Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Orra Björnssyni en í hans stað sat fundinn Kristín Thoroddsen.
Yfirferð verkefna, verkefni framundan og helstu áskoranir. Til fundarins mæta Thelma Jónsdóttir, Jóhannes Egilsson og Örn H. Magnússon.
Bæjarráð þakkar Jóhannesi, Thelmu og Erni fyrir kynninguna.
Lögð fram tillaga að styttingu vinnuviku í Tónlistarskólanum. Hrund Apríl Guðmundsdóttir aðstoðarsviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir tillögur um styttingu vinnuviku í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu reiðhallar Sörla. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun.
Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:
Samfylkingin hefur stutt upbbyggingu á reiðhúsi Sörla og gerir áfram. Enda var það verkefni efst á forgangslista ÍBH, íþróttafélaganna í bænum, Á hinn bóginn er verkefnið kostnaðarsamt og yfir áætlun. Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er á sama tíma afar þröngur eins og nýtt árshlutauppgjör gefur skýrt til kynna, þar sem hallarekstur er 1,5 milljarðar króna. Ekki hefur verið undirbúið af meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að búa í haginn fjárhagslega til að standa undir þessari miklu fjárfestingu. Samfylkingin styður málið.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárhagsstöðu Strætó bs.
Bæjarráð samþykkir að framlag til Strætó bs. fyrir árið 2022 verði hækkað um kr. 50.521.282 kr. Samþykktin er með fyrirvara um að öll aðildarsveitarfélög að byggðasamlaginu samþykki tillögu um hækkun á framlagi til Strætó. bs. Vísað til fjármálasviðs til viðaukagerðar.
Lögð fram sameiginleg áskorun félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landsambands eldri borgara.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Lagt fram bréf dags. 28.sept.sl. frá Unicef, varðandi stofnun/efla starf ungmennaráðs.
Í Hafnarfirði er starfrækt öflugt ungmennaráð. Tillögu Unicef á Íslandi um að efla starf ungmennaráðs í Hafnarfirði er vísað til fræðsluráðs til skoðunar.
Lögð fram tillaga frá SSH að starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar og svæðisskipulagsstjóra fyrir árið 2023
Bæjarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2023. Samþykktin er með fyrirvara um að öll sveitarfélög samþykki áætlunina.
Lagt fram fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 12.október nk.
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022 sem haldinn verður dagana 13.og 14.október nk.
Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar frá 30.september sl.
Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar frá 3.október sl.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21.september sl.
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 3.október sl.
Lögð fram fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 3.október sl.
Lögð fram fundargerð 4.fundar Stefnuráðs byggðasamlaganna frá 13.september sl.
Lögð fram fundargerð 38.eigendafundar Strætó bs. frá 26.september sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15.ágúst sl.