Bæjarráð

17. nóvember 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3614

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskilinni Sigrúnu Sverrisdóttur en í hennar stað sat fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson. Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskilinni Sigrúnu Sverrisdóttur en í hennar stað sat fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson. Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2211486 – Reglur um Eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga

      Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um eftirlitsnefnd fjármála íþrótta- og æskulýðsfélaga. Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 2206624 – Rekstrartölur 2022

      Lagðar fram rekstrartölur jan-sept. 2022. Guðmundur Sverrisson staðgengill sviðsstjóra fjármálasviðs mætir til fundarins.

    • 2211298 – Útsvarsprósenta við álagningu 2023

      Lögð fram tillaga.

      Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu: Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2023 verði 14,48%.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu: Bæjarráð samþykkir að á næsta ári verði útsvarshlutfallið 14,52% í stað 14,48% eins og það hefur verið undanfarin ár.

      Greinargerð frá fulltrúum Samfylkingar:

      Með því að fullnýta ekki útsvarið verður bæjarfélagið af mikilvægum tekjum við þær þungu rekstraraðstæður sem uppi eru í dag. Þar er um að ræða fjármuni sem myndu sannarlega nýtast bæjarsjóði þar sem árshlutauppgjör leiddi í ljós að A-hluti bæjarsjóðs var rekinn með 1,5 milljarða tapi á fyrri hluta ársins. Á sama tíma og verið er að hækka fasteignaskatta um 22%, gjaldskrár um 9,5% þá hlífir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tekjuhæsta hópnum í samfélaginu með því að fullnýta ekki útsvarið. Ennfremur hafa sveitarfélög verið gagnrýnd af ríkisvaldinu í viðræðum um tekjustofna, t.a.m. fatlaðs fólks, að sveitarfélög fullnýti ekki megintekjustofninn – útsvarið.

      Formaður bæjarráðs ber upp framkomna tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar og er hún felld þar sem fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni en fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni.

      Þá er tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks borin upp til atkvæða og er hún samþykkt með þremur atkvæðum frá fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2023 verði 14,48%.

      Fulltrúar meirihluta bóka eftirfarandi: Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að halda álögum og gjöldum á íbúa bæjarfélagsins í lágmarki. Erfitt efnahagsumhverfi síðustu mánuði hefur reynt á rekstur sveitarfélaga og heimila. Heimilin munu njóta góðs af óbreyttri útsvarsprósentu líkt og hér er lagt til.

    • 2102607 – Hlíðarbraut 10,12,14 og 16, stofnun lóða og úthlutun

      Lögð fram tilboð. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins

    • 2206137 – Ásland 4, úthlutun

      Til umræðu.

      Orri Björnsson víkur af fundi undir þessum lið.

    • 2204285 – Land í eigu ISAL sem fer undir tvöfalda Reykjanesbraut, erindi

      Tekið fyrir erindi Rio Tinto hf.

      Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra að halda áfram viðræðum við Rio Tinto.

    • 2205052 – Straumhella 13 og 15, Dverghella 6 og 8, ósk um vilyrði

      Ósk um lóðavilyrði

      Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðunum Straumhellu 13 og 15 og Dverghellu 6 og 8 fyrir þá uppbyggingu sem fram kemur í umsókn. Skal vilyrðið gilda til 1. febrúar 2023. Endanleg úthlutun lóða getur ekki farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

    • 2210417 – Málefni flóttafólks og íbúa af erlendu bergi brotnu

      Svar við fyrirspurn. Lagt fram.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 26. október sl.

      Það er ánægjuefni að ekkert barn sem á rétt á skólavist sé á biðlista eftir plássi í grunnskóla. Á sama tíma er 21 barn á biðlista eftir plássi á leikskóla sem þarf að leysa eins fljótt og hægt er. Á svörunum má sjá að um umfangsmikið verkefni er að ræða hjá sveitarfélaginu og mikilvægt að ríkisvaldið standi undir sínum skyldum í þessum málaflokki. Samfylkingin leggur áherslu á að áfram verði unnið í þessum málaflokki með hagsmuni flóttafólks og hælisleitenda að leiðarljósi en einnig er mikilvægt að fleiri sveitarfélög axli aukna ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki.

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Lögð fram drög að erindisbréfi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.

    Fundargerðir

    • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

      Lögð fram fundargerð 1. fundar starfshópsins frá 7.nóvember sl.

    • 2210033F – Hafnarstjórn - 1628

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2.nóvember sl.

    • 2201361 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 31.október sl.

    • 2211009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 398

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.nóvember sl.

    • 2201359 – Stjórn SSH, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 7.nóvember sl.

Ábendingagátt