegna næstu skrefa í áformum Carbfix. Meðal annars vegna uppbyggingar í Straumsvíkurhöfn. Í slíku rammasamkomulagi yrðu framkvæmdaáfangar tímasettir, meginatriði samkomulags um hafnaraðstöðu Carbfix í Straumsvík tíunduð, sem og önnur þjónusta. Jafnframt yrðu fjárhagslegar forsendur og fjármögnun samkomulagsins skilgreindar. Mikilvægt er að kynna áformin vel fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í bænum í aðdraganda hvers áfanga verkefnisins.Bæjarráð samþykkir einnig að skipaður verði starfshópur bæjarins um verkefnið og erindisbréf vegna hans og tilnefningar kláraðar á næsta fundi ráðsins.

      Framangreindri afgreiðslu bæjarráðs er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Jón Ingi Hákonarson og Guðmundur Árni Stefánsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu og bókun bæjarráðs.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að bæjarfulltrúar meirihlutans, hafa farið að tillögum og ábendingum jafnaðarmanna í bæjarstjórn og hafnarstjórn hvað varðar vinnubrögð og verklag við undirbúning þessa risastóra máls. Það varðar m.a. gerð rammasamkomulags aðila, kynningu máls gagnvart bæjarbúum, og skipun starfshóps/framkvæmdanefndar kjörinna fulltrúa um málið.

    • 2208539 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2022-2026

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl.
      Lagt fram erindisbréf, til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson.

      Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1512128 – Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl.
      3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 23. ágúst sl.

      Fyrir fundinum liggja upplýsingar um notendastýrða persónulega aðstoð.
      Fjölskylduráð samþykkir að tímagjald NPA samninga í Hafnarfirði taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar. Breytingin verður afturvirk og taki mið af kjarasamningi Eflingar og NPA miðstöðvarinnar frá 1. janúar 2022.

      Málinu er vísað til viðaukagerðar og til samþykktar í bæjarráði.

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá og áheyrnafulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun Fjölskylduráðs.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að þetta mál hafi loksins verið samþykkt í fjölskylduráði með atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar. Samfylkingin hefur lengi barist fyrir því að notendur NPA í Hafnarfirði sitji við sama borð og notendur í öðrum sveitarfélögum þar sem stuðst er við útreikninga NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi samninganna. Þeir útreikningar byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA notenda. Það er hins vegar mjög bagalegt hversu langan tíma það hefur tekið að ná fram þessari niðurstöðu.

      Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Samfylkingin leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar fagna þessum endurbótum og lagfæringum á taxta NPA og styðja þessa hækkun framlaga til þessarar mikilvægu þjónustu. Það er athyglivert en fagnaðarefni, að fulltrúar Framsóknarflokksins og nú Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði samþykki þessa réttarbót, sem Samfylkingin hefur barist fyrir síðustu misseri.

      Viðreisn leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Viðreisnar fagnar þessari sjálfsögðu réttarbót og sinnaskiptum meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.

      Til máls tekur Valdimar Víðisson. Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson og Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

      Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls öðru sinni. Einnig tekur Stefán Már Gunnlaugsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og þá um leið fyrirliggjandi viðauka.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

      Samfylkingin fagnar sinnaskiptum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks i þessu mikilvæga réttlætismáli fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og bæjarstjórn hafa undanfarin ár barist fyrir þessari niðurstöðu en hingað til talað fyrir daufum eyrum meirihlutans. Ánægjulegt var því að Framsóknarflokkurinn hafi snúist á sveif með Samfylkingunni á síðasta fundi fjölskylduráðs og Sjálfstæðisflokkurinn hafi svo fylgt í kjölfarið á fundi bæjarráðs. Við fögnum þessari niðurstöðu í dag en bagalegt er hversu langan tíma það hefur tekið meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk að fallast á jafn sjálfsagða réttarbót fyrir fatlað fólk og hér um ræðir.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Lögð fram endurskoðuð lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hraun vestur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hraun vestur og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson til andsvars kemur Orri Björnsson.

      Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

      Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni.

      Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2201649 – Selvogsgata 3, breyting á deiliskipulagi

      5.liður úr fundagerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti 23.2.2022 að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Selvogsgötu 3. Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir geymslu 4,58×5,31m í NV-horni lóðar. Hámarkshæð geymslu er 2,35 m. Þak einhalla til suðurs. Stærð 24.3m2. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 3. júní 2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar Hafnarfjarðarbæjar við framkominni athugasemd.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Selvogsgötu 3 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206171 – Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti 16. júní sl. að auglýsa tillögu Jóhanns Einars Jónssonar fh. lóðarhafa um deiliskipulag reitar 31.C í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5-6 hæða fjölbýlishúsum með allt að 58 íbúðum, Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var auglýst 6.7.2022-17.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 31.C og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Orri Björnsson kemur til andsvars og svarar Guðmundur Árni andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2022 að auglýsa tillögu Eggerts Jónassonar f.h. Þarfaþing hf. um nýtt deiliskipulag fyrir Áshamar 50, reit 6a, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
      Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit upp á fimm hæðir fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum. Á efri hæðum eru íbúðir en á jarðhæð hússins er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu eða annarri sérhæfðri starfsemi. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var í auglýsingu 12.7.-23.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 6.A og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti 1. júlí sl. að auglýsa tillögu Hjalta Brynjarssonar fh. lóðarhafa að deiliskipulagi fyrir Hringhamar 10, reit 20B.
      Tillagan gerir ráð fyrir 70 íbúðum í þremur 4-6 hæða húsum ásamt bílakjallara og bílastæðum á lóð. Tillagan var í auglýsingu 12.7.-23.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 20.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Lagt fram svar við umsögnum vegna umhverfismatsskýrslu um uppbyggingu á íþróttasvæði Hauka.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt svar vegna þeirra umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma umhverfismatsskýrslu um uppbyggingu á íþróttasvæði Hauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson.

      Valdimar Víðisson tekur við fundarstjórn.

      Kristinn Andersen tekur til máls. Einnig tekur Guðmundur Árni til máls öðru sinni.

      Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn að nýju.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi ályktun:

      Ábyrgð á þjónustu við flóttafólk vísað til félagsmálaráðuneytisins

      Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2015 verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem gert hefur samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Því mikilvæga samfélagslega verkefni hefur bærinn sinnt af alúð og metnaði og mikil sérþekking skapast. Auk þess hefur bæjarfélagið tekið á móti stórum hópi flóttafólks í gegnum samræmda móttöku. Nú er svo komið að hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta eru í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar og leggur bæjarfélagið mikla áherslu á að sinna þeim einstaklingum vel.
      Undanfarna mánuði hefur Hafnarfjarðarbær ítrekað komið því á framfæri við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að bærinn geti ekki tekið á móti fleira flóttafólki í bili þar sem innviðir sveitarfélagsins séu fyrir all nokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varðar.

      Engu að síður hefur flóttafólki án samnings við bæjarfélagið fjölgað um nokkur hundruð á síðustu vikum. Fólkið er hingað komið og búsett í úrræðum sem Útlendingastofnun hefur komið upp í bæjarfélaginu algjörlega án samráðs við bæjaryfirvöld. Í erindum bæjarins til ráðuneytisins hefur því skýrt verið komið á framfæri að útilokað er að Hafnarfjarðarbær geti tekið við fleira flóttafólki og veitt því þá þjónustu sem lögum samkvæmt búsetusveitarfélaginu ber að gera, sbr. skólaþjónustu til barna.
      Þar sem viðræður og erindi til ráðuneytisins og Útlendingastofnunar hafa ekki skilað árangri, er ábyrgðinni á veitingu þjónustunnar hér með vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Hafnarfjarðarbær skorast alls ekki undan þátttöku í verkefninu og vill sinna því vel áfram með hagsmuni flóttafólks og hælisleitenda að leiðarljósi. Ríkið verður hins vegar að standa undir sinni ábyrgð í málinu og koma til móts við bæjarfélögin sem hafa tekið að sér þessi verkefni.
      Bæjarfélaginu ber lögum samkvæmt að gæta hagsmuna allra barna sem nú þegar eru í leik- og grunnskólakerfinu. Vegna skorts á samráði þola innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.

      Einnig tekur Árni rúnar Þorvaldsson til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreindra bókun og að hún verði send félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

    Fundargerðir

    • 2201211 – Fundargerðir 2022, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.ágúst sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10.ágúst sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.ágúst sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 12.ágúst sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 19.maí sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1.júlí sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 19.júlí og 25.ágúst sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.ágúst sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.apríl sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 24.ágúst sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.júní sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 29.ágúst sl.

      Kristín Thoroddsen tekur til máls undir 4. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 24. ágúst sl. Til andsvars kemur Guðmundur Árni Stefánsson. Kristín svarar andsvari. Einnig kemur Árni Rúnar Þorvaldsson að andsvari sem Kristín svarar.

      Guðmundur Árni tekur til máls undir sama lið. Kristín kemur í andsvar.

      Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir 4. og 6. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 24. ágúst sl.

Ábendingagátt