Bæjarráð

6. október 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3610

Mætt til fundar

 • Valdimar Víðisson formaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
 • Kristín María Thoroddsen varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Orra Björnssyni en í hans stað sat fundinn Kristín Thoroddsen.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Orra Björnssyni en í hans stað sat fundinn Kristín Thoroddsen.

 1. Almenn erindi

  • 22091173 – Markaðssstofa Hafnarfjarðar

   Yfirferð verkefna, verkefni framundan og helstu áskoranir. Til fundarins mæta Thelma Jónsdóttir, Jóhannes Egilsson og Örn H. Magnússon.

   Bæjarráð þakkar Jóhannesi, Thelmu og Erni fyrir kynninguna.

  • 22091194 – Tónlistarskóli, stytting vinnuviku

   Lögð fram tillaga að styttingu vinnuviku í Tónlistarskólanum. Hrund Apríl Guðmundsdóttir aðstoðarsviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir tillögur um styttingu vinnuviku í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum
   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

  • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

   Lögð fram framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu reiðhallar Sörla. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda í samræmi við fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

   Samfylkingin hefur stutt upbbyggingu á reiðhúsi Sörla og gerir áfram. Enda var það verkefni efst á forgangslista ÍBH, íþróttafélaganna í bænum,
   Á hinn bóginn er verkefnið kostnaðarsamt og yfir áætlun. Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er á sama tíma afar þröngur eins og nýtt árshlutauppgjör gefur skýrt til kynna, þar sem hallarekstur er 1,5 milljarðar króna. Ekki hefur verið undirbúið af meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að búa í haginn fjárhagslega til að standa undir þessari miklu fjárfestingu.
   Samfylkingin styður málið.

  • 22091174 – Strætó bs, rekstrarframlag

   Lagt fram minnisblað fjármálastjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárhagsstöðu Strætó bs.

   Bæjarráð samþykkir að framlag til Strætó bs. fyrir árið 2022 verði hækkað um kr. 50.521.282 kr. Samþykktin er með fyrirvara um að öll aðildarsveitarfélög að byggðasamlaginu samþykki tillögu um hækkun á framlagi til Strætó. bs.
   Vísað til fjármálasviðs til viðaukagerðar.

  • 22091072 – Félag atvinnurekenda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara, áskorun

   Lögð fram sameiginleg áskorun félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landsambands eldri borgara.

   Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

  • 22091192 – UNICEF á Íslandi, erindi

   Lagt fram bréf dags. 28.sept.sl. frá Unicef, varðandi stofnun/efla starf ungmennaráðs.

   Í Hafnarfirði er starfrækt öflugt ungmennaráð. Tillögu Unicef á Íslandi um að efla starf ungmennaráðs í Hafnarfirði er vísað til fræðsluráðs til skoðunar.

  • 22091184 – Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2023

   Lögð fram tillaga frá SSH að starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar og svæðisskipulagsstjóra fyrir árið 2023

   Bæjarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2023. Samþykktin er með fyrirvara um að öll sveitarfélög samþykki áætlunina.

  • 22091191 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ársfundur 2022

   Lagt fram fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 12.október nk.

  • 22091171 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022

   Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022 sem haldinn verður dagana 13.og 14.október nk.

  Fundargerðir

Ábendingagátt