Bæjarráð

22. september 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3609

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs setti fundinn og stýrði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs setti fundinn og stýrði honum.

 1. Almenn erindi

  • 2109323 – Sorpa, skýrsla framkvæmdastjóra

   Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu mætir til fundarins og fer yfir næstu verkefni Sorpu og helsu áskoranir framundan.

   Bæjarráð þakkar Jóni Viggó Gunnarssyni fyrir góða kynningu.

  • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur.

   Lögð fram rekstrargreining fyrir Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins og minnisblað verkefnastjóra um næstu skref.
   Björn H. Reynisson verkefnastjóri og Sævar Kristinsson frá KPMG mæta til fundarins.

   Bæjarráð þakkar Birni H. Reynissyni og Sævari Kristinssyni fyrir kynninguna.

  • 2209506 – Leigusamningur vegna líkamsræktaraðstöðu í Suðurbæjarlaug

   Lagður fram til samþykktar samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Gym heilsu um leigu á kjallara Suðurbæjarlaugar fyrir líkamsræktarstöð. Samningurinn er samhljóma samningi milli sömu aðila um leigu á líkamsræktaraðstöðunni í Ásvallalaug.
   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins og kynnir samninginn.

   Bæjarráð samþykkir samning milli Hafnarfjarðarbæjar og Gym heilsu um leigu á kjallara Suðurbæjarlaugar fyrir líkamsræktarstöð.

  • 2209686 – Jafnréttismál 2022

   Yfirferð jafnréttismála og jafnréttistefna.
   Ása Bergsdóttir lögfræðingur og Lind Einarsdóttir mannauðsráðgjafi mæta til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2208122 – Lóðarverð, skoðun og samanburður

   Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá vegna lóðarverðs. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á gjaldskrá vegna lóðaverðs ásamt breytingum á samþykkt Hafnarfjarðarkaupstaðar um gatnagerðargjald. Tillögunum vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 2209682 – Árshlutareikningur 2022, uppgjör

   Árshlutareikninur 30.06.2022 lagður fram. Guðmundur Sverrisson og Andri Berg Haraldsson mæta til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:

   Niðurstöður árshlutareiknings Hafnarfjarðarbæjar eru verulegt áhyggjuefni. Hallarekstur upp á rúman einn og hálfan milljarð króna er staðreynd og langt frá áformum sem finna má í fjárhagsáætlun bæjarins. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði hafa í sumar varað við erfiðri fjárhagsstöðu bæjarins og blikum á lofti í þeim efnum. Samfylkingin hefur kallað eftir viðbrögðum og tillögum meirihlutans í, en engin svör fengið. Fulltrúar meirihlutans hafa aftur á móti afneitað staðreyndum og sagt ástand fjármála bæjarins í góðu lagi.
   Nú eru staðreyndir skýrar. Reksturinn skilar umtalsverðum halla upp á hálfan annan milljarð. Og aðeins hálft árið að baki.
   Fyrirliggjandi eru fyrirheit um verulegar fjárfestingar á næstu mánuðum og misserum. Í þær verður tæpast ráðist nema fyrir lánsfé.
   Því er spurt: Hvað ætlar meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að gera í málinu? Hverjar eru tillögur meirihlutans til að snúa þessari öfugþróun við og treysta fjárhagslegan rekstrargrundvöll bæjarins? Nú þegar þarf að bregðast við.

  • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

   Lögð fram drög að viljayfirlýsingu. Til umræðu.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viljayfirlýsingu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1903304 – Sérstakur húsnæðisstuðningur

   2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.september sl.
   Fyrir fundinum liggur minnisblað sérstakan húsnæðisstuðning frá fjármálasviði.

   Þann 1. Júlí síðastliðinn hækkuðu almennar húsnæðisbætur frá Húsbót um 10% ásamt því að frítekjumörk hækkuðu um 3%. Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning fá íbúar Hafnarfjarðarbæjar sérstakan húsnæðisstuðning þannig að greiddar eru 900 krónur fyrir hverjar 1000 krónur sem einstaklingur fær í húsnæðisbætur frá Húsbót.

   Fjármálasvið Hafnarfjarðarbæjar hefur nú yfirfarið hækkun á almennum húsnæðisbótum frá Húsbót og leggur til eftirfarandi breytingar á reglum Hafnarfjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir íbúa Hafnarfjarðar: Eignamörk verði hækkuð um 3% og verði 6.664.673 kr. Skerðingarmörk verði hækkuð um 10% og verði eftir breytingu kr 90.200 kr.

   Fjölskylduráð samþykkir hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi og að breytingin gildi frá 1. Júlí 2022.

   Málinu vísað til Bæjarráðs til viðaukagerðar.

   Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um afturvirka leiðréttingu á greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings:

   1. Á einstaklingur rétt á afturvirkri leiðréttingu sérstaks húsnæðisstuðnings í þeim tilvikum þegar útreikningur sérstaks húsnæðisstuðnings hefur verið rangur hjá Hafnarfjarðarbæ vegna rangra upplýsinga um leigufjárhæð?

   2. Á einstaklingur rétt á afturvirkri leiðréttingu sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Hafnarfjarðarbæ þegar stuðningurinn skerðist vegna fjárhæðarskilyrðis sem segir að húsnæðiskostnaður megi ekki vera lægri en 50.000 kr. þegar sá liður er sannarlega hærri hjá viðkomandi einstaklingi?

   Bæjarráð vísar hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjármálasviðs til viðaukagerðar.

  • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

   3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.september sl.
   Skipað að nýju í verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins á Sólvangi.

   Verkefnastjórn um uppbyggingu á Sólvangsreitnum hefur starfað í umboði Bæjarráðs í tvö kjörtímabil og Fjölskylduráð beinir ósk til Bæjarráðs að skipað verði að nýju í verkefnastjórnina til þess að fylgja eftir þeim verkefnum sem er ólokið á reitnum.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi tillögu:

   Fulltrúi Viðreisnar leggur til að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum allra flokka til að gæta að þess að raddir allra kjósenda sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn heyrist.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Viðreisnar og eru reiðubúnir til að fjölga um einn fulltrúa í verkefnastjórn þannig að svo megi verða.

   Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans benda á að í nefndum og starfshópum bæjarins er niðurstaða kosninga virt og venjan hefur verið að í tilvikum sem þessum skipti minnihlutinn hverju sinni með sér sætum. Því er vísað til fulltrúa minnihlutans að ná niðurstöðu um skiptingu fulltrúa í starfshópum sem þessum.

   Framkomin tillaga frá fulltrúa Viðreisnar er næst borin upp til atkvæða og er hún felld þar sem allir fulltrúar bæjarráðs sitja hjá við afgreiðslu málsins.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur næst til svohljóðandi tillögu:

   Í ljósi þess að Viðreisn fær ekki einn flokka að sinna lýðræðislegri skyldu sinni og þar með útiloka rödd Viðreisnar frá vinnu við stefnumótun þá leggur Viðreisn til að starfshópurinn verði einungis skipaður þremur fulltrúum, tveimur frá meirihluta og einum frá Samfylkingu. Með þessu móti má þá spara peninga fyrir bæjarsjóð.

   Er framkomin tillaga næst borin upp til atkvæða og er hún samþykkt með 3 atkvæðum frá fulltrúum meirihluta en fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tilögunni.

   Bæjarráð skipar eftirfarandi aðila í verkefnastjórn vegna hjúkrunarheimilis:

   Ásgeir Harðarson, fulltrúi meirihluta.
   Helga Ingólfsdóttir, fulltrúi meirihluta
   Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi minnihluta

  • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

   Skipun stýrihóps barnvæns sveitarfélags.

   Bæjarráð staðfestir uppfært erindisbréf.

   Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar í stýrihóp:

   Hildur Helga Gísladóttir
   Anna Kristín Jóhannesdóttir

  • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

   Skipun starfshóps og lagt fram erindisbréf.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi tillögu:

   Fulltrúi Viðreisnar leggur til að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum allra flokka til að gæta að þess að raddir allra kjósenda sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn heyrist.

   Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans benda á að í nefndum og starfshópum bæjarins er niðurstaða kosninga virt og venjan hefur verið að í tilvikum sem þessum skipti minnihlutinn hverju sinni með sér sætum. Því er vísað til fulltrúa minnihlutans að ná niðurstöðu um skiptingu fulltrúa í starfshópum sem þessum.

   Framkomin tillaga frá fulltrúa Viðreisnar er næst borin upp til atkvæða og er hún felld þar sem allir fulltrúar bæjarráðs sitja hjá við afgreiðslu málsins.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur næst til svohljóðandi tillögu:

   Í ljósi þess að Viðreisn fær ekki einn flokka að sinna lýðræðislegri skyldu sinni og þar með útiloka rödd Viðreisnar frá vinnu við stefnumótun þá leggur Viðreisn til að starfshópurinn verði einungis skipaður þremur fulltrúum, tveimur frá meirihluta og einum frá Samfylkingu. Með þessu móti má þá spara peninga fyrir bæjarsjóð.
   Er framkomin tillaga næst borin upp til atkvæða og er hún felld með fimm samhljóða atkvæðum.

   Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans telja að vegna umfangs verkefnisins sé mikilvægt að starfshópurinn verði skipaður fimm manns og vísa aftur til fulltrúa minnihlutans um að ná samkomulagi um skiptingu fulltrúa í starfshópum.

   Bæjarráð staðfestir erindisbréf.

   Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar í starfshóp:

   Valdimar Víðisson
   Kristín Thoroddsen
   Lovísa Traustadóttir
   Torfi H. Leifsson
   Hildur Rós Guðbjargardóttir

   Fulltrúi Viðreisnar kemur að svohljóðandi bókun:
   Fulltrúi Viðreisnar harmar niðurstöðuna. Þessir hópar eru mikilvægur þáttur við stefnumótun málefna Hafnarfjarðarbæjar. Það að útiloka rödd tæplega 1200 kjósenda er miður.

  • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun

   Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun lóða.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breyttar almennar reglur um úthlutun lóða og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2206137 – Ásland 4, úthlutun

   Ásland 4, úthlutun lóða, 1.áfangi.

   Bæjarráð samþykkir að lóðir í 1.áfanga Áslands 4 verði auglýstar til úthlutunar.

  • 2102607 – Hlíðarbraut 10,12,14 og 16, stofnun lóða

   Úthlutun lóða.

   Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilboðum í lóðir við Hlíðabraut 10, 12, 14 og 16.

  • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

   Svör við fyrirspurn Samfylkingarinnar um málefni Tækniskólans.

   Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

   Greinargerð bæjarstjóra ber með sér að þetta mál er á algjöru frumstigi og mikilvægt að setja stóraukinn kraft í undirbúning þess, ef áform um flutning Tækniskólans til Hafnarfjaðar eiga að raungerast á næstu árum.

  Fundargerðir

  • 2209004F – Hafnarstjórn - 1624

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7.september sl.

  • 2209013F – Menningar- og ferðamálanefnd - 394

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.september sl.

  • 2201357 – Sorpa bs, fundargerðir 2022

   Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 8.júlí sl.

  • 1909104 – SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 38.fundar eigendafundar Sorpu bs. frá 5.september sl.

  • 1904277 – Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 37.fundar eigendafundar Strætó bs. frá 5.september sl.

  • 2201359 – Stjórn SSH, fundargerðir 2022

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 5. og 12.september sl.

Ábendingagátt